Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 ✝ Ingi Sigurjón Guðmundsson fæddist í Þorláks- höfn 15. janúar 1933. Hann varð bráðkvaddur 5. apríl 2021. Foreldrar hans voru Helga Jóns- dóttir, f. 9.8. 1897, d. 18.5. 1983, og Guðmundur Sig- urðsson, f. 2.8. 1896, d. 6.8. 1987. Systur Inga sammæðra voru Fanney Breið- fjörð Benediktsdóttir, f. 7.3. 1921, d. 6.1. 1962, og Benedikta Ketilríður Breiðfjörð Benedikts- dóttir, f. 24.5. 1922, d. 25.9. 1971. Alsystkini Inga voru Björn, f. 24.8. 1926, d. 11.4. 2018, Pálína Sigrún, f. 18.10. 1927, d. 24.6. 2019, og Vigdís, f. 17.10. 1928, d. 6.0. 2020. Hinn 30. október 1960 giftist Ingi Ingibjörgu Skarphéð- insdóttur, f. 30.10. 1931. Sonur Inga er Hilmar, f. 9.7. 1954, sambýliskona hans er María Guðmundsdóttir, f. 6.8. 1949. Sonur Hilmars er Ingi Sig- býliskona hans er Katrín Inga Haraldsdóttir, f. 8.4. 1998. 4) Linda Björk, f. 26.5. 1967, gift Ólafi Birni Björnssyni, f. 2.9. 1971, börn þeirra eru a) Ásbjörn, f. 18.4. 1996, b) Benedikta Ýr, f. 8.2. 2001, c) Friðrik Ingi, f. 8.2. 2001, d) Margrét Birna, f. 12.2. 2002. Fósturdóttir Inga er Jó- hanna Jóhannsdóttir, f. 6.7. 1951, gift Guðmundi Óla Krist- inssyni, f. 2.10. 1951. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Sólveig, f. 24.5. 1971, gift Gísla Elís Úlfarssyni, f. 25.8. 1969, b) Heiðrún, f. 26.7. 1973, gift Rúnari Má Jónssyni, f. 18.9. 1973, c) Jón Steinar, f. 18.6. 1977, kvæntur Pálínu Jóhanns- dóttur, f. 29.1. 1981, d) Atli Freyr, f. 2.1. 1985, kvæntur Berglindi Ýri Kjartansdóttur, f. 8.6. 1988. Ingi ólst upp í Ölfusi fyrstu ár- in og síðar á bænum Hlíð í Grafn- ingi. Hann fór ungur að vinna hjá Íslenskum aðalverktökum og stofnaði svo ásamt öðrum verktakafyrirtækið Völ ehf. árið 1963. Það var leyst upp árið 2001 og hætti Ingi þá að vinna vegna aldurs. Útför Inga fer fram í Bústaða- kirkju í dag, 26. apríl 2021, og hefst klukkan 13. Streymi frá útför: https://www.sonik.is/ingi Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.iis/andlat urbjörn, f. 29.1. 1977, sambýliskona hans er Ingibjörg Baldursdóttir, f. 7.12. 1973. Börn Inga og Ingibjargar eru: 1) Haukur Skarphéðinn, f. 10.7. 1960, kvæntur Marian Ingason Carlén, f. 9.10. 1951. Börn Hauks eru a) Páll Ingi, f. 12.1. 1978, sambýliskona Erla Dóra Gísladóttir, f. 18.7. 1985, b) Linda Rún, f. 28.4. 1992, sam- býlismaður hennar er Robin In- gemar Hembo, f. 22.5. 1992. 2) Guðmundur Birgir, f. 16.1. 1962, kvæntur Ingunni Ólafsdóttur, f. 10.7. 1963. Börn þeirra eru a) Ólafur Ingi, f. 21.2. 1986, kvænt- ur Heiðrúnu Sigvaldadóttur, f. 25.5. 1976, b) Árni Birgir, f. 24.10. 1989, sambýliskona hans er Janina Nelly Hüber, f. 11.4. 1990, c) Guðrún Anna, f. 28.2. 1996. 3) Ásgeir Þór, f. 8.5. 1965. Börn hans eru a) Halla Margrét, f. 20.10. 1990, d. 23.2. 2006, b) Unnar Freyr, f. 19.1. 1994, sam- Að kveðja kappann hann pabba er miklu erfiðara en ég hefði nokkurn tímann trúað. Þótt hann hafi ekki verið ungur að árum var hann ungur í anda. Ég hélt að hann fengi að vera eitthvað lengur hjá okkur, hann var svo hress og sprækur, en hans veika hjarta náði ekki að lengja hans líf meir, þrátt fyrir þrotlausa vinnu hugans og vilja að halda líkamanum gangandi. Hann fór í æfingar tvisvar í viku. Á hverjum morgni fór hann hjólandi úr Fossvoginum í Mjóddina, að hitta strákana. Þeirri hefð höfðu gamlir félagar úr verktakabransanum haldið í