Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Qupperneq 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021 „Ég ætlaði alltaf að verða leikkona og lærði hjá Ævari Kvaran,“ segir Hulda og segir að sá draumur hafi ekki fengið að rætast. „En ég endaði bara sem söngkona,“ segir hún og brosir. Lærði fyrst allra á tölvu Eftir að Sveinn Björnsson lést fékk Hulda vinnu á Hagstofunni við gerð manntalsins. „Við vorum þarna tólf dömur sem fengum kennslu á tölvu en IBM-tölvur voru þá ný- komnar til landsins,“ segir Hulda. Hún hafði stuttu áður kynnst Jóhanni Pét- urssyni, fyrsta eiginmanni sínum. „Hann átti sjö bræður og eina systur og ég man að þegar ég kom heim til hans settist mamma hans aldrei niður við matborðið sem mér fannst skrítið. Og þótt ég hafi unnið fyrir forseta Íslands, varð ég í raun vinnukona þeg- ar ég giftist Jóhanni,“ segir Hulda og segist ekki hafa verið mjög sátt við það, en Jóhann var af gamla skólanum og fannst að kona ætti að vera heimavinnandi. Hulda og Jóhann fluttu til Danmerkur og fæddist þar dóttir þeirra Birna. „Ég vann þar við götun af því ég kunni á þessar vélar,“ segir Hulda og á við þessar þá nýstárlegu, nú löngu úreltu, IBM-tölvur. Hulda og Jóhann bjuggu í Danmörku í tvö ár en þar kláraði Jóhann verkfræðinám. Síðar fæddist þeim sonurinn Ingvar. Fjölskyldan flutti svo til Texas þar sem Jóhann fékk vinnu. „Mér fannst yndislegt að flytja til Texas. Krakkarnir lærðu fljótt ensku; það tók Birnu bara þrjá mánuði en þau voru fimm og níu ára þegar við fluttum út.“ Þegar börnin voru stálpuð skildu þau hjónin eftir tólf ára hjónaband. Hún segir að fólki í Bandaríkjunum hafi ekki þótt það skrítið, en vinum hennar á Íslandi fannst það fráleitt, enda voru þá hjónaskilnaðir hér fremur fátíðir. „Jóhann er látinn og ég hugsa nú um leiðið hans. Hann var faðir barnanna minna og ég hefði ekki getað eignast betri börn.“ Söng í fínum einkaklúbbi Hulda bjó áfram í Bandaríkjunum eftir skiln- aðinn og undi hag sínum vel. Hún söng með óperukórnum í Fort Worth í Texas. „Ég leigði mér íbúð og börnin voru hjá mér, þótt þau umgengjust líka pabba sinn. Ég ætl- aði sko ekki að fá annan mann inn á heimilið. Ég var alltaf að syngja í voða fínum einka- klúbbi í miðbæ Houston. Ég söng bæði með hljómsveit og eins söng ég einsöng með gít- arinn minn. Ég man að eitt sinn þá sé ég tvo menn koma gangandi og annar þeirra er Ross Bennet, sem var bankastjóri í sömu byggingu og klúbburinn. Hann varð svona hrifinn af þessari íslensku stúlku og af því hann réð ein- hverju þarna, var ég ráðin þarna til að syngja á hverjum degi nema um helgar. Ég söng þarna milli hálfsex og hálftíu, á svokallaðri kokteil- stund.“ Hvaða lög varstu að syngja? „Meðal annars Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn!“ segir Hulda og segist hafa gert í því að ýkja hið harða r-hljóð. „Fólki fannst þetta ægilega sniðugt,“ segir hún og hlær. Hulda segist hafa fallið fyrir Ross og eftir nokkur kynni hófu þau samband. „En ég vildi ekki fá hann inn á heimilið okk- ar barnanna, en hann var mjög hrifinn af börn- unum mínum,“ segir Hulda og segist hafa gifst Ross þegar börnin voru farin að heiman í há- skóla. Þau áttu saman góðan tíma í ellefu ár, en Ross lést árið 1982. Fimm árum síðar giftist Hulda öðrum Bandaríkjamanni, Ed. „Hann var indælismaður. Við ætluðum að flytja til Seattle en börnin hans voru ósátt og tóku alveg fyrir það og við skildum. En eftir það hef ég ekki nennt að fá einhvern mann inn á heimilið. Enga fleiri, það er alveg nóg að hafa verið gift þrisvar,“ segir Hulda og hlær. Þar er alltaf sól Á þessum tíma hafði Hulda sest á skólabekk og nam heimspeki við guðfræðiskóla. „Ég var tvö ár í þessum guðfræðiskóla og fór þaðan í háskóla og skráði mig í