Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Blaðsíða 24
Þ ema Feneyjatvíæringsins í byggingarlist árið 2021 er How will we live together? eða Hvernig komum við til með að búa saman? Það er sett fram af aðal- sýningarstjóra viðburðarins, líbanska arkitektinum Hashim Sarkis og stjórnanda arkitektadeilar MIT há- skóla, í því augnamiði að kalla eftir skapandi lausn- um. „Þetta er mjög opinn en jafn- framt tvíræður titill,“ segir Guð- jón Bjarnason, arkitekt og mynd- listarmaður, sem valinn var á Tvíæringinn, „þar sem óskað er eftir hugmyndum frá þátttakendum um betri framtíð en kallar um leið á efa- semdir um forsendur lífvænlegrar framtíðarskipanar. Helsta ástæðan fyrir því að Sarkis gefur sér þetta víða sjónarhorn er sú almenna tilfinn- ing og skoðun að nú þurfi arkitektón- íska hugsun til sem nái út fyrir landa- mæri. Hnattræn tengsl eru þarna í brennidepli, loftlagsváin, pólitísk vandamál og straumur flóttamanna, hagfræðileg málefni svo sem sífellt aukin misskipting auðs sem er að kljúfa sundur þjóðríki og sundra innri samfélagsgerð þeirra og svo framvegis. Allt gefur þetta tilefni til ærlegrar naflaskoðunar og vanga- veltna um hvað megi betur fara í þessum heimi í senn frá sjónarhóli einstaklingsins sem og hópa og þjóð- félaga. Tekist er á um mjög stóra drætti enda um að ræða mikilvæg- ustu alþjóðlega sýningu veraldar á byggingarlist.“ Feneyjatvíæringurinn í myndlist er vel kynntur á Íslandi en minna hefur farið fyrir sambærilegum við- burði á sviði byggingarlistar enda um þrír áratugir síðan við Íslendingar völdum þar fulltrúa, að því er Guðjón kemst næst. Byggingarlistin er sýnd á sama stað og myndlistin á Giardini- svæðinu, þar sem hinir 49 þjóðskálar eru, og svo Arsenal-hlutanum þar sem fimmtíu virtum arkitektum og hugsuðum var boðið til leiks. Fram- lag Guðjóns er að finna í ítalska skál- anum í svokölluðum CITYX-hluta sýningarinnar. Guðjón er ekki til- nefndur af íslenskum yfirvöldum, eins og myndlistarmennirnir, heldur var hann kallaður inn af sýning- arstjóra CITYX, slóvanska arkitekt- inum Tom Kovac prófessor við RMIT háskólann, Melbourne. „Ég veit ekki fyrir víst hvernig boð um þátttöku kom til en sennilega hafa komið með- mæli frá einhverjum sem er kunn- ugur ferli mínum og verkum. Ég er í öllu falli ljómandi ánægður að fá tækifæri til að vera þátttakandi í þessu stóra og margslungna verk- efni,“ segir Guðjón. Guðjón hefur mestmegnis starfað á Indlandi undanfarinn áratug og unnið þar að fjölmörgum verkefnum og tillögum sem falla vel að anda þess þema sem Tvíæringurinn leggur upp með. Á sýningunni er úrval þeirra verka með sérstaka áherslu á tónlist- arhúsið í Shillong í Meghalaya sem nú er í byggingu og tillögur fyrir end- urskipulagningu viðskiptahverfisins Patto Plaza í Panjim, höfuðborg Góa, auk verkefna víðsvegar á Indlandi s.s frumskipulag níu nýrra borga við Chambal ánna, skammt frá Agra, til- lögu að landsleikum Indlands og ým- issa íþróttaleikvanga auk verkefna stærri sem smærri frá New York, Kína, Nairobi og víðar. Listræn nálgun Verkin er sett fram myndrænt í sex mínútna myndbandi ásamt textum og frumsaminni tónlist undir yfir- skriftinni Fagurfræðileg sjálfbærni sem endurspeglar aðferðarfræði og nálgun Guðjóns að hans eigin sögn. Tónlistin er eftir Eðvarð Egilsson, Jón Kári Hilmarsson aðstoðaði við gerð myndbandsins og fjöldi ind- verskra samverkamanna komu að