Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lengi hefurverið deiltum það
hvort grímur og
jafnvel hand-
þvottur geti ráð-
ið úrslitum um
dreifingu smits
vegna kórónu-
veirunnar.
Til eru nýlegar skýrslur
sem draga nokkuð úr gildi
þessara varna. Og vissulega
hafa leiðbeiningar og fróð-
leikur vísindamanna um
víða veröld stundum verið
um of út og suður og það
dregið úr trúverðugleika.
En flestir eru þó vissir um
að fyrrnefndar ráðstafanir
geti ekki gert neinn skaða
og verið líklegar til að
gagnast nokkuð, þótt þær
einar dugi ekki endilega til.
Agi í þeim efnum ýtir
örugglega undir aga í öðr-
um, svo sem þeim að varlega
sé farið með nánd og nálg-
un, sem óumdeilt er að sé
lykilatriði í almennings-
vörnum.
Í fjölmiðlum vikunnar,
þar á meðal í Morgun-
blaðinu, var greint frá ógeð-
felldri flökkusögu um að
„ung kona hafi látist nokkr-
um klukkustundum eftir
bólusetningu við Covid-19
af völdum blóðtappa í heila“.
Mbl. sagði svo frá að þessari
sögu hafi „verið dreift á
samfélagsmiðlum und-
anfarna daga. Sambýlis-
maður konunnar neyddist
til þess að setja færslu inn á
facebook-síðuna Covid19 –
Opin umræða, þar sem hann
fjallar um þessa falsfrétt
sem hafi ratað inn á þennan
umræðuvettvang.
Að hans sögn lést kona
hans eftir 19 vikna með-
göngu vegna blóðtappa í
lungum og hún var óbólu-
sett. Aftur á móti sagði
flökkusagan – og henni
fylgdi samsett mynd – að
hún hefði verið komin 20
vikur á leið og látist af völd-
um blóðtappa í heila nokkr-
um klukkustundum eftir
bólusetningu.“
Í fréttinni segir að Þór-
ólfur Guðnason sóttvarna-
læknir hafi eðlilega brugðist
hart við. Hann sagði það
vera skelfilegt að nýta sér
svona hörmulegan atburð í
þágu einhvers málstaðar:
„Þetta er fyrir neðan allar
hellur,“ segir
Þórólfur, „og
gagnvart að-
standendum og
öðrum er þetta
skelfilegt í einu
orði sagt.“
Í fróðleik um
bólusetningu og
mismun á bóluefnum hefur
því ekki verið stungið undir
stól, hvorki hér né erlendis,
að allmargir fylgikvillar hafi
komið í ljós við almenna
bólusetningu. Því fer þó
fjarri að slíkir komi í ljós í
öllum tilvikum. Margar frá-
sagnir eru til um hitasótt í
kjölfar bólusetningar,
ógleði og uppköst, svo dæmi
séu tekin, og eins verða
sumir allvarir við eymsl á
stungustað, þegar nokkuð
líður frá bólusetningu. Þess-
ir þættir og aðrir svo sem
ofnæmi af ýmsum toga eru
þó í yfirgnæfandi fjölda til-
vika stundarfyrirbæri sem
þurfa ekki að koma á óvart
enda rækilega verið bent á
að slíks megi vænta.
Það hefur heldur ekki
verið falið að í algjörum
undantekningum geti farið
á versta veg. En á það hefur
einnig verið bent í því sam-
bandi að þeir sem taki veir-
una án þess að hafa verið
bólusettir hafa sumir hlotið
sömu örlög (hlutfallslega
mun fleiri) og hefðu verið
líklegri en aðrir til að verða
fyrir erfiðustu fylgikvill-
unum, hefði náðst að bólu-
setja þá.
Það hefur ekki heldur
verið yfir það dregið að í
hinum fullkomna heimi þar
sem tími er nægur hefði ver-
ið æskilegast að taka sér tvö
til þrjú ár til að rannsaka
bóluefnin út í æsar. En um
það er varla ágreiningur að
slíkur tími var einfaldlega
ekki tækur og hættulegustu
tilvikin, sem menn þekkja,
séu hlutfallslega sárafá og
bólusetning því langbesti
kosturinn sem heimurinn
eigi í erfiðri stöðu.
Milljónir manna hafa ver-
ið bólusettar. Og það eru
varla nokkrar frásagnir til
um það að þeir sem hafa
verið bólusettir til fulls hafi
smitast af veirunni. Þurfi
einhverjir réttlætingu fyrir
bólusetningarátakinu ætti
sá fróðleikur að duga flest-
um.
Veiran og bólusetn-
ing er mál málanna.
