Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Blaðsíða 17
frá Kína. Er það? Af öllum stöðum á hinu mikla
landi þá er ekki um það deilt að smitið kom frá
Wuhan. Er það? Og það ætti ekki heldur að vera
umdeilt að í Wuhan er mesta rannsóknarstöð á kór-
ónuveiru sem til er í heiminum. Er það?
Þar hafa farið fram tilraunir við breytingar á ein-
mitt þessari veiru til að kanna hvort hægt sé að
gera hana hættulegri en hún væri ella.
Trump forseti sagði opinberlega við almenning að
það yrði að kanna rækilega hvort veiran hefði komið
frá rannsóknarstofunni í Wuhan. Það var áður en
ríkisbubbarnir á netrisunum ákváðu að loka á sam-
skipti forsetans við almenning. Marxistinn, forstjóri
WHO, hefur þóst vera að rannsaka þetta mál, og
ekki komið auga á neitt grunsamlegt. Hann er
reyndar rétt núna farinn að muldra því út úr sér að
honum hafi ekki verið veittar nægjanlega góðar
upplýsingar frá Kína og þess vegna fullyrt að veiran
hefði borist af markaðstorgi! Joe Biden forseti var
áður búinn að hafna því sem versta fáránleika að
veiran væri „handgerð“ þótt hann trúi á það að
veðrið í veröldinni sé handgert. Hin svonefnda
„mainstream media“ hafði lýst því sem argasta rugli
og „samsæriskenningum“ að nefna rannsóknarstof-
una í Wuhan. Anthony Fauci, sérfræðingur Banda-
ríkjaforseta til áratuga, hafði reyndar lengst af einn-
ig verið á því rólinu.
Nú hefur hann skyndilega snúið við blaðinu. Hann
segir nú að alls ekki sé hægt að útiloka að veiran,
sem lagði veröldina undir sig, hafi verið manngerð í
tilraunaeldhúsinu í Wuhan. Allt í einu! Og allir í
senn! Fauci vill láta rannsaka þetta. Biden felur
leyniþjónustunum 17 að rannsaka þetta og þær hafi
ekki nema þrjá mánuði til að skila niðurstöðu.
Hvað hefur gerst?
Væri það „samsæriskenning“ bréfritara, ef einn
maður getur séð um samsæriskenningu, að telja lík-
legt að þessi viðsnúningur sé ekki tilviljun? Af
hverju snerist Biden í þennan hring? Var hann boð-
inn í mat til Hunters? Datt hann í fjórða sinn á leið
inn í flugvélina? Þetta tvennt hlýtur að vera ólíklegt.
Og líka að Biden hefði fengið hugmyndina skyndi-
lega sjálfur eftir að hafa afneitað henni í heilt ár.
Hvenær fékk Joe Biden nýja hugmynd síðast? Er
ekki líklegra að ein af þessum sautján leyndarstofn-
unum sem hitta forsetann nokkrum sinnum í viku,
og núna að minnsta kosti umsjónarmenn hans, telji
betra fyrir forsetann að það sé hann sem feli leyni-
þjónustum að rannsaka málið, þótt hann hafi verið
sannfærður um annað lengi? Við vissum það ekki, en
vitum það núna, að Tony (eins og Guðlaugur Þór
kallar sjálfsagt Fauci eins og alla aðra sem hann
hefur leikið sér með frá því að hann var barn) þekk-
ir betur til þessarar rannsóknarstofu en flestir
Bandaríkjamenn. Það er reyndar komið á daginn og
verður ekki falið úr þessu að hann hefur látið moka í
hana fé um langt árabil og hefur reyndar bandarísk-
an millilið í því, sem óvart rak kollinn í dagsljósið,
og er því kominn undir smásjána. Sá virtist sjá um
tengslin við rannsóknarstöðina fyrir Fauci og stjórn-
ar henni að nokkru frá New York, ef fyrstu nýju
rannsóknarskrefin eru marktæk. Og það þarf ekki
lengur leðurblöku á salatdiski á matarmarkaði til.
Nú þegar hefur skyndilega verið upplýst að einn
helsti vísindamaður veraldar, sem heldur um spott-
ana í Wuhan, safnar leðurblökum og á meira af þeim
en nokkur maður (er reyndar kona) annar.
