Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Page 24
„Hann er kannski ekkert að kássast í
manni en hann er samt þannig við
mig að þegar ég leggst í sófann kem-
ur hann og leggst á bringuna á mér,“
segir Óli.
„Þegar Óli er búinn að vera í hest-
húsinu og kemur inn og leggst í sóf-
ann, kemur hann og nuddar sér upp
við skeggið á honum. Það er svo
sætt,“ segir Ólöf og hlær.
„Honum finnst hestalykt best af
öllu!“
Heldur bænum
músalausum
Við ákveðum að fá okkur göngutúr
niður á tún til hestanna. Gullbrandur
er fljótur að sjá að eitthvað spenn-
andi er að fara að gerast og eltir okk-
ur en er samt ekkert að flýta sér.
Hann nartar í strá á leiðinni, gjóar
augunum á hænurnar og sýnir hund-
unum hver ræður. Það var einmitt
það sem blaðamaður hafði óttast
þegar hann kom með hann fyrst í
sveitina; hvernig hann myndi höndla
að búa með tveimur nokkuð stórum
hundum, þeim Glóa og Kókó. En
Gullbrandur kippti sér ekkert upp
við hundana; hann virðist vera al-
gjörlega óttalaus. Það var frekar að
hundarnir vissu ekki hvaðan á þá
stæði veðrið þegar kötturinn mætti á
svæðið.
„Hann nuddar sér mikið upp við
þennan brúna, en hinn reynir að
smala honum. Ef honum finnst hann
ganga of langt slær hann aðeins í
trýnið á honum með loppunni,“ segir
Óli.
Á hann sér uppáhaldshest?
„Já, það er hann Jarpur, enda er
hann rólegastur. Svo þekkir hann
Golu, því hún er úr hesthúsinu þar
sem hann ólst upp fyrst,“ segir Óli
og segir Gullbrand mikinn klifrara
og finnst hann gjarnan uppi á þaki á
hesthúsinu. Einnig er hann afar dug-
legur að veiða mýs.
„Við vorum í vandræðum með mýs
hér, sem fóru meðal annars inn í
skápa, en nú sést hér ekki mús. Hann
lék sér að einni hér um daginn og
gleypti hana svo í einum, tveimur bit-
um.“
Át dýru þorskhnakkana
Ólöf segir köttinn una sér vel í sveit-
inni.
„Hann er alltaf úti að vesenast
eitthvað, veiða mýs og leika sér,“
segir Ólöf.
„Hann fer oft inn í hæsnahúsið og
hænurnar eru stundum smeykar við
hann. En hann gerir ekkert við
þær,“ segir Ólöf.
„Hann stríðir líka oft hundunum.“
Óli segir Gullbrand fordekraðan
og að hann heimti fisk í öll mál.
„Þegar ég kem fram á morgnana
klukkan sex kemur hann og biður
mig um fisk,“ segir Óli og Ólöf bætir
við að sér hafi nú ekki litist á blikuna
þegar hún sá að frystikistan var tóm.
„Óli var búinn að taka bestu bit-
ana sem eru pakkaðir fyrir veitinga-
hús, ægilega fínir þorskhnakkar, og
sjóða þá ofan í köttinn. Mér fannst
þá nóg um,“ segir Ólöf og hlær.
Reiðköttur vindanna
Ást Gullbrands á hestum óx með
hverjum deginum og tóku Óli og
Ólöf eftir því að hann vildi bæði
knúsa þá og fara á bak. Um daginn
prófuðu þau að setja hann á bak
Jarpi og það fannst Gullbrandi
skemmtilegt. Hann hélt sér í á með-
an hesturinn var teymdur upp að
húsi, alsæll. Hann kunni greinilega
vel við heitan og sveittan hestinn og
nuddaði sér upp við hann þar sem
hann sat á baki eins og reiðköttur
vindanna. Að sjálfsögðu var reiðtúr-
inn festur á myndband sem má sjá
um helgina á mbl.is. Það er sjón að
sjá!
Í heimsókn blaðamanns var hann
ekki eins fús að fara á hestbak, enda
heitt í sólinni og hann var ekki í
stuði. Hann lét sig þó hafa það að
pósa aðeins fyrir blaðamann og fyrr-
verandi eiganda.
Það var komið að kveðjustund.
Blaðamaður viðurkennir fyrir Óla og
Ólöfu að hún sakni hans oft. Gull-
brandur var kvaddur með trega og
áður en haldið var í bæinn bauðst
undirrituð til að passa hann hvenær
sem er. Hjónin tóku vel í það. Spurn-
ing hvort við Gullbrandur færum þá
saman í útreiðartúr!
Gullbrandur hoppar
óhræddur á milli hest-
anna á Helgastöðum.
Klói virðist ekki par sátt-
ur við Gullbrand sem
hefur tekið stjórnina.
Gullbrandur unir sér vel í
sveitinni þar sem hann hef-
ur mikið rými til að hlaupa
um og leika sér á meðal
hunda, hesta og fólks.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.5. 2021
DÝRALÍF
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VANDAÐUR
HLÍFÐARBÚNAÐUR
Grímur, hanskar og andlitshlífar.
Skoðaðu úrvalið á fastus.is/hlifdarbunadur