Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 13

Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Hinn 5. maí árið 1951 – fyrir sjötíu ár- um – undirrituðu Ís- land og Bandaríkin varnarsamning sem kvað á um skyldu Bandaríkjamanna um hervernd Íslands. Bretar höfðu her- numið Ísland í seinni heimsstyrjöldinni árið 1940, um líkt leyti og Þjóðverjar hernámu Danmörku, en Danir höfðu farið með utan- ríkis- og varnarmál Íslands. Ári síðar ákvað Franklin Roosevelt forseti Bandaríkjanna að Banda- ríkin tækju við hervörslu Íslands þótt enn væru þau hlutlaus í stríð- inu. Það var staðfest með her- verndarsamningi 1. júlí 1941, þeg- ar íslensk stjórnvöld undirrituðu fyrsta alþjóðasamning um varn- armál og sömdu um að Banda- ríkjamenn tækju við vörnum landsins af Bretum. Ári eftir uppgjöf Þjóðverja og stríðslok í Evrópu gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld Keflavíkursamninginn. Í samræmi við hann yfirgáfu bandarískir her- menn Ísland árið 1947, en Banda- ríkjamenn höfðu áfram umráð yfir Keflavíkurflugvelli. Hinn 4. apríl 1949 gerðust Íslendingar síðan aðilar að Atlantshafsbandalag- inu og voru meðal tólf vestrænna þjóða sem undirrituðu stofnsátt- mála bandalagsins í Washington. Viðbrögð við viðsjá alþjóðamála Varnarsamning- urinn frá 5. maí 1951 var viðbragð við viðsjá alþjóðamála þess tíma. Framgangur Sovétríkjanna og al- ræðisafla kallaði eftir að Íslend- ingar tryggðu öryggi og varnir landsins. Í samningnum segir að þar sem Íslendingar geti ekki varið land sitt en reynsla hafi sýnt að varnar- leysi stofni öryggi landsins og frið- samra nágranna þeirra í hættu hafi Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Íslendinga og Bandaríkjamenn að látin yrði í té aðstaða á Íslandi til varnar land- inu og því svæði sem stofnskrá bandalagsins tiltók. Fyrir hönd NATO og samkvæmt skuldbind- ingum stofnsamnings bandalagsins tóku Bandaríkjamenn að sér varn- ir og Íslendingar skuldbundu sig til að veita nauðsynlega aðstöðu. Varnarstöðin 1951-2006 Til að uppfylla varnarsamning- inn komu hingað á árabilinu 1951- 2006 tugþúsundir bandarískra her- manna, ýmist einir eða með fjöl- skyldum sínum. Nábýli við Banda- ríkjamenn og uppbygging varnar- svæðisins í Keflavík þýddu umsvif á Suðurnesjum og innflutning tækni- og verkþekkingar. Eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins dró úr umsvifum varnarliðsins. Árið 2006 tilkynntu Bandaríkjamenn Íslendingum þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Samið var um sérstaka varnar- áætlun á grundvelli samningsins frá 1951, sem nær yfir varnir gegn herógn á ófriðartímum. Árið 2016 samþykkti Alþingi – mótatkvæðalaust – þjóðaröryggis- stefnu þar sem skýrt er kveðið á um aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu og gildi varnarsamn- ings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 til að stuðla að friði og öryggi. Nýjar áskoranir og ógnir Varnarsamningurinn frá 1951 gildir enn. Kalt stríð skiptir heim- inum ekki lengur í tvennt, en varnir og öryggi eru áfram brýn. Enn byggja ríki sem ekki aðhyll- ast sömu gildi og Íslendingar upp hernaðargetu sína víða um heim. Áskoranir og ógn í öryggis- umhverfi okkar hafa tekið á sig nýja og flóknari mynd, með fjöl- þátta ógn, hryðjuverkum og net- árásum. Varnarsamningi við Bandaríkin var komið á í kjölfar seinni heims- styrjaldarinnar og við upphaf kalda stríðsins þegar tvísýna þótti um alþjóðamál. En varnir og ör- yggi landsins skyldi ekki byggja á einstökum alþjóðlegum atburðum heldur vera varanlegt viðfangsefni. Sem herlaust ríki verður Ísland að tryggja öryggi sitt og varnir með samstarfi við önnur ríki. Öfl- ugt ríkjasamstarf um varnar- skuldbindingar er Íslendingum áfram mikilvægt. Varðveisla friðar og öryggis hefur sýnt það farsæl- lega í 70 ár. Með varnarsamningnum við Bandaríkin höfum við varðveitt frið og öryggi í 70 ár. Eftir Davíð Stefánsson »Með varnarsamn- ingnum við Banda- ríkin höfum við varð- veitt frið og öryggi í 70 ár. Davíð Stefánsson Höfundur er