Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
✝
Guðrún Birna
Hannesdóttir
fæddist 14. janúar
1936. Hún lést 14.
apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hannes
Björnsson, f. 12.4.
1900, d. 26.8. 1974,
og Jóna Björg Hall-
dórsdóttir, f. 24.5.
1914, d. 4.7. 2010.
Guðrún Birna
giftist hinn 26. júní 1954 Sigurði
Sigurðssyni, bónda og síðar sjó-
manni, f. 5. desember 1931, d.
17. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Sig-
urður Gíslason, f. 12. mars 1889,
d. 12. mars 1982, og Ólöf Ólafs-
dóttir, f. 13. júlí 1894, d. 17. des-
ember 1960.
Systkini hennar eru Halldór
Ingi, f. 1939, Helga Heiður, f.
1942, og Hannes Jón, f. 1948.
Börn Guðrúnar Birnu og Sig-
urðar eru: 1) Sigrún, f. 1955,
börn hennar og Hauks Ragn-
arssonar, f. 1961, eru Sara, f.
1984, Ólöf Erla, f. 1986, maki
Mads Kjeld Meyer-Dissing, f.
1978, og Ragnar Gauti, f. 1988,
maki Hildur Ómarsdóttir, f.
1987. 2) Jóhann, f. 1956, maki
Guðrún Sesselja Arnardóttir, f.
hún þá ásamt börnunum til
Reykjavíkur. Hún vann ýmis
störf í bönkum og ferðaþjónustu
næstu árin. Hún starfaði einn
vetur sem aðstoðarkennari við
Húsmæðraskólann á Löngumýri
í Skagafirði 1965-66 ásamt því
að vera undirleikari hjá Karla-
kórnum Heimi.
Hún lauk námi úr tónmennta-
kennaradeild með píanókennslu
sem valgrein frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1972. Hún
kenndi víða tónfræði, píanóleik,
var organisti, undirleikari og
stjórnaði kórum og söng í kór-
um á sinni lífsleið, síðast kenndi
hún við Píanóskóla Þorsteins
Gauta. Hún var um tíma dag-
skrárgerðarmaður hjá RÚV.
Hún í fór í endurmenntunarnám
í handavinnukennaradeild KÍ
1989-92 og tók meðal annars
listasögu í náminu.
Guðrún Birna tók bahá’í-trú
1968. Hún var einn af stofn-
endum Félags einstæðra for-
eldra 1969 og voru henni mál-
efni barna og jafnrétti kynjanna
alla tíð mjög hugleikin.
Áhugamál Guðrúnar Birnu
voru handavinna, tónlist, leik-
list, lestur, ferðalög og tungu-
mál.
Útför Guðrúnar Birnu fer
fram frá Fossvogskirkju í
Reykjavík í dag, 27. apríl 2021,
klukkan 15. Streymt verður frá
athöfninni frá klukkan 14.40.
http://beint.is/streymi/gudrunbirna
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
1966, synir þeirra:
Örn Gauti, f. 1995,
unnusta hans
Ninna Pálmadóttir,
f. 1991, og Jóhann
Ólafur, f. 1996,
sambýliskona hans
er Natalía Blær
Maríudóttir, f.
1997. 3) Ólöf, f.
1958, sambýlis-
maður Stígur
Snæsson, f. 1966,
sonur þeirra Steinn Logi, f.
1996. 4) Þorsteinn Gauti, f. 1960.
Sonur hans og Joann Calabrese-
Flaherty, f. 1955, er Nicholas
Jóhann Vincent, f. 1985, maki
Diandra Sigurdsson, f. 1990.
Dóttir Þorsteins og Halldóru
Bjarkar Friðjónsdóttur, f. 1974,
er Sóley, f. 2004. Barnabörn eru
átta og barnabarnabörnin sex.
