Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 ✝ Magnea Ingi- björg Sigur- hansdóttir fæddist á Laugavegi 93 í Reykjavík 24. september 1932. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 14. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Sig- urhans Hannesson, f. 1885, d. 1966, silfur- og rennismiður, log- suðumaður og verkstjóri, og Valgerður Gísladóttir, f. 1902, d. 1979. Alsystkini Magneu voru: Bolli, Auður M., Gísli Ell- ert og Hrafnhildur. Hálfsystk- ini hennar í föðurætt voru: Jó- hanna Þorsteins og Sigurhans S. Fósturbræður Magneu voru: Hannes Berg og Sigurður Berg. Magnea giftist hinn 31.12. 1950 Hlyni Dagnýssyni, f. í Dagsbrún á Seyðisfirði 16.8. 1931. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 13.2. 2017. Foreldrar hans voru Dagnýr Kristinn Bjarnleifsson, f. 1901, d. 1981, og Steinunn Gróa Sig- urðardóttir, f. 1903, d. 1989. Börn Magneu og Hlyns eru: 1) A. Sigurhans Valgeir, f. 1951. Barnsmóðir Gróa Elma Sig- urðardóttir, dóttir Sigríður býlismaður Hjálmar Helgi Jónsson, börn þeirra Ísabella Anna og Rúrik Maron. Birgitta Rós, sambýlismaður Hilmar Karvelsson, börn þeirra: Aría Lív og Elía Sól. Guðný Ingi- björg, eiginmaður Ólafur Börkur Guðmundsson, börn þeirra: Daníel Unnar, Jóhann Hlynur og Steinunn Fanney. Seinni eiginmaður Steinunnar er Jón Sigurjónsson, þau eru skilin. 3) Drengur andvana fæddur 1957. 4) Óskar, f. 1962, fyrrverandi eiginkona Þ. Árnadóttir, barn þeirra: Árni Þór, eiginkona Birgit Jóhanns- dóttir, barn Sonja Kristín, barnsmóðir Gunnhildur Jóns- dóttir, barn Guðrún Yrsa. Eig- inkona Guðrún Magnúsdóttir, börn þeirra: Magnús, barns- móðir Sigríður S. Brynhild- ardóttir, barn Hildur María, sambýliskona Auður Bergþórs- dóttir, barn þeirra Bergþór Hólm. Arnar, f. 1993, Sesselja Anna og Vilhelmína Þór. 5) Jó- hann Bergur, f. 1965, eig- inkona Helga Þuríður Þór- hallsdóttir, börn þeirra: Ingibjörg og Magnea Rut. Magnea var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir, með smá undantekningum samt. Magn- ea átti 40 afkomendur á lífi þegar hún lést og fimm langa- langömmubörn. Jarðarförin fer fram í dag, 27. apríl 2021, klukkan 15. Streymi frá útför: https://youtu.be/e19h4HZ9RDk Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Sif, eiginmaður Christer Karlsson, börn Clara og Fi- lip. Fyrrverandi eiginkona Bíbí Í. Ólafsdóttir, f. 1952, börn þeirra: Magnea Ósk, eig- inmaður Ásgeir Ó. Úlfarsson, börn Lovísa Dröfn, barn hennar Arnór Óm- ar Lovísuson, sambýlismaður Lovísu er Jón E. Ríkharðsson, og Birta Sól- ey. Hlynur Freyr, eiginkona Tinna Borg Arnfinnsdóttir, börn Ómar Örn, Lísa María og Kara Mjöll. Fósturdætur Sig- urhans eru Sigríður B. og Þóra B., dætur Bíbíar. Fyrr- verandi sambýliskona Erla Bára Jónsdóttir, börn þeirra Jón Vídalín, f. og d. 1990, Sig- urhans Óskar og Thelma Lind, börn hennar Katrín Ísabella og Hafsteinn Hraunfjörð. 