Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Page 17
eftir bardagann við Ursulu von der Leyen um stólinn eina! Menn hljóta að vona að þessir snillingar lendi ekki í baráttu um alvörumál fyrst tittlingaskíturinn fer svona illa með þá. Talar sá sem þekkir til En í þessu sambandi er einkar athyglisvert að kynna sér viðhorf Michels Barniers (sem nýlega vildi ekki úti- loka framboð sitt til forseta Frakklands). Hann var þekktur sem harðsnúinn ESB-samningamaður gagn- vart Bretum. Barnier skaut í viðtali föstum skotum að Macron for- seta Frakklands og segir að Evrópukratar verði að taka fullt mark á vaxandi óánægjuröddum almennings í ESB-löndum og það áður en það verði hreinlega um seinan. Verði ekki brugðist við í tæka tíð muni óánægjusprengjan springa í loft upp með stórbrotnum afleiðingum fyrir ESB-skipulagið og ESB-drauminn. Barnier sagði engan vafa vera á því í sínum huga að sífellt fleiri leiðtogar í ESB myndu standa frammi fyrir hratt rísandi óánægjuöldu: „Við eigum enn okkar tæki- færi til þess að bregðast við í tíma og draga lærdóm af því sem gerðist Brexit. Það er kostur sem ESB-sinnar í Bretlandi eiga á hinn bóginn ekki lengur.“ Barnier bætti því við, að hann hefði skynjað mjög vel hversu andúðin á ESB færi vaxandi í heimalandi sínu. Innflytjendamál og götótt landamæri væru orðin enn snúnari viðfangsefni en áður og voru þó slæm fyrir. Inn í þetta erfiða andrúmsloft bættist svo bullandi reiði og fyrirlitning vegna hróplegra mistaka ESB í bóluefna- málum. Ofan á allt þetta kæmi svo hin hefðbundna gagnrýni á síaukið skrifræði og illviðráðanlegt stjórn- skipulegt flækjustig. Þunginn í þeirri lýsingu væri sí- fellt að aukast. Þegar horft er til þessara aðvörunarorða manns eins og Barniers, sem gerst má vita, verður ekki annað sagt en að von sé að klofningsflísin úr Sjálfstæðisflokki, með þessi ókræsilegu ósköp sem sitt aleinasta baráttu- mál, sé illa ráfandi og úti á túni og viti ekki hvort hún er að koma eða fara. Hún á sér ekki viðreisnar von. Fjölskipað stjórnvald? Það er þýðingarmikið að það fólk sem situr í ríkisstjórn kynni sér í upphafi þeirrar setu hvers konar fyrirbæri hún sé. Algengt er að þeir fréttamenn, sem fjalla mest um slík mál, hafi ekki grænan grun um starfsramma ríkisstjórnar og þau lögmál sem um hann gilda. Þannig er algengt að þeir fullyrði að ríkisstjórnin hafi sam- þykkt tillögur frá einstökum ráðherrum og jafnvel að ríkisstjórnin hafi samþykkt einstakar reglugerðir ráð- herra. Hin fræðilega skilgreining er sjálfsagt ekki einföld fyrir þá sem hafa ekki tamið sér skilning á henni, þótt hún sé stutt. Hún segir: „Ríkisstjórnin er ekki fjöl- skipað stjórnvald.“ Það er nánast óþekkt að ríkisstjórnin greiði atkvæði sem slík á ríkisstjórnarfundi. Skiljanlegt er að ein- stökum ráðherrum þyki þægilegt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt reglugerðardrög þeirra eða samþykkt lagafrumvarp sem þeir bera fram þegar því er ekki mótmælt eða þegar ekki eru gerðar at- hugasemdir við mannaráðningar ráðherra svo dæmi séu tekin. En það felst í því að ríkisstjórnin er „ekki fjölskipað sjórnvald“ að ráðherrann ber einn ábyrgð á reglugerð sem hann hefur kynnt í ríkisstjórn, þótt ein- stakir ráðherrar hafi ekki andmælt henni eða jafnvel lýst því yfir að þeir teldu reglugerðina nauðsynlega eða þeir styddu setningu hennar. Ekkert slíkt myndi vera bókað í ríkisstjórn nema ef þeir sem halda utan um þann þátt hafi farið alvarlega út af í lausamölinni. Eina dæmi sem bréfritari þykist muna eftir um að beint samþykki ríkisstjórnar þurfi að koma til varðar íslensku handritin. Menntamála- ráðherra er æðsti maður málaflokksins sem þau falla undir. En í lögum sagði að ekki mætti heimila flutning íslensku handritanna úr landi nema fyrir lægi sam- þykkt ríkisstjórnarinnar fyrir því. Hitt er annað mál að algengt er að ráðherrar, stund- um fyrir ábendingu forsætisráðherra, leiti viðhorfa í ríkisstjórn gagnvart sínum málum og forsætisráð- herra og eftir atvikum oddvitar flokka í ríkisstjórn ákvarða stundum þar að flokkarnir heimili að lokinni umræðu eða yfirferð í ríkisstjórn að mál gangi til þing- flokka. Þá hafa þeir iðulega þreifað, hver og einn, á sín- um þingflokki, ef ástæða er til að ætla að viðkvæmt pólitískt mál kunni að vera á ferð. En þótt ráðherra telji sig vita að yfirlýsing um póli- tískan stuðning við mál liggi fyrir er hæpið að halda því fram að ríkisstjórnin hafi „samþykkt“ stuðning við það. Morgunblaðið/Árni Sæberg 18.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.