Morgunblaðið - 26.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2021
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Ragnar Árnason hagfræðipró-fessor emeritus fjallaði um
nýlega skýrslu um landbúnað í
grein hér í blaðinu
og fór um hana
fögrum orðum. Þar
kveði við skyn-
samlegri tón en
landsmenn hafi átt
að venjast í opin-
berum gögnum um
þessi mál og meðal
annars horft til starfsskilyrða ís-
lensks landbúnaðar í alþjóðlegu
samhengi.
- - -
Í skýrslunni sé vakin athygli áað innan ESB sé landbúnaður
„undanskilinn almennum reglum
sambandsins um ríkisstuðning,
markaðsleiðsögn og samkeppni“.
- - -
Ragnar bendir á að hér á landihafi framkvæmd samkeppn-
islaga, en ekki lögin sjálf, „verið
með þeim hætti að erfitt hefur
verið fyrir íslensk fyrirtæki að ná
þeirri stærðarhagkvæmni sem
sjálfsögð þykir erlendis. Þetta hef-
ur bitnað á landbúnaðinum ekki
síður en öðrum atvinnugreinum.“
- - -
Hann nefnir kjötvinnsluna ílandinu í þessu samhengi og
segir hana í sömu stöðu og mjólk-
urvinnsluna um síðustu aldamót.
„Útreikningar sem gerðir hafa
verið benda til að verði þessum
stöðvum leyfð samvinna og sam-
einingar muni taka við hliðstætt
skeið framleiðniaukningar og orð-
ið hefur í mjólkurvinnslunni.
Vinnslukostnaður muni lækka
stórlega sem getur bæði þýtt
hærra afurðaverð til bænda og
lægra verð til neytenda.“
- - -
Þarna eru miklir hagsmunir íhúfi en fyrirstaðan er ríkis-
stofnun á villigötum. Stjórnvöld
hljóta að bregðast við þeirri
stöðu.
Ragnar Árnason
Ríkisstofnun
á villigötum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn er hættustig almannavarna í
gildi á höfuðborgarsvæðinu, á Vest-
urlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi
vestra og Austur-Skaftafellssýslu
vegna gróðurelda. Óvissustig er á
Suðurnesjum, Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu.
Sem kunnugt er hefur mikið verið
um gróðurelda á Suðvesturlandi að
undanförnu. Í tilkynningu frá al-
mannavörnum segir að enn sé nokk-
uð þurrt sums staðar á suðvestur-
horninu þrátt fyrir hressilegar
rigningar síðustu daga, eins og til
dæmis í Heiðmörk, þar sem enn er
næturfrost og hefur gróður því ekki
tekið við sér. Jafnframt segir að
bann sé í gildi við meðferð opins elds
á þeim svæðum sem um ræðir.
Spáð er áframhaldandi þurrki
næstu daga ásamt talsverðum vindi
eða allt að 15 metrum á sekúndu að-
faranótt fimmtudags.
„Hættustig almannavarna er sett
á ef heilsu og öryggi manna, um-
hverfis eða byggðar er ógnað af nátt-
úru- eða mannavöldum, þó ekki svo
alvarlegum að um neyðarástand sé
að ræða. Að lýsa yfir hættustigi er
hluti af verkferlum í skipulagi al-
mannavarna til að tryggja formleg
samskipti og upplýsingagjöf á milli
viðbragðsaðila og almennings,“ segir
í tilkynningu almannavarna.
Telja enn vera hættu á gróðureldum
- Hættustig almannavarna enn í gildi
- Áfram verður þurrt og vindasamt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slökkvistarf Ný slökkviskjóla er nú
til taks til að berjast við gróðurelda.
Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur
Rósar voru í gær sýknaðir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur af ákærum um
stórfelld skattsvik. Jón Þór Birgis-
son, söngvari hljómsveitarinnar, var
einnig sýknaður af skattsvikaákæru
í tengslum við félag hans Frakk.
Þetta staðfesti Bjarnfreður Ólafs-
son, lögmaður núverandi og fyrrver-
andi liðsmanna Sigur Rósar. Sams
konar ákæra var gefin út á hendur
öllum fjórum liðsmönnum hljóm-
sveitarinnar en Jón Þór var einnig
ákærður vegna Frakks.
Tímabær niðurstaða
„Þetta er löngu tímabær niður-
staða. Þetta er mjög vel rökstudd og
afgerandi sýkna, bæði varðandi
þessi atriði sem voru sameiginleg hjá
öllum fjórum og síðan komu lög sem
tóku gildi 1. maí sem banna hrein-
lega tvöfalda refsingu í skattamálum
með mjög afgerandi orðalagi,“ sagði
Bjarnfreður við mbl.is.
Hann telur ljóst að ekki hafi verið
annað hægt en að sýkna í málinu af
þessum sökum og segir að það kæmi
sér mjög á óvart ef málinu yrði áfrýj-
að til Landsréttar.
Bjarnfreður segir sýknu Jóns
Þórs vegna Frakks einnig vera mjög
afgerandi. Farið sé yfir af hverju
hann uppfylli ekki saknæmisskilyrð-
in um stórfellt gáleysi og útskýrt að
fleiri en ein ástæða sé fyrir sýknu
hans.
Máli Sigur Rósar var vísað frá
héraðsdómi á sínum tíma vegna
sjónarmiða um tvöfalda refsingu.
Málið fór eftir það til Landsréttar
sem taldi að héraðsdómur þyrfti að
taka málið til efnislegrar meðferðar.
Var meðal annars vísað til þess að í
máli fjórmenninganna hefðu þeir
ekki sætt álagi vegna stórs hluta
þeirra tekna sem þeir voru ákærðir
fyrir að hafa vantalið. freyr@mbl.is
Liðsmenn Sigur
Rósar sýknaðir
- Áfrýjun ólíkleg segir lögmaður
Morgunblaðið/Eggert
Sýknaðir Liðsmenn Sigur Rósar í
Héraðsdómi Reykjavíkur.