Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Side 15
18.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Konur í brökkum sínum eftir að útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru frelsaðar í janúar 1945. AFP V ið ferðuðumst í átta sólarhringa, daga og nætur, í átt að óþekktum áfanga- stað. Lögregluþjónninn sem fylgdi okkur að landamærunum talaði um stórt, al- mennt gettó þar sem við yrðum látin vinna. En þegar við sáum í gegnum rimlana á læst- um vagninum okkar að SS (Stormsveitirnar) tók við lestinni við landamærin vissum við að við ættum enga von. Frá þeirri stundu feng- um við engan mat og ekkert vatn. Litlu börn- in grétu af hungri og kulda og gamla fólkið veinaði á hjálp, sumir brjáluðust, börn fædd- ust á skítugu gólfinu, einhverjir dóu og lík þeirra héldu áfram ferð sinni með okkur … Öðru hverju komu fangarar okkar inn í vagn- inn í endurtekinni leit að verðmætum eða bara til að berja okkur og þagga niður í raunalegum röddum með hrottalegum hót- unum. Svo komum við á áfangastað. Við störðum veiklulegum augum á nafn staðarins: AUSCHWITZ. Þegar SS-verðirnir opnuðu dyrnar á vagninum og skipuðu okkur út hljóp ég til foreldra minna, faðmaði þau og bað þau að fyrirgefa mér ef ég hefði einhvern tíma sært þau hjartasári. „Þú varst alltaf besta barn sem nokkrir foreldar geta eignast,“ hughreystu þau mig. Systur mínar og bræður föðmuðu mig þegjandi. Eiginmaður minn dró mig að sér. „Farðu vel með þig …“ hvíslaði hann. „Farðu vel með heita, veglynda hjartað þitt …“ Sonur minn bara horfði á mig með stóru, bláu augunum. „Mamma …“ sögðu augun. „Mamma …“ Enginn þeirra sem komust lifandi úr þýsk- um útrýmingarbúðum mun nokkru sinni gleyma þeirri mynd sem tók á móti okkur í Auschwitz. Svartur reykurinn frá lík- brennsluofnunum hékk yfir búðunum eins og stór, svört ský. Hvassar, rauðar eldtungur sleiktu himininn og klígjuvaldandi fnykur af brennandi holdi fyllti loftið. Flokkur SS- manna með byssur, svipur og kylfur í hönd- um sá um að flokka okkur í sundur. Menn frá konum sínum, foreldra frá börnum sínum, gamla frá ungum. Þeir sem streittust á móti voru barðir, í þá sparkað og dregnir í burt. Eftir nokkrar mínútur stóðum við í að- skildum hópum, næstum meðvitundarlaus af sársauka, ofþreytu og óbærilegu áfallinu við að missa ástvini okkar. Nú tók læknir búðanna, ásamt litlum hópi SS-liða, við stjórn þessa helvíska leiks. Með því að veifa hendi sendi hann sum okkar til vinstri, önnur til hægri. Eftir smástund rann upp fyrir mér hvað þetta þýddi. Af hverri lestarfylli af föngum, tíu til tólf þúsund í einu, valdi hann úr um þrjú þúsund íbúa í búðirnar sínar. Með hina, þá sem fóru „til vinstri“, var farið í líkbrennsluna til móts við hræðilegan dauðdaga í brennandi logunum sem aldrei slokknuðu. Þeim var troðið inn í trukka merkta Rauða krossinum, til undarlegrar háðungar mannlegri reisn, og ekið á brott. Allt sem við sáum af þeim síðar voru fötin þeirra í geymslum fangabúðanna. Seinna átti ég eftir að komast að öllu um þetta skepnulega framferði. Farið var með fólkið í lítil timburhús, það látið afklæðast og því fengið lítið sápustykki og handklæði og sagt að standa undir sturtunni. Fólkið tvísté af eftirvæntingu og þráði þessa örfáu vatns- dropa til að geta þrifið skítuga, örmagna lík- ama sína eftir langa ferðadaga og að geta vætt uppþornuð, brennandi kok. En í stað vatns kom þungt, kæfandi