um 20 ár. Eftir hádegi var svo farið að hitta golfhópinn uppi á Korpu, allt árið um kring. Hvort tveggja gerði hann þann dag sem hann kvaddi skyndi- lega og það á golfvellinum, al- veg eins og hann hefði viljað sjálfur. Hann var einlægur sportisti og alveg óhræddur við að prufa eitthvað nýtt. Hann var einstak- ur skíðamaður, þau fóru utan á skíði á hverju ári á flesta staði í Evrópu en honum fannst best að skíða í Ameríku og fór síð- ustu árin ekkert annað. Hér áð- ur átti hann mono-skíði, sem líkist brettum í dag, en var á því í skíðaskóm. Hann smíðaði sér svo upphækkaðan pall ofan á eitt skíði og fékk ómælda at- hygli í fjöllunum sem mér fannst ekki endilega frábært á þeim tíma. Á veturna stundaði hann einnig skotveiði en borðaði ekki villta fugla svo hann gerði með þeim skipti. Hann var alltaf að, var vanur mikilli útivinnu sex daga vik- unnar alla sína starfsævi. Hann var vinsæll hjá sínum undir- mönnum enda sanngjarn maður sem stóð alltaf við sitt. Vegna góðs orðspors sem verkstjóri var hann fenginn í að stjórna verki við smábátahöf í Asqelon í Ísrael, þar sem hann dvaldi, ásamt mömmu, á bilinu 1992- ’94. Þeim þótti báðum gott að vera þar og náði hann meðal annars góðum tökum á segl- brettinu sem kom þá í staðinn fyrir skíðin. Þetta var á frið- samlegum tíma svo við náðum öll að fara að heimsækja þau í þetta merkilega og ógleyman- lega land. Hann var yndislegur faðir og það sem einkenndi hann helst var hið rólega og yfirvegaða skap. Hann hafði það ekki í sér að skamma okkur með háreysti aðeins með tiltali. Einu skiptin sem hann hefði sjálfur viljað hafa meira skap var þegar hann talaði um póli- tík. Hann var ástríðufullur hægrimaður en þrátt fyrir það gekk hann ávallt um með rússa- húfu. Hann sagði að hann mætti bera hana stoltur, þar sem hann hefði hreint hægrisinnað hjarta. Hann var mjög góð fyrirmynd, kenndi okkur reglusemi, þraut- seigju og að lifa lífinu. Hann var mjög fjölskyldurækinn maður, fylgdist með öllu og öllum. Hann hringdi í alla á þeirra af- mælisdögum og nú minnast börnin mín þess með hlýju og söknuði. Aldrei veigraði hann sér við hlutina með sína fötluðu hönd, þar sem hann hafði misst á hægri hendi fjóra fingur til hálfs og alveg þumalinn, aðeins 22 ára gamall. Hann lærði bara að beita hendinni og eins að skrifa bæði með hægri og vinstri. Hann vildi heldur ekki hafa höndina mjög sýnilega, fannst illa hafa verið gengið frá saumum og örin of áberandi. Fyrir mér var hún bara mjúk. Linda Björk Ingadóttir. Fyrir 37 árum sagði ég pabba frá því að ég ætlaði að fara út til Svíþjóðar og klára verkfræði þar. „Heldurðu að þú komir aft- ur?“ spurði hann mig fullur grunsemda. „Að sjálfsögðu,“ sagði ég. Ég veit ekki hvernig pabbi vissi að það myndi taka mig eins langan tíma og raun bar vitni að klára námið. Hann gætti þess alltaf að halda góðu sambandi við mig þrátt fyrir fjarlægðina. Hann var fljótur að taka upp allar nýjar tækninýj- ungar, til þess að gera okkur kleift að halda reglulegu sam- bandi. Allt frá byrjun Skype og nú síðast með WhatsUp. Það var alltaf hann sem kom með nýjar hugmyndir um hvernig við gætum haldið sambandi. Síðustu árin töluðum við saman svo til í hverri viku og ræddum þá meðal annars um golfið og kaffifundina hans í Mjóddinni. Pabbi var í raun líflína mín til fjölskyldunnar á Íslandi. Hann hélt mér alltaf upplýstum um hvað væri að gerast. Þegar