Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 14
V
estfirðingurinn Hanna Rósa
Hjálmarsdóttir fann sína fjöl í
steingervingum og því minni og
eldri sem þeir eru, því betra!
Hún hefur sérhæft sig í svoköll-
uðum götungum, sem eru örsmáir steingerv-
ingar sem aðeins sjást í gegnum smásjá.
Námið og starfið hefur leitt hana víða; til
Noregs, til Bretlands þar sem hún vann á
breskum olíuborpöllum, og til Svalbarða, þar
sem öfgarnar eru miklar; annaðhvort er kol-
niðamyrkur svo mánuðum skiptir eða al-
bjart. Þar fer hitastigið niður í mínus 25 á
veturna og mest upp í tíu gráður á góðum
sumardegi.
En á Svalbarða kann Hanna ljómandi vel
við sig, þó nú sé þessum kafla senn að ljúka.
Eftir sex ára dvöl flytur hún ásamt norska
kærastanum til Molde í Noregi. En áður
en hún flytur nær blaðamaður tali af
henni í gegnum myndsímtal og fær að
heyra af ævintýrum hennar á hjara ver-
aldar.
Passlega nördalegt
Hanna Rósa er fædd og uppalin á Ísa-
firði og bjó þar til tvítugs en þá hélt hún
til Reykjavíkur í nám í lyfjafræði.
„Ég hafði unnið í apóteki og valdi því
lyfjafræði en fann mig ekki náminu og
hætti,“ segir Hanna og segist hafa ákveðið
að venda kvæði sínu í kross og skráði sig í
jarðfræði.
„Ég fletti í gegnum námskrána og fann
jarðfræði,“ segir hún brosandi.
„Ég hafði reyndar áður haft áhuga á jarð-
fræði, en skólameistarinn á Ísafirði er jarð-
fræðingur. Ég var hjá honum í jarðfræði-
áfanga í menntaskóla og held ég hafi verið sú
eina sem fannst jarðfræðin skemmtileg,“
segir Hanna og segir kennarinn hafi smitað
sig af áhuganum.
„Það var svona passlega nördalegt að taka
jarðfræði,“ segir hún og hlær.
„Við lærðum um jökla og eldfjöll sem eru
„nýir“ atburðir en ég heillaðist samt af stein-
gervingum. Ég tók tvo kúrsa í steingervinga-
fræði og fannst það mjög spennandi, kannski
af því að þeir finnast varla á Íslandi. Elstu
bergtegundir á Íslandi eru kannski sextán
milljón ára, sem er gamalt, en það sem ég er
að stúdera núna er 100-200 milljón ára gam-
alt.“
Lærði að skjóta af riffli
Til Oslóar hélt Hanna eftir B.Sc.-námið og
fór þar í meistaranám í jarðlaga- og stein-
gervingafræði.
„Ég flutti þangað árið 2010 og hef ekki
flutt aftur heim síðan. Það var rosalega gam-
an í náminu, en ég fékk að vinna inni á jarð-
fræðisafninu í Osló innan um risaeðlur.
Þarna byrjaði ég á meistaraverkefni um göt-
unga frá Svalbarða. Ég var þar í hópi sem
gróf upp risaeðlur sem lifðu í sjónum, eða
sæskrímsli eins og það var kallað í fréttum,“
segir hún og hlær.
„Og sýnin mín eru úr þeim lögum líka,“
segir hún og segist hafa fengið sýnin send
frá Svalbarða til Oslóar þar sem hún rann-
sakaði þau.
„En ég hafði farið sem skiptinemi til Sval-
barða þegar ég var á síðasta árinu í B.Sc.-
náminu hér heima, með nokkrum öðrum ís-
lenskum stelpum.“
Kunnir þú strax vel við þig á Svalbarða?