guðfræði og leiklist. Það var ljómandi gaman en ég var elsta manneskjan í skólanum,“ segir Hulda og segist ekki hafa klárað námið. „Ég þurfti alla tíð að vinna fyrir mér með söng,“ segir Hulda en hún bjó víða um Banda- ríkin eftir lát Ross; fyrst í Seattle og síðar sett- ist hún að í Kaliforníu. „Ég flutti til Palm Desert, rétt hjá Palm Springs, því þar er alltaf sól og þar var hægt að spila golf. Ég var mikið í golfi á þessum ár- um og söng mikið á veitingastöðum. Ég bjó þarna alveg þar til ég er 83 ára og fæ blóðtapp- ann. Ég lamaðist alveg og gat ekki gengið. Þá flutti ég á heimili aldraðra í Kirkland þar sem Ingvar bjó. Það var alveg hryllilega dýrt að vera þar svo ég keypti mér íbúð rétt hjá syni mínum,“ segir Hulda en hún náði sér alveg lík- amlega á nokkrum árum. Þó missti hún allt bragð- og lyktarskyn og eins og áður sagði er hún aðeins farin að gleyma. Börn Huldu, nú á sjötugsaldri, tala bæði fína íslensku, enda hefur Hulda aldrei talað við þau á ensku. Ingvar býr nú á Hawaii en á íbúð á Ís- landi og Birna dóttir hennar býr í Colorado. „Ingvar er 64 ára og Birna 68 ára, en ég níu ára. Ég nenni ekki að hafa núllið með,“ segir hún og hlær. Hulda er í afar góðu sambandi við börnin sín og á hún bæði fimm barnabörn og sex barna- barnabörn. „Ingvar hringir í mig á hverjum degi, enda kostar það ekkert lengur.“ Kennir fólki á úkúlele Eftir að Hulda hafði náð sér nokkuð vel eftir blóðtappann ákvað hún að flytja aftur til gamla heimalandsins. Sonur hennar stakk upp- haflega upp á því að hún flytti heim og fyrst um sinn bjó hún í íbúð hans. Síðar keypti Hulda sér þjónustuíbúð aldraðra á Afla- granda. „Ég er alltaf til í allt. Ég hugsaði að það gæti verið dálítið gaman. Og svo keypti ég þessa íbúð,“ segir Hulda en hún hefur nú búið hér á landi í fjögur fimm ár. „Ég bjó í 54 ár í Bandaríkjunum en gleymdi aldrei íslenskunni,“ segir Hulda og segist stundum svolítið einmana þótt hún láti sér aldrei leiðast. „Ég prjóna og vatnslita,“ segir Hulda og sýnir blaðamanni afar fallegar vatnslitamyndir og fallega prjónaðar peysur fyrir barna- barnabörnin. „Svo finnst mér svo gaman að spila bridge og við vorum fjórar sem spiluðum saman á Hótel Sögu en nú er þar lokað þannig að ég spila mikið bridge við sjálfa mig,“ segir hún. „Svo á fimmtudögum syngjum við alltaf saman fólkið hér í húsinu. Og ég kenni fólkinu að spila á úkúlele,“ segir Hulda sem tekur úkú- lele í hönd og spilar smávegis fyrir blaðamann. „Þetta er skemmtilegt hljóðfæri.“ Jafnaðargeðið frá pabba Við förum að slá botninn í skemmtilegt samtal. Hulda hefur ávallt lifað heilbrigðu lífi og lifað lífinu glöð og kát. Hún er afar ánægð og stolt af sínu fólki og segist heppin með fjölskyldu. Spurð um ástæðu langlífisins segir hún hana ef til vill vera vegna jafnaðargeðsins sem hún hefur frá föður sínum. „Ég er aldrei í vondu skapi! Ég nenni því ekki!“ Hulda Emilsdóttir ber aldurinn vel en hún verður 91 árs í sumar. Hún segist aldrei vera í vondu skapi og telur heilbrigt líferni og jafnaðargeð stuðla að langlífi. Morgunblaðið/Ásdís ’ Við ætluðum að flytja til Seattle en börnin hans voru ósátt og tóku alveg fyrir það og við skildum. En eftir það hef ég ekki nennt að fá einhvern mann inn á heimilið. Enga fleiri, það er alveg nóg að hafa verið gift þrisvar. Tónlist hefur fylgt Huldu Emils- dóttur síðan hún var lítil stúlka. Hún vann fyrir sér sem söng- kona í Bandaríkjunum en áður en hún flutti út skemmti hún víða um land og söng í revíum og óperukór Þjóðleikhússins. Hulda Emilsdóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir og Björg Benediktsdóttir skipuðu Bláklukkurnar. Hulda var glæsileg ung kona, góður gítarleikari og afbragðs söngkona.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.