ráðgjafi. Varnarsamstarf í sjötíu ár Varnarliðið Í aðdraganda varnarsamningsins: Fyrsti yfirmaður varnarliðsins, Edward J. McGaw, hershöfðingi í Bandaríkjaher, ávarpar liðsmenn sína við komuna til Íslands 7. maí 1951. Stærsta verkefni komandi missera og ára er að byggja upp efnahag landsins eftir áföll sem voru óhjá- kvæmilegur fylgi- fiskur heimsfaraldurs Covid. Markmiðið er að til verði þúsundir starfa, styrkja lífskjör launafólks og tryggja samfélag velferðar. Ólíkar hugmyndir um hvernig best sé að standa að verki marka skil milli stjórnmálaflokka, jafnt innan og utan ríkisstjórnar. Sann- færing um mátt ríkisins tekst á við trúna á kraft og útsjónarsemi einstaklingsins. Í huga stjórnlyndra er skynsamlegt að sækja fram og fjölga starfsmönnum hins opin- bera. Slík atvinnusókn verður ekki fjármögnuð nema með þyngri álögum á fyrirtæki og almenning. Andspænis þeim standa þeir sem leggja áherslu á að skapa verð- mæti með því að hleypa súrefni inn í atvinnulífið, með lægri gjöld- um og einfaldara regluverki og skilvirku eftirliti. En allir, hvar í flokki sem þeir standa, leggja áherslu á nýsköpun. Á stundum virðist það þó aðeins vera í orði, því um leið er hvatt til regluvæðingar atvinnulífsins, auk- ins eftirlits og þyngri skattheimtu. Sumir eru haldnir hreinum ótta við að einstak- lingar fái að njóta frumkvæðis og dugn- aðar. Á móti þessu hefur ríkisstjórnin tryggt skattalega hvata til fjárfestingar í nýsköpun og umbylt fjármögnunar- umhverfinu. Og stigin hafa verið mikilvæg skref til einföldunar regluverks þótt enn sé mikið verk að vinna. Í framtíðarsýn stjórnmálamanna um uppbyggingu atvinnulífsins fer hins vegar lítið fyrir mikilvægi þess að ýta undir og tryggja sam- keppni á sem flestum sviðum þjóð- lífsins, ekki síst þar sem hún er lítil, takmörkuð eða jafnvel engin. Stór hluti íslensks efnahagslífs er án samkeppni eða líður fyrir mjög takmarkaða samkeppni. Samkeppnisleysið leiðir til sóunar á mannafli og fjármagni, hærra verðs, lakari þjónustu og verri vöru. Nýsköpun er í böndum og framboð vöru og þjónustu verður einhæfara. Með aðgerðum eða að- gerðaleysi hafa ríkið og sveit- arfélög hindrað samkeppni með margvíslegum hætti. Ríkið veldur skaða Vandinn sem glímt er við er sendir skattgreiðendum reikning- inn fyrir misheppnuðum tilraunum til landvinninga. Ríkisrekstur fjöl- miðla kemur í veg fyrir sann- gjarna samkeppni á fjölmiðla- markaði og heldur sjálfstæðum fjölmiðlum í fjárhagslegri spenni- treyju og dregur úr þeim þróttinn. Samkeppni í menntakerfinu er takmörkuð enda fjandskapur gagnvart sjálfstæðum skólum landlægur í íslenskum stjórn- málum. Þar ræður ekki metnaður um að tryggja gæði menntunar né fjölbreyttari valkosti nemenda. Við höfum orðið áþreifanlega vör við hvernig skipulega er unnið að því að ríkisvæða heilbrigðisþjón- ustuna, draga úr samkeppni, fækka valmöguleikum landsmanna og hefta sjálfstæða starfsemi heil- brigðisstarfsfólks. Biðlistar í stað þjónustu og tvöfalt heilbrigðiskerfi festir rætur. Listinn er langur. Skilvirkt eftirlit Ítarlegt samkeppnismat sem OECD vann á regluverki sem gildir hér á landi í bygging- arstarfsemi og ferðaþjónustu leiddi í ljós að með einföldun er hægt að bæta hag landsmanna um tugi milljarða á ári. Regluvæðing atvinnulífsins hefur með öðrum orðum leitt til tugmilljarða sóunar á hverju ári. Einföldun regluverksins laðar fram samkeppni og auðveldar at- hafnamönnum að láta til sín taka. Flókið regluverk og frumskógur skatta og gjalda eru vörn hinna stóru – draga úr möguleikum framtaksmannsins til að bjóða nýja vöru og þjónustu. Við höfum séð hvernig róttækar breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum hafa skilað sér í aukinni samkeppni sem neytendur hafa notið. Undir forystu Bjarna Benediktssonar voru almenn vörugjöld afnumin og hið sama á við um tolla af fatnaði. Breytingarnar juku samkeppni í verslun. En eitt er að einfalda reglur og draga úr skattbyrði. Annað að tryggja skilvirkni í samkeppniseft- irliti sem er mikilvæg forsenda þess að ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. Breytingar á samkeppnislögum á liðnu ári eru mikilvægt skref í þessa átt, en þó aðeins skref. Vísbendingar eru um að málsmeðferðarhraði, ekki síst í samrunamálum, sé óviðunandi. Ef við ætlum okkur að ná ár- angri á komandi árum í uppbygg- ingu atvinnulífsins og styrkja stoð- ir velferðarsamfélagsins verður að innleiða samkeppni á öllum sviðum til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármagns og vinnuafls, góða þjón- ustu og hagstætt verð. Þar leika ríkisvaldið, löggjafinn og ekki síst eftirlitsstofnanir lykilhlutverk. Máttur ríkisins vs. trúin á einstaklinginn Eftir Óla Björn Kárason » Stór hluti íslensks efnahagslífs er án samkeppni eða líður fyr- ir mjög takmarkaða samkeppni. Samkeppn- isleysið leiðir til sóunar á mannafli og fjármagni. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. ekki skortur á opinberu eftirliti heldur skortur á samkeppni og oft á tíðum ósanngjörn samkeppni hins opinbera við einkaframtakið. Það er áhyggjuefni hve margir, ekki síst stjórnmálamenn, láta sér samkeppnisleysi í léttu rúmi liggja. Auðvitað kemur það ekki á óvart að ríkisrekstrarsinnar leiði lítt hugann að því hversu miklum skaða ríkið veldur með samkeppn- isrekstri við einkafyrirtæki. Í þeirra huga skiptir t.d. „velferð“ Ríkisútvarpsins meira máli en fjöl- breytileg og lífleg flóra sjálf- stæðra fjölmiðla. Undan verndarvæng ríkisins herja ríkisfyrirtæki á einkafyr- irtæki til að vinna nýja markaði og afla sér aukinna tekna. Í skjóli op- inbers eignarhalds hefur verið lagt til atlögu við einkafyrirtæki – lítil og stór. Íslenskir kaupmenn standa höllum fæti gagnvart ríkis- rekstri í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Dreifingar- og flutningafyrir- tæki eiga í vök að verjast gagn- vart ofurafli ríkisfyrirtækis, sem Íslenskum bændum er nú heimilt að slátra sauðfé og geitum á sín- um búum og dreifa á markaði en slík fram- leiðsla og dreifing hef- ur hingað til verið óheimil. Reglugerð sem ég undirritaði í gær gerði þessa grundvallarbreytingu á starfsumhverfi sauð- fjárbænda og opnar mikilvæg tækifæri til að efla verð- mætasköpun og af- komu þeirra til fram- tíðar. Tímabær breyting Undanfarin ár hefur verið vaxandi ákall frá íslenskum bændum um að þeim verði gert kleift að slátra sauðfé á sínum búum til dreif- ingar á markaði. Ég hef verið áfram um að verða við þessu sjálf- sagða ákalli. Undan- farin tvö ár hefur átt sér stað umfangsmikil vinna í mínu ráðuneyti í samráði við bændur og Matvælastofnun við að leita leiða til að heimila þessa framleiðslu. Síðastliðið sumar undirrituðum við formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda samkomulag um tilrauna- verkefni um heimaslátrun. Verk- efnið gekk vel og voru niðurstöður úr sýnatökum bænda góðar, en fjar- eftirlit var erfiðleikum bundið. Í reglugerðinni sem ég undirritaði í gær er því kveðið á um að dýralækn- ar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun. Með þessu fyr- irkomulagi er tryggt að uppfyllt verða öll skilyrði um matvælaöryggi og gætt að dýravelferð og dýraheil- brigði. Til að liðsinna bændum við að grípa þau tækifæri sem þessi breyt- ing hefur í för með sér mun kostn- aður vegna þessa eftirlits greiðast úr ríkissjóði. Tækifæri til að styrkja afkomu bænda Með þessari breytingu er stuðlað að frekari fullvinnslu beint frá býli, vöruþróun, varðveislu verkþekk- ingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Þá skapast tækifæri fyrir bændur að markaðssetja afurðir sín- ar á grundvelli sinnar sérstöðu til hagsbóta fyrir neytendur. Þessi breyting markar því tímamót og fel- ast í henni tækifæri til að styrkja verðmætasköpun og afkomu bænda fyrir næstu sláturtíð og til framtíðar. Ákalli um slátrun beint frá býli svarað Eftir Kristján Þór Júlíusson » Þessi breyting mark- ar því tímamót og felast í henni tækifæri til að styrkja verðmæta- sköpun og afkomu bænda fyrir næstu slát- urtíð og til framtíðar. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.