Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Qupperneq 12
Gluggi inn í hjartað
Avraham Feldman, rabbíni gyðingasamfélagsins á Íslandi, lýsir bók dr. Gisellu Perl, Ég var læknir í Auschwitz, sem glugga
inn í hjarta fanganna sem þar dvöldust. Feldman, sem er fyrsti starfandi rabbíninn á Íslandi, segir að helförin megi ekki
gleymast og sjaldan eða aldrei hafi verið mikilvægara að fræða fólk og upplýsa um hryllinginn sem þar átti sér stað.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
A
vraham Feldman, rabbíni gyð-
ingasamfélagsins á Íslandi, býð-
ur okkur Kristni Magnússyni
ljósmyndara glaðlega góðan
daginn þegar við sækjum hann
heim en skiptir að því búnu yfir í móðurmál
sitt, enskuna, en hann er frá New York. „Ég
hef átt mjög annríkt frá því ég flutti hingað en
núna er ég loksins byrjaður að taka íslensku-
námið föstum tökum og ætla mér að ná góðu
valdi á tungumálinu ykkar,“ útskýrir Feldman
um leið og hann vísar okkur til stofu. Biðst um
leið afsökunar á fáeinum barnaleikföngum sem
liggja á gólfinu en hann á fjórar ungar dætur
ásamt eiginkonu sinni, Mushky; þá elstu
fædda 2016. Það er svo sannarlega ekkert að
afsaka, leikföngin ljá stofunni bara aukið líf og
hlýju. „Já, hér er alla jafna líf og fjör á daginn,
eins og þið getið ímyndað ykkur,“ segir Feld-
man brosandi en mæðgurnar eru að heiman
meðan samtal okkar fer fram.
Tilefni heimsóknarinnar er útgáfa bókarinnar
Ég var læknir í Auschwitz eftir Gisellu Perl í ís-
lenskri þýðingu Ara Blöndal Eggertssonar. Út-
gefandi er Hringaná og Avraham Feldman
rabbíni ritar formála. Dr. Gisella Perl var ung-
verskur gyðingur sem var ekki bara fangi held-
ur starfaði hún einnig sem læknir í alræmdustu
útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrj-
öldinni. Eiginmaður hennar og sonur létust í
haldi nasista en þeim hjónum tókst að leyna
dóttur sinni hjá fólki sem ekki var gyðingar
meðan á stríðinu stóð. Perl tók við fyrirmælum
beint frá hinum alræmda dr. Josef Mengele og
var látin stunda lækningar án allra nauðsyn-
legra tækja, lyfja og hreinlætis. Orð hennar, út-
sjónarsemi og manngæska björguðu lífi þús-
unda kvenna, svo sem fram kemur á bókarkápu.
Perl bjó síðar og starfaði í Bandaríkjunum en
lést í Ísrael árið 1988, 81 árs að aldri.
Mannvonska og grimmd
Sjálfur hef ég lesið talsvert um helförina,
Auschwitz og aðrar útrýmingarbúðir nasista,
komið á söfn erlendis og séð leiknar kvik-
myndir og heimildarmyndir um efnið en Ég
var læknir í Auschwitz er með því átakanleg-
asta af því öllu; það er óhætt að fullyrða. Lýs-
ingarnar á mannvonskunni og grimmdinni
sem viðgekkst í búðunum eru yfirgengilegar
og eins upplýsandi og grafískur og lesturinn er
þá er hann um leið gríðarlega erfiður. Maður
er sem lamaður að honum loknum. Það er eng-
in leið að setja sig í aðstæður þessa fólks.
Perl skrifaði bókina skömmu eftir þessa
hræðilegu lífsreynslu en hún kom fyrst út á
ensku árið 1948.
„Þetta er mjög fræg bók,“ svarar Feldman,
spurður hvort hann hafi þekkt til verksins áður.
