Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.05.2021, Síða 29
Sharon, voru í forgrunni, ásamt yngri bróður hennar, Jack. Elsta systkinið, Aimee, baðst sem frægt er undan þátttöku í gjörningnum en þættirnir urðu frægir að endemum fyrir sérviskuleg uppátæki fjöl- skyldumeðlima. Kelly Osbourne hefur komið víða við síðan, meðal annars fengist við tónlist, leiklist, sýnt og hannað tísku. Lengi vel lét hún sitt ekki eftir liggja á djamminu en setti tappann í flöskuna árið 2017. Dauði eða hjálp Á þeim tíma tjáði hún tímaritinu People að það hefði verið spurning um líf og dauða. „Þetta snerist um að deyja eða leita sér hjálpar. Mín ákvörðun var að lifa enda er lífið þess virði. Ég á einstaka fjölskyldu og vini og hvers vegna í ósköpunum leyfi ég mér að líða svona ömur- lega?“ Jack bróðir hennar glímdi líka við fíkn á sínum yngri árum en hefur verið edrú í sautján ár. Í téðum hlaðvarpsþætti segir Kelly Osbourne fallið hafa verið sár vonbrigði. Hún hafði verið edrú í meira en þrjú ár og hliðarsporið þýddi að hún gat ekki lengur flaggað þeim góða árangri. Þegar betur var að gáð komst hún aftur á móti að því að edrúmennska snýst í raun og sann ekki um að telja mánuði og daga. „Þetta stóð ekki lengi; var bara einn snarpur túr og ástæðan fyrir því að ég varð að vera opin og hrein- skilin varðandi fallið er sú að þetta ferðalag er enginn dans á rósum. Það fylgir þessum sjúkdómi að falla stundum. Enginn er fullkominn. Einn dagur í einu er leiðarstefið og ég var ekki að taka einn dag í einu. Ég var heldur ekki að nýta stoðnet- ið, var til dæmis hætt að hringja í sponsorinn minn, mæta á fundum og hitta sálfræðinginn minn. Ég á besta kærasta í heimi og allir mínir draumar eru að verða að veruleika, taldi ég mér trú um. Allt lék í lyndi í vinnunni og ég stóð mig vel vegna þess að ég var til staðar.“ Þú átt þetta ekki skilið! Þá rak efinn sitt gamla greppitrýni inn um gættina. „Það leikur allt í lyndi,“ hugsaði Osbourne með sér. „Þú verður að eyðileggja það strax. Þú ert ekki svona góð og átt þetta ekki skilið.“ Sú hugsun náði fljótt yfirhöndinni. Það var ekki bara heimsfaraldur- inn og sjálfsefinn sem sóttu að Osbourne heldur léku veikindi bróð- ur hennar og föður sitt hlutverk líka. Jack er greindur með MS- sjúkdóminn og Ozzy glímir við park- insons-sjúkdóminn. „Eins og flestir fíklar þá á ég ekki gott með aðstæður sem ég fæ ekki stýrt og allt sem gekk á innan fjöl- skyldunnar var mér ofviða. Ég gat hreinlega ekki höndlað það. Svo er það allt sem hefur gengið á í heim- inum og að vita aldrei hvort maður má tjá sig eður ei, vegna þess að ég vakna á hverjum degi og þrái að vera góð manneskja sem hjálpar öðrum og berst fyrir jafnrétti og því að fá að vera sá sem maður er, sama á hverju gengur. Þegar maður hefur enga stjórn á þessu fyrir þær sakir að reglurnar breytast frá degi til dags spyr maður sig: Til hvers í and- skotanum er ætlast af mér? Ofan á allt þetta var ég að fást við park- insons-veiki föður míns og að vega og meta hvort ég væri reiðubúin að byrja aftur að vinna. Er þetta það sem ég vil? Allt varð þetta mér bara um megn og ég magalenti.“ Var ekki mennsk Osbourne segir að fíkillinn í sér vilji að hún sé undir áhrifum, óhamingju- söm, án kærasta og vina og sitjandi ein með sjálfri sér í íbúðinni sinni. „Það er þægilegast fyrir mig – að drekka. Og ég var í algjörri einangr- un, drakk bara og svaf og hafði enga burði til að vera mennsk á neinn hátt. Þannig gekk þetta í heila viku þangað til kærastinn minn horfði á mig og ég las úr augunum á honum: „Þú ert ógeðsleg!“ Þá rankaði ég við mér: Guð minn góður, hvað í and- skotanum er ég að gera? Daginn eft- ir hugsaði ég með mér: Nei, nú er komið gott. Ég fór beinustu leið inn á göngudeild vegna þess að mér fannst ég þurfa á svolítilli aukahjálp að halda. Það er mikilvægt að gera þegar manni verður fótaskortur.“ Osbourne líður miklu betur í dag og er þakklát góðu fólki og vættum fyrir stuðninginn. Kelly Osbourne var snögg að koma sér aftur á beinu brautina. AFP 9.