Guðrún Birna lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og byrjaði
ung í píanónámi. Hún fór til
Danmerkur 1952 á Húsmæðra-
skóla í Silkiborg og síðan eitt ár
í leiklistarskóla Lárusar Páls-
sonar. Þau Sigurður bjuggu á
Hamraendum í Stafholtstungum
í Borgarfirði 1954-1961. Hún
var organisti í Stafholtskirkju í
þrjú ár. Þau skildu og fluttist
Við kveðjum elskulega móður
okkar í dag með þakklæti fyrir
lífið og í sátt. Hún var einstök
manneskja, með svo mikla lífs-
orku, gleði og sköpunarkraft að
það var smitandi.
Á yngri árum var hún auk
þess svo fögur að henni var líkt
við Soffíu Lóren. Skemmtilegt,
þar sem hún tók seinna ástfóstri
við allt ítalskt og lærði ítölsku.
Við minnumst þess þegar
flestar mæður vina okkar voru
heimavinnandi og sumar hverjar
í hagkaupssloppunum, þá var
hún að túpera og spreyja hárið
með hárlakki og að mála sig á
leið til vinnu í Flugturninum og
við mændum á hana.
„Mamma okkar er ekki kona,
mamma er stelpukona,“ sagði
Ólöf hróðug. Þrátt fyrir erfiða
lífsbaráttu tapaði hún ekki
gleðinni, barnslegu forvitninni og
sköpunarkraftinum langt fram
eftir aldri.
Hún hvatti okkur til þess að
láta ekki velferðarfýluna ná tök-
um á okkur þegar um hægðist í
lífsbaráttunni enda var mjög oft
fjör og gleði á heimilinu.
Hún var kletturinn okkar og
besti vinur.
Við vorum umlukt tónlist frá
fæðingu og tónlistin skipaði mjög
stóran sess í lífi okkar.
Tónlistin var eins og hafið,
himinninn, landslagið og loftið
sem við önduðum að okkur og
hún spilaði okkur inn í svefninn á
kvöldin með fallegri klassískri
tónlist eins og Chopin.
Okkur er minnisstætt að
standa við píanóið og hún að spila
og við að syngja, öll með okkar
nefi, prófandi ýmsar útsetningar
og raddir.
Ógleymanlegar eru stundirn-
ar þegar hún var í essinu sínu að
spila fyrir okkur djass eða þegar
hún var að kenna okkur að dansa
charleston.
Þegar hún hætti störfum 78
ára gömul var hún ákveðin í því
að vera heima á efri árum en
heilsu hennar hafði hrakað nokk-
uð skyndilega.
Fyrri heilsu fékk hún ekki og
voru síðustu árin henni að sumu
leyti erfið þótt vitsmunalega
væri hún skýr og eldklár í koll-
inum eins og áður.
Hún fylgdist með okkur öllum
og öllu því sem var að gerast í
heiminum og hafði skoðanir á
öllu eins og venjulega.
Síðustu árin lagðist hún í mik-
inn bóklestur sem hún naut og
var það mikil gæfa. Hennar ósk
var að búa heima og við gerðum
henni það kleift ásamt fleirum
þar til yfir lauk.
Við kveðjum okkar elskulegu
móður með miklu þakklæti fyrir
allt.
Hvíl í friði.
Sigrún, Jóhann,
Ólöf og Gauti.
Ég kynntist Guðrúnu Birnu,
tengdamóður minni, fyrir hart-
nær 33 árum, þegar við Jói fór-
um að vera saman. Hún var
glæsileg kona, með þykkt rauð-
brúnt hár, músíkölsk, vel lesin og
talaði dönsku eins og innfædd,
enda hafði hún farið á hús-
mæðraskóla í Danmörku sem
ung stúlka. Guðrún Birna tók
mér strax vel og á milli okkar
ríkti gagnkvæm virðing og hlýja
alla tíð.
