Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
✝
Guðrún Iðunn
Jónsdóttir
fæddist í heimahúsi
við Vallargerði í
Kópavogi þann 24.
júlí 1953. Hún lést
þann 30. apríl 2021
á Landspítalanum í
Fossvogi eftir stutt
veikindi. Foreldrar
hennar voru hjónin
Elísa Guðlaug Jóns-
dóttir, f. 17.9. 1925,
d. 30.1. 2018, og Jón I. Hann-
esson, f. 5.4. 1925.
Guðrún Iðunn var eina barn
þeirra hjóna en Elísa átti tvær
dætur úr fyrra hjónabandi, þær
Ólöfu Jónu, f. 16.9. 1944, og Ruth
Höllu Sigurgeirsdætur, f. 29.1.
1946, d. 1.8. 2007.
Guðrún Iðunn giftist Lárusi
Hannessyni, f. 17.10. 1949, árið
1974 og eignuðust þau einn son,
Hannes Jón, f. 13.11. 1975,
komst þar fljótt í deildarstjóra-
stöðu og vann hún þar til hausts-
ins 1982. Flytur hún með Sveini
og Hannesi til Hamborgar í
Þýskalandi sama haust, þar sem
Sveinn starfaði í fyrstu fyrir Haf-
skip og síðar fyrir Eimskip. Þau
gifta sig sumarið árið eftir í Ham-
borg og flytja svo aftur til Reykja-
víkur haustið 1989, þar sem þau
komu sér vel fyrir við fallega
náttúru Elliðarárdals í Breiðholti.
Haustið 2006 veiktist Sveinn og
studdi hún hann í gegnum sín erf-
iðu veikindi fram að andláti hans í
október 2009. Hún tók til starfa
hjá Sameinaða lífeyrisssjóðnum,
nú Birtu lífeyrissjóði, árið 2010
og vann þar til starfsloka.
Guðrún Iðunn var virk í fé-
lagsmálum, hún gekk í Odd-
fellow-regluna í Hamborg og svo
í Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru í
Reykjavík, eftir að hún flutti aft-
ur heim. Þar gegndi hún æðstu
störfum innan stúkunnar. Einnig
var hún ein af stofnendum Can-
ton nr. 1, Heklu innan Oddfellow-
reglunnar árið 2010.
Útför hennar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju 5. maí 2021
kl. 13.
kvæntur Elke Zim-
mermann, f. 17.5.
1978, og eiga þau
þrjú börn, þau Jó-
hönnu Björgu, f.
21.2. 2008, Jona-
than, 25.9. 2009, og
Oskar Aaron, f.
15.6. 2017. Guðrún
Iðunn og Lárus slitu
samvistir 1980.
Guðrún Iðunn gift-
ist aftur árið 1983,
Sveini Kr. Péturssyni, f. 22.1.
1944, d. 7.10. 2009. Þau eign-
uðust einn son, Gunnar Hrafn, f.
11.6. 1996.
Guðrún Iðunn ólst að mestu
upp í Rauðagerðinu og gekk í
Breiðagerðisskóla og síðar Rétt-
arholtsskóla áður en hún fór í
Verzlunarskólann þaðan sem hún
lauk stúdentsprófi 1974. Eftir
stúdentspróf fór hún að vinna hjá
ferðaskrifstofunni Útsýn og
Það er skrítið að skrifa um
konu sem þekkti mig betur en ég
sjálfur og lengur en eigið minni
nær til. Ég ætla samt að reyna.
Mamma var sterk og viljamikil
kona sem stýrði eigin lífi fram á
síðasta dag. Hún bar harm sinn í
hljóði til að losna við afskipti okk-
ar og lét ekki stjórna sér þótt við
bræður reyndum það oft. Hún
virtist bíða með að deyja þar til
ég gæti komið til að kveðja. Fyrir
það er ég henni mjög þakklátur.
Hún lagði mikla áherslu á
sjálfstæði, traust og trúnað. Það
var alveg sama hvað ég hafði gert
af mér eða komið mér í mikið
klandur, alltaf var hægt að leita
til hennar. Ef ég reyndi að fara á
bak við hana var hún búin að
finna það út á nóinu. Hún veitti
mér það frelsi sem ég þurfti til að
læra að axla ábyrgð og þróa sjálf-
stæða hegðun og hugsun. Taum-
urinn var alltaf slakur en aldrei
um of. Ég fékk að ráða minni för.
