Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Page 2
Hvernig sæki ég að þér? Alveg ljómandi. Ég er úti í garði að horfa á fuglana. Þú rekur Kómedíuleikhúsið, segðu mér frá því. Það er atvinnuleikhús sem við höfum rekið hér á Vest- fjörðum í tvo áratugi. Við höfum aðallega verið að setja upp ein- leiki en ástæðan er kannski sú að ég er eini atvinnuleikarinn hér á Vestfjörðum. En nú setjum við upp brúðuleikhúsverkið Bakka- bræður, sem er verk númer 49 sem við setjum upp. Við erum mikið að vinna með efni úr vestfirska sagnaarfinum en bregðum okkur af og til norður eins og núna og gerum verk um þessa vinsælustu bræður Íslandssögunnar. Ert þú maðurinn sem stjórnar brúðunum? Já, ég er bara þjónn brúðanna. Hvar sýnið þið? Í Haukadal í Dýrafirði. Við gerðum upp krúttlegt félagsheimili sem við keyptum hjónin fyrir mörgum árum og breyttum í leikhús. Það býr enginn í þessum dal og ekki einu sinni ljósastaur þarna. Eruð þið að sýna í allt sumar? Já. Það er bara bullandi bjartsýni í gangi. Hingað kemur alltaf fjöldi manns. Það verður rosalega gaman að koma Bakkabræðrum á svið. Er þetta fullt starf hjá ykkur hjónunum? Já, þótt ótrúlegt sé. Enda þurfum við ekkert mikið, bara hafið og fjöllin. Átti ekki að sýna Bakkabræður fyrir löngu? Jú, þetta hefur verið langt ferli því við þurftum að bakka með Bakkabræður vegna kórónuveirunnar. En nú mun það takast! Við höfum aldrei æft sýningu jafn vel og lengi. Nú komum við Bakkabræðrum úr bakkgír og í fluggír! ELFAR LOGI HANNESSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021 Ég vona að ég æri ekki óstöðugan en ég má til með að höggva í samaknérunn og Ásdís sessunautur minn og vinkona hér á þessum vett-vangi fyrir réttri viku. Ég hef sumsé enn ekki verið bólusettur. Rit- stjórn Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins er augljóslega ekki í forgangi þegar kemur að þessu þjóðarátaki. Framan af beið ég sultuslakur meðan mér eldra fólki, framlínustarfsmönnum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma var ekið undir grenjandi sírenum í Laugardalinn. Hjó að vísu eftir því að hvergi var minnst á fólk með yfirliggjandi sjúkdóma, eins og exem, sóríasis og annað slíkt. Hvers eigum við að gjalda? Síðan fóru símar að klingja allt í kringum mig; foreldrar mínir fengu kvaðningu, eiginkona mín og nú er svo komið að búið er að bólusetja fjögur af fimm börnum mínum. Svo því sé til haga haldið þá eru börnin mín öll yngri en ég, nema mögulega eitt. Tvö af fjórum tengdabörnum hafa líka farið undir nálina og það þriðja verið margboðað enda þótt því sé ekki ráðlagt að þiggja spraut- una að svo stöddu. Bommsíbomm, þið skiljið. Fjórða tengdabarnið tók slaginn við KÓVEIS (e. COVID) og fer því aftast í röðina, jafnvel aftur fyrir mig. Nú bíð ég bara eftir að barnabörnin fái boð. Jafnvel hundurinn. Svo ég sé nú alveg heiðarlegur þá hef ég fengið eina kvaðningu í bólusetn- ingu; var ræstur út sem varamaður, eins og hálf karlþjóðin, í upphafi þessa mánaðar, þegar einhverjir byrjunarliðsmenn skrópuðu í AstraZeneca. Það boð kom þó ekki með sms-skilaboðum, eins og hjá öðrum. Ég er eini mað- urinn sem ég veit um sem ekki hefur fengið boð í bólusetningu með sms- skilaboðum. Ég og svili minn í Hafnarfirði. Ég veit að við þykjum báðir frek- ar sérkennilegir menn en það er svíngróft, eins og unga fólkið orðar það, að nota það gegn okkur í þessu sambandi. Þegar allir og afi þeirra voru búnir að fá boð þennan dag benti velgjörðar- fólk mér góðfúslega á að fara inn á önhvurja gátt í netheimum sem heitir heilsuvera.is. Skilaboðin gætu verið þar. Og, jú, jú, mikil ósköp, þar lágu þau – í blóði sínu. Mér hafði sumsé verið frjálst að mæta einhverjum átta klukku- stundum áður. Í stuttermabol. Verst að ég hafði aldrei á ævinni heyrt um heilsuveru.is. Nú ryðst ég þangað inn oft á dag en nei, ekkert er að frétta. Svo við uppfærum pistilinn frá seinustu helgi þá fékk Ásdís kvaðningu í vikunni og situr hér alsæl og býsna roggin við hliðina á mér, bólusett til hálfs. Var einhver að tala um bólusetningaröfund?! Óbólusettur og öfundsjúkur Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég er eini maðurinn sem ég veit um sem ekki hefur fengið boð í bólusetningu með sms- skilaboðum. Ég og svili minn í Hafnarfirði. Linda Ósk Valdimarsdóttir Það verður öðruvísi, en gott. Auðveldara að starfa án hennar. SPURNING DAGSINS Hvernig líst þér á að losna við grímuna? Povilas Traskevicius Já, ég er nokkuð feginn. Kominn tími til. Dilja Örvarsdóttir Mjög vel. Þetta er falskt öryggi. Julios Freysson Já, mjög svo. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Bakkabræður er brúðuleikhússýning um þá Gísla, Eirík og Helga sem sýnd verður í Haukadal í Dýrafirði í allt sumar. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir. Lög Diddúar hljóma við tónlist sem Björn Thoroddsen gítarleikari samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannaði brúður og leikmynd. Frumsýnt var 22. maí. Miðar fást á tix.is. Vinsælustu bræð- ur sögunnar NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS ÚRVALSFÓLK 60+ SKEMMTU ÞÉR MEÐ HEIÐARI Á BENDIRORM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.