Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Side 14
Beggi með gítarinn sem hann smíðaði sjálfur. Í versluninni er að finna vörur frá Nepal, Indlandi og víðar. Umburðarlyndi er grunnstoðin í búddismanum. urkennt það,“ segir Beggi hlæjandi. „Sér- staklega þegar ég missi mig í umræðunni um búddismann. En það er bara áminning til mín um að halda þessu fyrir mig og ganga ekki of nærri öðrum; nema þá að fólk komi til mín að fyrra bragði og vilji hlusta. Frúin er kennari og ég hef aðeins verið að spjalla við skóla- krakka á aldrinum tíu til tólf ára um búddisma, hugleiðslu, núvitund og fleira. Svo sitjum við saman í þögn og ómum. Þetta er mjög skemmtilegt enda eru krakkar á þessum aldri mjög opnir fyrir nýjungum. Það er hugljómun fyrir mig, ekkert síður en þau, að sjá hvernig þetta virkar.“ Að áliti Begga væri snjallt að taka þessa hluti upp í skólakerfinu – enda veiti ekki af ró og spekt inn á milli í öllum hraðanum, hama- ganginum og kliðnum sem einkennir líf okkar á seinni tímum. Það þyrfti alls ekki að bitna á né koma niður á kristnifræðslu. „Eins og ég segi þá er búddismi lífsspeki en ekki trúar- brögð og þarf alls ekki að skarast við kristni- fræðsluna, hvað þá að koma í staðinn fyrir hana.“ – Hefurðu viðrað þessa hugmynd við menntamálayfirvöld hérna í Hafnarfirði? „Ég hef nefnt þetta við bæjarstjórann okk- ar, Rósu Guðbjartsdóttur, sem er góður við- skiptavinur hérna í versluninni og hún er opin fyrir þessu. Enda hefur þetta ekkert með búddatrú að gera; heldur snýst málið um að fá fólk til að núllstilla sig og vera í andartakinu. Núinu. Ég hef margoft orðið vitni að því hvað þetta getur gert fyrir fólk.“ Afstaðan að breytast – Núvitund, hugleiðsla og annað slíkt átti lengi vel ekki upp á pallborðið hér um slóðir en er að vaxa fiskur um hrygg, ekki satt? „Jú, ég er alveg sammála því. Afstaða fólks, ekki síst þeirra sem yngri eru, er smám saman að breytast – sem er af hinu góða. Annars hvet ég fólk alltaf til að finna þá leið sem hentar því best til að freista þess að líða betur, hvort sem það er hugleiðsla, núvitund eða eitthvað allt annað. Við erum eins ólík og við erum mörg og það sem hentar mér þarf alls ekki að passa fyr- ir þig.“ – Leitar fólk mikið til þín? „Já, talsvert. Sérstaklega þegar eitthvað bjátar á og það þyrmir yfir. Fólk spyr: Hvað get ég gert? Og ég bendi því á, að búddisminn gangi fyrst og síðast út á samkennd. Sama hverjar lífsskoðanir fólks eru eða hvar í flokki það stendur. Öll stöndum við saman. Við Ís- lendingar erum upp til hópa mjög uppteknir af veraldlegum gæðum. Í Tíbet á fólk hins vegar ekki neitt en lífshamingjan er eigi að síður mikil. Bros skín af hverju andliti.“ Hann rifjar upp sögu af því þegar kínverskir hermenn stöðvuðu þá ferðafélaga í þorpi í Tíb- et um árið til að kanna í hvaða erindum þeir væru þangað komnir. Það varð til þess að þeim var boðið í te hjá eldri hjónum í þorpinu. Ungt barn var þar að leik og gáfu menn sér að um barnabarn hjónanna væri að ræða. Nei, svo var ekki, heldur hafði barnið verið skilið eftir á tröppunum og þau einfaldlega tekið það að sér. „Ég veit ekki hvað maður á að kalla þetta en kærleikurinn verður ekki áþreifanlegri,“ segir Beggi. Þegar ferðalangarnir gerðu sér grein fyrir þessu máttu þeir til með að styrkja hjón- in fjárhagslega. Ekki var þó hlaupið að því enda var hvorki póstnúmeri né heimilisfangi til að dreifa, þorpið bar ekki einu sinni nafn. Svo afslappaðir eru menn á þessum slóðum. „Í staðinn skildum við eftir þá aura sem við vor- um með á okkur, til að þakka fyrir. Bæði gest- risnina og kærleikann.“ Keimlíkar tilfinningar Eftir ferðina til Nepal og Tíbet stofnuðu Beggi og Helga Kailash á́samt Tolla og Gunný. „Við Helga héldum síðan rekstrinum áfram og er- um með vörur frá Nepal, Indlandi og víðar. Ekki þarf að fjölyrða um þá undarlegu (var hér um bil búinn að skrifa fordæmalausu) tíma sem við lifum á og Beggi staðfestir að fólk hafi í auknum mæli leitað til sín meðan heimsfar- aldurinn hefur geisað; rétt eins og það gerði eftir bankahrunið fyrir rúmum áratugi. „Ég tala gjarnan um fyrra og seinna hrunið enda þótt þessir viðburðir séu í eðli sínu gjörólíkir. En fólk er samt að upplifa keimlíkar tilfinn- ’ Við lentum í miklu of- beldi í skólanum; andlegu og líkamlegu. Vorum barðir og krúnurakaðir, ég sem var með sítt hár. Þetta var bara eins og í sögu eftir Dickens. Beggi í verslun sinni Kailash í Hafnarfirði. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.