Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.04.2021, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.4. 2021
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Allt að 3
mánaða
skammtur
í glasi.
Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni
og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik,
C-vítamíni og rósaldin.
C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir eðlilega starfsemi brjósks.
Í þínu liði fyrir þína liðheilsu!
Glucosamine
& Chondroitin Complex
„Ég lenti í bílslysi og fann til í öllum líkamanum,
það komu dagar sem voru rosalega erfiðir
þangað til ég kynntist Glucosamine og
Chondroitin frá Natures aid, ég er töluvert
betri og ég gæti ekki mælt meira með þessu
liðbætiefni.“ Petra Breiðfjörð
08.00 Laugardagsklúbburinn
08.05 Barnaefni
08.25 Adda klóka
08.45 Blíða og Blær
09.10 Monsurnar
09.20 Mia og ég
09.45 Lína langsokkur
10.05 Lukku láki
10.30 Ævintýri Tinna
10.55 It’s Pony
11.25 Angry Birds Stella
11.30 Top 20 Funniest
12.05 Nágrannar
13.50 Um land allt
14.10 Friends
14.30 The Office
14.55 Dagbók Urriða
15.20 Blindur bakstur
15.50 Grand Designs
16.50 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Skítamix
19.35 Vegferð
20.15 We Are Who We Are
21.05 Tell Me Your Secrets
21.55 Prodigal Son 2
22.40 Shameless
23.40 Warrior
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
19.30 Uppskrift að góðum
degi; Norðurland
vestra Þáttur 4
20.00 Í Austurdal
21.00 Vegabréf; Baldvin
Ólafsson
Endurtek. allan sólarhr.
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
00.30 Tónlist
01.30 Global Answers
19.30 Karlmennskan (e)
20.00 Mannamál (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Leiðtoginn
21.30 Sir Arnar Gauti (e)
Endurtek. allan sólarhr.
11.15 The Block
15.20 Dr. Phil
16.10 The King of Queens
16.30 Everybody Loves Ray-
mond
16.55 The Bachelor
18.25 The Block
19.30 This Is Us
20.20 Systrabönd
21.05 Roadkill
22.00 The Good Lord Bird
22.50 The Walking Dead
23.35 Love Island
00.30 Ray Donovan
01.20 The Rookie
02.05 Blue Bloods
02.50 Mayans M.C.
03.45 Síminn + Spotify
06.55 Morgunbæn
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Víði-
staðakirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Úr tónlistarlífinu: Ljóða-
tónleikar í Salnum.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Orðin sem við skiljum
ekki.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Ástir gömlu meistaranna.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Hið mikla Bé
07.44 Poppý kisukló
07.55 Kúlugúbbarnir
08.18 Lautarferð með köku
08.24 Hæ Sámur – 47. þáttur
08.31 Kúlugúbbarnir
08.53 Hrúturinn Hreinn
09.00 Múmínálfarnir
09.22 Robbi og Skrímsli
09.44 Eldhugar – Tove Jans-
son – málari og Múm-
ínmamma
09.48 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
10.00 Ævar vísindamaður
10.30 Andrar á flandri
11.00 Silfrið
12.10 Alla leið
13.20 Lagið um hatrið
13.50 Íslensku tónlist-
arverðlaunin
15.25 Fullkomin pláneta
16.25 Stamið stöðvað
17.35 Landakort
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Söguspilið
18.25 Menningin – sam-
antekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Landinn
20.20 Ísland: bíóland – Tími
Íslensku kvikmynda-
samsteypunnar
21.20 Djöflaeyjan
23.00 Tvöfalt líf Veróniku
00.35 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum
K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar .
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins .
Foreldrar fagna þegar
nýjar barnaplötur líta
dagsins ljós. Á dög-
unum gaf Alexander
Freyr út plötuna „Út í
geim og aftur heim“
sem er aðgengileg á
YouTube og Spotify.
„Þetta er geimævintýri blandað saman við lög. Þetta er
saga,“ útskýrir Alexander í viðtali við Helgarútgáfuna.
Alexander fer sjálfur með hlutverk Ofur-Ólafs en söng-
konan Karitas Harpa talar og syngur fyrir Geimgerði. Al-
exander segir að sig hafi alltaf langað að gefa út barna-
plötu vegna frelsisins sem býr í því að bulla og búa til
eitthvað skrítið. Dóttir Alexanders hjálpaði honum við
gerð plötunnar og segir hann hana hafa verið mjög
hreinskilna. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fá síður
úr litabók með því að hafa samband á Facebook-síðu Út
í geim og aftur heim en Alexander segir tilvalið fyrir
börn að hlusta á plötuna og lita á sama tíma. Viðtalið
við Alexander má nálgast í heild sinni á K100.is.
