Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021 50 ÁRA Gunnar er Reykvíkingur og býr í Hlíðunum. „Ég ólst upp að hluta í Fells- múla, en annars meira og minna í Þing- holtunum og Vesturbænum svo ég var 101-maður fram yfir tvítugt. Núna er ég orðinn 102-maður.“ Gunnar er leikari að mennt frá Leiklistarskóla Íslands og vann fyrstu 11-12 árin eftir útskrift í leikhús- unum. Hann hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda og kannski þekktastur fyrir að leika hinn misheppn- aða sjónvarpsmann Frímann Gunnarsson. Frímann er samsköpun Gunnars og Ragnars bróður hans sem hefur leikstýrt öllum 6 þáttaröðunum um kauða. Þeir gerðu síðast þættina Smáborgarasýn Frímanns þar sem hann hittir fólkið á landsbyggðinni, en þeir voru sýndir á RÚV í fyrrasumar. Gunnar var einnig aðalleikari, handritshöfundur og meðleikstjóri að kvikmyndinni Bakk sem var frumsýnd í maí 2015. Gunnar hefur verið útvarpsmaður í mörg ár á Ríkisútvarpinu, fyrst á Rás 2 en síðastliðin fjögur ár hefur hann verið umsjónarmaður Mannlega þátt- arins ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur á Rás 1, en sá þáttur er á dagskrá alla virka daga. „Ég er bara mjög sáttur í útvarpinu, en svo er ég alltaf með ein- hver verkefni í burðarliðnum. Við Raggi bróðir erum alltaf að plana ein- hverja vitleysu og nú er jafnvel eitt verkefni fram undan með hinum bróður mínum, Árna Páli, sem er kvikmyndaframleiðandi. Síðan hef ég verið að ýta á undan mér tveimur kvikmyndahandritum sem ég hef verið að burðast með lengi og þarf að fara að koma frá mér. Ég veit ekki hvenær þessi fjögur kom- ast á laggirnar, en það mun gerast. Svona verkefni hafa tilhneigingu til að veltast um í huganum, jafnvel í langan tíma og svo allt í einu skjótast þau út af miklum hraða, eins og var reyndin með t.d. Bakk.“ FJÖLSKYLDA Gunnar er trúlofaður Hiroko Ara, f. 1977, en hún er lærður ljósmyndari og vinnur í Farmers Market. Börn Gunnars eru Snæfríður Sól, f. 1993, Kormákur Jarl, f. 1995, og Emilía Álfsól, f. 2008. Dóttir Hiroko er Jökla Himiko, f. 2004. Foreldrar Gunnars eru Anna Sigríður Pálsdóttir, f. 1947, fyrrverandi dómkirkjuprestur, og Hans Kristján Árnason, f. 1947, lífs- kúnstner. Gunnar Hansson Ljósmynd/B.I.G. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál- efni fara úr böndunum. Reyndu að tak- marka orðaflauminn. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur mikla þörf fyrir að auka skilning þinn á lífinu. Vertu reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd og þá geturðu reitt þig á aðstoð annarra. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það getur kostað málamiðlanir að leita til annarra um framkvæmd hluta. Sýndu fólki væntumþykju og skilning og þá gengur þér allt betur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Til þess að hægt sé að gera breyt- ingar í vinnunni þarftu að geta sannfært yfirmann þinn um að þær séu framkvæmanlegar. Varastu bara að tefla of djarft. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Láttu ekki fordóma hafa áhrif á hvern- ig þú metur tilboð sem þér berast. Reikn- aðu út tekjur þínar og útgjöld svo þú fáir heildarmynd af stöðunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú skiptir öllu að nýta tímann vel og halda sér við efnið svo þú náir að standa við gefin loforð. Leggðu spilin á borðið og láttu fólk vita til hvers þú ætlast. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er freistandi að gefa loforð núna, en reyndu að standast það og ekki segja neitt sem gerir þig vandræðalegan seinna meir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú sjáir í gegn um tiltæki fólks skaltu fara þér hægt í að afhjúpa það, ef engin hætta er á ferðum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Margir vilja hitta þig að máli svo þú átt erfitt með að skipuleggja tíma þinn. Þér verður hrósað fyrir góða frammi- stöðu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Tilfinningar þínar eru sterkari í dag en venjulega. Snúðu þér frá fortíðinni og haltu áfram að vera sú manneskja sem þig hefur alltaf langað til að vera. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er komið nóg af þessu gagnrýna fólki! Sannur vinur bendir þér á hversu einstakur þú ert í raun. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að koma lagi á fjármálin og þarft því að beita þig aga og sleppa öllu sem kallar á óþarfa eyðslu. hamfarir sem Skaftáreldar voru. Ég hef þýtt fáeinar bækur og af þeim er ég stoltust af bókinni Mannlíf milli húsa eftir danska arkitektinn Jan Gehl. Bókin fjallar um skipulags- mál og kom fyrst út árið 1970 og boð- aði þá algera framúrstefnu, sem sagt að skipuleggja ætti byggð með það fyrir augum að í henni þrifist mannlíf. Nú 50 árum síðar hefur það sjónar- mið sem betur fer meira vægi en þá.