Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Qupperneq 20
Morgunblaðið/Ómar Synd væri að segja að loftbrúhafi verið milli Íslands oghelstu ferðamannastaða þessa heims undanfarið ár en faraldur kór- ónuveirunnar hefur tekið utanlands- ferðir af okkur flestum, eins og svo margt annað. Sjálfsagt eru margir orðnir langeygir eftir næstu ferð en hafa ber þó í huga að utanlandsferðir eru ekki alltaf dans á rósum, eins og Íslendingur nokkur fékk að reyna fyrir réttum sjötíu árum. Hermt var af hremmingum hans í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni: Mað- urinn, sem vann í happdrættinu. Frásögn blaðsins hófst á þessum orðum en það var enginn annar en Víkverji sálugi sem hélt um penna í þættinum Úr daglega lífinu: „Þeir, sem öfunda þá lukkunnar pamfilusa, sem unnið hafa utan- landsferð í happdrætti, hefðu átt að líta framan í dauðþreyttan og heldur lágkúrulegan heppnismann, sem vann ferð fram og til baka til Kaup- mannahafnar í happdrætti fyrir skömmu.“ Þá tók hinn „lágkúrulegi heppn- ismaður“ sjálfur til máls: „Jeg held, að ef jeg hefði vitað hvað beið mín, þá hefði jeg ekki tekið við vinningnum,“ sagði hann er hann drattaðist upp í flugvélina einn morguninn. „Önnur eins hlaup hefi jeg aldrei vitað fyrir það eitt, að hafa unnið í happdrætti.“ Og svo kom sagan á meðan verið var að hita upp vélina. Stráheilt en ónýtt vegabrjef Fyrst var að útvega sér nokkurra króna virði í gjaldeyri, fyrir dvölinni milli ferða, því minna en viku gat karlanginn varla verið úr því farið var á annað borð. Við erfiðleikum í sambandi við það hafði hann búist og þeir létu heldur ekki standa á sér. En látum það vera. „Þá var það vegabrjefið. Fyrir nokkrum árum fór jeg túr á togara til Englands og fjekk mjer þá vega- brjef – passa. – Það plagg var ekki gefið, frekar en annað ef mig minnir rjett. En nú fjekk jeg að vita, að það væri orðið ónýtt.“ Ekki var það vegna þess, að illa hefði verið farið með bókina, að hún var talin einskis virði. Ljósmyndin var í besta lagi, skýr og ómáð með öllu. Einn eða tveir stimplar voru á einni blaðsíðu af einum 16, sem ætl- aðar eru fyrir svoleiðis. „Þessi vega- brjefsbók hefði dugað mjer þótt jeg yrði níræður, ef vel hefði verið með hana farið,“ sagði ferðalangur. En það var ekki til neins að deila um það, bókin var ónýt – of gömul og ef okkar maður ætlaði út fyrir land- steinana, þá varð hann að kaupa nýja vegabréfsbók og leggjast undir nýjar mælingar, ákvörðun á augna- lit, leit að fæðingarblettum á skrokknum eða gömlum örum – og svo náttúrlega að borga, því ekki var hægt að fá neitt fyrir hina bókina, þótt ekki sæist á henni blettur. Tortryggni yfirvaldanna Ekki nóg með það. „Þeir hafa víst haldið mig einhvern óþokka, þeir dánumenn, sem fylgjast með ferða- lögum íslenskra þegna úr landinu,“ hélt sögumaður áfram. „Sennilega búist við að jeg myndi hlaupa frá konu og krökkum, húsræflinum og bílskrjóðnum, því þeir heimtuðu að jeg borgaði alla mína skatta til ríkis og bæjar út í hönd, áður en jeg færi af landinu. – Þeir vildu ekki eiga neitt á hættu með svona kóna, sem vinna ferð fram og til baka til Kaupmannahafnar í happdrætti. Síðan varð jeg að hlaupa milli bæj- arskrifstofu, og tollskrifstofunnar og þaðan á lögreglustöðina. Hjer er jeg eins og þú sjerð – og hvílík sjón.“ Þannig var saga þessa lánsmanns, sem vann ferðalag til útlanda í happ- drætti árið 1951. „Hún er sögð hjer,“ sagði Víkverji, „ekki til að vara menn við að vinna stóra vinninga í happdrætti, heldur til að benda þeim á, sem eru í þann veginn að leggja út í buskann, að það getur verið fyrir- hafnarminnst að horfa til baka og komast að sömu niðurstöðu og Gunnar forðum, að fögur sje hlíðin, því allir Íslendingar sem fara utan þurfa að ganga í gegnum sömu eldskírnina og sá, sem vann í happ- drættinu.“ Óþarflega stór vegabréf Til skýringar á því, sem sagt er í sögunni um vegabréfin, sem verða ónýt þótt þau séu heil, lét Víkverji þess getið, að einu sinni voru gefin út vegabréf til fimm ára, en nú yf- irleitt ekki nema til þriggja. „Það þýðir, að þeir menn, sem fara á þriggja ára fresti, eða lengri til út- landa, þurfa að fá sjer ný vegabrjef í hvert sinn. Engum hefur dottið í hug sú sjálfsagða sparnaðar- ráðstöfun, að nóg væri að fram- lengja passana með einfaldri uppá- skrift.“ Nei, það væri alltof einfalt. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Önnur eins hlaup hefi jeg aldrei vitað“ Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að ferðast til útlanda, eins og Íslendingur nokkur komst að raun um þegar hann vann ferð til Kaupmannahafnar í happdrætti árið 1951. Ágætt er að rifja sögu hans upp nú á tímum ferðatakmarkana. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þetta gamla vegabréf er heldur meira not- að en vega- bréf okkar manns í sögunni. Jafnan er líf og fjör á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Hver væri ekki til í að skella sér til Kaupmanna- hafnar í vor? Passið bara að vegabréfið sé gilt! 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021 FERÐALÖG Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.