Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 105. tölublað . 109. árgangur .
ELDGOSIÐ
ÝTTI DRÓN-
UM Á FLUG
TÍSKA,
MANNLÍF
OG FÓLK
SMARTLAND 10 ÁRAVIÐSKIPTAMOGGINN
Heilmikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk um fjögurleytið í
gær og varð reyksins vart víða um höfuðborgarsvæðið. Um
70-80 manns komu að slökkvistarfinu og kallaði slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins á aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja
og Árnessýslu, auk þess sem Landsbjörg lagði til mannskap.
Þá sinnti þyrla Landhelgisgæslunnar slökkvistarfi og sótti
vatn úr nærliggjandi vötnum til að dreifa yfir eldinn. Áætlað
var að minnst 5 hektarar af skóglendi hefðu farið undir eld og
var búist við að slökkvistarf stæði fram á nótt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Að minnsta kosti fimm hektarar skóglendis undir eld
Stefán E. Stefánsson
Baldur Arnarson
„Við þurftum að loka útboðinu um dag-
inn, við söfnuðum í raun miklu meiri
peningum en við ætluðum að gera því
áhuginn var svo gríðarlegur frá fag-
fjárfestum og er enn þá.“ Þetta segir
Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins
Play, en hann er gestur Dagmála á
mbl.is í dag. Hann segir að fyrirhuguð
skráning félagsins í júní á markað sé
ekki komin til vegna þess að félagið
sárvanti aukið fjármagn heldur sé það
talin góð leið til þess að hleypa fjár-
festum að borðinu sem helst fjárfesti
aðeins í skráðum bréfum og eins al-
menningi sem sýnt hafi starfseminni
mikinn áhuga. Margir vilji koma að
endurreisn íslenskrar ferðaþjónustu.
„Við erum á hverjum einasta degi að
segja, þú verður að bíða,“ segir Birgir
þegar hann lýsir áhuga fjárfesta á fé-
laginu. Hann telur að skráning félags-
ins á markað tryggi ákveðinn aga og
festu í reksturinn sem „sé stóra breyt-
an í því að ná árangri því það er ekki
einhver einn einstaklingur sem er að
ráða eða tekur einhverjar ákvarðanir
sem byggðar eru á einhverjum öðrum
forsendum en þeim sem eru viðskipta-
lega réttar,“ segir Birgir.
Þar sem umræðan barst að kjara-
samningum sem Play hefur gert við
Hið íslenska flugstéttafélag, en þeir ná
bæði til flugmanna og flugliða, segir
Birgir að búið sé að færa veruleika
þeirra nær því sem gengur og gerist
almennt á íslenskum vinnumarkaði.
Allar reglur séu virtar, kjörin séu góð
en nýting áhafna tryggi hagfellda nið-
urstöðu fyrir félagið. Ekki sé byggt á
starfsaldurslistum líkt og á vettvangi
Icelandair.
Á hálfu ári hyggst Play tvöfalda um-
svif sín og hefja flug til Bandaríkjanna.
Þá hefur mikil vinna verið lögð í að
tryggja félaginu lendingarheimildir á
evrópskum flugvöllum. Heathrow er
ekki meðal þeirra.
Ráða 200 manns í sumar
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri
Airport Associates, áætlar að hafa yfir
300 starfsmenn í sumar. Um hundrað
manns hafa starfað hjá fyrirtækinu í
vetur en mest störfuðu um 700 hjá því
sumarið 2018.
Hefur fyrirtækið boðið fólki sem
missti vinnuna í kórónuveiru-
faraldrinum að koma til starfa á ný.
Fyrirtækið þjónustar flugfélög á
Keflavíkurflugvelli og segir Sigþór
Kristinn að nær öll félög sem það hafi
þjónustað séu að koma til baka.
Varðandi áform Play segir Sigþór
Kristinn að Airport Associates muni
þjónusta flugfélagið. „Ég er mjög
spenntur fyrir komu Play inn á mark-
aðinn og á von á því að viðtökur verði
mjög jákvæðar,“ segir hann.
Margir fjárfestar vilja koma að
borðinu hjá Play að sögn forstjóra
- Engir starfsaldurslistar í kjarasamningum - Airport Associates að ráða 200 manns
Play Birgir Jónsson ræðir málefni
flugfélagsins í Dagmálum í dag.
M »ViðskiptaMogginn
Mótun nýrrar
landbún-
aðarstefnu er
hafin, en í dag
mun Kristján
Þór Júlíusson
landbún-
aðarráðherra
kynna nýtt um-
ræðuskjal þar að
lútandi, sem þau
Björn Bjarnason
og Hlédís H. Sveinsdóttir unnu að
beiðni ráðherra.
Í skjalinu er hugtakið landbún-
aður víkkað að ýmsu leyti og tek-
ur þar t.d. til bindingar kolefnis í
jörðu og fleira, sem ekki hefur til
þessa talist til hefðbundinna bú-
starfa. Þar er í auknum mæli
horft til umhverfisverndar og
sjálfbærrar landnotkunar, mat-
væla- og fæðuöryggis og fjöl-
margra annarra þátta, þar sem
fjórða iðnbyltingin er ekki undan-
skilin.
Þá er vikið að breyttu fyrir-
komulagi opinbers stuðnings við
búsetu og jarðrækt. »4
Ný stefna
til umræðu
Kristján Þór
Júlíusson