Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Qupperneq 20
F yrir utan gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut bíður grímu- klætt fólk í röð eftir að komast í sýnatöku. Blaðamaður slæst í för, ekki þó í þeim tilgangi að láta prófa sig fyr- ir veirunni, heldur til að hitta Berg- lindi Guðmundsdóttur, sem er bæði hjúkrunarfræðingur og matarblogg- ari. Hún heldur úti síðunni Gulur rauður grænn og salt en þar má finna girnilegar uppskriftir af ýmsu tagi. „Aðalvinnan mín er að sjá um vef- inn, en ég stökk á þessa vinnu við sýnatöku. Það er gott að komast út úr húsi og hitta fólk líka,“ segir Berglind sem vinnur oft mikið heima við matarvefinn sinn. Berglind er afar sátt við nýja þátt- inn sinn, Aldrei ein. Hún segir blaða- manni frá þessu mikla ævintýri sem hún rataði í mitt í kórónuveirufaraldri. Kolféll fyrir Sikiley Berglind hefur bætt við einum starfstitli í safnið; hún er orðin sjón- varpskona á faraldsfæti, en í fyrra- haust hélt hún í ævintýralega ferð til Sikileyjar ásamt tökuliði. Afrakstur- inn er fjögurra þátta sería sem nú er sýnd í Sjónvarpi Símans. Hugmynd- in að þáttunum kviknaði í kjölfar ferðar sem Berglind fór í árið 2019, en eins og frægt er orðið giftist hún sjálfri sér í þeirri ferð. Hún kolféll fyrir eyjunni. „Ég upplifði þar svo mikla töfra og hitti svo yndislegt fólk. Þá datt mér í hug að það gæti verið gaman að gera þætti um Sikiley þar sem fólk fengi að kynnast þessum töfrum,“ segir Berg- lind og segist hafa haft samband við HD-Productions og fengið fyrirtækið til liðs við sig. Sjónvarpi Símans leist vel á hugmyndina og var þá lagt af stað í október 2020. „Við höfðum frestað ferðinni nokkrum sinnum út af svolitlu,“ seg- ir hún og hlær. „En Sikiley hefur verið í góðum málum og var á þessum tíma í frá- bærum málum þannig að við drifum okkur af stað. Við tókum áhættuna og allt gekk eins og í sögu,“ segir hún en ferðin var alls tvær vikur og hver mínúta var skipulögð. Fiskur tvisvar á dag Hvernig þáttur er Aldrei ein? „Þetta er eiginlega bæði ferða- og matarþáttur, en ég gef samt engar uppskriftir. Það má segja að þetta séu þættir um Sikiley með matar- og vínívafi. Við hittum margt fólk og þar var alls staðar matur á borðum,“ segir hún og segist hafa bankað upp á hjá fjölmörgum sem hún hafði kynnst í fyrstu ferðinni. „Allir tóku vel á móti okkur, enda er Sikiley í basli. Þetta er ekki rík eyja og þeir lifa mikið til á ferða- mönnum,“ segir Berglind, en þætt- irnir eru að sjálfsögðu góð land- kynning fyrir eyjuna. Hvað er Sikiley þekkt fyrir í mat- argerð? „Fisk og pasta. Þeir borða fisk tvisvar á dag og finnst það eðlilegt, á meðan maður er að pína í sig mánu- dagsýsuna,“ segir hún og hlær. „Ég spurði nokkra hvort þá lang- aði alltaf í fisk og svarið var: „Lang- ar mig í fisk? Þetta er ferskt úr haf- inu!““ segir Berglind og segir Sikileyinga koma fiski í allan mat. „Ég fékk svo góðan mat á Sikiley. Ítalía og matur!“ segir Berglind dreymin á svip. Heimsóknir tengdar mat Hvað var það besta sem þú smakk- aðir? „Cannoli, sem er klassískur sikil- eyskur eftirréttur. Það er skel fyllt með rjóma og ricotta. Ótrúlega gott,“ segir Berglind og segist meðal annars hafa heimsótt kokk í ferðinni, sem hún fékk að elda með. „Ég hitti hann Angelo sem rekur veitingastað sem er inni í helli og við elduðum saman eftirrétt. Svo hitti ég hann Salvatore sem er ólífuræktandi og einnig dásamlegu hjónin, þau Anarelle og Fabio, sem tóku að sér að endurbyggja jörð sem var komin í órækt. Þar má nú finna sítrónu- og appelsínutré, kryddjurtir, ólífur og margt fleira. Við fórum saman í „bakgarðinn“ þeirra og fundum til hráefni sem var síðan notað til að gera dásam- legan pastarétt með möndlupestó. Við gerð þáttanna fórum líka inn í Palermo sem er höfuðborg Sikil- eyjar og fengum þar leiðsögn um þessa skemmtilega hráu og líflegu fyrrum mafíósaborg. Þarna eru dásamlegir matarmarkaðir þar sem allt er eins ferskt og hugsast getur. Á Sikiley eru jafnframt forn- minjar sem taldar eru frá tólf þús- und árum fyrir Krist. Við skoð- uðum þær líka og það var ótrúleg upplifun. Við komum víða við en alls staðar tengdum við heimsóknir við mat. Og smá vín,“ segir hún og hlær. Berglind segist hafa fengið afar góð viðbrögð við þáttunum en segist hafa verið stressuð fyrst þegar hún horfði á þá með vinkonum sínum. „En ég var svo glöð að sjá að þeir voru alveg eins og upplifun mín var og finnst mér þeir endurspegla feg- urð Sikileyjar, bæði fólksins og eyj- unnar. Það skipti mig miklu máli að koma þessu vel frá mér. Það var svo aukabónus að viðbrögðin hafa verið frábær. Ég hef fengið fyrirspurnir um hvort ég ætli að vera með ferðir til Sikileyjar og get sagt frá því að það er verið að leggja drög að því.“ Þú vaktir mikla athygli um árið þegar þú giftist sjálfri þér. Þú hefur ekki skilið við þig er það? „Nei,“ segir Berglind og skelli- hlær. „Ég mæli með þessu. Allt það besta kemur út frá sjálfsást. Þetta var bara fallegt.“ Töfrar Sikileyjar Berglind Guðmundsdóttir leiðir landann í allan sannleikann um dásemdir Sikileyjar í Aldrei ein, nýjum þætti í Sjónvarpi Símans. Á Sikiley heim- sótti hún gestrisna heimamenn, kynntist menn- ingu eyjarinnar og borðaði einstakan mat. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þetta er eiginlega bæði ferða- og matarþáttur, en ég gef samt engar uppskriftir. Það má segja að þetta séu þættir um Sikiley með matar- og vínívafi. Við hittum margt fólk og þar var alls staðar matur á borðum,“ segir Berglind. Berglind naut sín vel á eyjunni. Berglind skoðaði fornminjar á Sikiley. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021 FERÐALÖG SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 17. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 21. maí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.