Líf tengdamóður minnar var
ekki alltaf auðvelt. Einungis 24
ára gömul var hún orðin einstæð
móðir með fjögur ung börn, það
elsta sex ára og það yngsta innan
við eins árs. Á þessum tíma var
það ekkert sjálfsagt að taka þá
ákvörðun að feta veginn ein með
fjögur börn – og er það kannski
ekki í dag heldur. En Guðrún
Birna átti góða að og naut auðvit-
að aðstoðar við að koma börn-
unum til manns. Og það gerði
hún sannarlega, því öll eru börn-
in hennar vel gert og gott fólk
sem hefur fótað sig í lífinu. Það
var stundum hart í búi og ekki til
peningur, en þá kom sér vel
reynslan frá „Grautó“ í Dan-
mörku, þar sem Guðrún Birna
lærði að gera mikið úr litlu. Þá
lét hún aðstæður ekki aftra sér
frá því að mennta sig og lauk tón-
menntakennaraprófi með ein-
dæma dugnaði og þrautseigju.
Síðar lauk hún einnig prófi í
handmennt, enda lék allt í hönd-
unum á henni. Þegar ég gekk
með frumburð okkar hjóna
saumaði Guðrún Birna til dæmis
forláta slá og gaf mér í jólagjöf.
Ég nota slána enn í dag og er oft
spurð hvar ég hafi fengið aðra
eins flík. Það er nefnilega ekki
hægt að kaupa svona tímalausa
gersemi úti í búð.
Guðrún Birna kunni líka að
njóta lífsins og gera sér glaðan
dag. Lagði þá mikið upp úr því að
punta sig og vera elegant. Hún
gat verið hrókur alls fagnaðar og
hafði mikla frásagnargáfu, sagði
sögur, var stálminnug og átti oft
einstaklega hnyttin tilsvör – og
alltaf með munninn fyrir neðan
nefið. Hún spilaði á píanó og var
afar vinsæll píanókennari, hafði
lag á að fá krakkana með sér,
leiðbeindi með mildi, en skipaði
ekki fyrir. Ég sá það á samskipt-
um hennar við barnabörnin að
hún talaði við þau eins og full-
orðið fólk, það var ekkert verið
að tala neitt barnamál. Ég veit að
þetta kunnu krakkarnir að meta.
Guðrún Birna hafði líka mikinn
áhuga á leiklist og við fórum
gjarnan saman á frumsýningar
hjá Jóa. Hún var alltaf stolt af
stráknum sínum og vildi helst að
hann væri á sviðinu allan tímann.
Sama er að segja um hin börnin
hennar þrjú, þau fylltu hana öll
stolti.
Fyrir nokkrum árum fór
heilsa Guðrúnar Birnu að gefa
sig og hún hætti að treysta sér á
leiksýningar og tónleika og ann-
að sem áður hafði veitt henni svo
mikla gleði. Eftir sem áður var
hún þó eldskörp, fylgdist með
öllu sínu fólki og vissi alltaf hvað
var að gerast hjá hverjum og ein-
um. Börnin hennar sinntu henni
vel í veikindunum og augljóst var
hversu mikil væntumþykja var á
milli þeirra allra. Missir systk-
inanna er mikill og tómarúmið
situr eftir þegar þau horfa nú á
bak móður sinni. Þá er gott að
eiga góðar minningar um stolta
og glæsilega mömmu, sem stóð
með sér og sínum börnum.
Að leiðarlokum þakka ég
tengdamóður minni fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin og síðast
en ekki síst vil ég þakka henni
fyrir Jóa minn, sem hún kom svo
fallega til manns.
Guðrún Sesselja Arnardóttir.
Elsku hjartans Unna systir
mín.
Mín glæsilega, fallega, fjöl-
hæfa, listræna, skemmtilega, fé-
lagslynda, fyndna, hugrakka og
algjör grallari stundum.
Eiginlega á ég engin orð yfir
hvað ég á eftir að sakna þín.
En minningarnar um þig
geymi ég og þær á ég óteljandi.
Langar að minnast á eina
gamla minningu, frá því að við
vorum börn, og sú minning er
mér sérstaklega minnisstæð.
Það var að sumarlagi og ég lá í
rúminu með lungabólgu, eina af
mörgum sem ég fékk fleiri ár í
röð sem barn.
Unna systir hafði í nokkur ár
verið í píanótímum hjá Gunnari
Sigurgeirssyni þegar þetta atvik
átti sér stað.
