Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Qupperneq 17
eldurinn kviknar. Slökkviliðið hraðar sér á staðinn með blikkandi ljósum. En áður en það gerist þarf eld- urinn að gera vart við sig og einhver að flytja slökkvi- liðinu tíðindin. Og þá veltur mest á hve lengi eldurinn fékk að grassera eins og honum hentaði og hversu fljótt komst liðið svo á vettvang og hversu var það búið til að eiga við eld eins og þennan. Það gildir um bruna- stað eins og öflugt mötuneyti að enginn eldsmatur er eins. Eru súrefniskútar á víð og dreif eða gasbrúsar huldir sjónum og eldsskilrúm lítil eða ekki þar sem þau eru sýnd á teikningum? Og umhverfið skiptir máli. Blæs vindur? Hversu mikill og úr hvaða átt? Í gamalli frétt í Morgunblaðinu sagði efnislega svo: „Slökkvilið var kallað á brunastað. Slökkvistarfið gekk vel, að sögn varðstjóra. Eftir tveggja tíma slökkvistarf var allt brunnið sem brunnið gat.“ Brunaliðsmenn í Vesturheimi vita að vextir hafa verið í botni lengi og ríkissjóðir víða galopnir ráðamönnum því að veiran vonda afsakar öll viðbrögð, góð sem vond. Það lá ekki einu sinni í lofti krafa um að bregðast rétt við. Enda er það svo, að þegar brugðist er við hinu óþekkta eru get- gátur um viðbrögð viðurkennd aðferð. Í krafti þessa hefur fjármunum verið mokað út og lítt hugað að skuldadögum eða því hversu vel hafi verið með það fé farið. Og það er harla stutt í réttlætingu á þeirri að- ferð. Gamlar myndir hengdar upp Í Evrópu horfa menn nú úr norðri til suðurhlutans þar sem gamalkunnir taktar í stjórnlitlum bankaheimi minna nú óþægilega á Evrópukreppuna sem var í al- gleymingi fáum árum eftir „bankakreppuna“. Í Bandaríkjunum hafa ósýnilegu mennirnir sem stjórna Joe gamla Biden farið enn lengra aftur og reynt að apa eftir New Deal Roosevelts eins og heil- ögum flokkslegum draumi. Dælt hefur verið ævintýralegum fjármunum úr ríkissjóði, rétt eins og að Bandaríkin séu nýkomin úr heimskreppunni 1930! Fyrir þessum gjörningum eru þó mjög fá og brotgjörn rök. Bandaríski seðlabankinn horfir hræddur og hnugginn á en hefur ekki kjark til að gera athugasemdir. Það má ekki gleyma því í rómantískum demókra- tískum draumum að þótt New Deal og „hundrað daga áætlunin“ virtist gefa jákvætt stuð þá stóð það stutt og misheppnaðist algjörlega sem aðgerð til lengri tíma. Þegar Roosevelt hafði verið forseti í 8 ár til viðbótar við þá frægu hundrað daga, þá var atvinnuleysið í landinu enn um 20%! Það þurfti heila heimsstyrjöld og gangsetningu mestu stríðsvélar sögunnar til að breyta því ástandi. Vitleysingurinn Hitler sagði Bandaríkjunum stríð á hendur eftir Pearl Harbor og tilkynnti þá einnig, með ósýnilegu bleki, sem hann gat ekki lesið sjálfur, að hann hefði þar með ákveðið að Þýskaland nasismans myndi tapa styrjöldinni á fáeinum árum. Það má halda því fram að þetta hafi verið það skásta sem Hitler gerði heiminum. Miklar áhyggjur Helstu spekingar Þýskalands telja nú og skrifa um það bréf til stjórnvalda að þýskir leiðtogar séu enn að fást við að smyrja vél landsins til að undirbúa að snúa henni í gang með handafli. Vandinn er að sú mikla vél hefur að þeirra mati fyrir löngu startað sér sjálf og tekið snúning sem gæti fljótlega orðið illviðráðan- legur. Vélin mun taka öfugum vöxtum, endalausri áframhaldandi peningaprentun og galopnum ríkis- reikningum með eins opnum örmum og gapandi gleði og brennumenn á gamlárskvöld sem hlaðið hefðu í risaköst upp við olíutankana í Örfirisey. Lögmálið gamla sagði að lygin úr Reykjavík væri komin norður á land á meðan sannleikurinn, sem pauf- aðist á eftir henni, væri enn í Ártúnsbrekkunni í sínum erindum. Áðan var nefnt lögmálið um slökkviliðið sem hittir ekki sinn eld fyrr en hann er orðinn illviðráðan- legur. Vörslumenn ríkissjóða landanna og seðla- bankar eru enn að dæla út hjálparfé sem skattgreið- endur skulu svo borga þegar betur viðrar og láta enn banka lána fé á vöxtum sem eru ekki í takti lagsins sem hljómsveitin er fyrir löngu byrjuð að spila. Bankastjórarnir dansa enn við sönginn „Nú legg ég augun aftur …“ og segja öfuga tombóluvexti enn huggunarríkasta hjálpartækið í stöðunni, en samt er drjúgur tími síðan orgelleikarinn og kórinn tóku að dilla sér og syngja „Nú liggur vel á mér,“ og „Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér …“ Bent er á að efnahagsreikningar banka í Suður- Evrópu eru þegar orðnir margfalt verri en þeir urðu í aðdraganda Evrópukreppunnar. Bankar í Norður- Evrópu mundu ekki þekkja þá í suðri í sjón. Þetta segja fyrrnefndir bréfritarar að sé ills viti. En þeir eru til sem benda á að þegar of margir fræg- ir menn úr heimi hagfræði og stjórnmála skrifi í senn undir stórbrotna spádóma þá sé fyrst óhætt að taka minna mark á því en flestu öðru sem birt er. Má treysta því? Það gæti verið. En það er alls ekki víst. Morgunblaðið/Eggert 23.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.