Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 12
Bræðurnir Bubbi og Beggi Morthens á tón-
leikum með Egó á fyrri hluti níunda áratugarins.
Morgunblaðið/Einar Falur
E
kki er laust við að það líði úr okkur
Árna Sæberg ljósmyndara þegar
við stígum inn úr hafnfirska vorinu
í inn í andlegu lífstílsverslunina
Kailash á Strandgötunni. Úti er ys
og þys en inni algjör kyrrð og ró; angurvær
tónlist og notaleg ilmur af framandi reykelsi.
Það er eins og maður sé skyndilega staddur í
miðjum Himalajafjöllum. Eigandinn, Beggi
Morthens, heilsar okkur með virktum og
hneigir sig. „Namaste.“ Værð er yfir gestgjaf-
anum enda aðhyllist hann búddisma og al-
menna ró andspænis lífsins gleði og raunum.
Beggi býður okkur til betri stofu inn af
verslunarrýminu, þar sem te og súkkulaði eru
á borðum. Sjálfur er hann meira fyrir te en
kaffi. „Lengi vel drakk ég alls ekki kaffi en er
byrjaður aftur á því núna. Það er erfitt að losa
sig alveg við gamla siði. Annars hefur um-
hverfið líklega mest að segja. Á sjónum hefði
manni verið hent fyrir borð hefði maður sést
drekka te,“ segir hann brosandi.
– Varstu lengi til sjós?
„Nei, tvær eða þrjár vetrarvertíðir. Fyrst á
Stebba Kristjáns frá Ólafsvík og síðan á Gugg-
unni með Tolla bróður. Það var frambyggður
lítill koppur og róið í öllum mögulegum og
ómögulegum veðrum. Skipperinn hrópaði
bara: Snorri er að fara! Og þá rerum við,“ seg-
ir Beggi og dregur upp ískyggilega mynd af
öldutoppum með hendinni. Snorri þessi var að
sjálfsögðu Snorri Sturluson sem Bæjarútgerð
Reykjavíkur gerði út. Einn stærsti togari flot-
ans á þeim tíma.
– Þú ert kominn býsna langt frá sjónum
núna, ekki satt?
„Já – og þó ekki. Er ég ekki bara á öðru
skipi, Æðruleysinu? Við erum stöðugt í lífsins
ólgusjó. Annars var það ekki alltaf pæling að
gerast búddisti og opna verslun sem þessa; ég
efast um að ég hafi vitað hver Búdda var þegar
ég var á sjónum. En svona getur lífið leitt
mann í ólíkar áttir.“
Umburðarlyndi grunnstoðin
Beggi hafði um árabil haft áhuga á menningu
Austurlanda áður en hann steig skrefið til
fulls, fann sér gúrú og gerðist fullgildur búdd-
isti fyrir rúmum áratug. Hann sýnir okkur
formlegt skírteini, vottað af gúrúnum hans,
Lama Yeshe. Sjálfur ber Beggi nafnið Karma
Lamzang sem merkir „Excellent Path“ eða
„Gæfuríkur vegur“.
„Lama Yeshe spurði hvort ég væri ekki
skírður til kristni. Ég svaraði því vonsvikinn
játandi og hélt að þar með væri þessi draumur
minn úti. Það var öðru nær. Það er engin
hindrun að aðhyllast kristni enda er umburð-
arlyndi grunnstoðin í búddismanum. Ég vil
alls ekki tala kristnina niður en þetta umburð-
arlyndi er ekki fyrir hendi þar frekar en í öðr-
um trúarbrögðum. Búddismi er ekki trúar-
brögð heldur lífsspeki og aðferðafræði um
lífsins veg. Búddisminn er fyrst og fremst
ferðalag með hinum og þessum vörðum á veg-
inum. Maður er að sjá í fyrsta sinn.“
Árið 2010 fór Beggi í ferðalag til Himalaja-
fjalla ásamt Tolla bróður sínum og tveimur
öðrum félögum og kom meðal annars að hinu
kunna vatni Manasarovar og Kailash-fjalli í
Tíbet, sem verslunin heitir eftir, en búddistar
líta á það sem miðju alheimsins. Fjallið er
raunar heilagt í fernum trúarbrögðum: Búdd-
isma, hindúisma, jaínisma og bon. Það hefur
aldrei verið klifið enda stranglega bannað
vegna heilagleika þess. Þess utan er fjallið afar
bratt. „Einu sinni reyndu nokkrir Bretar að
klífa Kailash og úr varð mikið fár,“ segir
Beggi.
Hann og félagar hans gengu svokallaða
„kóru“, umhverfis Kailash-fjall, en samkvæmt
búddismanum á það að tryggja mönnum betra
líf en ella. Gangan tekur um þrjá daga. Þeir al-
hörðustu skríða hringinn á maganum, með
sérstökum búnaði. Það tekur að jafnaði ein-
hverjar vikur. Svo syntu þeir félagar í Manas-
arovar-vatni. „Það var hópur Indverja þarna á
sama tíma þegar við rifum okkur úr og hentum
okkur út í vatnið. Þeir ráku upp stór augu, þar
sem þeir stóðu á bakkanum, kuldalegir í dún-
úlpunum sínum. Það er allra veðra von á þess-
um slóðum og getur orðið mjög kalt. Hitaskilin
eru líka rosaleg; það gerist svo hratt. Sólin
birtist og skyndilega er kominn steikjandi
hiti.“
Ómað með skólakrökkum
Búddisminn er leiðarstef Begga gegnum lífið
og hann reynir eftir fremsta megni að lifa sam-
kvæmt aðferðafræðinni sem hann hefur lært
og tileinkað sér. Hann segir suma hafa hleypt
brúnum þegar hann breytti um lífsstíl og eins
þegar þau hjónin, Helga Guðlaug Einarsdóttir
og hann, opnuðu verslunina. „Fólk horfir
stundum undarlega á mig; ég get alveg við-
Um borð í Æðruleysinu
Beggi Morthens, kaupmaður í
Kailash, fann fjölina sína í
búddisma, hugleiðslu og nú-
vitund fyrir allmörgum árum
og segir okkur hin geta lært
margt af þeirri aðferðafræði
og nálgun. Sjálfur hefur hann
þurft á henni að halda sem
aldrei fyrr í veikindum sem
hann hefur glímt við að und-
anförnu. Beggi víkur einnig
að litríkri barnæsku, sjó-
mennsku og sjóvmennsku en
tónlistin er og verður honum
allar götur afar kær.
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Búddismi er ekki trúarbrögð heldur
lífsspeki og aðferðafræði um lífsins
veg. Búddisminn er fyrst og fremst
ferðalag með hinum og þessum vörð-
um á veginum. Maður er að sjá í
fyrsta sinn,“ segir Beggi Morthens.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021