Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021
DÝRALÍF
Þ
að var sólríkur dagur í
Biskupstungum þegar blaða-
maður barði að dyrum hjá
hjónunum á Helgastöðum. Ólafur
Gunnarsson og Ólöf Kristjánsdóttir
eru nýir eigendur hins óttalausa og
uppátækjasama Gullbrands, en áður
bjó hann í Mýrunum í Garðabæ hjá
blaðamanni, sem er engan veginn
hlutlaus þegar kemur að því að fjalla
um köttinn.
Gullbrandur fæddist fyrir sex ár-
um í Biskupstungum, ekki þó á
Helgastöðum, og má því segja að
hann sé kominn aftur heim í sveitina
sína. Hann var þó fljótt gefinn og bjó
þá á Kjalarnesi þar sem hann var
hafður í hesthúsi og sinnti þar starfi
sínu sem músabani. Rúmlega
tveggja ára fluttu eigendur hans
annað og máttu ekki hafa kött á nýja
staðnum. Þá voru góð ráð dýr.
Undirrituð tók því að sér þennan
gulbröndótta fress sem þekkti ekki
rólegt heimilislíf en vandist því fljót-
lega og varð prýðilegur köttur, með
nokkrum undantekningum þó. Hann
átti það nefnilega til að klóra og bíta,
fara inn um glugga hjá nágrönnum
og valda þar óskunda. Þar var hann
óttalegur óþekktarangi; valsaði um
borð og stökk hátt upp á hillur og
sýndi klærnar ef reynt var að tjónka
við hann. Eftir nokkurt þref við ná-
granna, og margar færslur á Face-
book-síðu Garðabæjar þar sem Gull-
brandur brosti saklaus framan í
vélina, var tekin sú ákvörðun að
finna honum nýtt heimili uppi í sveit.
Þar gæti hann hlaupið um túnin,
veitt mýs, vingast við hunda og hesta
og vonandi hætt að bíta og klóra.
Eins og óþekku börnin í gamla daga
var sem sagt Gullbrandur sendur í
sveit.
Finnst hestalyktin best
Óli og Ólöf hafa nú átt Gullbrand í
þrjá mánuði og segja hann afar
skemmtilegan kött.
„Við könnumst bara ekkert við
þessa óþekkt. Hann bítur aldrei né
klórar,“ segir Óli.
„Það kom fljótt í ljós að hann elsk-
ar hesta. Ég sá það strax þegar
hrossin voru hér heima við að hann
var alveg óhræddur að ganga undir
þau. Svo kom það seinna að hann fór
að sýna þeim ástúð,“ segir Óli.
„Það sem er svo skemmtilegt við
Gullbrand er að hann kemur alltaf
með hvert sem við förum. Þegar ég
fór hér út á tún á gönguskíði þá elti
hann mig hring eftir hring,“ segir
Ólöf.
„Í gær hitti ég bóndann hér við
hliðina á og við spjölluðum þar sem
við sátum og hölluðum okkur upp við
rúllur. Þá kom hann upp á rúllurnar
og fór strax að nudda sér upp við
bóndann. Hann vill alltaf vera með,“
segir Óli.
„Ég ætlaði ekki að leyfa honum að
sofa uppi í neinum rúmum hér, og
alls ekki í mínu rúmi. En nú sefur
hann alltaf ofan á sænginni hjá syni
okkar Gabríel. Og ég horfi bara
framhjá því,“ segir Ólöf og hlær.
Gullbrandur hefur tekið ást-
fóstri við hestinn Jarp og veit
fátt betra en að nudda sér upp
við hann eða fara á bak. Óli á
Helgastöðum fylgist með.
Gullbrandur hefur lifað tímana tvenna, já eða þrenna, því hann hefur verið hesthúsaköttur, eðalprins í Garðabænum og loks
sveitaköttur sem stjórnar bæði fólki og dýrum. Gullbrandur veit fátt skemmtilegra en að knúsa hestana, nú eða skella sér á bak.
Texti og myndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Kötturinn sem elskar hesta
5