Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 Ég held að langflestir séu á einu máli um að við viljum gera vel við þá sem þurfa á al- þjóðlegri vernd að halda og svara fólki fyrr, bæði jákvæð svör og neikvæð, nýta fjár- munina betur og gera vel við þá sem þurfa í raun á alþjóðlegri vernd halda. En við verðum líka að gæta þess að kerf- ið sé ekki misnotað, það er hætta á því ef kerfið er ólíkt því sem gerist í kringum okkur.“ Við sjáum á tölfræði, bæði hér og annars staðar, að það eru nokkur brögð að því. Koma harðari aðgerðir til greina? „Við erum háð ýmsum alþjóðlegum skuld- bindingum, en vinnulagið er orðið miklu betra og öll afgreiðsla er mun skjótari. Að sumu leyti erum við háð Schengen- samstarfinu, en við höfum metið það sem svo að ávinningurinn af því svari vel kostn- aði. Vantar fleira fólk til Íslands Við eigum þó ekki aðeins að tala um útlend- ingamálin út frá alþjóðlegri vernd. Við eig- um að ræða um þau á samfélagslegum og atvinnulegum forsendum, sjá tækifærin í því að fá hingað erlent fólk sem vill koma hingað til þess að vinna og lifa með okkur í þessu þjóðfélagi, auðga sig og okkur öll. Þar eru mikil tækifæri, en það eru mjög fá- ir til í að ræða að fjölga atvinnuleyfum er- lendra borgara sem koma frá löndum utan EES. Við þurfum fleira fólk á Íslandi, við þurf- um fleiri vinnandi hendur til þess að skapa verðmæti og standa undir samneyslunni. Þar finnst mér að við ættum ekki að gera svo mikinn mun á fólki frá Evrópu og utan hennar. Við tökum á móti sérfræðingum ut- an úr heimi, en líka alls konar fólki, sem hingað kemur í leit að betra lífi, en fer inn í alþjóðlega verndarkerfið af því að það virð- ist eina færa leiðin. Þetta þurfum við að laga.“ En svo sinnir þú auðvitað hversdagslegri verkefnum í ráðuneytinu? „Jú, þar eru ótal verkefni, sem mörg hver snerta almenning meira, þótt það séu ekki eins heitar tilfinningar um þau. Ég nefni t.d. stafrænu byltinguna, sem flestir sjá í stafrænu ökuskírteini, en það er bara for- smekkurinn að því sem koma skal hjá hinu opinbera, sem mun bæta og létta þjón- ustuna, fyrir utan hitt að þar má fara miklu betur með fjármuni almennings. Ég nefni þjónustu hjá sýslumönnum, sem mörgum finnst þunglamaleg og stíf gagnvart bæði fólki og fyrirtækjum, hvort sem er við þing- lýsingar eða fjölskyldumál, svo ég nefni tvö dæmi.“ Kerfið fyrir fólkið, ekki öfugt Skatturinn breytti sér á nokkrum árum úr skrímsli í þjónustustofnun. Er þess kostur víðar? „Já. Alls staðar í kerfinu. Og við eigum að gera það. Verðum að gera það. Kerfið á að vera fyrir fólkið, ekki fólkið fyrir kerfið. Þetta getur allt orðið betra, einfaldara og skjótvirkara.“ Þú ert í yngri hluta þingheims, kannski fulltrúi þeirrar kynslóðar sem komst til manns með snjallsíma í hendi. Hefur þú aðrar væntingar til hins opinbera fyrir vik- ið? „Já, tvímælalaust. Kosturinn við það að koma svo ungur inn í ráðuneyti er að manni finnst margar svona breytingar sjálfsagðar og algerlega tímabærar. Ríkið á ekki að vera eftirbátur annarra í því og við sjáum hvernig atvinnulíf og þjónusta hefur tekið stórstígum breytingum með nýrri tækni og almenningur hefur ekki bara tekið því opn- um örmum heldur vill meira. Markmiðið hlýtur að vera að öll samskipti fólks við rík- ið geti verið stafræn og helst í rauntíma fyrir þá sem það kjósa.