Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Blaðsíða 19
30.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
AFSLÁTTUR
25%
STILLANLEGIR DAGAR
„Ég ber saman verk hans frá bókstafstrúar-
tímabilinu við plötur sem hann gaf út 1997-
2006. Niðurstaðan var sú að þær plötur sem er
almennt ekki hægt að kalla trúarlegar, voru
áhugaverðari út frá trúarlegum pælingum
heldur en hinar sem áttu að vera trúarlegar.
Þar kemur kenningin hans Fowlers sterk inn,
en hann gerir ráð fyrir þroska,“ segir Henning
og útskýrir að Fowler hafi skipt trúarþroska
upp í sjö stig.
Henning vildi komast að því hvort kenn-
ingar Fowlers væru gott tæki til að greina
trúarlegar hugmyndir Dylans.
„Ég tók smá áhættu með því að fara þessa
leið en ég var að finna endalausa samhljóma og
tengingar og þetta varð bara skemmtlegra og
skemmtilegra. Það var mjög gefandi að skrifa
þessa ritgerð,“ segir hann og segir aðra hafa
greint trúarhugmyndir Dylans á aðra vegu.
„Mér fannst það hafa verið gert á yfirborðs-
kenndan hátt. Fowler bjó til þessa dýpt í um-
ræðuna.“
Gæti lánað honum hrífu
Hefurðu farið á tónleika með Dylan?
„Já, hann kom tvisvar til Íslands og ég fór í
bæði skiptin. Fyrra skiptið var 1990 og svo
kom hann 2008. Ég sá hann líka í Glasgow um
2005. Mér fannst 1990-tónleikarnir standa upp
úr, en þá var ég um sextán ára og búinn að
sökkva mér ofan í tónlistina hans í heilt ár af
krafti. Þessir tónleikar voru í Laugardalshöll-
inni og þeir voru frábærir. Hann spilaði mjög
mikið; 26 lög. Hann bætti inn lögum en hann er
ekki þannig tónlistarmaður sem spilar bara
þekktustu lög sín. Hann spilar oftast bara nýj-
ustu plötu sína, en þarna var hann með miklu
meira en vanalega. Svakaleg upplifun!“
Áttu þér uppáhaldslag með honum?
„Já, ég verð að nefna þrjú. Visions of Jo-
hanna frá 1966, Shelter from the storm frá
1975 og svo Not dark yet frá 1997.“
Ef þú gætir boðið honum í mat, hvað mynd-
uð þið ræða um?
„Ég held ég myndi alls ekki tala við hann um
hans eigin verk. Frekar um John Coltrane eða
málarann Rothko. Svo kannski um daginn og
veginn. Ef það er eitthvað sem hann vill ekki tala
um þá er það hann sjálfur eða hans eigin verk.“
Myndir þú vilja hitta hann?
„Ég veit það ekki, ég er ekki viss. Þó mér
þyki gaman að skoða hann þá finnst mér að
það þyrfti að eiga sér eðlilegan aðdraganda.
Það væri þá kannski bara ef hann flytti í
Garðabæinn. Ég gæti þá lánað honum hrífu og
séð hvert það myndi leiða.“
Morgunblaðið/Ásdís
Í bókahillum á skrifstofu Hennings má finna ógrynni af tónlistarbókum og trúarritum. Líklega eru
þar tugir bóka um goðið hans Bob Dylan en margar af þeim keypti hann fyrir ritgerðarsmíðina.
’
Það er einhver kjarni í hon-
um. Það er líkt og gildi hans
og uppeldi sem hefur mótað hann
birtist sífellt á nýjan hátt. Hann
hefur svo áhugaverða sýn á lífið
og setur oft hluti í samhengi sem
maður býst ekki við. Hann tengir
saman hluti á svo góðan hátt.
Bob Dylan er hér á tónleikum árið 1966.
AFP