Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Blaðsíða 15
„Ég hoppa stundum upp í bíl eða þyrlu og er þá með jarðfræðihamar með, sem er mjög mikilvægt verkfæri. Svo tek ég til baka með mér bút af steininum. Þá fer ég með sýnið á tilraunastofuna og losa steingervingana úr berginu með því að brjóta það niður. Oft þarf ég að sjóða sýnið og svo nota ég sápu eða sýru til að finna steingervingana sem ég skoða svo undir smásjá. Steingervingar finn- ast nánast í öllu bergi sem hefur verið undir sjávarmáli,“ segir Hanna. Í doktorsnáminu fann Hanna sex nýjar tegundir götunga. „Það var rosalega gaman, enda gerist það ekki oft,“ segir hún og útskýrir fyrir blaða- manni að í vissum aðstæðum hafi götungar varðveist fullkomlega í kalksteini. „Hér á Svalbarða fann ég svona frábær- lega varðveitta götunga. Eins og þeir hafi frosið í tíma, en oftast hafa þeir þjappast saman og eru erfiðir að greina. En þessir voru fullkomnir og þá gat ég séð öll smáat- riði. Ég gat lýst sex nýjum tegundum og betrumbætt lýsingar á öðrum.“ Hanna er hógvær þegar hún ræðir sína uppgötvun. „Þetta er stórt fyrir okkur míkróstein- gervingafræðinga. En ef vísindamenn finna sambærilegan kalkstein, til dæmis í Kanada eða Síberíu, er sennilegt að þeir myndu finna sömu götungategundir.“ Myrkur allan sólarhringinn Lífið í Longyearbyen á Svalbarða vekur for- vitni blaðamanns. „Hér er heimskautalífsstíll. Ef maður fer út í búð á veturna fer maður í öll fötin sín því hér er 25-30 stiga frost og svo vindkæling. Á sumrin eru hér svona 5-6 gráður, en eitt sumarið fór hitinn upp í 16 gráður í tvo daga. Þá þustu allir út á stuttermabolum,“ segir Hanna og brosir. „Það er ekki oft peysuveður hér.“ Hanna segir að þau lifi að mörgu leyti ósköp venjulegu lífi, þrátt fyrir kuldann og fámennið. „Hér er mikið menningarlíf; hér er bæði djass- og blúshátíð og svo er bíó hérna. Það er fullt af veitingastöðum og börum, vegna ferðamannanna. Þeir koma hingað nánast allan ársins hring, nema helst yfir hávetur- inn. Frá nóvember og fram í febrúar er hér kolniðamyrkur. Algjört myrkur allan sólar- hringinn. Og öfugt á sumrin, þá er sól allan sólarhringinn,“ segir Hanna og segir myrkr- ið yfir vetrarmánuðina ekki trufla sig. „Mér finnst það allt í lagi, enda vön myrkr- inu á Ísafirði á veturna, þótt það sé ekki svona eins og hér. Maður venst þessu en auð- vitað hlakkar maður til að fá sólina og hér er haldin sólrisuhátíð. En svo verður maður smá leiður á henni því hún er allan sólar- hringinn. En það er ekki fyrir alla að búa hér og sumir höndla ekki myrkrið.“ Ísbjörn á tjaldstæði Hefurðu séð ísbirni? „Já, en ekki í návígi. En þeir hafa komið inn í bæinn og aðallega á sumrin. Þeir eru líka búnir að uppgötva sumarbústaði hérna hinum megin við fjörðinn. Það eru alla vega tvær kynslóðir ísbjarna sem hafa farið þang- að í leit að æti,“ segir Hanna og segir að því miður hafi þeir drepið fólk, síðast í fyrrasum- ar. „Það var einn ferðamaður drepinn í fyrra á tjaldsvæðinu. Það er oft sett upp vörn í kringum tjaldsvæði, en það var ekkert þá. Ísbjörninn var hinum megin við fjörðinn deginum áður og það var vitað af honum. Svo hefur hann bara synt yfir,“ segir hún og seg- ir ísbjörninn hafa náð að drepa ferðamann- inn þar sem hann svaf í tjaldi sínu, en fimm dauðsföll af völdum ísbjarna hafa verið á Svalbarða frá 1971. „Það er skylda að ferðast um með riffil ef maður fer út úr bænum, eins og í fjall- göngur,“ segir Hanna og segist ekki þurfa riffil á leið út í búð. Hún viðurkennir þó að dauðsfallið í fyrra inni í miðjum bæ hafi hrist upp í henni. „Maður verður var um sig eftir svona árás.“ Hanna segir að hún og kærastinn stundi mikið vetraríþróttir, fari á snjósleða, á skíði og í fjallgöngur. „Það er samt erfitt að stunda vetrar- íþróttir yfir veturinn þegar það er svo mikið kolniðamyrkur. Það er ekkert mjög gaman að fara í fjallgöngur í myrkri,“ segir hún og segir að þau haldi sig mest inni yfir hávetur- inn og hafi það huggulegt. Langar í venjulegt líf Nú eru tímamót hjá Hönnu og Petter en þau hyggjast kveðja Svalbarða, pakka niður og flytja til Molde í Noregi. Þar hefur Petter fengið vinnu og Hanna hyggst setja kraft í fyrirtækið sitt. Hún sér fram á að vinna sem ráðgjafi hjá olíufyrirtækjum. „Ég stefni á olíuiðnaðinn og þá er erfitt að búa á Svalbarða þegar maður þarf að fara að vinna á olíuborpalli. Það er spennandi að vinna á borpalli og maður er stundum að stjórna því hvort borað sé eða ekki. Það eru miklir peningar þarna í spilunum þannig að þetta er mikil ábyrgð,“ segir Hanna og segist vera búin að fá nokkur verkefni en sér fram á bjartari tíma þegar olíuverð hækkar í kjöl- far endaloka veirunnar. Er eitthvert Covid-smit á Svalbarða? „Nei, ekkert smit. Ég fékk bólusetningu í gær. Norska ríkisstjórnin ákvað að setja okkur í forgang. Ástandið er svo viðkvæmt hér því það er bara eitt sjúkrahús og það væri slæmt ef hér kæmi upp hópsmit.“ Hvernig leggst það í þig að yfirgefa Sval- barða eftir sex ár? „Það er allt í lagi. Þetta er mjög spes sam- félag, en ég á eftir að sakna þess. En venju- legt líf er eitthvað sem mig langar að prófa aftur.“ Hanna Rósa hefur notið sín vel á Svalbarða en hyggst nú flytja til Noregs. Hanna og Petter njóta vetraríþrótta á Svalbarða þegar ekki er of dimmt. 9.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.