Ég naut þess að hlusta á syst-
ur mína æfa ýmis falleg klassísk
píanóverk þrátt fyrir smá villur
eins og eina og eina falska nótu
eða vitlausan áslátt annað slagið.
En mömmu okkar var ekki
sama. Mamma var mjög músík-
ölsk, með næmt tóneyra, og hafði
sjálf lært að spila á píanó eða
orgel þegar hún var ung að ár-
um.
Hún var strangur leiðbeinandi
og gagnrýnandi, en þetta sumar
hafði Unna systir fengið nóg.
Endalausar leiðréttingar
mömmu voru of mikið fyrir
Unnu.
Allt í einu sló Unna harkalega
á hljómborðið og byrjaði að spila
djassmúsik frá fjórða áratugnum
og það mjög hátt. Þetta fannst
mér æðislega spennandi.
Á þennan hátt mótmælti Unna
systir leiðbeiningum og leiðrétt-
ingum mömmu.
Mér finnst alltaf að þetta atvik
hafi sýnt hversu mikill karakter,
hugrökk, djörf og sjálfstæð hún
var og lét engan vaða yfir sig eða
segja sér fyrir verkum þegar
henni var ofboðið, hvort sem það
var af ungum eða fullorðnum.
Hvíl í friði elsku systir mín.
Þín elskandi systir,
Helga.
Guðrún Birna, systir mín, var
alltaf kölluð Unna meðal fjöl-
skyldu en Birna meðal skóla-
systkina. Hún lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Meðfram skóla-
námi lærði hún píanóleik og fór í
leiklistarskóla, en svo fór hún í
húsmæðraskóla í Danmörku. Í
Danmörku tók Unna upp sam-
band við ættingja okkar þar.
Oddný Sæunn, systir pabba,
kölluð Unna – þaðan kom gælu-
nafn systur minnar – bjó í Kaup-
mannahöfn frá því fyrir stríð.
Unna náði góðum tengslum við
frændfólkið, krakkana ekki síst,
vegna áhuga þeirra á djassmús-
ík. Á heimleið með Gullfossi
kynntist hún bráðmyndarlegum
borgfirskum pilti, Sigurði Sig-
urðssyni, á heimleið eftir nám í
búnaðarfræðum í Noregi. Þau
felldu hugi saman, trúlofuðust og
giftust, 18 og 21 árs gömul.
Æskuheimili Sigurðar, Hamra-
endar í Stafholtstungum, var
laust til ábúðar og þau yfirtóku
búsmala brottflutta bóndans.
Búið þurfti kaupamann og valinn
var ég, útlærður í sveitastörfum
eftir þrjú sumur á stórbýli norð-
anlands, seinasta árið sem aðal-
traktorsekillinn á bænum. Á
Hamraendum sá ég um fjósið og
að mjólka kýrnar 13. Þetta sum-
ar var gestkvæmt á Hamraend-
um. Sveitungar Sigurðar, sem
þeir kölluðu Didda, að endurnýja
gömul kynni. Og vinir úr bænum,
forvitnir að sjá þau í þessu um-
hverfi. Systkini Sigurðar komu í
heimsókn á gamla bernskuheim-
ilið og dvöldust sum marga daga
og móðir Sigurðar, Ólöf, hélt þar
60 ára afmælisveislu sína. Við
Edda, kærasta mín og síðar
kona, vorum jólin ’57 á Hamra-
endum og sumarið eftir í skóg-
rækt í Borgarfirði og komum oft
að Hamraendum. Næstu ár vor-
um við erlendis við nám og störf.
Á þeim árum urðu umskipti hjá
þeim Sigurði. Þau voru skilin og
Unna flutti í bæinn með börnin
fjögur. Það er ekki auðvelt að
vera einstæð fjögurra barna
móðir. En Unna tókst á við þetta
verkefni af miklum dugnaði og
þrautseigju og hélt börnum sín-
um heimili til fullorðinsára
þeirra. Meðfram húsmóðurstörf-
um vann hún við píanókennslu og
fékk réttindi sem tónlistarkenn-
ari. Tónlistarkennslan varð
hennar ævistarf. Hún kenndi
bæði heima og í skólum, seinast í
tónskóla sonar síns. Dótturdóttir
mín fékk sína fyrstu tilsögn á pí-
anó hjá Unnu. Námið gekk mjög
vel, þær töluðu vel hvor um aðra
og urðu góðar vinkonur þótt ald-
ursmunurinn væri um 70 ár.