Henni var að þakka að heimili
okkar var alltaf fallegt og snyrti-
legt. Gestir gátu komið hvenær
sem er án þess að maður þyrfti að
skammast sín. Alltaf voru dyrnar
opnar fyrir vini mína sem gengu
inn og út eins og þeir ættu heima
þarna líka. Oft tæmdum við
strákarnir ísskápinn en bara ein-
staka sinnum lét hún það trufla
sig. Helst ef við vinirnir höfðum
klárað eitthvað sem átti að eldast
um kvöldið. Mamma kenndi mér
að elda með því að láta mig gera
hlutina og vera til taks ef á þyrfti
að halda. Þannig lærði ég líka að
kokkabækur eru bara til viðmið-
unar en alls ekki til að fara eftir
þeim. Hún var framúrskarandi
kokkur. Alltaf var maturinn
hennar góður, fjölbreyttur og
nægilegt af honum.
Þegar við Elke tókum saman
var mamma fljót að innlima Elke
í fjölskylduna sem dótturina sem
hún eignaðist aldrei sjálf. Aldrei
skipti hún sér óbeðin af okkar
málum en stóð ekki á skoðunum
sínum ef hún var spurð.
Mamma var mjög gjafmild
kona. Hún hugsaði vel um barna-
börnin með prjónapeysum sem
vöktu athygli um alla Hamborg
svo og náttfötum og ýmsum gjöf-
um sem börnin hefðu aldrei feng-
ið frá okkur. Það var alltaf mikil
tilhlökkun þegar amma kom í
heimsókn.
Nú kemur mamma aldrei aftur
til okkar í heimsókn. Nú er hún
hjá Svenna og þau bæði með okk-
ur í anda. Við munum sakna
hennar sárt.
Hvíl í friði.
Hannes Jón Lárusson.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Eitthvað sagði okkur að þessi
dagur myndi koma fyrr en ella,
en engu að síður óraunverulegt
að ég skuli þurfa að rita þessi orð
nú, sárt og erfitt. En ég er einnig
þakklátur fyrir að hafa fengið að
sitja við hlið mömmu síðustu
daga hennar á þessari jörð, með
fallegt útsýni yfir hennar fæðing-
arstað og þakka henni fyrir þá
visku og umhyggju sem hún gaf
og mun fylgja mér út lífið.
Mamma var einstök kona, fyr-
irmyndarhúsmóðir sem kom sér
vel fyrir ungan dreng sem þurfti
næringarríkan mat og hrein föt
áður en hann rauk aftur út að
leika, ströng sem gat komið sér
ansi illa þegar unglingurinn
nennti ekki að læra eða vildi
kaupa einhver dýr tæki, þolin-
móð upp að vissu marki, sem kom
sér ýmist vel eða illa, fór þó eftir
vinnudögum sonarins í sumar-
búðum sem gátu orðið ansi marg-
ir í senn, en fyrst og fremst var
mamma umhyggjusöm móðir
sem vildi ala upp sjálfstæðan son
með viðmótinu „enga vitleysu,
þetta er bara svart og hvítt“.
Af og til sagði ég vinum mín-
um frá skrautlegum samskiptum
okkar mömmu sem einkenndust
oftar en ekki af mikilli kaldhæðni
og undarlegri kímni sem ekki
verður hægt að endurtaka hér á
prenti, en það var ekki fyrir svo
löngu síðan að ég áttaði mig á því
hvaðan ég hefði þennan húmor. Í
fyrstu var ákveðin afneitun í
gangi, hvaða ríflega tvítugi sonur
vildi líkja húmor sínum við húm-
or tæplega sjötugrar móður
sinnar? En það er víst þannig að
börnin læra það sem fyrir þeim
er haft. Þá erfði ég þrjóskuna frá
mömmu líka, en mun líklegast
ekki ganga jafn langt og hún.
Þannig er að ég er nefndur í
höfuðið á mömmu, sem kölluð var
Gunna af vinkonum sínum og
bestu vinkonu hennar Hrafnhildi.
Þær höfðu ungar ákveðið að ef
þær myndu eignast son fengi
hann nafnið Gunnar Hrafn og ef
það yrði stúlka fengi hún nafnið
Gunnhildur. Ekki skírði Hrafn-
hildur syni sína þrjá þeim nöfn-
um og mamma sparaði þau með
fyrri soninn. Þegar vinkonan
eignaðist loks dóttur og sú fékk
ekki það nafn sem ákveðið hafði
verið mörgum áratugum áður var
mömmu nóg boðið og eftir því
sem ég kemst næst ávarpaði hún
dótturina alla tíð með orðunum
„sæl Gunnhildur“, viðstöddum til
mikillar undrunar sem ekkert
skildu. Svona var þrjóskan henn-
ar mömmu í hnotskurn og ekkert
annað hægt en að hrista hausinn
og hlæja. Og nú situr mamma við
hlið pabba, með kaffibolla og su-
doku, fylgist með og mun hrista
hausinn yfir allri vitleysunni í
mér í framtíðinni, sem pabbi er
eflaust löngu hættur að kippa sér
upp við. En mamma veit án efa að
ég geri það til að pirra hana góð-
látlega, þannig var samband okk-
ar, kímni og þrjóska, beint úr
móðurlegg.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld-
ur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Guð geymi þig elsku mamma.
