Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Blaðsíða 14
B
ræðurna Jón Jónsson og Friðrik
Dór þarf vart að kynna, enda
landsþekktir popparar. Þeir hafa
báðir haslað sér völl í tónlist og
hafa náð langt á því sviði, stund-
um saman en oftar hvor í sínu lagi. Blaða-
maður heimsótti þá í vikunni; fyrst Friðrik og
síðar Jón, til þess að fá að heyra hvað þeir
höfðu að segja um hvor annan. Illa gekk að
ná upp úr þeim krassandi sögum af æsilegum
prakkarastrikum því þeir virðast hafa verið
nokkuð stilltir og prúðir ungir menn. Áhuga-
mál æskunnar voru fótbolti og tónlist og lítið
annað komst að.
Bræðurnir segjast alltaf hafa verið góðir
vinir, en Friðrik Dór er yngstur af fjórum
systkinum, fæddur 1988 en Jón er fæddur
1985.
Eitt er víst að leitun er að betri bræðrum
sem standa saman í leik, starfi og lífinu
sjálfu.
„Jón hefur alltaf verið
góður við mig“
Tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór
sátu fyrir svörum og sögðu sögur af hvor öðrum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Þrjú ár eru á milli
bræðranna og er
Jón sá eldri. Þeir
léku sér mikið
saman sem börn.
TENGSL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.5. 2021
F
riðrik Dór Jónsson gengur inn á kaffihúsið
til fundar við blaðamann, nánast óþekkj-
anlegur með grímu og derhúfu. Hann
tekur niður grímuna og yfir kaffibolla segir
hann frá bróður sínum Jóni Jónssyni sem hann
lýsir sem miklum öðlingi. Fljótt kemur í ljós að
mikill kærleikur ríkir á milli bræðranna.
Lít enn upp til hans
„Fyrsta minning mín af Jóni er líklega frá Shell-
mótinu í Vestmannaeyjum þar sem Jón var að
spila en ég hef verið um fjögurra ára. Við spil-
uðum mjög mikið körfubolta, handbolta og fót-
bolta á ganginum heima þannig að fyrstu minn-
ingarnar eru íþróttatengdar bræðrastundir.“
Var hann góður við þig?
„Já, Jón hefur alltaf verið góður við mig.
Svakalega góður við mig. Ég hef áttað mig á því
eftir að ég eignaðist sjálfur börn að það er mun-
ur á að vera yngsta systkinið eða eldra. Þegar
maður er yngstur þarf maður aldrei að passa
upp á neinn,“ segir Friðrik og segir Jón hafa
passað vel upp á hann og leiðbeint honum.
„Það var hann sem ýtti mér í Versló til dæmis
því honum fannst ég myndi njóta mín vel þar.
Hann hefur alltaf haldið í höndina á litla bróður
og verið hvetjandi,“ segir hann og segist hafa
litið mjög upp til hans í æsku.
„Og ég geri það enn. Hann er mjög flottur og
góð fyrirmynd. Það er margt í hans fari sem ég
reyni að tileinka mér þótt við séum mjög ólíkir
hvað varðar lundarfar. Það er rólegra yfir mér
en Jóni. Hann keyrir mikið á jákvæðni og gleði.“
Hefur hann alltaf verið stuðpinni?
„Já, hundrað prósent alltaf. Alveg frá því við
vorum hafðir til sýnis í veislum í gamla daga.
Hann var þá að syngja og spila á gítar og hann
sá um að tala. Ég var þá meira til stuðnings,“
segir Friðrik og segir Jón ófeiminn og ræðinn.
Gerði hann aldrei neitt af sér sem barn?
„Eina sem ég man er að í fyrsta og eina skipt-
ið sem ég fór til skólastjórans var það af því að
við Jón klifruðum upp á þak skólans. Það var nú
ekki stærra prakkarastrik en það, en þá upplifði
ég að hafa verið dreginn í einhverja vitleysu af
eldri bróður mínum. Almennt vorum við sæmi-
lega til friðs,“ segir hann og segist ekki muna
eftir neinni uppreisn hjá Jóni á unglingsárun-
um.
„Ég held að Jón hafi ekki orðið unglingaveik-
ur.“
Beltið fór í gegnum hurðina
Friðrik segir þá bræður hafa snemma verið
setta í tónlistaskóla.
