Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
ÚRVAL AF LJÓSUM
FRÁ BELID
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandaríkin og Bretland sendu í gær
öndunarvélar, súrefniskúta og hrá-
efni til bóluefnagerðar með hraði til
Indlands, en þar ríkir nú algjört
neyðarástand vegna kórónuveiru-
faraldursins. Indversk stjórnvöld
tilkynntu í gær að 352.991 tilfelli
veirunnar hefði greinst í gærmorg-
un, og er það mesti fjöldi nýrra til-
fella sem greinst hefur í einu landi
frá upphafi faraldursins. Þá létust
2.812 manns á sama tíma. Var þetta
fimmti sólarhringurinn í röð þar
sem fleiri en 300.000 tilfelli greind-
ust.
Frakkar, Þjóðverjar og Kanada-
menn hétu einnig neyðaraðstoð til
Indverja, en sjúkrahús í höfuðborg-
inni Nýju-Delí eru yfirfull og mikill
skortur á súrefniskútum. Ákváðu
borgaryfirvöld í gær að framlengja
útgöngubann sitt, sem staðið hefur
yfir í viku.
Breska ríkisútvarpið BBC greindi
frá því í gær að fjölmargir í Nýju-
Delí neyddust nú til þess að sinna
ástvinum sínum heima vegna skorts
á sjúkrarúmum, og þá væru súrefn-
iskútar og veirulyfið remdesivir seld
dýrum dómum á svarta markaðnum.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, hét því í gær að Bretar
myndu gera allt sem í sínu valdi
stæði til þess að koma til aðstoðar,
en níu fraktvélar voru á leiðinni milli
Bretlands og Indlands í gær með
birgðir, og eiga þær að lenda í dag.
Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún
myndi senda veirupróf, öndunarvél-
ar og varnarbúnað til Indlands þeg-
ar í stað. Þá var banni á útflutningi á
hráefnum til bóluefnagerðar aflétt
gagnvart Indlandi. Engin svör feng-
ust hins vegar í gær um hvort
Bandaríkin myndu senda um 30
milljónir skammta af bóluefni Astra-
Zeneca til Indlands, en efnið er ekki
í notkun í Bandaríkjunum.
Indverska afbrigðið veldur ótta
Nýtt afbrigði veirunnar hefur
komið fram á Indlandi, og hefur það
vakið nokkurn ótta, þar sem í því
sameinast tvær stökkbreytingar,
sem annars vegar gætu gert veir-
unni kleift að komast framhjá bólu-
setningu og hins vegar auðveldað
henni að smitast víðar.
Nokkur ríki, Bretland þar á með-
al, hafa því bannað ferðalög frá Ind-
landi vegna hins nýja afbrigðis.
Ítölsk stjórnvöld greindu frá því í
gær að þar hefðu komið upp tvö til-
felli með indverska afbrigðinu, og
var þar um að ræða feðgin, sem ný-
komin voru frá Indlandi. Hafa Ítalir
nú bannað allar komur frá landinu.
AFP
Útfarir Vinir og ættingjar manns sem látist hefur af völdum kórónuveir-
unnar í Nýju-Delí sjást hér koma saman við bálköst hans í gær.
Senda aðstoð til Indlands
- Rúmlega 350.000 ný tilfelli á Indlandi í gær og 2.800 dauðsföll - Bandaríkja-
menn og Bretar senda öndunarvélar - Indverska afbrigðið greinist á Ítalíu
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, hafnaði í gær ásökunum
þess efnis að hann hefði sagst frekar
leyfa „líkunum að hrannast upp“ en
að fyrirskipa þriðja útgöngubannið
þar í landi. Voru ummælin sögð hafa
fallið í bræði eftir að Johnson varð
undir í ríkisstjórninni um annað út-
göngubannið af þremur sem sett hafa
verið á í heimsfaraldrinum.
Ásakanirnar birtust í breska dag-
blaðinu Daily Mail í gærmorgun, en
blaðið hefur haft sig í frammi í deilu
Johnsons við Dominic Cummings,
fyrrverandi aðalráðgjafa forsætisráð-
herrans, um það hver standi á bak við
upplýsingaleka úr ríkisstjórninni.
Cummings hefur látið í veðri vaka
að hann hafi ekki staðið á bak við lek-
ann, en lét þess getið um leið að John-
son hefði viljað kanna hvort fjárhags-
legir bakhjarlar Íhaldsflokksins gætu
staðið straum af nauðsynlegum end-
urbótum á efri hæð Downingstrætis
11, en þar er íbúð Johnsons og unn-
ustu hans, Carrie Symonds.
Simon Case, ráðuneytisstjóri for-
sætisráðuneytisins, sat fyrir svörum
hjá þingmönnum í gær, en þeir vildu
meðal annars forvitnast um endur-
bæturnar, sem og það hvort Case
hefði lagt að Johnson að skipta um
símanúmer, þar sem of margir sem
myndu vilja fyrirgreiðslu mála sinna
vissu númerið og væru vísir til þess að
reyna að hafa áhrif á Johnson. Gerði
Case lítið úr þeirri frásögn.