ég kom í heimsókn til Íslands var það alltaf sjálfsagt að hann sækti mig út á flugvöll og aldrei áttum við í neinum vandræðum með að ræða málin á Íslandi, þótt ég hafi ekki alltaf verið með allar upplýsingar um það hvað væri að gerast. Ég ólst upp með pabba í verktakafyrirtækinu hans, Veli, og kynntist þar mörgum af hans vinum. Honum þótti því alltaf gaman þegar við fórum saman í Mjóddina og áttum þar góða stund með vinum og félögum. Hann hitti vini sína daglega í Mjóddinni og voru þeir honum einstaklega kærir. Ég er sann- færður um að söknuður félag- anna er ekki síður sár en okkar fjölskyldunnar. Þrátt fyrir háan aldur var fráfall hans okkur mikið áfall, en pabbi var 88 ára. Hann var í svo gríðarlega góðu formi. Tveimur dögum áður en hann féll frá töluðum við saman og eins og oft áður töluðum við um golf. Hann sagði mér spenntur frá því að hann ætlaði að senda mér vídeó af sér þar sem hann tekur upphafshögg með nýja drivernum á teig á Korpu en hann var orðinn svo ánægður með sveifluna sína. Þetta var í síðasta skiptið sem ég talaði við pabba. Ég hélt að nú gætum við hvað úr hverju farið að hittast meira og spila saman golf. Ég sá fram á bjartari tíma eftir bólusetningar. Því miður gekk það ekki eftir. Það er þó hugg- un fólgin í því að hann féll frá þar sem honum leið svo vel; á golfvellinum. Ég er þó sann- færður um að hann hefði viljað slá nokkur högg í viðbót þar sem hann var svo sáttur við spilamennskuna sína. Já, þetta verður erfitt fyrir okkur öll, bæði ættingja og vini. Sorgin, söknuðurinn og tómleik- inn er mikill og við komum til með að minnast hlýju hans, um- hyggju og áreiðanleika. Haukur Skarphéðinn Ingason og fjölskylda. Elskulegur tengdafaðir minn Ingi S. Guðmundsson er fallinn frá 88 ára að aldri. Það er ekki sjálfgefið að ná þetta háum aldri, hvað þá að ná að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða allt fram á síðasta dag við góða heilsu. Hann hreyfði sig mikið alla tíð, skíðaði eins og unglingur, hjólaði og spilaði golf nær daglega alveg fram á síð- asta dag, bókstaflega. Inga og Ingu kynntist ég á haustmánuðum 1989 þegar ég og Linda dóttir þeirra felldum hugi saman. Mér var strax tekið opnum örmum af þeim heiðurs- hjónum og átti ég eftir að verða tíður gestur á þeirra heimili næstu árin. Traustari og flottari tengdaföður er ekki hægt að hugsa sér og reyndist hann mér afskaplega vel í gegnum árin og féll aldrei skuggi á okkar sam- band. Hann var frábær fyrirmynd fyrir alla sína afkomendur sem og alla sem hann þekktu. Hann hafði mikla mannkosti, var af- skaplega traustur, samvisku- samur, hæglátur, hógvær, harð- duglegur til allra verka og síðast en ekki síst mikill fjöl- skyldumaður. Hann fylgdist ávallt með öllu sínu fólki út um allan heim með hjálp tækninnar og þótti mínum börnum alltaf afskaplega vænt um það þegar hann hringdi í þau á afmæl- isdögum þeirra. Ég hef alla tíð verið afskaplega stoltur af því að eiga hann sem tengdaföður og virðing mín fyrir honum ómæld. Daginn sem hann lést byrjaði hann eins og flesta daga á því að hjóla upp í Mjódd til að fá sér kaffibolla með strákunum. Hann hjólaði svo til baka og dreif sig upp á golfvöll til að hitta golffélaga sína til að spila með þeim golf, íþrótt sem hann hafði mikla ástríðu fyrir eftir að hafa kynnst henni seint á sinni lífsleið eða á áttræðisaldri. Allt var þetta venjum samkvæmt