“ En hvað með kerfið, tekur það svona nýj- ungagirni vel? „Það er mjög misjafnt, en enn og aftur megum við ekki missa sjónar á því að kerfið á að vera fyrir fólkið, ekki öfugt. Yfirleitt þekkir fólk það á eigin skinni hvað ávinn- ingurinn getur verið mikill, en jú, stundum geta viðbrögðin verið dræm ef ekki þung- lamaleg. Við stjórnmálamennirnir verðum samt að ýta þessu áfram, vera opnir fyrir nútímalegum lausnum og skynsamlegum hugmyndum, sem oft koma fram hjá ein- staklingum úti í samfélaginu, ekki kerfinu sjálfu.“ Er eitthvað sem þú sérð eftir að hafa ekki náð að þoka í gegn eða ekki unnist tími til? „Jú, það má örugglega nefna dæmi um það, aðallega þá mál sem tvísýnt er að kom- ist í gegnum þingið héðan af. Almennt held ég að ég geti verið ánægð með árangurinn, þótt ég sé nú svolítið þannig gerð að ég hefði alltaf viljað gera meira og ná fleiru fram.“ Gaman að vinna Ertu vinnusöm? „Já, mér finnst gaman að vinna. Mér líð- ur ekki eins og ég sé í vinnunni þegar ég er að vinna, af því að mér finnst þetta gaman. Maður þarf auðvitað að finna jafnvægi milli vinnu og annars í lífinu og mér gengur sæmilega við það, en ég vil að hlutir gerist hratt og ég er kappsöm við að klára hluti.“ Og hugsjónamanneskja? „Já, ég fór í pólitík vegna þess að ég hef ákveðnar hugsjónir og ég held í þær. Ég tel líka að ég hafi verið kjörin á þing vegna þeirra.“ Þú kemur bráðung inn í stjórnmálin, vek- ur fyrst athygli sem tvítugur formaður Heimdallar með öflugri stjórnarandstöðu við vinstristjórnina. Það er þó sennilega á landsfundi flokksins 2015 sem þú stimplar þig inn í pólitíkina svo eftir er tekið, þegar þú bauðst þig fyrirvaralaust í embætti rit- ara flokksins og fékkst mikinn stuðning til þess. „Já, við unga fólkið komum mjög sterk inn á þennan landsfund, höfðum undirbúið okkur vel fyrir málefnastarfið og náðum miklum árangri í því. Ég held líka að við höfum átt þar mjög gott og málefnalegt samtal við eldra fólkið um eðli og verkefni Sjálfstæðisflokksins, sem ég bý enn að. Það var mikið talað um unga fólkið á þessum fundi og þess vegna bauð ég mig fram, til þess að athuga hvort þar fylgdi hugur máli. Kannski svolítið pönk hjá mér fyrst, en mér var tekið margfalt betur en ég eiginlega þorði að vona. Sjálfstæðisflokkurinn hlustar á og treystir ungu fólki Þar sýndi Sjálfstæðisflokkurinn að hann hlustar á raddir nýrrar kynslóðar. Hann veit að hann þarf að hreyfa sig í takt við tímann og sitja ekki eftir. Ef Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar áfram að vera leiðandi í íslensku samfélagi má hann ekki týna þess- um eiginleikum, vera óhræddur við framtíð- ina og treysta unga fólkinu fyrir framtíð- inni. Það hefur hann alltaf gert og ég þekki af eigin raun að þannig er það enn.“ Ertu ástríðustjórnmálamaður? „Já, tvímælalaust. Ég gekk í Sjálfstæð- isflokkinn út af stefnu hans um frelsi ein- staklingsins. Sú stefna flokksins er skýr og hrein og hún talaði til min. Þegar ég hætti sem formaður Heimdallar ætlaði ég fyrst að draga mig út úr stjórnmálum, en fann bara að ástríðan var þar og ég gat ekki hætt.“ Þér finnst þetta greinilega gaman. „Já, mér finnst það. Mjög gaman alveg. En líka mikil og gefandi lífsreynsla. Nú eða sú áskorun að vera við ríkisstjórnarborðið í heimsfaraldri. Það mótar mann mikið, en um leið finn ég hvernig stefna okkar, lær- dómar af sögunni og samstarfið hvert við annað leiðir okkur áfram. Í því samstarfi hef ég fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa Sjálfstæðisflokkinn við borðið. Flokk- inn sem heldur á lofti mikilvægi réttinda einstaklinga og þess að ríkisvaldið gangi ekki lengra en nauðsynlegt er, flokkinn sem hefur alltaf í huga hvar verðmætin