Það vekur enga
furðu. En það þarf
þó að gæta hófs í
þeirri umræðu}
Heimurinn valdi
skásta kostinn
Á
hverjum degi eru fjölmiðlar að
fjalla um flókin mál, þar á meðal
lögbrot. Það þykir fréttnæmt þeg-
ar brot eru framin og það þykir
einnig fréttnæmt þegar möguleiki
er á að brot hafi verið framin ef um er að ræða
stóran aðila í opinberri umræðu.
Þessa dagana á sér stað umræða á Alþingi,
líkt og oft áður, um spillingu í íslensku samfélagi
og traust á stjórnmálum. „Að gefnu tilefni“
mætti segja vegna síendurtekinna frétta af
meintum brotum stjórnenda íslensks stórfyr-
irtækis á góðum viðskiptaháttum, lögum um
mútugreiðslur, skattalögum og fleira.
Einhverjir vilja meina að fjölmiðlar eigi ekki
að fjalla um þetta stóra mál þar sem ekki sé
komin niðurstaða fyrir dómi um sekt eða sýknu.
Þannig virðist í þessu máli eins og frasinn um að
einhver sé saklaus uns sekt sé sönnuð leiði sjálfkrafa til þess
að ekki megi ræða þær fréttir sem þó hafa borist. Hafa
verður í huga að það er jú hlutverk fjölmiðla að flytja fréttir
og ef íslenskt stórútgerðarfyrirtæki er til rannsóknar víða
um heim vegna meintra brota á hinum ýmsu lögum þá er
það frétt. Það verður svo að sjálfstæðum fréttum hvernig
einstaka stjórnendur, stjórnmálamenn og ráðherrar bland-
ast inn í málið á degi hverjum. Það er nefnilega frétt ef ráð-
herra er að leiðbeina fólki í stríði um það hvernig á að hegða
sér gegn meintum óvinum.
Já, á Alþingi er verið að ræða um spillingu og traust á
stjórnmálum en skilaboðin sem komið hafa frá æðstu ráða-
mönnum þjóðarinnar á kjörtímabilinu hafa því
miður ekki orðið til að auka traust á stjórn-
málum. Þegar seðlabankastjóri tjáði sig í fjöl-
miðlum um ítök sérhagsmuna í íslensku sam-
félagi setti forsætisráðherra ofan í við
blaðamann að hafa ekki spurt hvað seðla-
bankastjóri ætti nákvæmlega við, án þess að
hún teldi ástæðu til að bregðast efnislega við
orðum bankastjórans.
Þegar nefndarfólk í stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefnd vildi að fram færi rannsókn á
tengslum sjávarútvegsráðherra við stjórnendur
stórútgerðarinnar, sem nú eru í stríði, þá beita
stjórnarþingmenn í nefndinni valdi sínu til að
stöðva slíka rannsókn.
Þegar dómstólar fella dóma þess efnis að
dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan
sérvalinna dómara í Landsrétt standa stjórn-
arliðar sérstakan vörð um ráðherrann og meta stöðu hans í
rikisstjórn mikilvægari en vörn fyrir sjálfstæði dómstóla.
Þessa dagana á sér stað stríð sem opinberast æ meira á
hverjum degi gegn almenningi, fjölmiðlafólki, listamönnum,
stjórnmálafólki og fjölskyldum þeirra. Sá sem af stríðs-
herra er kallaður „okkar maður í ríkisstjórn“ er á útleið, og
fram fer val herrans á nýjum manni og forsætisráðherra vill
að blaðamenn spyrji seðlabankastjóra út í hvað hann eigi
við þegar hann ræðir spillingu.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Er lögbrot fréttnæmt?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
M
atvælastofnun mun aug-
lýsa ný drög að rekstr-
arleyfi fyrir 10 þúsund
tonna eldi Laxa fiskeldis
í Reyðarfirði en úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála felldi úr
gildi fyrir helgi leyfi sem stofnunin
gaf út á síðasta ári. Laxar hafa á
grundvelli leyfisins framleitt fjölda
laxaseiða, ráðið og
þjálfað starfsfólk
og keypt búnað
fyrir eldið og stóð
til að hefja útsetn-
ingu seiða á næstu
dögum. Fram-
kvæmdastjóri
fyrirtækisins seg-
ir til skoðunar að
óska eftir bráða-
birgðaleyfi, á
meðan útgáfa nýs
leyfis er í ferli.
Laxar eru með leyfi til eldis á 6
þúsund tonnum af laxi í Reyðarfirði.
Fyrirtækið hefur viljað stækka og
sótti um að auka eldið um 10 þúsund
tonn. Það yrði þó innan mats á burð-
arþoli fjarðarins og í samræmi við
áhættumat Hafrannsóknastofnunar
vegna verndar laxastofna.
