Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Blaðsíða 19
Uppi á toppnum áttuðu menn sig skyndilega á því að Ómar Ragnarsson var horfinn. Ekki leið þó á löngu þangað til hann birtist á ný – í flugvél fyrir ofan hópinn. „Menn klóruðu sér bara í höfðinu en það sem hafði gerst var að Ómar, sem var alveg viðþolslaus að ná myndum af þessu merka afreki úr lofti, fékk Jöklaferðir frá Höfn í Hornarfirði til að sækja sig svo hann gæti flogið yfir. Í öllu óðagotinu gleymdi hann hins vegar að kveðja okkur og láta okkur vita,“ segir Benedikt. Létu fyrirberast í bílunum Reyna átti að komast styttri leið niður af jökl- inum. Tveir bílar fóru á undan þá leið, niður Rótarfellsjökul, en ekki var talið ráðlegt að senda fleiri bíla á eftir þeim. „Ég skil ekki hvernig þeir komust þá leið, það er svo mikið um sprungur,“ segir Benedikt. Ákveðið var að tveir aðrir bílar færu á undan til Grímsvatna til að búa til slóð fyrir hina en eftir nokkurn tíma skall á stormur með snjókomu og skafrenningi. Var þá ákveðið að láta fyrirberast í bílunum, á Snæbreið, næsthæsta stað á Íslandi. Stormurinn stóð í þrjá sólarhringa og var þá mjög gengið á eldsneytis- og matarbirgðir hóps- ins. „Svo vitlaust var veðrið að loftnet á bílunum brotnuðu; þegar veðrinu loksins slotaði var snjórinn orðinn jafnhár bílunum og erfitt að komast upp úr gíg sem hafði myndast,“ segir Benedikt. „Við Íslendingarnir vorum sjokk- eraðir, hvað þá aumingja erlendu gestirnir.“ Þannig mun japanski blaðamaðurinn frá 4x4 Magazine hafa verið sannfærður um að hans hinsta stund væri upp runnin. „Hann lokaði sig bara inni í svefnpokanum og svaf í einhverja 25 tíma. Við ýttum annað slagið við honum til að at- huga hvort hann væri enn þá hérna megin móð- unnar miklu,“ segir Þorgrímur. Japaninn var keðjureykingamaður en skyndilega hvarf nikótínþörfin eins og dögg fyr- ir sólu. Rak höndina upp úr snjónum Benedikt segir þetta hafa verið erfiðasta hluta ferðarinnar; að bíða af sér fárviðrið. „Ég við- urkenni að á þeim tímapunkti hefði ég alveg verið til í að skipta á bílnum og heitu rúminu mínu.“ Menn frá Jöklaferðum voru beðnir um að koma með eldsneyti til vonar og vara en lentu sjálfir í hremmingum og þurftu að grafa sig um tíma í fönn. Í framhaldinu var haft samband við vana jeppamenn sem komu úr Reykjavík með bensín og vistir og munaði minnstu að þeir keyrðu yfir mennina í fönninni. „Einn þeirra rak höndina upp úr snjónum þegar hann varð var við bílinn,“ segir Þorgrímur. „Hefði jeppinn drifið aðeins betur hefði hann líklega keyrt yfir þá,“ bætir Benedikt við. Komust þeir á sunnudagsmorgni til leiðang- ursmanna og var þá hægt að halda niður af jökl- inum. Leiðangursmenn komu til Reykjavíkur aðfaranótt mánudags. Brautryðjendur í landvernd Benedikt og Þorgrímur eru sammála um að þessi leiðangur hafi verið annað og meira en jafnvel vönustu jeppamenn höfðu prófað áður. Þá lögðu menn metnað sinn í að skilja ekkert eftir á jöklinum, hvorki rusl, víra né annað. Allt var hirt upp. Eins og vera ber. „Það væri vonlaust að gera þetta í dag; við fengjum alla upp á móti okkur út af náttúru- verndarsjónarmiðum,“ segir Benedikt. „Það er hins vegar á misskilningi byggt enda er jeppa- mennska, eins og við stundum hana, í eðli sínu landvernd. Við keyrum á snjó og skiljum engin för eftir okkur og völdum engu tjóni. Þegar við vorum að byrja undir lok áttunda áratugarins vorum við að skemma en áttuðum okkur fljótt á því að það gengi ekki til lengdar og snerum frá villu okkar vegar. Sá viðsnúningur kom innan úr grasrótinni. 4x4-klúbburinn er brautryðjandi í landvernd á Íslandi.“ Jeppanum komið upp 35 gráðu halla. Hvanna- dalshnjúkur í baksýn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Loftmynd Ómars Ragnarssonar af jeppanum og leiðangursmönnum á toppi Hvannadalshnjúks. Ljósmynd/Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson lét ófáar gamansögur flakka í ferðinni við góðar undirtektir leiðangursmanna. Benedikt Eyjólfsson hlær hér dátt og við hlið hans er Freyr Jónsson, sá eini úr hópnum sem nú er látinn. Aðrir á myndinni eru Ingimundur Þór Þorsteinsson og Mike Burnes, tæknimaður frá Warn. Ljósmynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson 23.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.