verða til sem við treystum á til að geta viðhaldið og bætt þau lífskjör sem við njótum hér á landi. Það er vegna þeirrar reynslu minnar og þeirrar stefnu, sem ég er sannfærð um sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur stærð, styrk og stefnu sem enginn annar flokkur hefur og getur sameinað fólk vítt og breitt í þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn rúmar margs konar skoðanir og hefur sýnt að flokksmenn geta tekist á um álitaefni en fundið sameiginlegan streng í sjálfstæð- isstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að tala skýrt og vera öflugri við að kynna gildi sín, hvað hann hefur gert og hvert hann ætlar sér. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum okk- ar.“ En hann gerir það nú ekki einn? „Nei, en það skiptir máli að Sjálfstæð- isflokkurinn leiði uppbyggingu næstu ára, það er hann sem mun tryggja skilyrði til að byggja upp efnahaginn, sem er undirstaða velsældar og velferðar. Það er hann sem mun treysta stoðir atvinnulífsins og verð- mætasköpunar og auka þannig hagsæld í landinu. Það gerir hann ekki með upphróp- unum og yfirboðum, heldur ábyrgð og festu, skynsamlegri blöndu varfærni og áræðis, sem miðar að því að allir fái tækifæri til þess að njóta sín í þessu landi tækifæranna, en gæti þess um leið að enginn sé skilinn eftir. Ég hef metnað fyrir flokknum af því að ég veit að hann er best til þess fallinn að leiða breytingar og framfarir á Íslandi.“ Vill leiða listann til sigurs Þú greindir frá því á fimmtudag að þú leit- aðir eftir kjöri í 1. sætið í prófkjöri ykkar sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþing- iskosningarnar í vor. Þú vilt greinilega vera í forystu flokksins? „Já, það eru komin fimm ár síðan það var síðast prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og þá var Ólöf heitin Nordal val- in til forystu. Síðan hefur mikið gerst og mér finnst eðlilegt næsta skref að sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi kosningum. Ég vil að við grípum þau tækifæri sem nú blasa við í þjóðlífinu, ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fái fleira fólk til fylgis við sig, auki fylgi sitt og verði ótvíræður sigurveg- ari kosninganna.Til þess þurfum við að end- urnýja erindi okkar og svara ákalli nýrrar kynslóðar um sterka forystu..“ En prófkjörið er bara rétt handan við hornið og ekki margir búnir að gefa sig fram, áttu von á mikilli endurnýjun? „Ég vonast til þess að fólk treysti mér til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í höf- uðborginni til sigurs. Í því felst endurnýjun. Ólöf Nordal sigraði í prófkjörinu 2016 og nú er tækifæri til þess að stilla upp á lista að nýju. Ég vona að fleiri gefi kost á sér, ég kom ný inn í síðasta prófkjöri og fékk þar gott brautargengi. Það er alltaf tækifæri þegar Sjálfstæðisflokkurinn heldur þessi stóru opnu prófkjör, persónukjör til þess að velja á framboðslista, opið og lýðræðislegt ferli. Við leggjum það óhrædd í dóm kjósenda hvernig raðast á lista. Það á enginn neitt í pólitík nema það sem kjósendur gefa. Ég vil vinna fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík og Reykvíkinga alla. Ég vil leiða listann til sig- urs fyrir okkur öll.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi um sóttvarnir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Við leggjum það óhrædd í dóm kjósenda hvernig raðast á lista. Það á enginn neitt í póli- tík nema það sem kjósendur gefa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.