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ÁST Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur um helgina sýningar á nýrri sjónvarpsseríu, The Pursuit of Love, sem byggist á samnefndri skáldsögu Nancy Mitford frá 1945. Sagan gerist á millistríðsárunum og hermt er af tveimur ungum frænkum og vinkonum, Lindu Rad- lett (Lily James) og Fanny Logan (Emily Beecham), sem eru á hött- unum eftir eiginmannsefni. Önnur er hverflynd og ör en hin sækist eft- ir stöðugleika og öryggi. Leikstjóri er Emily Mortimer. Í æðisgenginni leit að ástinni Emily Beecham leikur í þáttunum. AFP BÓKSALA Í APRÍL Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Rím og roms Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn 2 Í leyndri gröf Viveca Sten 3 Handbók fyrir ofurhetjur, sjötti hluti – vonlaust Elias og AgnesVåhlund 4 Stríð og kliður Sverrir Norland 5 Herra Fnykur David Walliams 6 Bókasafnsráðgátan Martin Widmark 7 Undir 1000 kr. fyrir tvo Áslaug Björg Harðardóttir 8 Barnið í garðinum Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður 9 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 10 Oreo fer í skólann Sylvia Erla Melsted 11 Stafavísur Ýmsir 12 Litlir lærdómshestar – stafir Elisabeth Golding 13 Uppruni Sasa Stanisic 14 Bál tímans Arndís Þórarinsdóttir 15 Ládeyða Ann Cleeves 16 Bjarmalönd Valur Gunnarsson 17 Heimferðarsett Prjónafjelagið 18 1794 Niklas Natt och Dag 19 Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill 20 Prjónastund Lene Holme Samsøe Allar bækur Fyrir nokkru fluttu foreldrar mín- ir frá Akureyri hingað til Ólafs- fjarðar. Eftir þá flutninga hef ég haft í vörslu minni töluvert af bókum í þeirra eigu og hefur bókaval mitt litast nokkuð af því. Hingað til hef ég ekki sótt í ævi- minningabækur en fyrsta bókin sem ég las úr safni foreldra minna var Úr koppalogni í hvirfilbyl, minningabrot úr ævi Guðmundar G. Halldórssonar frá Hvíslarhóli á Tjörnesi. Bókin reyndist lífleg og skemmtileg af- lestrar. Guðmundur kemur víða við í atvinnulífi þó að sjór og út- gerð skipi stóran sess í hans lífi. Nýverið las ég bókina Séra Baldur um séra Baldur Vilhelms- son í Vatnsfirði. Hlynur Þór Magnússon skráði, útgefandi Vestfirska forlagið 2003. Þessi bók er alveg mögnuð, orða- forði og þessi kostulegu tilsvör Baldurs eru stór- kostleg. Ævi Bald- urs hefur verið nokkuð sérstæð en á besta aldri flutti hann í blómlega sveit í Vatnsfirðinum. Á næstu 50 árum sá Baldur ljósin slokkna á flestum bæjum og horfði upp á algjöra hnignun á þessu svæði í djúpinu. Í gegnum tíðina hef ég heyrt sögur af Baldri og kostulegum til- svörum hans. Mér til mikillar undrunar virðist litlu sem engu logið upp á kappann þar sem hann gekkst við mörgum skemmtilegum orðasenum. Bók- in er einnig drjúg heimild um horfna tíma og starfshætti. Gæðastundir með öldruðum foreldrum mínum nýti ég gjarnan í lestur bóka og er efnið oftast ljóð eða frásagnir sem tengjast sjómennsku. Upp á síðkastið höf- um við lesið bókina Svipmyndir úr síldarbæ, annað bindi eftir Ör- lyg Kristfinnsson frá árinu 2013. Bókin er allt í senn húmorísk og átak- anleg og byggist upp á mannlífslýs- ingum um miðbik síðustu aldar. Þar kemur glögglega í ljós lífsbaráttan á Siglufirði eftir síldarleysisárin auk þess sem sagt er frá björgunarleiðangri að strandstað Þormóðs ramma árið 1950. Mjög athyglisverð bók og skemmtilega skrifuð. Á náttborðinu er smárit frá tengdamömmu sem heitir Amma, norðlenskir þættir frá 1938. Sláandi kafli er harðærislýs- ing úr Eyjafirði vorið 1869 en þar er birtur kafli úr dagbók Sveins Þórarinssonar amtskrifara (föður Jóns Sveinssonar, höfundar Nonnabóka). Hafís liggur um allt og hungur sverfur að fólki um allt Norðurland. Heimildir úr téðri dagbók segja frá tveimur börnum sem hafa látist vegna hungurs 3. júní í Ólafsfirði. Ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir rúmlega mannsaldri bjó þorri fólks við slíkar hörmungar. Næsta bók sem ég ætla að lesa er úr safni foreldra minna en það er ævisagan Nói bátasmiður eftir Erling Davíðsson. RÚNAR FRIÐRIKSSON ER AÐ LESA Gæðastund með foreldrum Rúnar Frið- riksson er starfsmaður félagsþjónust- unnar í Fjalla- byggð. 101.9 AKUREYRI 89.5 HÖFUÐB.SV. Retro895.is ÞÚ SMELLIR FINGRUM Í TAKT MEÐ RETRÓ ‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.