„Já, þetta er mjög spes staður. Þetta er
svolítið líkt Ísafirði með þessum háu fjöllum,
þannig að mér leið eins og heima. Strax þeg-
ar maður kemur fer maður á öryggis-
námskeið og lærir að skjóta af riffli, bjarga
sér úr jökulsprungum og að hoppa í hafið
þegar það er ís í sjónum. Mjög öfgafullt!“
segir Hanna og segir mjög fáa búa á Sval-
barða og afar fáir eru þar innfæddir.
„Flestir sem búa hér hafa flutt hingað af
því þeir vilja búa hér. Það skapar ákveðna
stemmningu hér sem ekki er hægt að út-
skýra.“
Nú búa einungis um 2.000 manns þarna,
þekkir þú alla?
„Nei! En það er bara ein búð hérna og
maður hittir alltaf einhvern þar sem maður
þekkir.“
Fallegir með slímfætur
Eftir meistaraprófið fékk Hanna vinnu á
olíuborpalli.
„Ég var að klára meistaraprófið og fór að
sækja um vinnu og var ráðin til ráðgjafarfyr-
irtækis fyrir olíuiðnaðinn í Englandi. Ég
flutti því þangað og fór að vinna bæði á skrif-
stofunni og á olíuborpalli. Ég flakkaði á milli,
en var aldrei lengur en mánuð í einu á bor-
pallinum,“ segir Hanna og segist bæði hafa
farið á borpalla við England og við Noreg.
„Það eru fleiri konur að vinna á olíu-
borpöllum í Noregi; þeir eru komnir lengra í
þeim málum. En það var mjög notalegt að
vinna fyrir Englendingana, þeir eru svo
kurteisir. Það er unnið á tólf tíma vöktum,“
segir Hanna sem fékk þá káetu þegar hún
vann um borð, en hún vann við að greina sýni
sem komu djúpt úr hafsbotninum.
„Þeir bora niður með risaborum og upp
kemur jarðefni með bornum. Úr því er tekið
sýni; bæði fyrir jarðfræðinginn um borð og
fyrir okkur. Fyrst þarf að þvo sýnin, yfirleitt
með sápu og svo eru þau þurrkuð og sett
undir smásjá, en þetta eru eins og lítil sand-
korn eða minna. Ég leita svo eftir stein-
gervingum,“ segir Hanna og segir stein-
gervingana vera af einfrumungum.
„Þegar þeir eru á lífi lifa þeir á hafs-
botni eða svífa um í sjó. Þeir eru með
slímfætur í allar áttir. Þeir eru ekkert
rosalega spennandi en mér finnst þeir
mjög fallegir,“ segir hún og hlær.
„Þeir geta sagt okkur mjög mikið. Teg-
undir deyja út og nýjar koma til sögunnar,“
segir Hanna og segir þá vera hægt að aldurs-
greina lög eftir því hvaða götungar sjást þar.
Olíufyrirtækin geta þannig nýtt sér þekk-
ingu steingervingafræðinga til að ákvarða
hvar sé best að bora með því að greina göt-
unga hvers jarðlags.
Fann ástina norður í hafi
Eftir þrjú ár í Englandi, þar sem Hanna
flakkaði á milli lands og sjós, hélt hún aftur
til Svalbarða í doktorsnám.
„Ég sá ekki alveg fyrir mér að búa í Eng-
landi það sem eftir væri og svo langaði mig
svo aftur til Svalbarða. Ég var með Sval-
barðabakteríu. Þannig að ég sendi tölvupóst
til prófessors hér og spurði hvort hann væri
með verkefni fyrir mig. Og það gekk eftir; ég
sótti um starfið og fékk. Ég flutti þá alla leið-
ina til Svalbarða árið 2015, byrjaði í doktors-
verkefninu og hef búið hér nánast síðan,“
segir Hanna.
Mitt í erfiðu doktorsnámi í háskólanum á
Svalbarða bankaði ástin upp á.
„Það er kannski ekki besta hugmynd í
heimi að koma hingað til að finna sér mann,“
segir hún og hlær.
Engu að síður fannst sá heppni á eyju
lengst norður í ballarhafi. Petter, norskur
„tölvukall“, eins og hún orðar það, varð á
vegi Hönnu og vinkona hennar tók sig til og
sendi honum skilaboð, í hennar nafni.
