Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norska þáttaröðin Utmark hefur hlotið prýðilegar viðtökur en hún er framleidd af Norðurlanda-armi HBO, HBO Nordic, og leikstýrt af Degi Kára Péturssyni. Þættirnir eru átta talsins og segir Dagur Kári um tvö ár af lífi sínu hafa farið í þættina enda mikið verkefni í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni. Sýningar á þáttunum hófust í apríl en tökum lauk í fyrra, skömmu áður en Covid-19 farsóttin skall á heimsbyggðinni. Spurður að því hvort farsóttin hafi haft einhver áhrif á þættina segir Dagur Kári að þau hafi verið heldur lítil. Eftir- vinnslunni hafi seinkað örlítið og það sé allt og sumt. En hvað með hans störf, hefur Covid-19 haft einhver áhrif á þau? „Þetta hefur komið misilla við fólk en fyrir mig var þetta ákveðin himnasending því ég var búinn að vera í ár úti í Noregi í tökum og svo átti ég meira eða minna að vera áfram þar í eftirvinnslunni, klippi og svoleiðis en út af Covid er ég kyrr- settur hér. Þannig að fyrir mig per- sónulega kom þetta sér mjög vel,“ segir Dagur Kári. Skarpari skil Dagur Kári hefur áður leikstýrt sjónvarpsþáttum, leikstýrði þremur þáttum af sex í Norskov, danskri þáttaröð, en Utmark er fyrsta serían sem hann leikstýrir í heild. Hann er spurður að því hvernig þetta verk- efni hafi verið fyrir hann, að leik- stýra fyrir HBO Nordic eftir hand- riti Danans Kim Fupz Åkeson. Var það léttir í samanburði við kvik- myndirnar? „Já, að mörgu leyti. Þegar maður leikstýrir kvikmyndum sem maður hefur skrifað sjálfur er þetta kannski saga sem hefur verið að gerjast innra með manni í sex, tíu ár og svo er allt í einu komið að því að gera þetta og þá hefur maður ein- hverja 30 daga til að skjóta eitthvað sem maður hefur verið að hugsa um lengi. Þannig að jú, að því leyti er þetta meiri léttleiki og skarpari skil milli handritshöfundarins og leik- stjórans og maður undirgengst þess- ar spilareglur. Það er ákveðinn tími og þetta handrit og maður gerir sitt allra besta. Að umfangi er þetta eins og að gera fjórar kvikmyndir í beit þannig að þetta var líka hressandi upp á að sjá hvar þolmörk manns liggja, svo- lítið eins og að hlaupa maraþon. Þegar maður vinnur svona lengi með góðu tökuliði er á ákveðnum tíma- punkti eins og maður sé búinn að búa til ákveðna vél og geti haldið áfram endalaust. Sem leikstjóri kvikmynda er ég kannski í tökum fjórða eða fimmta hvert ár,“ svarar Dagur Kári. Tökur á þáttunum stóðu yfir í hundrað daga og segir Dagur Kári undirbúning hafa farið fram á undan því og álíka langur tími í klippingu og eftirvinnslu. Að öllu samanlögðu hafi þetta verið um tvö ár. Það er ansi langur tími og Dagur Kári seg- ist hafa verið feginn að geta farið að hugsa um eitthvað annað eftir að hans hlutverki lauk. Bændur í illdeilum –Um hvað eru þessir þættir? „Þeir eiga að gerast einhvers stað- ar úti í rassgati í Norður-Noregi og aðalsagan er um tvo bændur, annars vegar norskan sauðfjárbónda og hins vegar hreindýrabónda af sam- ískum uppruna. Þeir eiga í illdeilum sem vinda upp á sig og smitast út í allt samfélagið þannig að við kynn- umst t.d. sýslumanninum og prest- inum og svo er þarna aðkomukona sem er nýi kennarinn,“ svarar Dag- ur Kári. Þræðirnir séu nokkrir í sög- unni og fylgst með örlögum nokk- urra persóna. „Hryggjarstykkið eru þessar deilur bændanna.“ –Er þetta blanda af gríni og dramatík? „Já, þetta er akkúrat það, svartur húmor og mikill húmor í þessu en líka dramatískur undirtónn.