gas út um stútana. Innan sjö eða átta mínútna voru sumir kafn- aðir, aðrir misstu bara meðvitund og var hent í lifandi í logana. Öskrin, kokhljóðin og kæf- ingarhljóðin sem hljómuðu frá þessum timb- urhúsum munu ávallt óma í eyrum mínum. Litlu börnin, ljóshærð eða dökkhærð, sem komu alls staðar að úr Evrópu, fóru ekki með mæðrum sínum í gasklefana. Farið var með þau burt, grátandi og öskrandi með örvænt- ingu í augunum, þau voru afklædd, hent ofan í opnar grafir, eldfimum vökva hellt yfir þau og þau brennd lifandi. Hundruð þúsunda lít- illa barna, falleg sem ófríð, rík sem fátæk, prúð sem óþekk, heilbrigð sem sjúk, bláeyg, pólsk börn, dökkhærðir, litlir Ungverjar, kringluleit, hollensk smábörn, litlir, al- vörugefnir, franskir drengir sem stúlkur, öll dóu þau til að fullnægja sadískum hvötum þessara óberma. Við sem fyrir einskæra heppni vorum send- ar „til hægri“ mynduðum röð og vorum rekn- ar í átt að búðunum. Vegkanturinn var varð- aður rotnandi líkum til að sýna okkur örlög þeirra sem reyndu að flýja úr röðinni. Við komum að stórri timburbyggingu og var sagt að fara inn. En allt í einu sundraðist röðin, óbærileg spenna braust út og hryllingurinn, sársauk- inn, sorgin og einmanaleikinn breyttu kon- unum í öskrandi, örvæntingarfullar og móð- ursjúkar verur. Þær neituðu að fara inn í húsið sem var með áletrunina Sótthreinsun ámálaða með stórum stöfum. Í kjölfarið klufu byssukúlur loftið, svipur smullu og kylfur skullu með kæfandi hljóðum og skildu eftir brotin bein og opnar höfuðkúpur – en ring- ulreiðin rénaði ekki. „Hvar er læknirinn?“ æpti einn af SS- mönnunum. Ég gaf mig fram. Hann lét mig standa uppi á borði og ég fékk mína fyrstu skipun í fangabúðalífi mínu. „Segðu þessum skepnum að halda kjafti eða ég læt skjóta þær allar!“ „Hlustið á mig …“ hrópaði ég á þær. „Ekki óttast! Þetta er bara sótthreinsunarmiðstöð, það kemur ekkert fyrir ykkur hér. Síðan verðum við látnar vinna, við verðum allar saman, vinkonur, systur með sömu örlög. Ég er læknirinn ykkar … Ég verð með ykkur alltaf, ég mun annast ykkur, vernda ykkur … Vinsamlegast róið ykkur niður.“ Orð mín höfðu tilætluð áhrif. Konurnar trúðu mér, þær þögnuðu og fóru inn í húsið ein af annarri. Undir stjórn SS-manna og -kvenna sáu aðrir fangar um sótthreinsunina. Við vorum afklæddar þarna fyrir framan hlæjandi SS-verði sem létu í ljós aðdáun sína á fallegum líkömum með því að slá þá með svipum sínum. Allt, sem hefði getað minnt okkur á líf okkar fram að þessu, var tekið frá okkur. Þegar við komum út úr húsinu þekktum við hver aðra ekki lengur. Í stað örþreyttu, píndu kvennanna sem þó áttu snefil eftir af sjálfsvirðingu þegar við gengum inn um dyrnar vorum við orðnar að hryggilegum hópi grátandi trúða, sorglegri skrúðgöngu, marserandi til síðustu hátíðarinnar: dauð- ans … Mér var farið að standa á sama. Eftir hug- hreystandi ræðu mína yfir móðursjúku kon- unum gleypti ég þessi fjörutíu sentigrömm af morfíni sem ég hafði falið í örsmáu glasi. Ég fann til kaldhæðins yfirlætis þegar ég rétti höfuð mitt að skærunum og ég brosti undir ískaldri sturtunni … Ég sveif sem á vængj- um, vegna áhrifa morfínsins, inn um dyr Auschwitz í þeirri vissu að ég væri á leið til æðstu alsælu óminnisins. Úr bókinni Ég var læknir í Auschwitz eftir Gisellu Perl. Ari Blöndal Eggertsson þýddi. Koman til Auschwitz

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.