„Það varð til þess að við byrjuðum að tala
saman,“ segir hún og brosir.
Hið gamla lýsir því nýja
Hanna segir doktorsnámið hafi byrjað
brösuglega.
„Í fyrstu rannsókninni fann ég enga göt-
unga í sýnunum. Enga steingervinga. Það
var því mjög erfitt að skrifa um það og því
seinkaði það náminu mínu nokkuð því ég
þurfti að finna nýtt efni til að skrifa um. Ég
fékk því vinnu í Osló um stund, sem hjálpaði
mér að fá sjálfstraust til að stofna mitt eigið
fyrirtæki,“ segir hún.
„Ég sá að það vantaði fólk með mína sér-
þekkingu í Noregi,“ segir hún og segist hafa
unnið í Osló í tæpt ár en þá skall kórónu-
veirufaraldurinn á.
„Þá þornuðu öll verkefnin upp, enginn
mátti ferðast og olíuverðið hrundi. Þá fór ég
aftur til Svalbarða að klára doktorsverk-
efnið, sem ég hafði auðvitað unnið að lengi.“
Hanna varði doktorsverkefnið nú í apríl og
fékk þá nafnbótina doktor.
„Ég einbeitti mér sérstaklega að göt-
ungum á heimskautasvæðum,“ segir Hanna
og segir jörðina á Svalbarða vera mjög
gamla.
„Hér eru svo mörg mismunandi lög og
margir mismunandi aldrar, en mikið land er
hér undir jöklum.“
Nú geta götungar sagt til um loftslag í
fyrndinni og aldur jarðlaga. Af hverju eru
þessar rannsóknir mikilvægar?
„Í jarðfræðinni og öðrum vísindagreinum
er oft sagt: „Hið nýja lýsir því gamla.“ En
það er líka hægt að snúa þessu við og segja
að það gamla lýsi þessu nýja. Það er hægt að
skoða gömul umhverfi, eins og fyrir hundrað
milljón árum, og ef aðstæðurnar verða þær
sömu, þá er hægt að spá um hvað gerist, til
dæmis í loftslagsmálum. Við notum líka um-
hverfið sem er í dag til að skilja hvernig það
var fyrir hundrað milljón árum. Það sem ég
geri er lítill hluti af því að skilja hvernig
jörðin leit út í fyrndinni, en þegar allt kemur
saman skiljum við betur heildarmyndina.“
Uppgötvaði sex nýja götunga
Vinnudagur Hönnu er misjafn; annaðhvort
er hún úti á vettvangi að safna sýnum eða
inni á skrifstofu að vinna vísindavinnu.
Með Svalbarða-
bakteríu
Dr. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir hefur búið sex ár á Svalbarða þar sem kolniðamyrkur og kuldi
ríkir marga mánuði ársins og ísbirnir ráfa um óbyggðir. Hún er ein fárra míkrósteingervinga-
fræðinga í heimi og finnst fátt fallegra en örsmáir götungar með slímuga fætur.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Ég stefni á olíuiðnaðinn og þá er erfitt að
búa á Svalbarða þegar maður þarf að fara að
vinna á olíuborpalli. Það er spennandi að
vinna á borpalli og maður er stundum að
stjórna því hvort borað sé eða ekki. Það eru
miklir peningar þarna í spilunum þannig að
þetta er mikil ábyrgð,“ segir Hanna Rósa
Hjálmarsdóttir míkrósteingervingafræðingur.
Götungar frá Svalbarða frá júra- og kríttíma-
bilinu, og eru ótrúlega vel varðveittir.
’
Ef maður fer út í búð á vet-
urna fer maður í öll fötin
sín því hér er 25-30 stiga frost
og svo vindkæling. Á sumrin
eru hér svona 5-6 gráður, en
eitt sumarið fór hitinn upp í 16
gráður í tvo daga. Þá þustu all-
ir út á stuttermabolum.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021