gerð verkanna. „Óskað var eftir lausnum og í mín- um verkum hef ég alltaf lagt áherslu á listræna nálgun, að velta stokkum og steinum með það að markmiði að skoða alla skapandi möguleika til úr- lausnar á verkefnum. Ekkert er eins mikilvægt og að velta fyrir sér hvern- ig maður geti hugsað út fyrir kass- ann. Á sama tíma ber ég mikla virð- ingu fyrir náttúru og menningar- arfleifð, bæði þeirri sýnilegu og andlegu, sérstaklega á Indlandi, og legg vaxandi áherslu á einfaldar en hugmyndaríkar og notenda- og vist- vænar lausnir, sem og leiðir til að gera hlutina aðlaðandi og spenn- andi.“ Tvíæringurinn var formlega opn- aður 22. maí, að miklu leyti með staf- rænum hætti vegna heimsfaraldurs- ins. Einungis fáeinir heimamenn voru á staðnum. Sýningunni lýkur 21. nóvember. Sjálfur var Guðjón staddur í sendi- ráði Íslands í Genf, þar sem haldin var einskonar fjaropnun samhliða opnun á listsýningu Guðjóns þar. Svisslendingar sæta miklum tak- mörkunum þessa dagana en Guðjón vonast til að létt verði á þeim núna á mánudaginn, þannig að hann komist sem fyrst til Feneyja. Annars stend- ur til að halda tvær opnanir til við- bótar í Feneyjum, aðra í sumar, þeg- ar vonandi verður búið að aflétta helstu takmörkunum alþjóðlega, og hin í nóvember sem um leið verður lokahóf viðburðarins. „Þannig að maður ætti að fá tækifæri til að hitta kollegana,“ segir Guðjón en hann þekkir nokkra þeirra persónulega, auk þess sem margir eru heims- kunnir. Á sýningunni í Genf er myndlist- armaðurinn Guðjón í öndvegi; sýnir þrettán ný myndverk unnin á ál og eitt myndbandsverk. Seríuna kallar hann IslANDs og markmið sýning- arstjórans, Ásthildar B. Jónsdóttur sem valdi verkin saman, er að beina sjónum að loftslagsvánni og almennri eyðileggingu náttúrunnar. Mynd- irnar eru byggðar á negatívum og kaldlituðum ímyndum af jöklum, fossum og eyðilandslagi á Íslandi yf- irþrykkt um miðju með svörtu af- stæðu myndmáli í upplausn. Sýningin stendur fram á sumar. „Þeir eru stöðugt að eigast við, þessir tveir þættir í mér, myndlistin og arkitektúrinn. Meðan listir þurfa helzt að vera róttækar til að hrófla við hugsun okkar þarf arkitektúrinn, eðlis síns vegna, alltaf að vera upp- spretta vonar. Annað er tilgangslaust og leitt þegar tækifæri til aukinnar göfgi samfélagsins fer fyrir bí. Mun- urinn er sá að listirnar geta gagnrýnt harðlega, verið erfiðar og krefjandi, en til þess að gagnrýna innan ramma arkitektúrs verður samhliða að koma með lausnir. Arkitektar eru þess vegna dæmdir til bjartsýni.“ Dæmdur til bjartsýni Guðjón Bjarnason kynnir arkitektúrverk sín og hönnun á Fen- eyjatvíæringnum í byggingarlist. Hann er einnig með sýningu á myndverkum í Genf. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tónlistarhúsið í Shillong í Meghalaya er tilraun Guðjóns til að brjóta niður múra milli yfirstéttarinnar og almennings á Indlandi. Færa fólk saman, inn í og að húsinu. Guðjón Bjarnason 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021 LISTIR SÉRBLAÐ Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní Hvert blað beinir sjónum sínum að einum landsfjórðung • Hvert skal halda í sumarleyfinu? • Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland • Leynistaðir úti í náttúrunni • Hvar er best að gista? • Ferðaráð • Bestu sumarfrí Íslendinga Pöntun auglýsinga og nánari upplýsingar augl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.