Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021 starfa þar þrír verkstjórar. Alls hafa um 200 ungmenni nýtt úrræði Fjölsmiðjunnar á þessum 10 árum og hefur flestum vegnað vel í lífinu. Það segir Þorvarður vera hinn eiginlega ávinning af starfinu; að koma ungu fólki úr óvirkni í virkni, glæða áhuga þeirra á frekara námi og að þau megi verða að virkjum samfélagsþegnum. Til Fjölsmiðj- unnar koma þau i gegnum félags- þjónustu sveitarfélaganna eða Vinnumálastofnun. „Á þeim sjö árum sem ég hef veitt Fjölsmiðjunni forstöðu hefur starf- semin vaxið jafnt og þétt, veltan, um- fangið og fjöldi þeirra ungmenna sem hafa nýtt sér úrræðið. Ég tók við góðum grunni þegar ég byrjaði sem við höfum byggt ofan á. En það sem mér finnst ekki síður hafa skipt miklu máli er viðhorf þeirra ung- menna sem hingað koma. Við höfum öðlast þann sess í samfélaginu að það er ekki refsing að þurfa að vera hérna. Nú biðja ungmennin um að fá að koma hingað. Ekki minni ávinn- ingur er að þau geta stundað nám með vinnunni hér. Ef þau eru búin að standa sig vel og eru með góða mæt- ingu og virkni og þau sýna áhuga á að stunda nám þá aðstoðum við með „Nú biðja ungmennin um að - Fjölsmiðjan á Suðurnesjum fagnar 10 ára afmæli - Helsti ávinningur af starfinu er að koma ungu fólki úr óvirkni í virkni - Glæðum áhuga á frekara námi, segir forstöðumaður Fjölsmiðjunnar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjölsmiðjan Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, í Kompunni nytjamarkaði sem er stærsta verkefni Fjölsmiðjunnar. SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Alls 23 ungmenni starfa í virkni- úrræði Fjölsmiðjunnar á Suð- urnesjum, sem er meira en hefur verið að jafnaði á undanförnum ár- um. Þá eru nokkur ungmenni á bið- lista. Þorvarður Guðmundsson for- stöðumaður segir ástandið á vinnumarkaðnum á Suðurnesjum út- skýra stöðuna. „Í venjulegu árferði komum við ungmennunum nokkuð fljótt út á vinnumarkaðinn eftir að þau hafa verið hér í virkni. Nú hefur enginn farið héðan út á vinnumarkaðinn í rúmt ár, en í staðinn höfum við hvatt þau til að fara í nám og á námskeið. Við sköpum þeim svo aðstöðu hér til að læra og ég aðstoða þau við verk- efni ef þarf, eins og yfirlestur,“ segir Þorvarður sem er menntaður grunn- skólakennari og markþjálfi. Fjölsmiðjan er í góðu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum en þar stunda nemendurnir nám á margvíslegum námsleiðum og -brautum. Að auki er gott samstarf við Samvinnu og Björgina, geðrækt- armiðstöð Suðurnesja. Helstu styrktaraðilar Fjölsmiðjunnar eru stéttarfélög og sveitarfélög á Suð- urnesjum, Vinnumálastofnun, Suð- urnesjadeild Rauða krossins og mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Um 200 ungmenni farið í gegn Starfsemi Fjölsmiðjunnar á Suð- urnesjum hófst 17. mars 2011 þegar sjö ungmenni mættu til starfa í nýtt virkniúrræði fyrir ungt fólk á Suð- urnesjum. Markmið Fjölsmiðjunnar er að hjálpa ungu fólki á aldrinum 16 til 24 ára að finna sitt áhugasvið, öðl- ast starfsreynslu svo auka megi möguleika þess í atvinnulífinu eða í námi, eins og segir í skipulagsskrá. Þeim er gefinn kostur á hagnýtri vinnu, faglegri þjálfun, félagshæfni og vinnuhæfni en auk forstöðumanns Elísa Maren er ein þeirra ungmenna sem starfa í Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum. Hún kom þangað fyrir fjórum árum eftir að hafa flosnað upp úr grunnskólanámi. „Bróðir minn hafði þá verið hérna í eitt ár og hann hjálpaði mér að komast hingað.