2) Steinunn Þrúður, f. 1954, fyrr- verandi eiginmaður Jón Sig- urður Pálsson, börn þeirra: Hlynur, f. og d. 1970, Svandís Ásta, drengur andvana fæddur 1996. Sambýlismaður Daði Arnaldsson, þau eru barnlaus. Anna Guðrún, eiginmaður Ein- ar Björn Guðmundsson, börn þeirra Ásthildur Elín, sam- Mamma er dáin sagði Steina systir hátt og skýrt og ég glað- vaknaði klukkan þrjú að nóttu og tókst ekki að sofna aftur, mætti í vinnu á venjulegum tíma og var alltaf með einhver ónot út af þessu, og svo kom það, símtalið frá Steinu, mamma var að vísu ekki dáin en hún var á leiðinni upp á sjúkrahús og starfsfólkinu á Grund leist ekkert á ástandið. Það tók ekki marga daga og hún vissi það alveg, tók þessu fagnandi en henni fannst þetta vera alveg komið nóg hjá henni Ingibjörgu. Hún hresstist nóg til að komast aftur heim á Grund, hitti marga ættingja sína, komst í handavinnutíma sem hún elskaði meira en allt áður en yfir lauk. Það er margs að minnast en það er ekki hægt að fara út í það allt hér en eitt er víst að maður átti alltaf skjól hjá mömmu. Bugðulækurinn var alltaf kletturinn í hvaða ólgusjó sem var og þar stóð alltaf allt opið ef einhver þurfti húsaskjól eða bara spjall. Mamma vísaði engum á dyr. Ég var þriggja ára þegar við fluttum á Bugðulækinn og þar bjuggu þau saman í 52 ár mamma og pabbi, þá lést pabbi en mamma flutti á Grund. Hún saknaði pabba en sagði alltaf að það væri um að gera að hafa bara nóg að gera til að leiðast ekki svo einmanaleikinn tæki ekki völdin, og það er einmitt það sem hún gerði á Grund, var með í öllu sem var í boði þar hvort sem það var handavinna eða einhverjar samverustundir sem voru í boði. Lét sér lynda við allt og alla og kvartaði aldr- ei undan nokkrum sköpuðum hlut. Mínar minningar eru af konu sem ég vissi að hafði gengið í gegnum mörg áföll í lífinu en stóð stolt og sem dæmi þá var talið þegar hún var ung að hún ætti aldrei eftir að eignast börn en hún kom sjálf fjórum út í lífið og átti 40 afkomendur þegar hún lauk þessari jarðvist. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst mér í gegnum tíðina og góða ferð, og ég vona innilega að þér hafi orðið að þeirri ósk þinni að fá að hitta pabba þegar þú kvadd- ir okkur hér. Ég vil koma sérstökum þökkum til starfsfólksins á Grund fyrir frábæra umönnun. Óskar Hlynsson. Mamma mín, Magnea Ingi- björg Sigurhansdóttir, er látin, hún lést 14. apríl sl. 88 ára. Ég var eina stelpan af fjór- um systkinum og mamma sagði alltaf ef ég var nefnd: „Já, eina dóttir mín.“ Fyrsta æskuminn- ing mín var að ég stóð við eld- húsborðið heima á Laugavegi 93 og mamma var að klára peysu á mig, ég hef verið svona 2-3 ára. Mamma var líka dug- leg að sauma á mig fallega kjóla og eitt sinn prjónaði hún peysusett, buxur, peysu og húfu, settið var rautt með hvítu mynstri. Mamma var alltaf heima- vinnandi, enda í nógu að snúast með fjögur börn. Við áttum fyrst heima í hús- inu hans afa Sigurhans, í kjall- aranum með eina stofu og eld- hús. Þegar ég var sex ára fluttum við upp á Bergþóru- götu 14, pínulitla risíbúð, og við Hansi bróðir sváfum í skoti út úr stofunni sem var svo lítið að fæturnir á Hansa voru frammi í stofu á nóttunni. Þarna fæddist Óskar bróðir minn og ég réð mér ekki fyrir kæti að hafa eignast systkini, loksins sjö ára gömul. Þegar ég var 10 ára fluttum við inn á Bugðulæk 7, Jói bróðir fæddist og ólst alveg upp á Bugðulæknum. Mamma og pabbi bjuggu þar þangað til pabbi fór á sjúkrahús og mamma á