Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 11
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu
öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk
Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum,
þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu
náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.
Nánari upplýsingar má finna á vedur.is
ÁRSFUNDUR VEÐURSTOFU ÍSLANDS 2021
Brú milli vísinda og samfélags
– leiðin til aðlögunar vegna loftslagsbreytinga
ÁRSFUNDURINN ER FJARFUNDUR OG VERÐUR STREYMT
Í DAG – MIÐVIKUDAGINN 5. MAÍ KL. 9
Fundurinn hefst kl. 9 og honum lýkur kl. 10.30 í dag, miðvikudaginn 5. maí
Loftslagsbreytingar eru náttúruvá og mesta áskorun sem samfélagið stendur frammi fyrir.
Á sama hátt og við bregðumst við þegar náttúruvá á borð við eldgos á Reykjanesskaga dynur yfir,
þarf samfélagið að beita réttum aðgerðum við að takast á við loftslagsbreytingar. Þær aðgerðir
þurfa að byggja á vísindalegum grunni semmyndar „brú milli vísinda og samfélags“ og eykur
getu okkar til að takast á við áskoranir af völdum loftslagsbreytinga.
Á ársfundinum verður farið yfir þær áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir
þegar kemur að áhrifum loftslagsbreytinga ásamt því að kynnt verða fyrstu skrefin til að styrkja
þessa brú milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang fjölmargra stofnana og
hagaðila undir forystu Veðurstofu Íslands.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýliðinn apríl var fremur svalur,
þurr og hægviðrasamur. Mjög sólríkt
var norðanlands og hafa sólskins-
stundir aðeins einu sinni mælst fleiri
á Akureyri í aprílmánuði. Loftþrýst-
ingur var sérlega hár í mánuðinum.
Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti
Veðurstofunnar.
Sólskinsstundirnar mældust 195,6
á Akureyri í apríl, sem er 68,1 stund
yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.
Aðeins einu sinni hafa sólskinsstund-
irnar verið fleiri á Akureyri í apríl en
það var árið 2000 þegar þær mældust
196,3. Í Reykjavík mældust sólskins-
stundirnar 134,5 sem er 30,6 stundum
færri en í meðalári.
Kalt var á landinu öllu
Apríl var fremur svalur á landinu
öllu og sérlega kalt var dagana 4. til
10. Að tiltölu var hlýjast á Vest-
fjörðum og Snæfellsnesi en kaldast
inni á hálendi. Jákvætt hitavik var
mest 0,1 stig á Gufuskálum. Neikvætt
hitavik var mest -1,7 stig í Þúfuveri.
Víða á Austurlandi var meðalhitinn í
apríl lægri en meðalhiti marsmán-
aðar og sums staðar einnig lægri en
febrúarhitinn.
Meðalhiti í Reykjavík í apríl var 3,5
stig og er það -0,2 stigum undir með-
allagi áranna 1991 til 2020, en -0,5
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára. Á Akureyri var meðalhitinn 2,8
stig, 0,2 stigum yfir meðallagi áranna
1991 til 2020, en -0,4 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk-
ishólmi var meðalhitinn 2,7 stig og 2,9
stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur á
Steinum undir Eyjafjöllum, 4,5 stig,
en lægstur -4,7 stig á Gagnheiði. Í
byggð var meðalhitinn lægstur, -1,3
stig, á Grímsstöðum á Fjöllum.
Hæsti hiti mánaðarins mældist
17,1 stig á Kvískerjum þ. 2. Mest
frost mældist -21,7 stig við Hágöngur
þ. 10. Mest frost í byggð mældist
-17,4 stig í Húsafelli þ. 9.
Loftþrýstingur var sérlega hár í
apríl. Meðalloftþrýstingur í Reykja-
vík mældist 1021,4 hPa og hefur aldr-
ei verið eins hár í apríl frá upphafi
mælinga.
Akureyr-
ingar voru
sólbakaðir
- Nýliðinn apríl var
svalur og þurr
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Blíðviðri Áhöfn seglsnekkjunnar A
var einkar heppin með veður.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eigandi Íslandsbankahússins á
Kirkjusandi vill flýta niðurrifi hússins
enda fari ástand þess hratt versnandi.
Sem kunnugt er af fréttum hefur hús-
ið verið dæmt ónýtt vegna myglu.
Í erindi sem Jónas Þór Jónasson
sjóðsstjóri Íslandssjóða hefur sent
skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur
fram að ástand byggingarinnar
versni með hverjum mánuðinum. Þá
beri í vaxandi mæli á skemmdarverk-
um og innbrotum í húsið. Það hafi
leitt til þess að börn í hverfinu slysist
inn í húsið og geti það orðið hættulegt
heilsu þeirra. Byggingin er jafnframt
lýti fyrir nágrannana og borgarbúa
alla, segir Jónas.
Nýtt deiliskipulag hefur verið unn-
ið fyrir reitinn undanfarin tvö ár í
samvinnu lóðarhafa og Reykjavíkur-
borgar. Fram kemur í bréfi Jónasar
Þórs að nú sé unnið að fínstillingu
þeirrar tillögu. Ljóst sé að skipulag
verði að öllum líkindum tilbúið í lok
þessa árs og nýjar byggingar muni
rísa á reitnum. Í ljósi alls þessa óska
Íslandssjóðir eftir skjótum viðbrögð-
um við ósk um niðurrif.
Eins og fram kom í frétt Morgun-
blaðsins 11. febrúar sl. bar tillaga
arkitektastofunnar Kurtogpí sigur úr
býtum í samkeppni um nýjar bygg-
ingar á lóð Íslandsbankahússins á
Kirkjusandi. Lóðarhafinn, fjárfest-
ingasjóðurinn Langbrók, stóð fyrir
samkeppninni. Langbrók er í stýr-
ingu hjá Íslandssjóðum. Fimm bygg-
ingar verði á lóðinni, hver með sitt
einkenni og hlutverk.
Íslandsbankabyggingin var upp-
haflega frystihús, sem reist var á ár-
unum 1955-1962 af hlutafélögunum
Júpíter og Mars. Byggingin á Kirkju-
sandi er 7.719 fermetrar að stærð.
Þarna voru aðalstöðvar Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í áratugi.
Síðar var Íslandsbanki með aðal-
stöðvar þar til ársins 2017 er hann
flutti í Kópavog, eftir að mygla upp-
götvaðist í húsinu.
- Eigandinn vill flýta niðurrifi hússins enda fari ástand þess
hratt versnandi - Nýjar íbúðabyggingar munu rísa á lóðinni
Morgunblaðið/sisi
Íslandsbankahúsið Það hefur verið
dæmt ónýtt vegna myglu. Engin
starfsemi hefur verið þar síðan 2017.
Skemmdarverk unnin á Íslandsbankahúsinu