„Út í geim og aftur heim“
H
ver man ekki eftir hinni al-
vörugefnu og svölu Lilly
Rush sem fór fyrir harð-
snúnu liði rannsóknarlögreglu-
manna í Fíladelfíu og dustaði rykið
af óleystum og jafnvel löngu
gleymdum morðgátum í sjónvarps-
þáttunum Cold Case? Lilly bless-
unin hafði ráð undir rifi hverju í
vinnunni en var oftar en ekki með
vindinn í fangið í einkalífinu, eins og
gengur. Svo föl var hún alla jafna í
framan að maður óttaðist að hún liði
út af þá og þegar. Það gerðist þó
aldrei og alltaf gekk rannsóknin
upp, óháð því hvort morðið var fram-
ið 1919 eða 1999.
Einhverjir mestu formúluþættir
sögunnar, Cold Case, uppbyggingin
var nánast alltaf sú sama, en sjarm-
inn fólst í tímaflakkinu enda tókst
iðulega að stinga manni í beint sam-
band við tíðarandann, með andrúms-
loftinu, búningunum og ekki síst tón-
listinni. Svo voru aðalpersónurnar
flestar áhugaverðar. Þið munið líka
eftir Scotty Valens, John Stillman,
Will Jeffries, Kat Miller og síðast en
ekki síst Nick Vera, yndislegum
dreng í yfirvigt sem var með allt
niðrum sig í einkalífinu. Hvenær
verður eiginlega búin til sjónvarps-
lögga sem er með allt sitt á hreinu í
lífinu og gyrt upp að brjóstum?
Það var leikkonan Kathryn Morr-
is sem fór með hlutverk Lilly Rush.
Hún fæddist árið 1969 í Ohio en óx
úr grasi í Connecticut ásamt fimm
systkinum. Þrjú þeirra voru með
henni og föður þeirra í gospel-
bandinu The Morris Code sem ferð-
aðist um Biblíubeltið meðan Kat-
hryn var barn og unglingur. Faðir
hennar var biblíufræðingur og krist-
in gildi í hávegum höfð á heimilinu.
Morris lagði stund á leiklist í
gagnfræðaskóla en varð fyrir því
óláni að ekið var á hana á leið í fyrsta
launaða verkefnið – japanskt tónlist-
armyndband byggt á Grease. Henni
varð ekki meint af högginu og náði á
tökustað í tæka tíð. Hermt er að á
þeim tímapunkti hafi hún ákveðið að
leggja leiklistina fyrir sig.
Spielberg klippti hana út
Hún byrjaði í agnarsmáum hlut-
verkum í Hollywood, meðal annars í
Óskarverðlaunamyndinni As Good
as It Gets. Fyrsta alvöru tækifærið
kom í sjónvarpsþáttunum Pensa-
cola: Wings of Gold frá 1997-98. Ste-
ven Spielberg réð Morris síðan í
stórmyndina A.I.: Artificial Intelli-
gence, þar sem hún var send í stífa
söng- og gítartíma. Á endanum voru
öll atriðin með henni þó klippt út úr
myndinni. Sem var bömmer. Morris
sást þó í annarri Spielberg-mynd,
Minority Report, þar sem hún lék
þjakaða eiginkonu Tom Cruise.
Stóra giggið kom svo 2003 þegar
Cold Case var hleypt af stokkunum.
Alls voru gerðir 156 þættir á sjö ár-
um og Lilly Rush var brennipunkt-
urinn í þeim öllum.
Ellefu ár eru liðin frá því að síð-
asta málinu var lokað og satt best að
segja hefur afskaplega fátt verið að
frétta af Morris síðan. Árið 2013 lék
hún í sjónvarpsmyndinni The Swee-
ter Side of Life og 2018 fékk hún
hlutverk í sjónvarpsþáttunum Re-
verie en framleiðslu þeirra var hætt
eftir einn vetur. Örfá aukahlutverk
hefur Morris fengið í bíómyndum,
nú síðast sást hún á djamminu með
ærslabelgjunum í Mötley Crüe í
leikinni kvikmynd um ævi þeirra og
störf, Dirt, sem frumsýnd var 2019.
Lék móður Nikki gamla Sixx.
Sambýlismaður Morris er leik-
arinn Johnny Messner og eiga þau
tvíbura, fædda 2013. orri@mbl.is
Lilly Rush ásamt
félögum sínum
Will Jeffries og
Scotty Valens í
Cold Case.
CBS
HVAÐ VARÐ UM LILLY RUSH?
Leysti rykfallnar
morðgátur
Kathryn Morris lék síðast í Mötley Crüe-myndinni, Dirt, árið 2019. Lítið hefur
farið fyrir henni frá því að Cold Case lagði upp laupana fyrir ellefu árum.
AFP