Þinn sonur,
Gunnar Hrafn.
Þrettán ára stelpur sem sum-
ar höfðu verið saman í bekk í
Breiðagerðisskóla hittust haust-
ið 1966 í Réttó. Úr varð stór vin-
konuhópur sem hittist mikið og
oft. Fermingin var framundan
næsta vor og mikið þurfti að spá í
hlutina og ákveða ýmislegt og þá
var gjarnan hist heima hjá Guð-
rúnu í Rauðagerðinu.
Það voru „eftirfermingarveisl-
Guðrún Iðunn
Jónsdóttir
ur“ dag eftir dag, allar buðu
heim. Við skiptumst á gjöfum og
hlustuðum á músík og höfðum
það skemmtilegt.
Samhliða náminu í Réttó var
félagslíf sem allir tóku þátt í. Alls
kyns tómstundastarf og reglu-
lega voru haldin böll í sal skólans.
Þar spiluðu allar flottustu hljóm-
sveitir landsins og á dansgólfinu í
Réttó urðu til þó nokkur pör sem
entust til framtíðar, þrátt fyrir að
Kristín leikfimiskennari gengi
um með grimman svip og skildi á
milli í vangadansi.
Allar þessar minningar eru
sveipaðar hamingjuljóma.
Eftir Réttó skildi leiðir um
sinn, hjá sumum okkar.
En svo var það árið 1986 að við
fimm skólasystur ákváðum að
hittast með börnin okkar heima
hjá Eddu. Og upp úr því varð
saumaklúbburinn okkar til. Edda
var nýflutt heim frá Edinborg og
Guðrún og Sveinn voru að flytja
heim frá Hamborg og við innsigl-
uðum vináttuna og höfum hist
reglulega síðan.
Þegar við hittumst þá rifjum
við upp gamla tíma og segjum frá
sameiginlegum vinum sem við
höfum hitt og hafa beðið að
heilsa.
Árið 2013 urðum við sextugar
og ákváðum þá að gefa hver ann-
arri 1/5 í Edinborgarferð í afmæl-
isgjöf. Sem varð auðvitað til þess
að við borguðum hver sína ferð.
Edda hafði búið í Edinborg og
var sjálfkjörinn fararstjóri. Við
nutum þess að skoða borgina og
heimsækja litla lokal staði. Á
kvöldin var „happy hour“ og þá
var mikið spjallað og mikið hleg-
ið.
Við höfum haft það fyrir sið að
hittast á jólahlaðborði í hádegi í
desember og skiptumst við þá á
að velja stað, sjá um hittinginn og
koma með pakka handa hinum.
Stundir eins og þessar eru
ómetanlegar og einlæg vinátta er
svo dýrmæt.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um heimsóknir í Neðsta-
bergið til Guðrúnar og Sveins, og
eftir andlát Sveins til Guðrúnar í
Seinakurinn.
Með andláti Guðrúnar hefur
verið höggvið skarð í okkar litla
klúbb og við stöldrum við og ger-
um okkur grein fyrir því að það
fylgir hækkandi aldri að þurfa að
kveðja samferðafólk sitt.
Þess vegna verðum við að
muna að lífið er núna og það þolir
enga bið að lifa og njóta.
Við, vinkonur Guðrúnar, send-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur til Hannesar Jóns og fjöl-
skyldu, Gunnars Hrafns, Jóns
föður Guðrúnar, Ollýjar systur
hennar og allra þeirra sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
elsku Guðrúnar Iðunnar.
Við þökkum henni samfylgd-
ina og biðjum Guð að blessa
minningu okkar góðu vinkonu.
Veri hún kært kvödd.
Hrafnhildur, Edda,
Hulda og Margrét.
Hún Guðrún frænka mín var
mér eins og systir alla tíð. Hún
fékk snemma þá ábyrgð að passa
þennan litla strák sem vildi alltaf
vera í fanginu á frænku sinni.
Hún og Habba vinkona hennar
fengu þetta mikilvæga hlutverk
og sinntu því af einstökum áhuga,
svona allavega meðan hann var
lítill. Litli frændinn datt að vísu
aðeins úr tísku á unglingsárum
ungu kvennanna, en hann fékk
fljótlega aftur skjól hjá frænku
sinni þegar tíminn leið.
Alla tíð áttum við Guðrún gott
og fallegt samband og alltaf var
hún til staðar fyrir frænda sinn í
gegnum árin – sama á hverju
gekk. Árin á Hringbrautinni
voru full af lífi og fjöri hjá okkur
frændsystkinunum og nú þegar
frænka mín er ekki lengur til
staðar er gott að líta til baka og
eiga góðar minningar. Þær eru
ófáar.