Grund, haustið 2016. Þá höfðu þau búið á Bugðu- læknum í 52 ár. Mamma var mjög fús til að passa dætur mínar svo ég gæti unnið úti fyrir salti í grautinn. Svandís dóttir mín var hjá henni allt haustið 1975 því þá var ég á sjúkrahúsi á meðgöng- unni og svo að eiga systur hennar Önnu og Guðnýju, þær komu ekki heim fyrr en í des- ember. Svo fékk ég leikskóla- pláss fyrir tvíburana mína eftir hádegi, en mamma passaði all- ar stelpurnar á morgnana og kom þeim í skólann og leikskól- ann áður en hún fór heim til sín í strætó. Mamma tók aldrei bílpróf, hún varð fyrir bíl sem barn og gat ekki hugsað sér að keyra bíl og verða fyrir því að keyra niður barn. Mamma gat verið svona; hún beit eitthvað í sig og þar við sat alla tíð. Hún fékk ógeð á áfengi þegar hún var barn og hataði áfengi til dauðadags. Þegar pabbi fór á sjúkrahús haustið 2016 þá flutti mamma á Grund, pabbi kom svo af Land- spítalanum á Grund í nokkrar vikur, en var svo aftur lagður inn. Pabbi dó á Landspítalan- um 13. febrúar 2017, 85 ára. Mamma saknaði pabba mjög mikið og sagði oft: „Pabbi þinn fór alltof snemma.“ En hún var eins og alltaf, reyndi að gera gott úr öllu og á Grund naut hún sín í félagslífi, morgun- stundum og handavinnu. Mamma lifði Covid í rúmt ár, mest voru heimsóknir bann- aðar, stundum opnaðist fyrir og þá hlupu allir til og heim- sóttu Maggý ömmu og svo var lokað aftur. Um tíma máttum við Óskar bróðir bara koma, en lengst af þessu rúma ári mátti ég ein koma til mömmu. Þessar stundir sem ég átti með mömmu minni voru bestu stundirnar sem við áttum sam- an þótt við hefðum verið nánar alla tíð. Minnið var farið að gefa sig og þegar hún mundi ekki eitt- hvað þá sagði hún: „Ég man ekki lengur það sem ég er búin að gleyma!“ Svo hlógum við báðar að brandaranum. Við rifjuðum upp gamla tíma, æskuárin hennar og mín og okkar systkinanna. Elsku mamma mín, ég á eft- ir að sakna þín og spjallsins okkar. Ég ætla að segja hér það sama og ég sagði við hana á kvöldin þegar hún hringdi áð- ur en hún fór að sofa: „Guð geymi þig,“ elsku mamma mín. Steinunn Þrúður Hlynsdóttir. Elsku besta amma mín lést á Hjúkrunarheimilinu Grund í síðustu viku og hennar verður sárt saknað af mér og mínum. Amma var einstök kona sem tók við öllu í lífinu með æðru- leysi og stóískri ró. Hún var alltaf svo þolinmóð við mig og hlustaði alltaf á mig og gaf mér góð ráð. Ég á margar góðar minn- ingar af mér og ömmu og er ein sagan af okkur sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Það er sagan af því þegar ég var að suða í ömmu í búðinni og ég sagði „amma, viltu kaupa þetta handa mér“ og yfirleitt ef maður suðaði eitthvað í henni þá sagði hún yfirleitt nei. Mig minnir að hún hafi sagt nei í þetta skiptið líka og ég man ekki einu sinni hvað ég var að biðja um. Þá sagði ég við hana sposk á svipinn: „Amma, ég skal kaupa handa þér svo fal- legan rauðan kjól þegar ég er orðin stór og rík ef þú kaupir þetta handa mér.