Ekki í samræmi við mat
Matvælastofnun gaf út rekstrar-
leyfi fyrir viðbótinni 6. október á síð-
asta ári. Það hefur úrskurðarnefndin
nú fellt úr gildi. Ástæðan er sú að í
leyfinu var Löxum heimilað að setja
út 56 gramma seiði eða stærri en
Skipulagsstofnun hafði lagt til þegar
hún gaf álit sitt á umhverfismati Laxa
að seiði yrðu að lágmarki 200 grömm
að þyngd. Skilyrði Skipulagsstofn-
unar eru ekki bindandi en leyfisveit-
andi þarf að rökstyðja ef ekki er farið
eftir þeim. Matvælastofnun lét þess
getið að hún hefði sett viðbótarskil-
yrði um mótvægisaðgerðir til að
draga úr hættu fyrir villta laxastofna,
meðal annars með því að draga úr
hættu á stroki seiða með því að sam-
stilla möskvastæð netpoka og lág-
marksstærð útsettra seiða. Telur
stofnunin að ekki hafi verið efnisleg
ástæða út frá áhættumati Hafrann-
sóknastofnunar að binda leyfið við
200 gramma lágmarksstærð.
Niðurstaða úrskurðarnefndar-
innar grundvallaðist á því að Mat-
vælastofnun hefði ekki kannað með
fullnægjandi hætti áhrif þess að
lækka lágmarksstærð seiða. Þá er á
það bent að ekki hafi farið fram mat á
umhverfisáhrifum þess að notuð verði
seiði léttari en 200 gramma.
Það sérstaka í þessu máli er að
Laxar miðuðu umhverfismat sitt við
að setja út að lágmarki 200 gramma
laxaseiði enda er fyrirtækið að nota
mun stærri seiði í eldi sínu. 56
gramma lágmarkið var því ekki að
þess ósk. Meðalstærð seiða sem fyrir-
tækið setti út á síðasta ári var 412
grömm og fyrirhugað er að setja
þannig seiði einnig út í vor. Úrskurð-
ur nefndarinnar beinist því eingöngu
að vinnubrögðum Matvælastofnunar
og er enginn áfellisdómur yfir áætl-
unum Laxa.
Fjárfest fyrir milljarða
Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, tekur
fram að fyrirtækið hafi fengið rekstr-
arleyfið í hendur í byrjun október á
síðasta ári eftir átta ára leyfisveiting-
arferli. Þegar það lá fyrir hafi verið
gerðar áætlanir um nýtingu þess og
fjárfest fyrir milljarða. Meðal annars
hafi verið framleidd seiði, starfsfólk
ráðið og þjálfað og keyptur búnaður
fyrir eldið. Meðal þess er stór fóð-
urprammi sem fluttur var frá Noregi
og var einmitt dreginn inn Reyð-
arfjörð í gær. „Við höfum lagt metnað
okkar í að framleiða og setja út stór-
seiði. Þess vegna er þetta allt mjög
óþægilegt,“ segir Jens Garðar um
niðurstöðu úrskurðarnefndar í þessu
ljósi.
Vonast hann til þess að aftur-
köllun leyfisins hafi sem minnst áhrif
á áætlanir fyrirtækisins enda sé und-
irbúningur að útsetningu seiða í full-
um gangi. Verið er að skoða hvort
sótt verður um bráðabirgðaleyfi til at-
vinnuvegaráðuneytisins til að brúa
bilið þangað til nýtt leyfi fæst hjá
Matvælastofnun.
Undirbúa nýtt leyfi
fyrir laxeldi Laxa
Í fiskeldislögunum er ákvæði
um að ráðherra geti gefið út
rekstrarleyfi til bráðabirgða ef
leyfi er fellt úr gildi vegna ann-
marka á leyfisveitingu. Tilskilið
er að ríkar ástæður mæli með.
Leyfið má gefa út til allt að tíu
mánaða. Á meðan slík umsókn
er í ferli má Matvælastofnun
ekki stöðva rekstur.
Þessi ákvæði voru sett í lög
árið 2018 eftir að úrskurðar-
nefnd ógilti leyfi Arctic Fish og
Arnarlax til laxeldis í Patreks-
firði og Tálknafirði. Eldi var haf-
ið að hluta og því stefndi í óefni.
Leyfi til
bráðabirgða
heimilt
LÖG UM FISKELDI
Ljósmynd/Jens Garðar Helgason
Búnaður Nýr fóðurprammi Laxa fiskeldis, Fenrir, var í gær dreginn inn
Reyðarfjörð og til hafnar á Eskifirði. Hann á að þjóna auknu laxeldi.
Jens Garðar
Helgason