en þetta reyndist því miður hans síðasti golfhringur þar sem hann hneig niður og varð bráð- kvaddur á golfvellinum. Það er með miklum söknuði og virðingu sem ég kveð þið elsku Ingi minn. Takk fyrir samfylgdina og megi góður Guð varðveita þína fallegu minningu. Þinn tengdasonur, Ólafur Björn. Elskulegur tengdapabbi minn, Ingi S. Guðmundsson, féll frá þann 5. apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir háan aldur bar and- lát hans að með bráðum hætti og við sitjum harmi slegin eftir. Hann var svo hress og kraft- mikill, því var skyndilegt fráfall hans mikið áfall. Daginn sem hann lést hafði hann hjólað og hitt félagana yfir kaffibolla eins og alla daga og, eins og vant var, hitti hann golffélagana úti á golfvelli til að taka einn golf- hring, en hann var einmitt í golfi þegar hann lést. Ingi fór út á golfvöll nánast alla daga árs- ins. Ef hann var ekki í golfi var það vanalegast vegna þess að allt var á kafi í snjó. Þá skellti hann sér á skíði í Bláfjöllum ef veður leyfði eða sló bolta úr fötu. Ingi var mjög flottur golf- ari, en hann byrjaði að spila golf 76 ára gamall. Hann sagði stundum að það eina sem hann sæi eftir var hversu seint hann byrjaði að spila. Það var ynd- islegt að spila með Inga. Hann var alltaf styðjandi og hvetj- andi, þótt spilinu hafi alltaf fylgt keppni. Og skemmtilegast fannst honum þegar hann var orðinn lægri en ég í forgjöf, en það er langt síðan hann fór fram úr mér í golfi. Það var í raun alveg merkilegt hversu vel honum fórst að meðhöndla golf- kylfuna, en hann missti framan af öllum fingrum hægri handar í vinnuslysi þegar hann var ung- ur maður. Hann vann úr því með sama æðruleysinu og ein- kenndi hann alla tíð og aldrei minnist ég þess að hann hafi kvartað yfir því að hafa ekki alla fingur heila, eins og flestir hafa. Ekki frekar en ég heyrði hann kvarta yfir nokkrum hlut. Æðruleysi og rólyndi einkenndu hann, sem og góðlátleg stríðni og mikill húmor. Ingi var mikill útivistarmað- ur. Hann vann úti við allan sinn starfsferil og vildi líka eyða sem mestum frítíma undir beru lofti. Hann var frábær skíðamaður og hafði einstaklega fallegan skíða- stíl. Hann og Inga tengda- mamma fóru víða í skíðaferðir erlendis, en toppurinn var þó að vera á skíðum í Aspen. Á meðan börnin voru ung fóru þau Inga með þau víða um landið okkar. Sérstaklega þótti gaman að fara í Kerlingarfjöll og ég var svo heppin að fá að fara með þang- að í Wagganum í einhver skipti. Það er alveg sama við hvern er talað, allir bera Inga ein- staklega góða sögu. Hann var skemmtilegur, húmorískur, jarðbundinn og alveg hreint frá- bær dansari. Það var ekki hægt að hugsa sér dásamlegri tengdapabba. Bæði hann og Inga tengdamamma tóku mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskylduna aðeins 16 ára gömul. Aldrei fór styggðaryrði okkar á milli og alltaf var hann til staðar fyrir mig og okkur hjónin. Ingi var öllum sínum börnum mikil stoð og stytta og studdi þau með ráðum og dáð. Það var nánast alveg sama hvað Ingi var beðinn um, alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa til. Hann var kletturinn í lífi Ingu, því er stórt skarð höggvið í hennar líf við að missa félaga sinn og förunaut í rúmlega 60 ár. Elsku Ingi, takk fyrir öll árin og allar dýrmætu minningarnar sem ég á. Ég mun geyma þær í hjarta mínu alla tíð. Hvíl í friði elsku tengdapabbi minn. Þín