“ Fyrir 13 ár- um um jólin minnir mig að ég hafi gefið henni þennan fallega rauða kjól sem ég hafði lofað henni þegar ég var lítil. Mér finnst það svo yndislegt að hafa staðið við loforðið sem ég gaf henni þegar ég var lítil stúlka. Þegar ég hugsa til baka þá er ég svo þakklát fyrir árin sem ég fékk að sjá um þrifin hjá ömmu og afa þegar þau voru ennþá heima á Bugð- ulæknum, á þessum tíma tengdist ég þeim á alveg ein- stakan hátt og það gefur mér mjög mikið í dag. Elsku Maggý amma mín er núna komin heim til Guðs og afa á himnum og það er yndisleg tilhugsun og huggar mann í sorginni. Ég hugsa til þín, elsku besta Maggý amma mín, með hlýju og söknuði. Blessuð sé minning þín elsku amma mín og megir þú hvíla í friði og megi Guð vera ávallt með þér að eilífu amen. Svandís Ásta Jónsdóttir. Magnea Ingibjörg Sigurhansdóttir ✝ (Guðjón) Sig- urgeir Ingi- marsson fæddist í Arnardal á Akra- nesi 5. maí 1929. Hann lést á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 16. apríl 2021. Foreldrar hans voru Ingimar Kristján Magnússon trésmíðameistari, f. 20. september 1891, d. 8. ágúst 1978, og Bóthildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1892, d. 30. nóvember 1979. Systkini Sigurgeirs voru: Steinunn, f. 19. maí 1917, d. 26. september 1962, Lilja, f. 10. maí 1919, d. 20. október 2007, Magn- ús, f. 19. júlí 1920, d. 8. janúar 1985, Bergdís, f. 18. janúar 1922, d. 6. ágúst 1997, Guðjón Sigurgeir, f. 1923, d. 1926, og Steinþór Bjarni, f. 27. október 1925, d. 18. apríl 2015. Hinn 20. febrúar 1952 giftist Sig- urgeir Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur, f. 30. apríl 1933, d. 6. október 2014, læknaritara úr Borganesi. Synir þeirra eru: 1) Ásbjörn f. 1952, eiginkona hans er Kristín Siemsen, f. 1953. Börn þeirra eru a) Gústav Magnús, f. 1978, eiginkona hans er Guðný H. Indriðadóttir, f. 1979, og eiga þau synina Ásbjörn Óla, f. 2005, og Indriða Dag f. 2009, b) Dóra Erna, f. 1982, sonur hennar er Aron Ernir, f. 2011, og c) Birna Kristín, f. 1993. 2) Óðinn, f. 1958, d. 2014, sambýliskona hans var Bente Ingela Asengen, f. 1965, sonur þeirra er Geir Ísak, f. 2001. Börn Óðins og fyrrverandi eig- inkonu hans, Guðrúnar Halldórs- dóttur, f. 1958, eru dæturnar a) Erna, f. 1976, eiginmaður hennar er Helgi Kjartansson, f. 1970, og eiga þau börnin Kjartan, f. 1996, Halldór Fjalar, f. 2000, og Þór- eyju Þulu, f. 2004. b) Ása, f. 1981. Börn Ásu eru Emma, f. 2002, Ari Ævar, f. 2008, Erna Óðný og Guðrún Árný, f. 2014. Sigurgeir vann við trésmíðar og húsasmíði í eigin fyrirtæki mestalla sína starfsævi en síðar í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, seinna Biskupsstofu, sem umsjónarmaður prestsbústaða. Útför Sigurgeirs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 27. apríl 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Streymt verður frá útför: https://www.akraneskirkja.is Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Sigurgeir Ingimarsson, eða Geiri „tengdaafi“ minn, lést hinn 16. apríl sl. og vil ég fá að minn- ast hans með nokkrum línum. Geiri var smiður og reynslubolti í öllu sem að því laut, enda var öll hans starfsævi helguð bygging- um á einn eða annan hátt. Ýmis fleyg orðatiltæki viðhafði hann við úrlausn verkefna, og hafa þau fest í orðaforða fjölskyldunnar, eins og „er þetta hægt Matthías“ og „þetta er alveg raritet“ og svo mætti áfram telja. Vorum við svo heppin