„Jón lærði meira í tónfræði og hljómfræði en
ég. Mér gekk betur á trommur og lærði líka
smá á píanó. Jón fór strax að læra á gítar og
komst langt í klassísku gítarnámi. Svo kenndi
hann mér aðeins á gítar þegar ég er um þrettán
ára og þá fór ég strax að semja. Þar var hann
enn og aftur að hjálpa mér. Við eyddum mörg-
um stundum í skúrnum þar sem hann var á gít-
ar og ég á trommunum. Tónlistin hefur alltaf
spilað stórt hlutverk hjá okkur,“ segir hann og
segir þá einnig hafa hlustað mikið á tónlist sam-
an.
„Ég tók mjög hart tímabil þar sem ég hlust-
aði á rokk, popp og Bítlana og grúskaði mikið.
En Jón var meira að hlusta á Jack Johnson og
hann er mikill John Mayer-maður. Hann hlust-
aði líka mjög mikið á Coldplay.“
Friðrik segir íþróttirnar líka hafa bundið þá
saman.
Voru þið góðir í körfu og fótbolta?
„Við vorum báðir ofboðslega lélegir í körfu-
bolta. En við vorum báðir í fótbolta sem var að-
alsportið okkar. Ég komst í meistaraflokk en
hætti svo en Jón átti fínan feril sem fótbolta-
maður,“ segir Friðrik og segir bróður sinn hæfi-
leikaríkan á mörgum sviðum.
Er hann góður í öllu?
„Já, nánast. Hann er bara geggjaður.“
Var hann aldrei leiðinlegur við þig?
„Jú, jú, hann stríddi mér aðeins. Ég var líka
með skap og var auðvitað minni. Ég reyndi
stundum að egna hann í slag en þá nýtti hann
sér stærðarmuninn og gerði mig alveg tjúll-
aðan. Mín eina alvöruminning af slagsmálum er
saga sem við segjum oft. Ég ætlaði að sparka í
hann en hann greip í fótinn á mér og henti mér
þannig að ég lenti á bakinu. Þá varð ég alveg
brjálaður og hljóp á eftir honum með belti og
ætlaði að slá hann með því. En hann náði að
komast inn á bað og loka hurðinni áður en ég
sveiflaði beltinu og beltið fór í gegnum hurðina.
Mamma var ekki ánægð með okkur þá.“
Með svakalegt keppnisskap
Hverjir eru hans helstu mannkostir?
„Hann er trúr og tryggur sínu fólki og vill allt
fyrir alla gera. Það er alltaf gleði í kringum
hann og hann er orkumikill. Svo er hann já-
kvæður og drífandi,“ segir Friðrik og segir Jón
alltaf hafa lifað afar heilbrigðu lífi.
„Hann er núna í langhlaupum og er með þá
bakteríu.“
Er ekkert þreytandi að eiga bróður sem er
alltaf í stuði og fullur af orku?
„Nei, það truflar mig ekki neitt. Ég fæ þessa
spurningu oft og ég veit hvað fólk meinar, en
hann fer aldrei í það að vera orkusuga.“
Hverjir eru hans gallar? Fer hann aldrei í
fýlu?
„Jú, jú, Jón er klárlega með mikið skap.
Svakalegt keppnisskap, sem getur verið galli ef
maður lætur það hlaupa með sig í gönur,“ segir
Friðrik og segist eiga mjög erfitt með að finna
einhverja galla í fari bróður síns.
„Hann er ekki handlaginn en við erum báðir í
framför; það kemur einn daginn. Hann er ekki
mjög sterkur á svellinu í eldhúsinu. Ég held við
getum eiginlega sagt að hann sé ömurlegur
kokkur. Hann eldar nánast aldrei en þegar
hann reynir eitthvað leyfir Hafdís konan hans,
sem er frábær kokkur, honum að prófa en hún
passar upp á þetta hjá honum.“
Uppáhaldsgrínistinn minn
Bræðurnir vinna báðir eingöngu við tónlistina
og hafa gjarnan snúið þar bökum saman.
„Það hefur aukist hjá okkur síðustu árin. Í
framhaldi af því að við gáfum út þjóðhátíðarlag
árið 2018 höfum við unnið meira saman. Það er
geggjað að hafa bróður sinn með. Þetta er sér-
stakur bransi og gott að hafa einhvern sem skil-
ur hann,“ segir Friðrik og segist ekki upplifa
samkeppni á milli þeirra í tónlistinni.
Sá fyndni í
fjölskyldunni