Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 Þ að sópar að Áslaugu Örnu Sig- urbjörnsdóttur þar sem hún kemur til fundar við blaðamann á kaffihúsi, kankvíst bros og blik í auga veit á gott, hún er gamansöm og hláturinn smitandi, en um leið og talið berst að vinnunni skiptir hún um gír og alvaran tekur við. Ráðherrann stendur á þrítugu, fulltrúi nýrrar kynslóðar í stjórnmálum, en hefur samt verið áber- andi í pólitík undanfarin tíu ár. Hún tók að sér erfiðan málaflokk og hefur komist klakklaust í gegnum hann en vill taka að sér enn eindregnara forystuhlutverk í kom- andi þingkosningum. Þú hefur verið í dómsmálaráðuneytinu í hartnær tvö ár, sem ekki er létt ráðuneyti, komst þar nokkuð bratt inn, varstu ekkert smeyk við þá ljónagryfju? „Nei, ég sóttist eftir því að fara þangað inn, fannst það eðlilegt skref fyrir mig. Ég sækist eftir stórum verkefnum til þess að geta haft áhrif. Það var kannski helst amma mín sem ekki var spennt fyrir þessu ráðu- neyti, vissi að það gæti verið strembið. En í dómsmálaráðuneytinu eru gríðarlega mörg skemmtileg tækifæri til þess að bæta og einfalda líf fólks og koma hugsjónum sínum í farveg og framkvæmd. Mörgum fannst ég setja markið fullhátt, en ég ákvað að koma hlaupandi inn í ráðuneytið og sýna að mér væri vel treystandi fyrir þessum mikilvæga málaflokki.“ Heldurðu að það skipti máli að dóms- málaráðherra sé lögfræðingur? „Ég get ekki talað fyrir aðra, en mennt- unin hefur í það minnsta nýst mér mjög vel.“ Hvaða mál voru brýnust eða stóðu hjarta þínu næst? „Ja, sumt seturðu sjálfur á dagskrá, en maður verður líka að kunna að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið. Þegar ég kem inn í ráðuneytið er mikill ófriður innan lögreglunnar og það var fyrsta verkefnið sem varð að leysa. Það þurfti að koma á ró, vinnufriði og auknu samstarfi innan lögregl- unnar. Það hefur tekist. Því var fylgt eftir með ýmsum nauðsyn- legum úrbótum, við settum skipulagða glæpastarfsemi í forgang, efldum eftirlit með lögreglu, komum á fót lögregluráði og höfum aukið alla samvinnu, sem skiptir miklu máli þegar við erum að takast á við fjölbreyttari brot en áður. Þar fyrir utan var alveg tímabært að ráð- ast í ýmsar bætur á þeim þáttum sem snúa að venjulegu fólki. Finna nýjar lausnir sem einfalda og bæta líf fólks og reynslu þess af kerfinu. Við megum ekki gleyma því fyrir hverja við erum að vinna, fyrir hverja kerf- in eru. Við eigum ekki að láta fólk aðlagast kerfinu heldur sníða kerfið að fólkinu.“ Litlu frelsismálin eru stórmál Þar er nægt rými til úrbóta? „Jú og þar eru líka tækifæri til þess að fara betur með almannafé og forgangsraða verkefnum. Þetta eru málaflokkar sem oft snerta fólk með beinum hætti. Við eigum að tryggja réttlátt samfélag og það gerum við ekki án þess að fólk geti leitað réttar síns og upplifað öryggi í samfélaginu. Svo vildi ég einnig leggja áherslu á að auka frelsi fólks og standa við það sem ég hef sagt um frelsismálin.“ Hvernig þá? „Það eru ýmis tækifæri til þess í mínu ráðuneyti, eins og t.d. áfengislöggjöfinni, sem enginn hefur snert í fjölda ára. Mörg- um þykir það óþarflegt smámál, en við megum ekki falla í þá gryfju að kalla frels- ismálin litlu málin. Þau snúast um frelsi manna og þess vegna skipta þau miklu máli, þótt hvert og eitt þeirra kunni að virðast smátt. Þessir litlu slagir um frjálst útvarp og bjórbannið skiptu verulegu máli þegar allt kom til alls. Við þurfum að taka þá áfram og þegar maður kemst í stöðu til þess að breyta þeim þá gerir maður það. Maður getur nefnilega sinnt bæði stórum málum og litlum. Þótt maður setji mál á dagskrá er það ekki endilega forgangsmál eða þannig að önnur mál víki fyrir þeim.“ Þú nefndir skipulagða glæpastarfsemi. Áhyggjur af þeim málum hafa aukist mjög upp á síðkastið, en erum við í stakk búin til þess að takast á við þau? „Við höfum gripið til umfangsmikilla að- gerða á síðustu misserum til þess að geta fengist við þennan nýja veruleika. Lög- reglan er að mörgu leyti vel í stakk búin til þess, en það þarf að gera betur og það er á dagskránni. Þessi skipulagða glæpastarfsemi er öðru- vísi en önnur brot, þau eru ekki einskorðuð við umdæmi eða landamæri, snerta fleiri brotaflokka, brot eru tengd og brotamenn sömuleiðis. Þess vegna þarf að vinna mál þvert á embætti og þvert á deildir, í sam- starfi við alþjóðleg lögregluyfirvöld. Þar hefur alþjóðasamfélagið áttað sig á því að þar næst mestur árangur með aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Já, það kann að vera árangursríkt, en er það alltaf til góða? Nú sér maður að ákærum um peningaþvætti er hent inn í alls kyns mál sem fæst fólk myndi telja raun- verulegt peningaþvætti. „Auðvitað verðum við að fara varlega í sakirnar og það á líka við um heimildir lög- reglunnar. Það er samt sem áður þannig að skipuleg brotastarfsemi er oft á tíðum und- irliggjandi í löglegri starfsemi, sem þá er skálkaskjól til þess að sinna glæpastarf- semi. En auðvitað má aldrei grípa til svona úrræða bara af því að það er þægilegt. Auknar heimildir eru veittar til þess að sinna tilteknum verkefnum og gæta að ör- yggi landsins gagnvart bæði skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkahættu.“ Útlendingamálin hafa oft reynst dóms- málaráðherrum afar erfið, þó að þú hafir raunar ekki ratað í mikil vandræði í þeim. Hvar stöndum við? „Við stöndum vel. Við erum að gera vel. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Ég vil vinna“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi þingkosn- ingum. Morgunblaðið ræddi við hana um hvaðan hún er að koma, en kannski ekki síður hvert hún ætlar. Andrés Magnússon andres@mbl.is ’ Við megum ekki falla í þá gryfju að kalla frelsismálin litlu málin. Þau snúast um frelsi manna og þess vegna skipta þau miklu máli. 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.