Fregnirnar af meintum ummælum
Johnsons vöktu mikla athygli í Bret-
landi í gær, og kröfðust bæði skoskir
og velskir þjóðernissinnar afsagnar
Johnsons reyndust þær á rökum
reistar. Sir Keir Starmer, leiðtogi
Verkamannaflokksins, sagði fregn-
irnar vekja undrun og kallaði eftir ít-
arlegri rannsókn á ásökunum Cumm-
ings. Samráðherrar Johnsons vörðu
hins vegar Johnson og sögðu ásak-
anirnar lið í kosningabaráttu, en
sveitarstjórnarkosningar fara fram 6.
maí næstkomandi.
Kallað eftir
afsögn Johnsons
- Þvertekur fyrir umdeild ummæli
AFP
Bretland Boris Johnson var í Wales
í gær vegna kosningabaráttunnar
og þvertók fyrir meint ummæli.
Þess var minnst í Úkraínu í gær að
35 ár voru þá liðin frá slysinu í
Tsjernóbyl-kjarnorkuverinu.
Volodymyr Zelenskí forseti Úkra-
ínu hvatti í minningarræðu sinni al-
þjóðasamfélagið til þess að vinna
saman að kjarnorkuöryggi svo að
hægt yrði að koma í veg fyrir frek-
ari slys af þessu tagi. Sagði Zel-
enskí það vera sameiginlega
ábyrgð og áskorun alþjóða-
samfélagsins að tryggja framtíð og
öryggi jarðarinnar.
Lagði hann svo blómsveig að
minnismerki sem er við slyssvæðið,
en það nær í um 30 kílómetra rad-
íus í kringum kjarnorkuverið og
hefur verið sagt óbyggilegt um
ókomna tíð.
Trúarleiðtogar og uppgjafaher-
menn sem komu að hreinsunar-
starfinu tóku einnig þátt í sérstakri
minningarathöfn í höfuðborginni
Kænugarði.
Um 30 manns létust vegna slyss-
ins á sínum tíma, en talið er að and-
lát þúsunda til viðbótar tengist slys-
inu og mengun af völdum þess.
ÚKRAÍNA
AFP
Tsjernóbyl Fyrrverandi starfsmaður
versins minnist hér samstarfsmanna.
Vill samvinnu um
kjarnorkuöryggi
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins tilkynnti í gær að hún hefði
höfðað mál á hendur lyfjafyrirtæk-
inu AstraZeneca vegna meintra
samningsbrota þess um dreifingu á
bóluefni gegn kórónuveirunni til
sambandsins.
Stefan De Keersmaecker, tals-
maður framkvæmdastjórnarinnar,
sagði að öll aðildarríkin 27 styddu
við málshöfðunina, en framkvæmda-
stjórnin segir að fyrirtækið hafi
hvorki staðið við gerða samninga né
komið fram með trúverðuga áætlun
um hvernig það hyggist tryggja að
skammtar séu sendir tímanlega til
sambandsins.
Forsvarsmenn AstraZeneca vís-
uðu öllum ásökunum á bug og sögðu
í sérstakri yfirlýsingu að málarekst-
ur Evrópusambandsins væri til-
hæfulaus, og að fyrirtækið vildi
leysa þessa deilu sem fyrst.
Sögðu þeir jafnframt að Astra-
Zeneca hefði staðið við allar skuld-
bindingar sínar samkvæmt for-
kaupssamningi fyrirtækisins við
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, og að fyrirtækið myndi
verja hendur sínar fyrir dómstólum.
Fyrirtækið og Evrópusambandið
hafa átt í deilum vegna dreifingar á
bóluefni eftir að framleiðslutafir
urðu til þess að draga úr getu Astra-
Zeneca til þess að senda bóluefni til
sambandsins, og fékk sambandið
bara um 31 milljón skammta af bólu-
efni í stað þeirra 200 milljóna sem
fyrstu afhendingaráætlanir höfðu
gert ráð fyrir.
Fyrirtækið segir að samkvæmt
samningi sínum hafi það einungis átt
að uppfylla magn í samræmi við
bestu mögulegu getu þess til að
framleiða efnið, en framkvæmda-
stjórnin segir aðra þætti samnings-
ins kveða á um ríkari skyldur fyrir-
tækisins sem ekki hafi verið staðið
við. Málið verður rekið fyrir belg-
ískum dómstólum.
Höfða mál á hendur AstraZeneca
- ESB segir fyrirtækið hafa brotið
samninga sína um dreifingu bóluefnis
AFP
Bóluefni ESB sakar AstraZeneca
um að hafa brotið samninga sína.
27. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.32
Sterlingspund 174.0
Kanadadalur 100.4
Dönsk króna 20.333
Norsk króna 15.055
Sænsk króna 14.91
Svissn. franki 136.99
Japanskt jen 1.1633
SDR 179.91
Evra 151.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.83
Hrávöruverð
Gull 1785.3 ($/únsa)
Ál 2373.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.8 ($/fatið) Brent