Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 „ÞVÍ MIÐUR KYNNTIST ÉG HONUM ALDREI NÓGU VEL TIL ÞESS AÐ HATA HANN ÚT AF LÍFINU.“ „MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT, VILHJÁLMUR, EN EFTIR SEXTÁN ÁRA STARF TEKUR ÞESSI ÖRFLAGA ÞAÐ YFIR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... oft í smærri pakkningum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVER VEIT HVAÐ FRAMTÍÐIN BER Í SKAUTI SÉR? HVERJUM ER EKKI SAMA? GÓÐUR PUNKTUR KATTA HEIMSPEKI ÞETTA ER LEIÐINLEGASTI STAÐUR Á JARÐRÍKI! EKKI EF ÞÉR FINNST JAFNGAMANOG MÉR AÐ KASTA HRINGJUM! Svíþjóðarmeistari. „Svo var síðasti landsleikurinn sætur. Ég er rosa þakklát fyrir að hafa fengið að klára landsliðsferilinn á þennan hátt, á heimavelli. Það var orðið ljóst fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni fyrir EM að við kæmumst ekki áfram. Ég tilkynnti þá Frey Alex- anderssyni þjálfara að ég myndi leggja skóna á hilluna eftir leikina og vildi gefa honum tækifæri á að nota leikina fyrir einhvern annan en mig. En hann ákvað að leyfa mér að kveðja með stæl, sem var mjög fal- legt af honum.“ Þóra er leikjahæsti landsliðsmarkvörður Íslands, en Hannes Þór Halldórsson, sem er leikjahæsti karlmaðurinn, á 75 landsleiki að baki. Þóra er áttundi leikjahæsti leikmaðurinn í sögu kvennalandsliðsins. Áhugamál Þóru eru ferðalög, golf, útivist og matreiðsla. „Ég fylg- ist núna bara eins og hver annar með fótbolta, en ég á reyndar erfitt með að fylgjast með landsliðinu spila. Þá verð ég ein taugahrúga.“ Fjölskylda Sambýlismaður Þóru er Kári Ey- þórsson, f. 28.6. 1981, sérfræðingur í vöruþróun hjá Clear-Com. Þau eru búsett í Norðurmýri í Reykjavík. Foreldrar Kára eru hjónin Sigríður Jóhannesdóttir, f. 23.5. 1958, og Ey- þór Þórðarson, 31.8. 1960. Þau eru búsett í Reykjavík. Dóttir Kára er Marta, f. 21.6. 2008, búsett í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Systur Þóru eru Eva Helgadóttir hæstaréttarlögmaður, f. 19.5. 1972, búsett í Reykjavík, og Ásthildur Helgadóttir verkfræðingur, f. 9.5. 1976, búsett í Kópavogi. Foreldrar Þóru eru hjónin Hildur Sveinsdóttir félagsráðgjafi, f. 7.1. 1949, og Helgi Viborg sálfræðingur, f. 6.8. 1950. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Þóra Björg Helgadóttir Júníana Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Stefán Ingimar Dagfinnsson skipstjóri í Reykjavík Áslaug Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sveinn Gíslason flugstjóri í Hollandi Hildur Sveinsdóttir félagsráðgjafi í Kópavogi Guðrún Einarsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík í Mýrdal og forseti Alþingis Sigríður Jónasdóttir húsfreyja á Ísafirði Helgi Þorbergsson vélsmiður á Ísafirði Jóna Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík Hreiðar Viborg klæðskeri í Reykjavík María Hálfdánardóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Pétursson Viborg smiður í Reykjavík Úr frændgarði Þóru B. Helgadóttur Helgi Viborg sálfræðingur í Kópavogi Á sunnudag tóku menn hrærðir ámóti Deltavélinni frá BNA þegar hún lenti á Keflavíkur- flugvelli, þar á meðal Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri ferða- þjónustunnar. Ólafur Stefánsson orti á Boðnarmiði: Lenti vél á lágu Reykjanesi menn lengi höfðu beðið suður þar og brosið það var breitt á Jóhannesi, sem blóm í mjúkum vinarhöndum bar. Guðmundur Arnfinnsson yrkir: Hann Eyjólfur uppgjafaprestur er endemis hrossabrestur, sem orgar og snýst og andaður víst endurfæðist sem hestur. Það var margt ort og mikið 1. maí. Hér eru sýnishorn. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson skrifar: „Ég var að hjálpa Elvari bróður að koma upp gróðurhúsi á Hauganesi við veitingahúsið Baccalá Bar“: Lífið rennur ljúfan veg, lítið annað spurt um. Í ljósi sólar lagði ég, lögn sem brynnir jurtum. Núna bíður bróðir minn, af berjum vill ei missa. Já, hann yrði afi þinn, ekki lítið hissa. Halldór Guðlaugsson kvað: Augljós breyting út að líta orðið grænt um sveit og bæ alveg horfið allt hið hvíta enda kominn fyrsti maí. Anna Dóra Gunnarsdóttir svar- aði: „Hjá mér er þetta svona“: Ekki er gaman út að líta, andar köldu um sveit og bæ. Allt er þakið þessu hvíta þó að nú sé fyrsti maí. Gylfi Þorkelsson kvað: Veðurguðinn velkist æ í vafa, hér í Flóa. Finnst ’ann þurfi, fyrsta maí, að frysta, blása, snjóa. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson slær rétt- an tón 1. maí: Til sátta ég finn mig svo fúsan að forstjórann tek ég og knús’ann. Hann er vinur í raun með sín ríflegu laun þótt treglega borgi hann brúsann. Kári Erik Halldórsson yrkir um tíðarfarið og fleira: Fram úr nösum hripar hor, hugurinn stendur geldur. Þessi tíð er trauðla vor en tæpast vetur heldur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Deltavél, uppgjafa- presti og veðrinu vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.