Það er óhætt að segja um hana
frænku mína að hún var alls ekki
að bera sín mál á torg fyrir hvern
sem er, en leysti þau flest vel og
af röggsemi. Hún gekk í málin af
krafti.
Oddfellow-starfið var henni
sennilega mikilvægast á meðan
hún starfaði þar, enda fann hún
sig vel í því umhverfi. Þeir sem til
þekkja segja að hún hafi leyst sín
verkefni innan reglunnar af slíkri
festu og fagmennsku að varla
verði það leikið eftir.
Ég minnist Guðrúnar frænku
minnar með hlýju og kærleika og
sendi frændum mínum Hannesi
Jóni og Gunnari Hrafni mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jón Axel Ólafsson.
✝
Valdemar
Friðriksson
fæddist á Bíldudal
6. janúar 1942.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 20. apríl
2021. Foreldrar
hans voru Friðrik
Valdemarsson, f.
10.10. 1915, d. 7.7.
1978, og Kristín
Hannesdóttir
Stephensen, f. 1.10. 1910, d.
11.8. 1999. Systkini Valdemars
eru Hannes Stephensen, f. 6.11.
1939, Agnar, f. 14.7. 1945, og
Guðbjörg Sigríður, f. 19.12.
1946.
Börn Valdemars
eru: 1) Kristín, f.
1961, gift Jóni
Jónssyni rafverk-
taka og eiga þau
einn son, Bjarka
Þór, fyrir á Jón
soninn Pálma Þór.
2) Friðrik, f. 1963,
hann á tvö börn,
Pétur Bergvin og
Rósu Maríu. 3) Val-
dís, f. 1963, hún á
sex börn, Birgittu, Sindra, Ólaf,
Ólafíu, Gunnþór og Önnu. 4)
Hlynur, f. 1964, hann á eina
dóttur, Dagbjörtu.
Útför Valdemars hefur farið
fram í kyrrþey að hans ósk.
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Minning þín mun lifa með okkur.
Kveðjan mín
Þá farinn ertu pabbi minn
til sumarlandsins bjarta
ég kveð þig nú í hinsta sinn
með sorg í mínu hjarta.
Sársauki þinn þá horfinn er
því hvíldina hefur hlotið
þakkir vil ég færa þér
að hafa ástúðar þinnar notið.
(KMV)
Kristín M. Valdemarsdóttir.
Elsku pabbi minn. Þessi
þrautaganga þín var ekki löng en
hún var ströng. Nú ertu frjáls og
kominn á betri stað, kominn í
Sumarlandið til ömmu og afa.
Góða ferð.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
Ástvini sé ég, sem unni ég hér,
árstraumar fagnaðar berast að mér,
blessaði frelsari, brosið frá þér,
það verður dásamleg dýrð handa
mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Guð geymi þig pabbi minn.
Þín dóttir,
Valdís Fanndal Valdemars-
dóttir, börn og barnabörn.
Valdemar
Friðriksson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARTA KRISTÍN BÖÐVARSDÓTTIR,
Akurtröðum í Eyrarsveit,
andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Fellaskjóli mánudaginn 3. maí.
Már Hinriksson Jóhanna Guðrún Gissurard.
Finnur Magni Hinriksson Jónheiður Guðrúnard. Haralds
Þorkell Gunnar Þorkelsson Olga Sædís Einarsdóttir
Sigurður Þorkelsson Dagný Jeremíasdóttir
Gerður Jensdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR ÖRN ARNARSON
læknir,
Mánatúni 2, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólltúni
laugardaginn 1. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 12. maí klukkan 11. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðrún K. Ólafsdóttir
Sverrir Ólafsson Ingibjörg Hauksdóttir
Katrín Ólafsdóttir Ole Aaboe Jørgensen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL INGI VALMUNDSSON
Gullsmára 7, Kópavogi
lést laugardaginn 1. maí á
hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík.
Útför fer fram í Digraneskirkju mánudaginn 10. maí kl. 13.
Athöfninni verður streymt: skjaskot.is/pallvalmundsson
Klara Guðmundsdóttir
Valmundur Ingi Pálsson
Guðlaugur Heimir Pálsson Lizceth Zapata Almiron
Sólrún Lilja Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BRYNHILDUR JÓNA
HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Sultum í Kelduhverfi,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík síðastliðinn
sunnudag.
Guðmundur Hersteinn Eiríksson
Eiríkur Guðmundsson Malin Mortensen
Anna Guðmundsd. Merckoll Hans-Henrik Merckoll
Sunna Guðmundsdóttir Valur Björn Baldursson
barnabörn og barnabarnabarn