Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 2
Hvernig kemur þú að þessum tónleikum? Þetta var lítil hugmynd sem fæddist um 2010. Þegar Harpa var opnuð fannst mér tilvalið að heiðra minningu Oddgeirs Kristjánssonar og þá skelltum við í tónleika í Hörpu. Oddgeir hefur verið valinn Vestmannaeyingur aldarinnar og á lög eins og Ég veit þú kemur og Ágústnótt. Eftir fyrstu tónleikana vorum við hjónin hvött til að halda þessu áfram, sem við gerðum og eftir það hafa verið tónleikar í janúar ár hvert í Hörpu. Í ár var þeim frestað fram í maí. Verður þeim einungis streymt? Nei, það mega vera 200 manns í salnum og við ætlum að nýta okkur það. En svo verður tónleikunum streymt hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone og eins verða þeir í netstreymi. Hvaða tónlistarmenn koma fram? Við erum með landslið listamanna; Jón Jónsson, Friðrik Dór, Ingó veðurguð, Matta Matt, Siggu Beinteins og Katrínu Halldóru. Svo erum við með einn ungan tenór frá Vestmannaeyjum, Alexander Jarl. Svo er heljarinnar band undir stjórn Jóns Ólafssonar. Verða þetta allt Eyjalög? Nei, við förum líka aðeins út fyrir Eyjar. Í ár vildum við hafa þetta í bland, en tónleikarnir verða með sumarlegu ívafi. Þarna koma fram margir af vinsælustu söngvurum landsins sem eiga mörg af vinsælustu lögum landsins undanfarin ár og það er ekki ólíklegt að sum þeirra heyrist á tónleikunum. Verða þetta brjálaðir sumarstuðtónleikar? Já, ég get lofað því. Fólk á eftir að hrífast með því þetta eru lög sem allir þekkja. Þetta verður alveg geggjað. BJARNI ÓLAFUR GUÐMUNDSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg M iðflokkurinn ljær máls á EB-aðild.“ Ég hleypti óhjákvæmilega brúnum þegar ég rakst óvænt á þessa fyrirsögn á forsíðu Mogg- ans míns í vikunni. Að vísu var tölublaðið ekki flunkunýtt, heldur þrjátíu ára gamalt, frá 30. apríl 1991. En samt, málið hlaut að vekja forvitni manns og ekki hjá því komist að lesa fréttina alla leið á enda. Eins og við munum þá voru aðeins erlendar fréttir á forsíðu Morgunblaðs- ins fyrir þrjátíu árum, þannig að ekki var verið að tala um íslenska Miðflokk- inn enda allmörg ár í að hann yrði stofnaður og Sigmundur Davíð rétt að ljúka gagnfræðaprófi, bregðist minnið mér ekki. Ef EB ruglar ykk- ur eitthvað í ríminu þá hét Evrópu- sambandið Evrópubandalagið upp á hið ástkæra ylhýra á þessum tíma sem skýrir skammstöfunina, EB. Hvers vegna Evrópusambandið er skammstafað ESB en ekki ES er aftur á móti hulin ráðgáta; það er eins og að KSÍ væri skammstafað KSBÍ. Sem er miklu kauðalegra og slappara á alla kanta. En jæja, þetta var sumsé finnski systurflokkur þeirra Sigmundunga, sem Esko gamli Aho fór fyrir á þess- um tíma, sem daðraði þarna við Evr- ópubandalagið, aðeins tveimur dögum eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn og Aho í stól forsætisráðherra. Í fréttinni stóð: „Miðflokkurinn, sem nýtur einkum stuðnings í dreifbýlinu, hefur til þessa hafnað algjörlega frekari þátt- töku Finna í samstarfi Vestur-Evrópuríkja. Í ályktun flokksins frá því á sunnudag, […] segir hins vegar að Finnar þurfi að velta fyrir sér kostum og göllum hugsanlegrar aðildar að EB. Þó beri fyrst að ljúka samninga- viðræðum EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um evrópskt efna- hagssvæði.“ Ég veit fátt skemmtilegra en að blaða í gömlum dagblöðum og nota öll tækifæri til að henda mér í slíkt tímaferðalag, hvort sem við liggja vinnu- rannsóknir eða bara hrein og tær dægrastytting. Og aldrei þarf að leita lengi áður en maður kemur niður á eitthvað hnýsilegt, eins og þessar EB-gælur Miðflokksins. Eins og við munum þá náðu þær gælur alla leið og Esko Aho leiddi Finnland inn í bandalagið árið 1995. Ég get hins vegar alveg lofað ykk- ur því að starfsbróðir hans hér á Klakanum mun aldrei fara sömu leið og lík- urnar á því að við munum sjá fyrirsögnina „Miðflokkurinn ljær máls á ESB- aðild“ á forsíðu Morgunblaðsins eru engar. Nákvæmlega engar. Tja, nema þá að erlendar fréttir verði teknar þar upp að nýju. Miðflokkurinn ljær máls á EB-aðild Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég veit fátt skemmti- legra en að blaða í gömlum dagblöðum og nota öll tækifæri til að henda mér í slíkt tíma- ferðalag. Thelma Mogensen Já, mjög oft en ég fer bara í heita pottinn. SPURNING DAGSINS Ferðu í sund? Lárus Jóhannesson Já, ég fer reglulega í sund; það er hluti af því að vera Íslendingur. Viktoría Elsa Snævarsdóttir Já, ég syndi yfirleitt í svona tutt- ugu mínútur ef sundgleraugun eru með í för. Benedikt Reynisson Já. Ég syndi, fer í gufu, kalda pott- inn og geri teygjuæfingar. Oftast í Vesturbæjarlauginni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Eyjatónleikar verða laugardaginn 15. maí í Silfurbergi. Miðar í streymi fást á harpa.is og tix.is en ekki fást miðar á viðburðinn sjálfan. Bjarni Ólafur, er markaðs- maður á K100 og Eyja- maður í húð og hár. Morgunblaðið/Eggert Geggjað stuð í streymi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.