Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.05.2021, Síða 32
SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2021 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL MADE IN DENMARK Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn. Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939. Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta og rúmgafla. Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks- stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig. Heppinn kaupandi greiddi í vikunni 14.145 Bandaríkjadali eða ríflega 1,7 milljónir króna fyrir sex lokka úr hári bandaríska rokktónlistarmannsins sáluga Kurts Cobains á uppboði hjá Iconic Auctions í Bandaríkjunum. Uppboðshaldarinn segir engan vafa leika á því að lokk- arnir séu í raun og sann teknir af höfði Cobains og fram- vísaði sönnunargögnum, þar á meðal handskrifuðum miða og ljósmynd af hárgreiðslukonunni Tessu Osbourne, með skærin á lofti að klippa téða lokka úr hári Cobains á Eng- landi 29. október 1989. Sú ágæta kona hefur verið framsýn því Nirvana sló ekki í gegn á heimsvísu fyrr en tveimur ár- um síðar, með hinni goðsagnakenndu plötu Nevermind. Osbourne mun hafa fært listakonunni Nicole DePolo, sem elur manninn í Seattle í Bandaríkjunum, lokkana að gjöf skömmu eftir að Cobain svipti sig lífi árið 1994, aðeins 27 ára að aldri. „Lokkarnir eru glænýir á markaðnum,“ kemur fram í yfirlýsingu Iconic Auctions. Þar segir enn fremur: „Hvað Kurt varðar þá var Tessa það sem Astrid Kirchherr hafði verið fyrir Bítlana – konan sem færði honum þessa ein- stöku klippingu [...] skömmu áður en ljósmyndir af honum fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina.“ Mynd af Kurt Cobain í garði sem tileinkaður er honum í Aberdeen í Washington-ríki. Með Tessuklippinguna. AFP Lukkulegur lokkaeigandi Sex lokkar úr hári Kurts heitins Cobains, söngvara og gítarleikara Nirvana, seldust fyrir 1,7 milljónir króna á uppboði í Bandaríkjunum. „Nýlega er kominn hingað til lands ungur amerískur kvik- myndatökumaður, Robert C. Davis, í þeim tilgangi að taka hjer, eða raunar ljúka við töku Íslandskvikmyndar, sem hann byrjaði á, er hann var í ljós- myndadeild ameríska hersins í síðustu styrjöld. Ætlar Davis að ferðast hjer um landið fram í ágústmánuð og taka kvikmyndir, en hann er kunnugur hjer um land, eftir að hann dvaldi hjer í tvö og hálft ár.“ Með þessum orðum hófst frétt á baksíðu Morgunblaðsins á þessum degi árið 1951. Enn fremur kom fram að Davis hefði tekið tvær 16 mm kvikmyndir í eðlilegum litum í Bandaríkj- unum, sem hann hugðist sýna hérlendis ef áhugi væri fyrir hendi. „Einnig hefir hann með- ferðis kvikmyndina „Interlude in Iceland“, sem hann tók hjer fyrir nokkrum árum.“ Davis taldi sig vanta í kvik- mynd sína myndir af Heklugos- inu 1947, sem hann vildi kaupa, eða leigja. „Hann nýtur hjer fyr- irgreiðslu Ferðaskrifstofu rík- isins, og mun vera hægt að ná sambandi við hann þar, ef ein- hverjir hafa áhuga á að tala við hann um kvikmyndasýningar, eða kvikmyndatöku.“ GAMLA FRÉTTIN Amerísk Ís- landsmynd Robert C. Davis hafði sérstakan áhuga á myndum af Heklugosinu 1947. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kris kristofferson söngvari og leikari Johnny Logan söngvari Herbert Guðmundsson söngvari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.