Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Snemmamorgunssumardag-
inn fyrsta gerði
þingið fleira en að
samþykkja lög um
sóttvarnir og út-
lendinga. Að þeirri laga-
setningu lokinni samþykkti
það skýrslubeiðni Karls Gauta
Hjaltasonar og annarra þing-
manna Miðflokksins til dóms-
málaráðherra um viðbrögð við
uppgangi skipulagðrar glæpa-
starfsemi.
Í skýrslubeiðninni er óskað
svara við ýmsum spurningum
um það hvað hafi verið gert og
hvað standi til að gera og verð-
ur fróðlegt að sjá skýrsluna
þegar hún kemur. En skýrslu-
beiðnin sjálf og greinargerðin
með henni eru líka ágæt
áminning um það ástand sem
hér er uppi og hefur ítrekað
verið minnt á.
Í greinargerðinni er minnt á
skýrslur greiningardeildar
ríkislögreglustjóra í rúman
áratug, meðal annars frá árinu
2015 þar sem fram kemur að
„lögreglan telur að henni sé
ekki fært að halda uppi ásætt-
anlegri frumkvæðislöggæslu
vegna fjárskorts og mann-
eklu“.
Þá er rifjuð upp skýrsla frá
árinu 2017 þar sem segir „að
skipulögðum brotahópum hafi
vaxið ásmegin og að lögreglan
glími við mann-
eklu, fjárskort og
aukið álag. Einnig
er fjallað um að
vegna skorts á
mannafla og ófull-
nægjandi tækja-
búnaðar sé farþegalistagrein-
ingum lítið sinnt en slík
greining er þó eitt öflugasta
tæki lögreglu við landamæra-
eftirlit“. Í þessari skýrslu sé
sagt brýnt „að styrkja lögregl-
una þannig að hún sé þess
megnug að tryggja réttar-
öryggi borgaranna og vernda
grundvallarhagsmuni rík-
isins“.
Í greinargerðinni kemur
fram að þessi sjónarmið séu
ítrekuð í skýrslu frá árinu
2019 og þar sé niðurstaðan sú
að skipulögð glæpastarfsemi
sé alvarlegasta ógn við sam-
félag og einstaklinga á Íslandi
að náttúruhamförum frátöld-
um.
Mikilvægt er að fá fram
upplýsingar um hvað hafi verið
gert til að bregðast við þessum
ábendingum ríkislögreglu-
stjóra í gegnum tíðina. Miðað
við hvernig ábendingarnar
þróast eru líkur á að of lítið
hafi verið gert, en sé svo er
enn tækifæri til þess að efla
lögregluna og þau úrræði sem
hún hefur til að takast á við
vaxandi ógn skipulagðrar
glæpastarfsemi.
Lögreglan verður að
hafa burði til að tak-
ast á við skipulagða
glæpastarfsemi}
Alvarlegasta ógnin
Sigríður And-ersen alþing-
ismaður ritar á vef
sinn um borgarlín-
una og loftslags-
mál og bendir á að
um þessar mundir
sé „margt réttlætt með mis-
sannfærandi hætti með því að
það sé gert í þágu loftslagsins.
Ekki síst skattar, gjöld, boð og
bönn og ýmis önnur ærin verk-
efni ríkis og sveitarfélaga“. Og
borgarlínan sé þar ekki undan-
tekning enda segi í nýlegri
skýrslu um hana að borgarlín-
unni sé ætlað mikilvægt hlut-
verk við að ná fram markmiði
um samdrátt í losun gróður-
húsalofttegunda.
Sigríður bendir á að rafbílar
séu að ryðja sér til rúms en þar
fyrir utan losi bílar, ekki aðeins
einkabílar heldur einnig stórir
bílar, aðeins um 7% af heildar-
losun Íslands, fyrir utan milli-
landaflug. Einkabílar á höf-
uðborgarsvæðinu séu aðeins
hluti af þessum 7% og jafnvel
þótt björtustu spár um notkun
á borgarlínu rættust yrði
árangurinn við að minnka los-
un aðeins „brot úr prósenti og
borgarlínan þar með ein dýr-
asta loftslagsaðgerð sög-
unnar“.
Þá nefnir Sigríð-
ur að verði nýt-
ingin lítil muni
borgarlínan leiða
til aukinnar los-
unar gróðurhúsa-
lofttegunda enda
komi fram í skýrslunni „að
borgarlínan verði ekki kolefn-
ishlutlaus, sama hver orkugjaf-
inn verður, enda fylgja henni
miklar framkvæmdir og inn-
kaup á risavögnum“.
Það blasir við að allar líkur
eru á að borgarlínan muni auka
losun gróðurhúsalofttegunda
þegar horft er til þess hve
hratt almenningur hefur fært
sig yfir í rafbíla og þeirrar
miklu losunar sem borgar-
línunni fylgja. Þá er hætt við að
hún muni auka slit á götum og
þar með svifryk, enda vex slit á
götum með auknum krafti við
vaxandi þyngd bíla.
