Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill hugur er í forsvarsmönnum Krikketsambands Íslands og leik- mönnum íþróttarinnar hérlendis. Fjögur lið eru nú í sambandinu og er tveimur umferðum af sex lokið í fyrsta móti sumarsins, Íslensku úr- valsdeildinni, Icelandic Premier League, sem var sett á laggirnar í fyrra, en keppni ársins lýkur vænt- anlega með æfingaferð landsliðsins til Rómar þar sem meðal annars verður keppt við lið Vatíkansins í lok október. „Við viljum sjá íþrótt- ina dafna á Íslandi og verða hluti af alþjóðasambandinu,“ segir Bala Kamallakharan, formaður Krikket- sambandsins frá því í fyrra. Íþróttin hefur byggst upp hægt og sígandi hérlendis frá aldamót- um. Lengi var aðeins eitt lið, þau voru þrjú í fyrra og fjögur í ár; Reykjavík (Víkingarnir, stofnað sem Kylfan 2000), Kópavogur (Lundarnir, stofnað 2015), Hafnar- fjörður (Hamrarnir, stofnað 2018) og Vesturbær (Eldfjallið, stofnað 2021). Auk þess hafa fimm lið æft og leikið tímabundið, þ.e. Stykkis- hólmur (2000-03), Trygginga- miðstöðin (2001-02), Tata (2008), Seltjarnarnes (2018) og Garðabær (2018-20). Um 10% flóttamenn Leikmennirnir eiga flestir rætur að rekja til þjóða innan breska heimsveldisins, en þátttakendur af íslenskum uppruna má telja á fingr- um annarrar handar. „Við erum með um 75 leikmenn og þar af eru um 10% flóttamenn,“ segir Bala. „Flóttamennirnir eru einangraðir en krikket veitir þeim ákveðið frelsi til að vera á meðal manna,“ heldur hann áfram. „Við hvetjum þá sem eru vanir íþróttinni, eins og til dæmis í Srí Lanka, Pakistan og Afganistan, til að vera með okkur, því sem íþróttamenn tölum við allir sama tungumál.“ Þetta hjálpi þeim að aðlagast samfélaginu og styrki þá og uppbyggingu íþróttarinnar hérlendis. Margir sérfræðingar frá löndum þar sem krikket er vinsæl íþrótt starfa á Íslandi um lengri eða skemmri tíma og hafa sameinast í greininni hérlendis. „Ég flutti til dæmis til Íslands frá Indlandi 2006 en er orðinn íslenskur ríkisborgari og á íslenska konu og tvö börn,“ segir Bala, sem er er stofnandi Startup Iceland-ráðstefnunnar fyrir frumkvöðla og frumkvöðla- starfsemi. Þegar hann byrjaði að spila krikket hérlendis var aðeins eitt lið, sem æfði á Klambratúni og lék við erlend fyrirtækjalið. Sam- bandið var stofnað fyrir um áratug og leikirnir hafa farið fram á Víði- staðatúni í Hafnarfirði frá 2019. Ihtisham-ul-Haq er landsliðsþjálf- ari. Krikket er ein vinsælasta íþrótt heims hvað áhorfendur varðar. Bala bendir á að íslensku leikjunum sé streymt á Youtube og þeir séu því aðgengilegir um víða veröld. „Um 2.000 manns horfa á leikina okkar á netinu,“ segir hann. „Markmiðið er að byggja upp innviðina, kynna íþróttina í skólum, fá fulla aðild að ÍSÍ og að Ísland verði viðurkennd krikketþjóð innan 10 ára.“ Krikket sameinar hópa - Bala Kamallakharan vill sjá Ísland í alþjóðasambandinu Krikket Abdur Rehman, leikmaður Lundanna, Jegadeesh Subramaniyam, samherji hans, og Lee Nelson úr Eldfjallinu í leik liðanna. Lundar Bala Kamallakharan, David Abew-Baidoo og Nolan Williams. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennur frá GRÖVIK VERK í Noregi Einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Leiknismenn komu verulega á óvart í gærkvöld þegar þeir lögðu FH-inga að velli, 2:1, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. HK náði líka óvæntu stigi gegn KR í Vestur- bænum þar sem liðin skildu jöfn, 1:1, og Fylkismenn jöfnuðu undir lokin gegn Víkingum og komu í veg fyrir að þeir færu aftur upp fyrir Val og í efsta sæti deild- arinnar. »23 Óvænt úrslit í þremur leikjum ÍÞRÓTTIR MENNING Tónlistarmaðurinn Eyjólf- ur Kristjánsson verður gestur starfsbróður síns, Jóns Ólafssonar, í spjall- tónleikaröðinni Af fingr- um fram annað kvöld í Salnum í Kópavogi. Hefj- ast tónleikarnir kl. 20.30. Eyjólfur, jafnan kallaður Eyfi, vakti fyrst athygli með Hálft í hvoru og síðar með Bítlavinafélaginu. Hefur hann samið þjóð- þekkt og sívinsæl lög á borð við „Danska lagið“, „Nínu“ og „Ég lifi í draumi“ og segir á vef Salarins að „frásagnargáfa í hæsta gæðaflokki, laga- smíðar par excellance og kímnigáfa í ríkum mæli ætti að tryggja afbragðskvöldstund“. Af fingrum fram með Eyjólfi Krist- jánssyni og Jóni Ólafssyni í Salnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.