“ Elísa hefur glímt við mikla feimni, sagðist eiginlega ekki hafa talað við neinn áður en hún kom í Fjölsmiðjuna, en það hafi nú breyst til batnaðar. „Ég kom því hingað til að kom- ast í virkni en ekki síður til að vinna. Mér finnst frábært að vinna hérna, þetta er góð vinna, starfsmennirnir eru góðir og yfir- mennirnir eru góðir við okkur.“ Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast að gera í vinnunni er svar Elísu stutt og ein- falt: „Allt.“ Hún segir að sér gangi miklu betur að tala við fólk núna og sé ekki eins feimin og hún var þegar hún kom til Fjölsmiðjunnar. Maður heyrir að henni finnst vináttan sem hefur myndast milli ungmennanna í Fjölsmiðjunni dýrmæt. Elísa lýkur námi í skrifstofuskóla I hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) í næsta mánuði en hafði fyrir það klárað grunnmenntaskólann og menntastoðir hjá MSS, en námsleiðirnar eru hugsaðar fyrir þá sem hafa flosnað upp úr námi og þurfa að auka færni sína í ýmsum grunnnáms- greinum. – Hvert er svo stefnan tekin, Elísa? „Ég stefni fyrst og fremst að því að klára skrifstofuskóla I en er ekki alveg viss hvað ég vil læra eftir það. Kannski fer ég í skrifstofu- skóla II í haust og sé svo til með framhaldið.“ Ekki eins feimin í dag Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vináttan Elísa Maren er mjög ánægð í Fjöl- smiðjunni og hefur tekist á við feimnina. „Áður en ég kom hingað var ég bara heima, ekki að gera neitt nema horfa á sjónvarpið í þunglyndiskasti. Ég átti enga vini. Ég var því sendur hingað í Fjölsmiðjuna,“ segir Jóhann Andri Malmquist Sigurz sem kom til virkni fyrir fjórum árum, þá 17 ára. Hann segir mikla breytingu hafa orðið á lífi sínu. „Ég er ekki lengur bara heima að gera ekki neitt. Ég fór að fara meira út, eign- aðist vini og öðlaðist meira hugrekki. Ég þorði að tala við fólk,“ segir Jóhann Andri og lýsir úrræði Fjölsmiðjunnar sem sinni lífs- björg. „Ég þurfti algjörlega á þessu að halda.“ Jóhann Andri lýkur stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í vor af fjölgreina- braut og hann hefur skýra framtíðarsýn á nám. „Ég er búinn að sækja um nám í ensku í Háskóla Íslands og ætla að ná í BA-gráðu í ensku, svo kannski mastersgráðu. Mér finnst ég vera betri í ensku en flestöllu öðru.“ Jóhann Andri er umsjónarmaður bókanna sem berast til Kompunnar og fara í sölu í bókahorninu, einnig dvd- og cd-diska. Ensku bækurnar eru hans uppáhald en umsjón með bókunum á sérstaklega vel við hann því hann vill hafa allt í röð og reglu. „Ég er svona röð- unarfrík. Ég var einmitt að raða öllum bók- unum í stafrófsröð eftir rithöfundum og hafði þá lokið því með erlendu höfundana. Rauða serían er líka öll komin í númeraröð.“ Við erum sammála um að gott skipulag skipti máli nú þegar Jóhann Andri er að setja sér markmið til framtíðar. – Áttu góð orð handa ungu fólki sem er í svipuðum sporum og þú varst í fyrir fjórum árum? „Já, farið að gera eitthvað. Nýtið ykkur úr- ræði eins og Fjölsmiðjuna. Það er allt betra en að gera ekki neitt.“ Það er allt betra en að gera ekki neitt Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Breyting Jóhann Andri hefur séð um bækur og diska sem berast Kompunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.