“ –Þú ert nú á heimavelli þar. „Já, það er oft hent í mann hinu og þessu og ég segi nú yfirleitt nei af því ég sé ekki sjálfan mig í verkefn- unum en þarna fannst mér eins og ég væri kominn með svarta beltið í akkúrat þessu, að blanda saman húmor og trega. Mér fannst þetta liggja mjög vel við því sem ég hef sérhæft mig í sem leikstjóri og hand- ritið er frábært þannig að ég ákvað að taka þarna tvö ár út úr mínu per- sónulega dagatali til að koma þessu í hús,“ segir Dagur Kári. Jákvæð áhrif á bransann Dagur Kári var vel á veg kominn við að þróa kvikmynd í Danmörku þegar honum bauðst að leikstýra Ut- mark. Var það verkefni sett á ís á meðan, kvikmyndin Sjalú með Dan- icu Curcic og Mikkel Boe Følsgård í aðalhlutverkum. Dagur Kári skrifar handrit myndarinnar og leikstýrir og segist vonast til þess að geta hafið tökur snemma á næsta ári. „Í milli- tíðinni bendir allt til þess að ég muni leikstýra tveimur þáttum í danskri seríu í haust,“ segir hann. Dagur Kári er spurður að því hvort ekki sé ákveðið öryggi fólgið í því að geta leikstýrt sjónvarpsþátt- um milli kvikmyndaverkefna. „Jú, þetta eiginlega gjörbreytir starfs- umhverfi manns því þó vel gangi líða yfirleitt alltaf þrjú, fjögur ár á milli kvikmynda og það koma tímabil þar sem maður er tekjulaus á meðan maður er að bíða eftir að næsta mynd fari í gang. En með þessari sprengingu í sjónvarpsþáttagerð getur maður einmitt stokkið til og leikstýrt nokkrum þáttum og haldið sér líka gangandi og í þjálfun. Þetta hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á bransann.“ Meistaraverk eða amatör-revía Gagnrýni á Utmark hefur að lang- mestu leyti verið jákvæð en nokkrir neikvæðir dómar hafa þó birst sem Dagur Kári segist alveg hafa átt von á því þættirnir séu ekki „politically correct“. „Besta fyrirsögnin var „Meistaraverk“ og sú versta „Eins og langdregin amatör-revía“ þannig að það er nú bara spennandi. Það eru pínu öfgar í báðar áttir sem ger- ir þetta bara meira spennandi, held ég,“ segir Dagur Kári og virðist ekki taka gagnrýni nærri sér. Hann bendir á að gagnrýni sé alltaf á end- anum álit einhvers og til lítils að velta sér upp úr því. Morgunblaðið/Eggert Maraþon Dagur Kári líkir því við maraþonhlaup að leikstýra átta sjónvarpsþáttum líkt og hann gerði fyrir Utmark. Dramedía Úr einum þátta Utmark sem Dagur Kári segir blöndu af gamni og dramatík. Hér má sjá leikkonuna Marie Blokhus í hlutverki Siri. Hressandi að sjá hvar þolmörkin liggja - Dagur Kári Pétursson leikstýrði norskum þáttum fyrir HBO Nordic - Eins og að gera fjórar kvik- myndir í beit, segir hann um verkefnið sem tók í heildina tvö ár - Sjalú nefnist næsta kvikmynd hans Enski leikarinn Timothy Spall mun halda málverkasýningu í galleríi í London í júní en hann hefur leikið tvo merka listmálara í kvikmynd- um, þá JMW Turner og LS Lowry. Galleríið sem um ræðir er Pontone Gallery og segist eigandi þess, Domenic Pontone, hafa beðið Spall um að halda sýningu eftir að hafa séð aðra á verkum hans í Lowry- galleríinu í Salford árið 2019. Til- efni þeirrar sýningar var kvik- myndin Mrs. Lowry & Son þar sem Spall lék fyrrnefndan Lowry. Spall hefur nú málað 20 verk sem sýnd verða í júní og nefnist sýningin Timothy Spall, Out of the Storm. Verður það þriðja málverkasýning Spall en fyrsta einkasýningin. Spall fékk mikinn áhuga á leiklist og myndlist á táningsaldri og var hann tíður gestur Tate-listasafnsins í Lundúnum. Á endanum valdi hann leiklistina en eftir að hafa leikið Turner í kvikmynd Mike Leigh um málarann sneri hann sér aftur að myndlist. Hlaut hann mikla þjálfun í listmálun fyrir hlutverkið sem virðist hafa endurvakið í honum myndlistarmanninn. Spall heldur einka- sýningu í London Málari Spall í hlutverki JMW Turner.Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.