Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 6
tillögu að deiliskipulagi Bolafjalls, sem er í um 600 metra hæð yfir sjáv- armáli. Tilgangur breytts deiliskipu- lags var að móta heildstætt skipulag fyrir áfangastað á Bolafjalli sem miðar að því að vernda sérstöðu og viðkvæmni svæðisins en gefa um leið einstaka upplifun í nálægð við nátt- úruöflin. Innan svæðisins er lóð rat- sjár- og fjarskiptastöðvar Atlants- hafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands og skil- greind er sem öryggissvæði. Segull í sveitarfélaginu Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir að í deiliskipulagi sé teiknað lítið þjón- ustuhús á Bolafjalli, en skipulags- svæðið sé nokkuð stórt og bjóði upp á möguleika á framtíðaruppbygg- ingu. Jafnframt sé verið að vinna að breytingum á aðalskipulagi þar sem litið sé heildstætt á sveitarfélagið og þá þjónustu sem þar verði í boði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmdir við gerð útsýnispalls á Bolafjalli hefjast væntanlega á nýj- an leik upp úr miðjum mánuði. Stefnt er að því að verkefnum á fjall- inu verði að mestu lokið í september. Á sama tíma vinnur Bolungarvíkur- kaupstaður að ýmsum breytingum á skipulagsmálum sveitarfélagsins til að vera betur í stakk búinn til að taka við fjölda ferðamanna. Áætlanir gera ráð fyrir að innan tíu ára muni um 100 þúsund manns fara árlega á Bolafjall. Útsýnispallurinn verður úr stáli og gleri og slútir fram yfir klettavegginn á um 55 metra kafla í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Í gámum upp á Bolafjall Pallurinn verður smíðaður í Pól- landi og er vinnu við undirbúning og hönnun nýlega lokið, að sögn Gunn- ars Arnar Steingrímssonar, verk- efnastjóra hjá Eykt, sem sér um framkvæmdir í Bolafjalli. Stál og vírahandrið er væntanlegt frá Pól- landi til Ísafjarðar með gámaskipi Eimskipa um mitt sumar og verða gámarnir keyrðir þaðan og upp á Bolafjall. Glerhandrið sem verður á hluta pallsins kemur frá Samverki. Eftir aðra helgi er reiknað með að verktaki fyrir vestan geti byrjað að vinna á Bolafjalli, en Eykt vinnur alla forvinnu með heimamönnum. Í fyrrasumar var unnið við jarðvinnu, styrkingu á berginu og fleira. Þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju liggur fyrir að fleyga og bora fyrir 12 metra löngum burðarbitum, sem ganga inn í fjallið með ákveðnu milli- bili. Þegar undirbúningsvinnu lýkur verður pallurinn settur saman og festur utan í þverhníptan klettaham- arinn. Sex Pólverjar á vegum und- irverktaka Eyktar eru væntanlegir til þeirra starfa í sumar. Gunnar segir útsýnispallinn í Bolafjalli ögrandi og spennandi framkvæmd, sem sýni mikinn metn- að bæjarfélagsins. Í vetur auglýstu utanríkisráðu- neytið og Bolungarvíkurkaupstaður „Okkar framtíðarsýn er að að- staðan á Bolafjalli verði segull í sveitarfélaginu og að innan tíu ára komi þangað árlega 100 þúsund manns,“ segir Jón Páll. „Við viljum að þetta ferðalag sé ekki aðeins ferð út á pallinn heldur verði allt sveitar- félagið tengt saman í heildstæðri framtíðarsýn.“ Hann nefnir safn- asvæðið í Ósvör, nýtt náttúru- gripasafn og hafnasvæðið. Hefur vakið athygli „Við höfum áhuga á að stofnað verði þróunarfélag um uppbyggingu á Bolafjalli og því sem henni tengist. Að því kæmu fyrst og fremst einka- aðilar og nú þegar hefur fram- kvæmdin á fjallinu vakið mikla at- hygli og talsverður fjöldi aðila komið að máli við okkur og sýnt þessu áhuga,“ segir Jón Páll. Í kynningu á breytingu á að- alskipulagi segir meðal annars: „Í aðalskipulaginu er lögð áhersla á að laða ferðamenn að ákveðnum stöð- um sem verða meginaðdráttarafl eða seglar sveitarfélagsins en jafn- framt að styrkja miðsvæðið og gera það að aðlaðandi viðkomustað. Þess- ir seglar eru Bolafjall, þar sem fyr- irhugað er að reisa útsýnispall og bæta aðgengi, safnasvæðið Ósvör og Skálavík. Áhersla á umbætur á mið- svæðinu mun hvetja ferðamenn til að staldra við í þéttbýlinu.