Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 13
Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 Við leitum að YFIRMATREIÐSLU- MANNI með mikinn metnað Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og góður í mannlegum samkiptum með góða skipu- lagshæfileika. Í starfinu felst að hafa umsjón með daglegum rekstri eldhúss, innkaupum, matseðlagerð, starfsmannaráðningum og vaktarplönum. Íslenskukunnátta nauðsynleg. Opnunartími Finnsson Bistro verður frá 11:30 til 21:00. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á: info@finnssonbistro.is Nánari upplýsingar gefur Óskar, s. 660 6060. Í maí opnar Finnsson Bistro í Kringlunni FINNSSON BISTRO opnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt gagnrýni þar í landi eftir ásakanir Dominics Cummings, fyrrverandi ráðgjafa hans, um að hann skorti hvort tveggja hæfni og heilindi. Cummings, sem lét af störfum sem aðalráðgjafi Johnsons í desem- ber, notaði bloggsíðu sína á föstudag til að segja að Johnson hefði reynt að óska eftir mögulegum ólöglegum framlögum til að endurnýja íbúð sína, sem var styrkt opinberlega af embætti ráðherrans. Hann hélt því einnig fram að John- son hefði lagt til að lokað yrði fyrir innri rannsókn á leka ríkisstjórnar- innar, sökum þess að sakborningur- inn væri náinn vinur Carrie Sy- monds, unnustu Johnsons. Skrifstofa Johnsons hefur vísað frá öllum ásökunum og fullyrðir að öll „framlög sem hægt er að til- kynna“ séu opinberlega birt og for- sætisráðherrann „hafi aldrei blandað sér í rannsóknir á leka stjórnvalda“. „Hvort sem ég styð skoðanir Dom- inics Cummings eða skoðanir Boris Johnsons, þá þurfum við almenni- lega sjálfstæða rannsókn sem snýst ekki um tvo stráka sem berjast held- ur um skattgreiðendur í landi okk- ar,“ sagði Jess Phillips, þingmaður Verkamannaflokksins, við Sky- fréttastofuna um helgina. Hún staðfesti að Verkamanna- flokkurinn myndi leggja fram brýna fyrirspurn á þinginu í næstu viku um ásakanirnar varðandi endurnýjun íbúðar Johnsons. Cummings, sem stóð á bak við her- ferð fyrir brottgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016, var skipaður aðalráðgjafi af Johnson þegar hann tók við völdum í júlí 2019. Hann hjálpaði til við að tryggja kosningasigur þann desember en tíð átök hans við samstarfsmenn eru sögð hafa leitt til viðvarandi spennu og hann hætti í ríkisstjórn ári síðar. Mannorð Cummings beið svo hnekki eftir að hann fór í langt ferða- lag með fjölskyldu sinni og hélt því fram að hann og eiginkona hans þyrftu aðstoð frá ættingjum eftir að hafa bæði fengið Covid-19-einkenni þrátt fyrir að strangar reglur væru í gildi um að fólk ætti að halda sig heima. AFP Ásakanir Boris Johnson og fyrrver- andi ráðgjafinn Dominic Cummings. Johnson sætir alvar- legum ásökunum - Skrifstofa Johnsons hefur vísað frá öllum ásökunum sem koma frá fyrrverandi aðalráðgjafa forsætisráðherrans Að sögn Hvíta hússins ætla Banda- ríkin „undir eins“ að veita Indlandi stuðning í formi efna sem vantar í framleiðslu á Covishield-bóluefninu ásamt sýnatökustrimlum, öndunar- vélum og hlífðarbúnaði. Vestrænar þjóðir, þar á meðal Bretland, Frakk- land og Þýskaland, hafa einnig heitið aðstoð. Faraldur kórónuveirunnar er í miklum vexti á Indlandi en á meðan yfir milljarður manna hefur fengið bóluefnið á heimsvísu fjölgar til- fellum þar í landi hratt. Frá höfuðborginni Nýju-Delí hafa borist fregnir af yfirfullum sjúkra- húsum og miklum súrefnis- og lyfja- skorti. Þá hafa fjölskyldur leitað á samfélagsmiðla til að biðja um að- stoð. Í yfirlýsingu Hvíta hússins kom ekkert fram um hvort Bandaríkin myndu senda afgang af AstraZeneca- bóluefninu til Indlands en Anthony Fauci, helsti ráðgjafi Bandaríkjanna hvað varðar faraldurinn, hafði sagt að það væri til skoðunar. Bandaríkin eiga yfir 30 milljón skammta af bólu- efninu sem ekki hefur verið sam- þykkt að nota í landinu. Efnið hefur hins vegar verið samþykkt á Indlandi. Í umfjöllun AFP-fréttastofunnar er bent á að sérfræðingar hafi lengi var- að við því að enginn verði öruggur fyr- ir sjúkdómnum fyrr en allir, líka þeir sem eru búsettir í þróunarlöndunum, séu það. Það geri það að verkum að al- þjóðlegir hagsmunir séu fólgnir í því að efnaðri lönd sem vilja ólm hafa heimsfaraldurinn í baksýnisspegl- inum hjálpi stórum tekjulægri þjóðum eins og Indlandi að bólusetja íbúa sína. Sorglegur raunveruleikinn á Ind- landi hefur orðið til þess að frægt fólk, aðgerðasinnar og sérfræðingar hafa hvatt Hvíta húsið til að gera meira en nú hefur verið boðað. Þar á meðal að aflétta útflutningsbanni á hráefn- unum sem myndu gera Indlandi kleift að búa til sitt eigið bóluefni. Veita Indlandi stuðning - Kórónuveirufaraldurinn er í miklum vexti á Indlandi og tilfellum þar fjölgar mjög hratt - Sjúkrahús yfirfull Neyð á Indlandi » Bandaríkin hafa sagt það möguleika að gefa Indlandi af- gangsskammta af Astra- Zeneca-bóluefninu en þó kom það ekki fram í yfirlýsingu. » Bóluefnið er ekki samþykkt í Bandaríkjunum en er sam- þykkt á Indlandi. Fólk að veiðum í Numazu í Shizuoka-umdæmi í Japan. Í bakgrunni gnæfir Fujifjallið, hæst allra fjalla í Japan. Japan lýsti á föstudag yfir neyðarástandi m.a. í Tók- ýó, Kýótó og Osaka. Ástæða neyðarástandsins er að sögn forsætisráðherra Japans, Yoshihide Suga, fjölgun kórónuveirusmita í landinu. AFP Neyðarástand í Japan vegna veirunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.