Þetta segir allt sem segja þarf
um góðan kennara.
Við Unna töluðum lengi sam-
an tveimur dögum fyrir andlát
hennar, á afmælisdegi pabba
okkar. Hún var í miklu uppáhaldi
hjá honum, án þess að hann gerði
upp á milli okkar. Hún fékk nöfn
foreldra hans og gælunafn systur
hans og hann var henni betri en
enginn á erfiðasta tíma ævi
hennar. Það var ekkert sem
benti til þess, þegar við töluðum
saman, að Unna ætti svona
skammt eftir, andlátið kom
snöggt og óvænt.
Unna systir hefur runnið sitt
æviskeið. Hún hljóp sinn spöl í
því sem við köllum lífshlaup. Það
gerði hún með miklum sóma.
Hún hefur skilað keflinu, nú taka
aðrir við. Hennar verður minnst
með ást og söknuði.
Takk fyrir allt, Unna mín,
þinn bróðir,
Halldór Ingi.
Meira á www.mbl.is/andlat
Guðrún Birna Hannesdóttir
var ekki aðeins náfrænka móður
okkar, Brynju Tryggvadóttur,
heldur ein helsta vinkona henn-
ar. Þær störfuðu báðar við píanó-
kennslu og báru oft saman bæk-
ur sínar. Börn okkar bræðra
lærðu á píanó hjá ömmu sinni og
þegar kom að stigsprófi var
Unna frænka alltaf kölluð til sem
prófdómari. Það voru hátíðlegar
stundir sem enduðu í ristuðu
brauði og kókómalti frammi í
eldhúsi, þar sem slegið var á
létta strengi og glaðst yfir
frammistöðunni. Þær frænkur
voru hæfileikaríkar og duglegar
en líka dálitlir bóhemar í klæða-
burði og viðhorfum og höfðu lif-
andi áhuga á menningu og bók-
menntum. Tónlistin var þeirra líf
og yndi og þær voru fulltrúar
fegurðar sem streymdi fram
þegar þær settust við flygilinn í
Teigagerði 9. Helga frænka,
systir Unnu, er einnig kær fjöl-
skylduvinur og var náin móður
okkar meðan hún lifði. Þessar
listrænu og flottu frænkur voru
eins og listagyðjurnar þrjár sem
gerðu allt fallegt og áhugavert í
kringum sig. Unna frænka var
heillandi persónuleiki, hlý hug-
sjónakona sem lét sér annt um
allt og alla.
Elsku Ólöf, Jóhann, Sigrún og
Gauti, við samhryggjumst ykkur
og fjölskyldum ykkar. Lifi minn-
ingin um einstæða konu sem
auðgaði líf okkar allra.
Tryggvi Þórir og
Sveinn Yngvi.
Undarlegt var samband okkar
Guðrúnar Birnu. Hún hringdi
fyrst til okkar í Sálarrannsókn-
arfélaginu fyrir tæpum sjö árum
að biðja um fyrirbæn fyrir sig.
Þá hafði heilsu hennar hrakað
nokkuð og varð hún eiginlega
aldrei heilsugóð eftir það þótt
sæmilegir kaflar hafi komið inn á
milli. Sendum við og miðlarnir
okkar henni ljós þá strax og upp
frá því. Enduðu þessar fyrirbæn-
ir á því að við Guðrún Birna höfð-
um símasamband a.m.k. tvisvar á
dag það sem eftir lifði ævi henn-
ar, eða þessi tæpu sjö ár. Hefur
enginn núverandi eða fyrrver-
andi félagsmaður félagsins feng-
ið þessa ofurþjónustu fyrr né síð-
ar. Hún hringdi alltaf í
hádegislok í okkur, og ég hringdi
alltaf í hana upp úr klukkan tíu á
kvöldin, þegar ég var loksins
laus. Þróuðust þessi símtöl í
mikla vináttu og spjall um allt
milli himins og jarðar. Hlakkaði
ég yfirleitt alltaf til að heyra í
vinkonu minni í kvöldsímtalinu.