En ekkert þessu líkt eða
annað virðist skipta máli þegar
stórkarlalega hugmyndin um
borgarlínuna er annars vegar.
Þá víkja öll rök og hlutum er
hiklaust snúið á haus. Hvers
vegna fleiri stjórnmálamenn
taka ekki upp hanskann fyrir
almenning í þessu máli og
reyna að koma í veg fyrir yfir-
vofandi slys er óskiljanlegt.
Til stuðnings borg-
arlínu virðist talið
betra að veifa röngu
tré en öngu}
Falsrök með borgarlínu
E
ftir því sem áætlanir um bólusetn-
ingar ganga eftir mun þjóðlífið
hér innanlands smám saman
færast í eðlilegt horf í sumar. Á
allra næstu dögum verða slegin
met hér á landi í fjölda þeirra sem fá bólusetn-
ingu. Jafnframt er útlit fyrir að aukinn þungi
færist í bólusetningar innan ríkja Evrópusam-
bandsins á næstu vikum. Því má gera ráð fyrir
að síðla sumars muni ferðalög milli Íslands og
ríkja Evrópu – sem og til Bandaríkjanna, Bret-
lands og Kanada – komast í eðlilegt horf. Þetta
eru gleðileg tíðindi.
Það hefur óneitanlega kostað fórnir að halda
veirunni í skefjum og eðlilega hafa vaknað
spurningar um hve langt stjórnvöld mega
ganga við skerðingu borgaralegra réttinda í
þeim tilgangi. Við höfum nú þurft að grípa til
harðra aðgerða til að efla sóttvarnir á landa-
mærunum. Fáein smit hafa nýlega valdið hópsýkingum
hér innanlands og við því varð að bregðast með tíma-
bundnum aðgerðum. Um leið munu bólusetningar draga
úr þörfinni fyrir slík sértæk viðbrögð. Aðgerðunum verður
því hætt þegar stærstur hluti landsmanna hefur fengið
bóluefni gegn veirunni. Að öllu óbreyttu verður það um
mitt sumar.
Ríkisstjórnir víða um heim hafa neyðst til að grípa til
sambærilegra ráðstafana. Í lýðræðisríkjum, þar sem
stjórnskipunin hvílir á hugmyndum réttarríkis og sjón-
armiðum mannréttinda, verður að taka slíkar ákvarðanir
að vel ígrunduðu máli og á grundvelli laga. Í mannrétt-
indakafla stjórnarskrárinnar og mannrétt-
indasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild
ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi ein-
staklinga þegar almannahagsmunir krefjast
þess. Þegar heimsfaraldur geisar er stjórn-
völdum heimilt að skerða mannréttindi ef það
er beinlínis gert til að vernda líf og heilsu al-
mennings.
Hættan þarf alltaf að vera mjög skýr til að
gripið sé til slíkra aðgerða og það má aldrei
misnota þessa heimild. Í lýðræðis- og rétt-
arríkjum eru stjórnvöldum, sem betur fer,
settar ákveðnar skorður við framkvæmdina.
Það þarf því alltaf að gæta meðalhófs. Aðgerð-
ir verða að eiga sér stoð í lögum, þær mega
ekki ganga lengra en tilefni er til og ekki vara
lengur en nauðsyn krefur. Síðan er það grund-
vallaratriði að dómstólar hafa vald til að skera
úr um valdmörk stjórnvalda í þessum efnum
eins og öðrum.
Við sem höfum komið að ákvörðunum stjórnvalda á
þessum viðsjárverðu tímum erum meðvituð um þá skyldu
okkar að gæta meðalhófs í öllum aðgerðum er lúta að
skerðingu borgaralegra réttinda. Hversu langt er gengið
skapar líka fordæmi fyrir takmarkanir réttinda við aðrar
kringumstæður. Það er því afar mikilvægt að tryggja að
stjórnvöld gæti meðalhófs og að þröskuldurinn sé hár þeg-
ar kemur að því að skerða réttindi einstaklinga.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Meðalhófið skiptir máli
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
J
oe Biden Bandaríkjaforseti
viðurkenndi formlega á
laugardag að herlið Ottóm-
ana hefði framið þjóðarmorð
á Armenum árið 1915. Viðurkenn-
ingin markar vatnaskil fyrir afkom-
endur þeirra hundraða þúsunda sem
létust, en stjórnvöld í Tyrklandi hafa
áratugum saman reynt að hindra að
atburðirnir verði skilgreindir sem
þjóðarmorð.
Biden varð enda fyrstur til að
hafa þetta orð um atburðina af þeim
sem gegnt hafa forsetaembættinu
vestanhafs undanfarna öld.
Degi áður hafði hann þó hringt í
Recep Tayyip Erdogan, forseta
Tyrklands, til að upplýsa hann um
ákvörðun sína og um leið reyna að
takmarka möguleg hörð viðbrögð
þar í landi.