BBC reynir að gleypa
ekki allt eins og jafnan
BBC, sem hafði gleypt fram að þessu, að ekki væri
snefill af viti í hugmyndum Trumps um manngerða
veiru, er nú brugðið. Þessi ríkisstofnun hefur ekki
úr háum söðli að detta eftir hneykslið vegna Díönu
prinsessu. Í nýjustu frétt BBC segir: „Prof Shi
Zhengli – often referred to as „China’s Batwoman“
– a researcher at the Wuhan Institute, published a
report last week revealing that her team had identi-
fied eight coronavirus strains found on bats in the
mine in China in 2015.“
Þegar komin er „Batwoman“ í söguna er hætt við
að Bandaríkjamenn fari loks að trúa.
Kínversk yfirvöld leyfa enn aðeins eitt eintak
sannleika í þessu máli. Náttúrulegukenninguna:
„Leðurblaka liggjandi á salatbarnum í Wuhan gerði
þetta allt. Og af hverju hefur sú kenning Kína verið
ofan á í heiminum? Af því að WHO keypti hana, gef-
ur BBC sér. Forstjóri WHO, byltingarleiðtogi úr
Eþíópíu, nú síðast sagður í liði „Tigray People’s Lib-
eration Front“, og liðþjálfar hans, sem lengi hafa
verið í Kína, eru aftur komnir í sólina. Joe Biden
fékk ábendingar frá einhverjum í brúðuleikhúsinu
hans um að kippa þeim aftur inn. Kannski eru þeir
með spottana þar farnir að sjá eftir því eins og
fleiru.
Það eru aðeins rúm fjögur ár síðan þessi forstjóri
WHO gerði Mugabe einræðisherra að sérstökum
sendiherra góðviljans hjá WHO. Það er hætt við að
mörg fórnarlömb forseta Simbabve hafi snúið sér
illa lemstraðir við í gröfum sínum.
Hleypa þarf skarpari hugsun að
Heimurinn veit núorðið að Biden er ekki alveg með
þetta. En er ekki hægt að fá eitthvað minni vitleys-
inga til að halda um spottana hans? Við, þetta venju-
lega fólk, vitum ekki til þess að það liggi neitt fyrir
um að veirunni í Wuhan hafi verið sleppt út viljandi
eða óviljandi. Við vitum þó að ungir læknar í Wuh-
an, sem lýstu áhyggjum sínum í upphafi ferilsins,
dóu tiltölulega skyndilega. Það má vera til eðlileg
skýring á því, en það er ekki endilega líklegt. En ef
netrisarnir skattlausu ætla að lagfæra málið á ný
með því að herða skrúfurnar og auka og efla rit-
skoðun sína á óheppilegum sjónarmiðum, sem fræg-
ir fjölmiðlar vestra styðja!, þá verða þeir að taka sér
tak.
En kannski hefðu þessir frægu fjölmiðlar og net-
risar á siðferðilegum brauðfótum átt að hafa ríku-
legri áhyggjur af því að veira slyppi í almenning en
að óheppilegar upplýsingar að mati risanna gerðu
það. Ritskoðunarþörf yfirgengilegra auðmanna, sem
virðist efst á blaði veraldar núna, nær ekki nokkurri
átt. Hún mun hefna sín. Réttar upplýsingar lifa af
alla ritskoðun fanta. Það er aðeins spurning um
tíma. Þær sleppa út að lokum. Eins og veiran gerði,
hvernig svo sem hún slapp.
Hún slapp út, var það ekki? Er ágreiningur um
það? Varla.
En hvaðan?
Hvernig?
Þegar þau svör liggja loks fyrir þá mun heimurinn
vita hver ber þar mesta ábyrgð.
Morgunblaðið/Eggert
’
En er það virkilega í lagi að nokkrir yfir-
þyrmandi ríkisbubbar, sem hafa lykil-
aðstöðu í allri umræðu í veröldinni, og bera
þó enga ábyrgð, geti opnað á sjónarmið sem
þeim hugnast og bannað önnur svo að heilu
þjóðfélögin fái ekki rönd við reist?
30.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17