Hafði ég þá heilmargar spurn-
ingar fyrir hana um hitt og þetta
listafólk landsins og heimsins,
sem hún kunni langoftast all-
nokkur eða mikil deili á. Ekki var
laust við að vinkona mín setti
stundum ofan í við mig þegar
persónuleg mál mín bar á góma.
Svaraði ég þá alltaf með sama
svarinu: „Já mamma. Ég skal
gera það …“ Bakkaði Guðrún
Birna þá alltaf umsvifalaust út úr
uppeldishlutverkinu, og hlógum
við dátt að þessu eftir á. – Hótaði
ég henni því stundum líka eftir
löng og skemmtileg símtöl okkar
að ég myndi slá ævisögum okkar
saman og myndi hún heita: „Árin
okkar Guðrúnar Birnu“, saman-
ber ævisaga ónefndu erlendu
konunnar með Gunnlaugi list-
málara forðum fyrir austan sem
hét „Árin okkar Gunnlaugs“.
Fannst henni það alveg ótækt
með öllu, þótt hún hafi alltaf get-
að hlegið að því.
Mig grunaði um kvöldið þegar
síminn svaraði ekki, að líklega og
vonandi væri nú kallið komið.
Sem svo reyndist rétt. Og þessa
miklu vinkonu mína hitti ég bara
einu sinni í þessum efnisheimi
okkar, er ég kom heim til hennar
í Bólstaðarhlíðina í mýflugu-
mynd, og gaf henni þráðlausan
síma svo hún ætti auðveldara
með að tala við mig á kvöldin.
Ég geri mér grein fyrir að ég
endaði sem eins konar persónu-
legur sálfræðingur samhliða vin-
áttunni okkar. Og notaði ég það
óspart til að segja henni frá hvert
hún væri að fara bráðum, þ.e. til
Sumarlandsins. Vildi hún oftast
lítið tala um það. En ég skaut
þessum hugmyndum samt að
henni í smáskömmtum. Og er ég
viss um að það dró úr óvissukvíð-
anum hennar yfir hvað biði henn-
ar. Örugglega.
En eins og ég sagði henni
næstum daglega, þá gæti hún
skilið vel við þetta líf og haldið
áfram. Að hafa komið þessum
fjórum mjög svo mannvænlegu
börnum á legg algerlega ein er
dugnaður af stærðargráðu sem
alls ekki sést nú á tímum. Og það
án þess að nokkur skaði hafi hlot-
ist af á ungunum. Það er nánast
einsdæmi.
Jæja Guðrún. Nú er bara að
halda áfram og laga sig að nýjum
veruleika. Og farðu nú ekkert að
ráðskast í fyrirkomulaginu þarna
hinum megin. Láttu verndarana
þína alveg um reglurnar þar. Það
verður hvort eð er nóg til að
skipta sér af þar síðar fyrir þig.
Góða ferð Guðrún mín.
Magnús H. Skarphéðinsson,
formaður Sálarrannsókn-
arfélags Reykjavíkur.
Guðrún Birna
Hannesdóttir
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI Ó. LÁRUSSON,
fv. framkvæmdastjóri,
lést á Líknardeild Landspítalans 12. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði föstudaginn 30. apríl klukkan 15. Í ljósi aðstæðna er
einungis nánustu aðstandendum boðið að vera við útförina.
Athöfninni verður streymt og hægt verður að nálgast virkan
hlekk á mbl.is/andlat.
Hanna M. Kjeld
Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason
Anna Kristín Traustadóttir
Sigrún Traustadóttir
Elín Ósk Guðmundsdóttir Ómar Bendtsen
Trausti Guðmundsson Ása Bergsdóttir Sandholt
Svava Dís Guðmundsdóttir Friðjón Ástmundsson
Bjarni Guðmundsson Vaka Dagsdóttir
og langafabörn