Erdogan svaraði samdægurs
Yfirlýsing Bidens þykir mikill
sigur fyrir Armeníu og þá ótalmörgu
sem eiga ættir þangað að rekja. Árið
1965 varð Úrúgvæ fyrst til að viður-
kenna þjóðarmorðið en síðan hafa
fylgt fleiri ríki á borð við Frakkland,
Þýskaland, Kanada og Rússland.
Yfirlýsingar frá Bandaríkjunum hef-
ur lengi verið beðið af hálfu Armena,
en ekki fengist undir fyrrverandi
forsetum.
Erdogan svaraði yfirlýsingunni
samdægurs með sinni eigin, og sagði
að rökræður ættu að vera á vegum
sagnfræðinga og ekki nýttar í póli-
tískum tilgangi af utanaðkomandi
aðilum.
„Orð geta ekki breytt eða end-
urskrifað söguna,“ tísti tyrkneski
utanríkisráðherrann Mevlut Cavus-
oglu strax í kjölfar yfirlýsingar Bid-
ens. „Við munum ekki þiggja
kennslustundir frá neinum um sögu
okkar,“ skrifaði hann.
Utanríkisráðuneytið í Ankara
kallaði svo bandaríska sendiherrann
David Satterfield á fund þar sem
honum var tjáð óánægja stjórnvalda.
Ákvörðun Bidens hefði valdið „sári í
samskiptum ríkjanna sem erfitt
verður að græða“, eins og ríkis-
fréttastofan Anadolu greindi frá.
Safnað saman og fluttir burt
Talið hefur verið að allt að 1,5
milljónir Armena hafi verið drepnar
frá 1915 til 1917, þegar veldi Ottó-
mana var að líða undir lok, en hinn
kristni minnihluti Armena var grun-
aður um að hjálpa óvininum í Rúss-
landi þegar fyrri heimsstyrjöldin var
í algleymingi.
Armenum var safnað saman og
þeir fluttir í eyðimörkina í Sýrlandi.
Þar voru margir þeirra skotnir til
bana eða þeim byrlað eitur, auk þess
sem margir létust af völdum sjúk-
dóma, samkvæmt vitnisburðum er-
lendra stjórnarerindreka á þeim
tíma.
Stjórnvöld í Tyrklandi, sem reis
úr rústum Ottómanaveldisins sem
veraldlegt lýðveldi, hafa viðurkennt
að 300 þúsund Armenar kunni að
hafa látist en harðneitað að um þjóð-
armorð hafi verið að ræða. Þeir hafi
látist í átökum og hungursneyð, sem
einnig hafi leitt marga Tyrki til
dauða.
Það hefur því lengi vakað fyrir
Armenum að þjóðarmorðið verði
viðurkennt. Meds Yeghern, glæp-
urinn mikli, verði þeim bættur með
einhverjum hætti.
Heyrist frá Aserbaídsjan
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neyti Aserbaídsjans var yfirlýsing
Bidens sögð „brengla sagnfræði-
legar staðreyndir um atburði ársins
1915“. Aserbaídsjan sigraði á síðasta
ári Armeníu í stríði um svæðið
Nagorno-Karabakh. Þar komu
Tyrkir til aðstoðar Aserbaídsjan og
skildu Armena eftir í sárum.
Forsætisráðherra Armeníu,
Nikol Pashinyan, þakkaði Biden fyr-
ir „kraftmikið skref í átt að réttlæti
og ómetanlegan stuðning við afkom-
endur fórnarlamba þjóðarmorðsins
á Armenum“.
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa enn
ekki kynnt nein áform um að svara
yfirlýsingunni í verki, ólíkt því sem
áður hefur verið raunin þegar Vest-
urlönd viðurkenna þjóðarmorðið. Þá
hefur oft verið gripið til aðgerða.
Vaxandi spenna um Tyrkland
Spenna hefur farið vaxandi í
kringum Tyrkland á undanförnum
árum eftir að yfirvöld ákváðu að
kaupa stórt loftvarnakerfi frá Rúss-
um, og í kjölfar árása Tyrkja gegn
Kúrdum í Sýrlandi.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti árið 2019 að viðurkenna
þjóðarmorðið, en ríkisstjórn Trumps
gaf skýrt til kynna að opinber af-
staða stjórnvalda hefði ekki breyst.
Stjórnmálaskýrendur telja að
sá gjörningur, og sú staðreynd að
hann hafði engin sjáanleg áhrif á
samband ríkjanna tveggja, hafi rutt
veginn fyrir þessa yfirlýsingu forset-
ans.
AFP
Friður Armeni búsettur í Þessalóníku í Grikklandi hélt á þessu spjaldi á
laugardag, í göngu til minningar um að 106 ár væru liðin frá þjóðarmorði.
Þrjóskast við og þræta
fyrir þjóðarmorð