“ Kaupstaðurinn fékk 160 milljóna króna styrk vegna útsýnispallanna í Bolafjalli úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Til viðbótar kem- ur framlag frá sveitarfélaginu og kostnaður vegna undirbúningsvinnu þannig að Jón Páll áætlar að fram- kvæmdin kosti alls um 200 milljónir króna. Uppbygging til framtíðar kalli síðan á talsverðar fjárfestingar í sveitarfélaginu. Landmótun og Sei Studio eru höf- undar og hönnuðir pallsins og Efla sá um verkfræðiráðgjöf. Tölvumynd/SeiStudio. Á brún bjargsins Skoðunarferð á Bolafjalli og gönguferð á útsýnispallinum verður ekki fyrir lofthrædda. Ögrandi verkefni á Bolafjalli - Vinna hefst á ný síðar í mánuðinum við útsýnispall - Búist við 100 þúsund gestum árlega innan tíu ára - Þróunarfélag um uppbyggingu í Bolungarvík 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Síminn hefur skrifað undir nýjan samstarfssamning við sænska fjar- skiptarisann Ericsson. Í tilkynningu frá Ericsson vegna samningsins kemur fram að með honum sé tryggð uppbygging 5G á Íslandi og að við- skiptavinir Símans geti gengið að fullkomnustu tækni sem völ er á. Þessi tíðindi koma í kjölfar frétta um að Nova sé óánægt með ákvæði í fyrirhuguðum fjarskiptalögum sem komi í veg fyrir notkun á 5G-sendum frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Sem kunnugt er hafa bæði Nova og Vodafone nýtt sér tækni Huawei. Í minnisblaði frá Nova, sem lagt var fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, segir að umrætt ákvæði setji mikla hagsmuni fjarskipta á Ís- landi í uppnám sem geti leitt til stöðnunar, seinkað verulega tækni- þróun ýmiss konar og hamli sam- keppni. Guðmundur Jóhannsson sam- skiptafulltrúi Símans segir að um endurnýjun á samstarfssamningi sé að ræða og að samstarf fyrirtækisins við Ericsson nái aftur til 1906. Sím- inn hafi notast við búnað frá Erics- son við uppsetningu 4G-kerfisins og fyrri kerfa. Nú sé komið að 5G. „Við erum með þrjá tilraunasenda fyrir 5G á höfuðborgarsvæðinu og þeir hafa verið í loftinu síðan fyrir áramót. Fljótlega munum við setja upp fleiri senda og í framhaldinu verður 5G-kerfi Símans formlega sett í loftið.“ Síminn stefnir að því að 5G-net fyrirtækisins nái til sem flestra landsmanna fyrir lok árs 2022. Síminn gerir nýj- an 5G-samning - 5G nái til sem flestra fyrir lok 2022 Morgunblaðið/Ómar Farsímar Stefnt er að því að 5G-net Símans nái til flestra fyrir lok 2022. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Eftir fyrsta dag strandveiða á mánu- dag lönduðu 111 bátar af 233 afla umfram það sem leyfilegt er að koma með að landi. Heimilt er að landa 774 kílóum af óslægðum þorski, en 82 bátar voru með yfir 800 kíló og alls nam umframaflinn í þorski 9,9 tonnum. Ekki er sektað vegna slíkra brota, en verðmæti um- framafla rennur í ríkissjóð og má áætla að ríflega 2,5 milljónir hafi runnið í ríkissjóð á strandveiðum mánudagsins, miðað við að 253 krón- ur hafi fengist fyrir kílóið. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda er athygli vakin á þessu og segir þar m.a.: „Því miður gættu margir ekki að sér og veiddu umfram það sem leyfilegt er, 650 þorskígildi, sem svarar til 774 kg af óslægðum þorski. Það gengur að sjálfsögðu ekki. Virða verður leik- reglur enda telst allur afli inn í pott- inn og minnkar það sem kemur í hlut hvers og eins.“ Í gær hafði Fiskistofa gefið út 434 leyfi til strandveiða, flest eða 188 þeirra eru á svæði A frá Arnarstapa að Súðavík og 121 á svæði D frá Höfn í Hornafirði í Borgarnes. aij@mbl.is Morgunblaðið/Líney Þórshöfn Margir hafa aflað vel fyrstu daga strandveiða sumarsins. Ríkissjóð- ur fiskar á strand- veiðum - Margir með afla umfram heimildir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.