verður sárt saknað. Ingunn Ólafsdóttir. Hann Ingi vinur okkar er far- inn, og við golffélagar hans hörmum það svo sannarlega. Hann birtist hjá okkur í GR fyrir um átta árum og við urð- um hissa. Að byrja í golfi hátt á áttræðisaldri? Fljótlega kom í ljós að Ingi var enginn með- almaður. Eftir margra ára starf sem vélamaður, þar sem enginn komst með tærnar þar sem hann hafði hælana í nákvæmni, fór hann að slá golfbolta og það sem meira var, gerði það afar vel. Alla daga á sumrin spilaði hann. Flestir hættu á haustin, en það hentaði Inga alls ekki. Með kósakkahattinn á höfðinu hélt hann áfram hvernig sem viðraði. Hann tilheyrði eiginlega tveimur golfhópum og ein af skemmtunum okkar félaganna var að fylgjast með því í tölv- unni hverjum hann ætlaði að leika með hvern dag, enda eft- irsóttur í samspili og tölvutækn- in var honum auðvitað engin hindrun. Ávallt léttur í lund og hlýr í viðmóti skaut hann okkur yngri mönnunum oft ref fyrir rass. Við heyrðum út undan okkur að hann væri samt ekki byrjandi í íþróttum, hefði verið sérlega góður skíðamaður, aðal- lega í bruni. Á atvinnusviðinu var hann landsþekktur sem af- burðanákvæmnismaður á vél- um, hvort sem um var að ræða ýtu, gröfu eða veghefil. Það að „smá slys“ á yngri árum rændi hann nokkrum fingrum hægri handar lét hann ekki hindra sig, nákvæmni hans í púttum og upphafshöggum var undraverð. Fyrir nokkrum árum fannst Inga tími til kominn að aðlagast nútímanum, seldi gamla bens- ínbílinn og skipti yfir í rafmagn. Ekki nóg með það, honum tókst að fá nokkra golffélaga á sitt band og nú erum við þrjú komin á rafbíla og fleiri kannski að hugsa sinn gang. Í vor fannst honum svo tilvalið að fjárfesta í nýju setti af golfkylfum, gaman var að vera til! Ingi hafði slegið inn á þriðju flöt og hans lið átti fyrstu tvær holurnar þegar tími hans var útrunninn. Þvílíkur lokasprett- ur! Við golfvinirnir værum meira en sáttir við að fá að fara nákvæmlega í sporin hans, þeg- ar að því kemur. Fjölskyldunni vottum við okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Inga, vin- ar okkar og golffélaga. Björk og Óli, Daði, Elías, Halldór, Hans og Sigurdór. Ingi Sigurjón Guðmundsson Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG J.A. EINARSDÓTTIR, síðast til heimilis í Roðasölum, Kópavogi, er látin. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 30. apríl klukkan 11. Björgvin Sigurjónsson Sædís Magnúsdóttir Margrét Björnsdóttir Guðmundur Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, SVEINN GAUKUR, hestamaður og blikksmiður, lést þriðjudaginn 13. mars. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl klukkan 15. Í ljósi aðstæðna biðjum við gesti sem ætla að mæta að skrá sig á facebookviðburð: Jarðarför Sveins Gauks. Viljum sjá sem flesta eins og takmarkanir leyfa. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á facebook-viðburðinum. Gréta Boða Vilhjálmur Björn Sveinsson Åse Margrethe Myrset Boði Gauksson Kendra Gauksson Bylgja Gauksdóttir Ólafur Andri Guðmundsson Hrönn Gauksdóttir Elvar Logi Rafnsson Jón Boði Björnsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Selbraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á Hrafnistu Laugarási hinn 23. apríl síðastliðinn. Guðmundur Guðjónsson Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir Kristinn Guðjónsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.