að fá að njóta aðstoðar hans við ýmis viðfangsefni á því sviði í gegnum tíðina, sem hefur verið okkur ómetanlegt á allan hátt. Honum þótti því verst að geta ekki hjálpað við nýjasta við- fangsefnið okkar, sem hann kom að taka út nokkrum dögum áður en kallið kom, því hugurinn var óbilaður þótt líkamlegir kraftar væru á þrotum. Geiri hafði sterk- ar skoðanir á mönnum og mál- efnum og spunnust oft eftir- minnilegar umræður af því tilefni. Hann var með allt í röð og reglu og bílarnir ávallt vel þrifnir svo sumum þótti nóg um. Hann var nýtinn á efni og afganga sem sjá mátti hér og hvar í hans fór- um, verkfærin á sínum stað. Hann var áhugasamur um allar tæknilegar framfarir og þróaði sjálfur ýmsar lausnir til að létta sér og sínum handtökin. Geiri mátti sjá á eftir Óðni syni sínum og Dóru konu sinni með stuttu millibili fyrir nokkrum árum, sem trúlega hefur haft meiri áhrif á hann en hann lét uppi. Flutti hann þá í kjölfarið úr Borgartanganum í Mosfellsbæ, sem hafði verið heimili þeirra hjóna í nokkra áratugi. Fyrst flutti hann til okkar á Flúðir og síðar á Akranes í sinn gamla heimabæ. Síðastliðið haust fór heilsu hans að hraka og fékk hann inni á dvalarheimilinu Höfða um áramótin. Í dag kveðj- um við Geira í hinsta sinn og það er með þakklæti fyrir allt og allt sem ég minnist hans, megi hann hvíla í friði. Helgi Kjartansson. Mild var þín hönd mig leiddi við hlið þér og lyftir í fang þér örlítið óþekktarstýri. Hlý var þín hönd ávallt velkomna bauð skjól mót vindinum bauð þótt blési úr öllum áttum. Styrk var þín hönd leiðbeindi og kenndi mér ráðlagði, beindi mér þið amma klettar í lífi. Hög var þín hönd verkfæri fimlega í viðinn svo faglega fannst að þú kynnir allt. Þreytt var þín hönd fyrsta áfangann leiddi þig þegar ferðbúinn gerðir þig gengum áleiðis til eilífðarinnar. Köld var sú hönd sem tók ég í mína ég yljaði þína er þig kvaddi í síðasta sinn. Hugur mun ávallt geyma Hlýtt afa fang: „Elskan mín stutta með átján putta“ sagðir með glettni í augum. Þín Ása. Sigurgeir Ingimarsson Ástkær og elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG HERVÖR GUÐJÓNSDÓTTIR, Hebba frá Hesti, lést föstudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. apríl klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana verður streymt frá athöfninni. Slóðin á streymið er https://promynd.is/hervor. Athöfnin verður öll túlkuð yfir á táknmál. Guðmundur Knútur Egilsson Bryndís Guðmundsdóttir Árni Sigfússon Magnús Guðmundsson Kajsa Arena Ragnheiður E. Guðmundsd. Gunnar Salvarsson Guðjón Gísli Guðmundsson María G. Guðmundsdóttir Steingrímur Sigurgeirsson barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Stakkholti 2b, lést miðvikudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 30. apríl klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana verður streymt frá athöfninni. Slóðin á streymið er https://youtu.be/ZPQRTlvSfIc. Ólafur Árnason Erna Rós Magnúsdóttir Þórarinn Gunnar Sverrisson Hjalti Magnússon Sigurlaug Soffía Reynaldsd. Anna Lilja Magnúsdóttir Guðmann Bragi Birgisson Kristján Magnússon Sigríður Inga Rúnarsdóttir Árni Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.