Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021
LESBÓK
HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600
Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin.
Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi.
Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi.
Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn.
NÝ TÆKNI!
NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI
MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM
FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI
EPLI Söngkonan Electra Mustaine er hægt og bítandi að
hasla sér völl á eigin forsendum en fram að þessu hefur
hún verið þekktust fyrir að vera dóttir málmgoðsins Daves
Mustaines í Megadeth. Á dögunum sendi hin 23 ára Electra
frá sér lagið Evergreen sem þykir vera nútímalegt popp í
anda Miley Cyrus og Gwen Stefani og liggja óralangt frá
þrassinu sem faðir hennar er kunnur fyrir. „Ég er með
tónlistina í blóðinu en nálgast hana bara á annan hátt en
faðir minn,“ segir Electra en von er á fyrstu breiðskífu
hennar á næsta ári. „Evergreen byggist á reynslu minni
í tónlistinni og lífinu; ég hef gjarnan farið á svig við
væntingar fólks. Það blundar uppreisnarseggur í okkur
öllum og ég vildi gera öðruvísi tónlist en faðir minn
sem þó er mér eðlislæg.“
Úr pabbaskjóli í poppið
Electra Mus-
taine ætlar sér
stóra hluti.
AFP
FRÆGÐ Skoski leikarinn Ewan McGregor
fer með titilhlutverkið í nýrri smáseríu á Net-
flix, Halston, sem kemur inn á efnisveituna
14. þessa mánaðar. Þar eru til umfjöllunar
ævi og störf bandaríska tískuhönnuðarins
Roy Halston Frowick, sem alla jafna var kall-
aður Halston, en hann var á hvers manns
vörum á áttunda áratugnum enda hannaði
hann fötin á ekki ófrægari konur en Jackie
Kennedy og Lizu Minelli. Fall hans var líka
bratt; það kreppti að í rekstrinum, eiturlyfja
var neytt í óhóflegu magni og loks veiktist
Halston af alnæmi og lést árið 1990, aðeins 57
ára að aldri. Leikstjóri er Daniel Minahan.
Smásería um hönnuðinn Halston
Ewan McGregor leikur hönnuðinn Halston.
AFP
Umslag Still Wish You Were Here.
Bara þú værir
hér enn, lagsi
ÓÐUR Wish You Were Here með
Pink Floyd er með frægari plötum
rokksögunnar en hún kom út árið
1975 og var óður til gamals félaga,
Syds Barretts, sem vikið var úr
bandinu sjö árum áður vegna and-
legra veikinda og ótæpilegrar notk-
unar á ofskynjunarlyfjum. Nú hef-
ur hópur tónlistarmanna komið
saman og endurgert plötuna undir
titlinum Still Wish You Were Here
og er hún væntanleg í allar betri
plötubúðir 28. þessa mánaðar. Með-
al þeirra sem koma fram á plötunni
eru Ian Paice, Joe Satriani, Rick
Wakeman, Geoff Tate, David Ell-
efson, James LaBrie, Steve Stevens
og Carmine Appice.
Ég sigldi of lengi fyrir eiginseglum, vegna þess að égvarð hamingjusöm. Og ég er
þessi dæmigerði fíkill sem telur sér
trú um að fyrst ég er hamingjusöm
þá sé allt í himnalagi og ég geti fyrir
vikið gert það sem mér sýnist. Allt
sem þurfti var athugasemd frá einni
manneskju og ég var fallin.“
Þetta segir söngkonan og sjón-
varpsstjarnan Kelly Osbourne í
hlaðvarpsþættinum Knockin’ Doorz
Down vestur í Bandaríkjunum en
rof kom í edrúmennsku hennar, sem
staðið hafði frá árinu 2017, fyrir
skömmu.
„Ég var undir miklu álagi,“ held-
ur hún áfram, „eins og við öll undan-
farið ár. Faraldurinn hefur leikið
marga sem eru á snúrunni grátt
vegna þess að við þurfum á fé-
lagsskap hvert annars að halda,
fundunum okkar, prógramminu og
rútínunni. Sem hendi væri veifað
var þetta hrifsað af okkur. Og mað-
ur stendur stjarfur eftir og spyr sig:
Hvernig byrja ég upp á nýtt? Þann-
ig verður maður að dæmigerðu
fórnarlambi sem byrjar að leita að
afsökunum. Sjálf fann ég mína af-
sökun og færði mér hana í nyt.“
Heimurinn kynntist Kelly Osbo-
urne, sem er 36 ára gömul, fyrst í
raunveruleikasjónvarpsþáttunum
The Osbournes frá 2002 til 2005, þar
sem foreldrar hennar, Ozzy og
„Þú ert
ógeðsleg!“
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur reynt á
okkur öll, þar á meðal söngkonuna og sjónvarps-
stjörnuna Kelly Osbourne, sem rann á svellinu í
edrúmennsku sinni en stóð jafnharðan upp aftur.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Osbourne-fjölskyldan eins og við munum eftir henni úr sjónvarpsþáttunum
frægu á sinni tíð, Ozzy, Kelly, Jack og Sharon. Myndin er tekin árið 2003.
Reuters
Ozzy Osbourne, faðir Kelly, er goðsögn í málmheimum og fleiri
heimum. Kappinn er orðinn 72 ára gamall en hvergi af baki dottinn
þrátt fyrir veikindi sín og slys sem hann varð fyrir á heimili sínu árið
2019 og vinnur nú að nýrri sólóplötu. „Ég er kominn með fimmtán
lög,“ tjáði hann málmgagninu Metal Hammer á dögunum. „Þetta
hefur haldið í mér lífi, skilurðu? Síðustu tvö árin hafa verið stremb-
in, fyrst slysið og svo heimsfaraldurinn. Þetta hefur hjálpað mér að
halda sönsum. Ég þurfti á tónlistinni að
halda.“
Platan hefur enn ekki hlotið nafn en Ozzy
rær nú öllum árum að því að klára hana.
Hann segir hana um margt líka síðustu
plötu, Ordinary Man, sem kom út
snemma á síðasta ári en heyrn sé þó
sannarlega sögu ríkari.
Meðal gesta á plötunni verða trymbl-
arnir Chad Smith úr Red Hot Chili Pep-
pers og Taylor Hawkins úr Foo Fighters
og Rob Trujillo bassaleikari Metallica.
Guð sé Ozz næstur
Ozzy og
Kelly á góðri
stundu.