„Ég las hana fyrst fyrir mörgum árum en las
hana aftur núna eftir að ég var beðinn að rita
formálann við þessa þýðingu. Ég vildi hafa efnið
ferskt í minninu. Það er alveg rétt hjá þér, þessi
bók er mjög erfið aflestrar, en um leið ákaflega
góð, mikilvæg og kraftmikil. Hér er helförinni
og lífinu í Auschwitz lýst frá fyrstu hendi og við
upplifum fórnarlömbin sem manneskjur en ekki
sem tölfræði; sex milljónir gyðinga týndu lífi í
útrýmingarbúðum nasista og þar fram eftir göt-
unum. Við tengjum við fólkið sem hermt er af og
grimmileg örlög þess. Gisella Perl var mann-
eskja, eins og aðrir sem voru þarna í haldi, og
það hefur djúpstæð áhrif á mann að kynnast
persónulegri reynslu hennar af vistinni og þess-
ari martröð. Ég var læknir í Auschwitz er
gluggi inn í hjarta og huga fólks sem átti sínar
vonir og drauma, alveg eins og við hin, en var
svipt frelsinu og í mörgum tilvikum lífinu með
þessum viðurstyggilega hætti.“
Feldman ber lof á Hringaná fyrir að ráðast í
útgáfuna; ánægjulegt sé að bókin sé komin út
á íslensku. „Það skiptir svo miklu máli að
fræða fólk um helförina. Aldrei aftur! erum við
vön að segja en til að koma í veg fyrir að nokk-
uð þessu líkt eigi sér aftur stað er grundvall-
aratriði að fólk viti hvað gerðist í helförinni og
hvernig siðblinda og grimmd yfirtóku heilt
samfélag. Hver einasti einstaklingur sem
reyndi helförina á eigin skinni skiptir máli og á
skilið virðingu okkar. Grimmdin og illskan eru
ímyndunarafli okkar nánast framandi og þess
vegna skipta bækur sem þessi svo miklu máli
enda gerir hún mjög sannfærandi grein fyrir
aðstæðum og hryllingnum sem aumingja fólk-
ið mátti búa við.“
Mikilvægt að fræða fólk
76 ár eru nú liðin frá lokum seinni heimsstyrj-
aldarinnar og því meiri sem fjarlægðin verður
þeim mun mikilvægara að halda fræðslunni
áfram, að dómi Feldmans. „Þeim fækkar stöð-
ugt sem upplifðu helförina enda langt um liðið
og nú er það hlutverk okkar, næstu kynslóða,
að halda þessari sögu að heiminum – annars er
hætta á því að hún gleymist. Eins erfitt og það
er þá þurfum við að minna okkur reglulega á
helförina, að þessi hryllingur hafi í raun og
veru átt sér stað, og fræða þá sem þekkja ekki
eins vel til og við sjálf.“
Feldman hefur skilning á því að fólk í sam-
tímanum eigi erfitt með að tengja við hrylling
helfararinnar; ekki síst þegar skoðað er úr
hverju hann er sprottinn. „Þýskaland var þró-
að samfélag á fjórða áratug seinustu aldar;
leiðandi á sviði vísinda, menningar, lista og svo
framvegis. Þarna réðu engir villimenn ríkjum;
alltént litu þeir ekki þannig út. Eigi að síður
voru þessir upplýstu menn þess umkomnir að
fremja svona hræðilega glæpi. Hvernig má
það vera? Það sýnir okkur, svo ekki verður um
villst, að enginn er fullkominn og auðvelt er að
verða hált á svellinu. Gleymum því heldur ekki
að helförin átti sér ekki stað á einni nóttu; að-
dragandinn var langur og strangur og það tók
tíma að gera gyðinga að „djöflum“ og „ófreskj-
„Gisella Perl var manneskja, eins og
aðrir sem voru þarna í haldi, og
það hefur djúpstæð áhrif á mann að
kynnast persónulegri reynslu henn-
ar af vistinni og þessari martröð,“
segir Avraham Feldman, rabbíni
gyðingasamfélagsins á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Avraham Feldman rabbíni
ásamt eiginkonu sinni,
Mushky, og þremur af
fjórum dætrum þeirra.
Ljósmynd/Bríet Olga
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021