“ Þýðingin var gefin út af Úrbanistan árið 2018. Ég hef unnið á Vestursvæði Vatna- jökulsþjóðgarðs sem er með nokkrar starfsstöðvar bæði á fjöllum og í byggð. Ég hef unnið á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs sem er með nokkrar starfsstöðvar bæði á fjöllum og í byggð. Ég hef unnið á öllum þessum starfsstöðvum nema einni en mest hef ég verið í Lakagígum. Ég hef bundist þeim stað sterkum bönd- um. Lakagígar eru magnaður staður, ævintýraleg friðsæld á stað sem ber merki um þessar gríðarlegu náttúru- S teinunn Stefánsdóttir fæddist 26. maí 1961 í Kaupmannahöfn þar sem foreldrar hennar voru við nám og störf. „Þar bjó ég til níu ára aldurs, lengst af í Rødovre sem er vestan við Kaupmannahöfn. Fjölskyldan flutti svo í vesturbæ Reykjavíkur þar sem leiðin lá í Mela- skóla og Hagaskóla og svo í MH. Ég er eina barn beggja foreldra minna en þau skildu þegar ég var tæplega tvítug. Ég var búin að eignast eldri dætur mínar tvær áður en ég hóf háskóla- nám og þriðju dótturina eignaðist ég meðan á náminu stóð. Ég og fyrri eiginmaður minn, faðir stelpnanna, skildum þegar þær voru á aldrinum sex til tólf ára en þremur árum seinna kom Arthur inn í líf okkar og með honum Óli sonur hans sem var kominn yfir tvítugt.“ Steinunn lauk BA-prófi í almenn- um málvísindum með íslensku sem aukagrein frá HÍ 1990, og útskrif- aðist í uppeldis- og kennslufræði 1992. Hún var framhaldsskólakenn- ari í Kvennaskólanum 1992-1994, fræðslufulltrúi í Bankamannaskól- anum 1994-1996, upplýsingafulltrúi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 1996- 2000, blaðamaður á DV 2000-2001 og blaðamaður, ritstjórnarfulltrúi og að- stoðarritstjóri á Fréttablaðinu 2001- 2013. „Ég hef ekki verið í föstu fullu starfi síðan 2013 þegar ég hætti að vinna á Fréttablaðinu. Þá fór ég í nám og að vinna í lausamennsku. Ég hef aðallega unnið við þýðingar en einnig textagerð og prófarkalestur og fleira og nú í vetur hef ég verið í hlutastarfi við Háskólann á Bifröst sem vefstjóri og upplýsingafulltrúi og svo verður sumarið í sumar fjórða sumarið mitt í landvörslu. Einu sinni þegar stelpurnar mínar voru litlar heimsóttum við fjöl- skyldan vin okkar sem var land- vörður í Ásbyrgi. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Þar sem ég stóð þarna í Ásbyrgi með eitt barn við hvora hönd og það þriðja í maganum hugsaði ég með mér að ég yrði líklega ekki landvörður alveg strax en svo tók ég landvarðaréttindi árið 2018. Steinunn skrifaði ásamt Auði Jóns- dóttur og Báru Huld Beck bókina Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla, sem er umræðubók um stöðu fjölmiðla. „Uppistaðan í bókinni eru viðtöl við fjölmiðlafólk og fræðinga þar sem velt er upp mörgum hliðum á stöðu fjölmiðla í samhengi við áratugina á undan.“ Bókin kom út árið 2018, hún hlaut Fjöruverðlaunin og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Félagsstörf Steinunnar hafa verið á sviði kvenréttinda, enda má segja að hún sé alin upp í Rauðsokkahreyf- ingunni. „Mamma mín var meðal stofnenda og fyrstu árin eftir stofnun hreyfingarinnar var hún til húsa í kjallaranum á heimili mínu í vest- urbæ Reykjavíkur.“ Steinunn var í stjórn Samtaka um kvennaathvarf á árunum 2007-2012, þar af formaður síðustu árin. Árið 2013 var hún kosin formaður Kvenréttindafélags Íslands og gegndi því embætti í tvö ár en sat áfram í stjórn og varastjórn til ársins 2020. „Helstu áhugamál myndu líklega teljast útivist og bóklestur og svo er ég forfallin prjónakona. Undanfarin ár hef ég komið mér upp þeirri venju að ef þess er nokkur kostur byrja ég daginn á því að lesa í bók, helst að minnsta kosti hálftíma. Þetta geri ég áður en ég skoða fréttir eða sam- félagsmiðla og er eiginlega hálf- ómöguleg ef ég næ þessu ekki.“ Steinunn er í Stykkishólmi á af- mælisdaginn með yngri dætrum sín- um tveimur og sonum þeirra. Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar var Arthur Morthens, f. 27.1. 1948, d. 27.7. 2016, sérkennari og ráðgjafi. „Við Arthur fluttum snemma á búskaparferli okk- ar á Seltjarnarnes þar sem við bjugg- um ásamt dætrum mínum. Árið 2006 fluttum við aftur til Reykjavíkur og settumst að í miðbænum þar sem ég á enn heima.“ Foreldrar Arthurs voru Guðbrandur Kristinn Morthens, f. 18.10. 1917, d. 4.12. 2002, listmálari í Reykjavík og við Meðalfellsvatn, og Grethe Skotte Pedersen, f. 18.3. 1928, d. 30.1. 1982, fædd í Danmörku en Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og þýðandi – 60 ára Fjölskyldan Stödd í Stadsparken í Lundi á tveggja ára afmælisdegi Ránar og Sögu sumarið 2018. Á myndina vantar Önnu og Petru. Landvarslan gamall draumur Afmæli í Stykkishólmi Steinunn með yngri dætrum sínum tveimur og son- um þeirra. F.v.: Anna, Steinunn, Arnlaugur, Hallgrímur, Halla og Johann. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.