Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021 Í gær bárust fréttir um að Poul Schlüter fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur væri látinn. Þegar bréfritari kom til starfa í ráðuneyti hafði Schlüter þegar gegnt emb- ætti forsætisráðherra lengi. Hann kom úr röðum Íhaldsflokksins og þaðan hafði ekki komið danskur forsætisráðherra óralengi. Þarf í rauninni að leita langleiðina aftur til Estrups. En Estrup er sagður sá sem lengst hefur gegnt emb- ætti forsætisráðherra í Danmörku fyrir konungsnáð. Ótrúleg saga Því var ekki endilega spáð að Schlüter yrði lengi við völd. Þeirri spá réð ekki aðeins að hann kom úr Íhaldsflokknum sem hafði ekki skaffað forsætisráð- herra í hefðbundinni lýðræðistíð. Stjórnin sem Schlüter myndaði var studd af fjórum flokkum og slíkar eru iðulega valtari í sessi en þegar færri koma að. Það var ekki algengt að forsætisráðherrar sætu lengi samfellt í Danmörku. Þegar Schlüter hvarf úr embætti hafði hann verið forsætisráðherra í rúm 10 ár. Til að finnan annan sem gerði betur verður að fara til ársins 1942 en það ár lést Thorvald Stauning en hafði þá verið forsætisráðherra í rétt 13 ár. Þar af var hann forsætisráðherra í þjóðstjórn í tvö ár eftir hernám Þjóðverja. Seinustu mánuðina sem hann lifði gat hann ekki sinnt starfa sínum vegna heilablóðfalls. En Stauning hafði frá árinu 1924 til 26 farið fyrir minnihlutastjórn og telst vera fyrsti forsætisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, sem iðu- lega eru fyrirferðarmiklir í stjórnmálalífi Danmerk- ur. Stauning var forsætisráðherra lengst allra síð- ustu öld, en Schlüter næstlengst. En Estrup sat lengst allra eða í 19 ár en þá þarf að fara til loka 19. aldar. Stundum var sagt að þá Schlüter hætti í forsætisráðuneytinu hafi „Rasmussenættin“ tekið við og setið lengi. Það voru þeir Poul Nyrup, Anders Fogh og Lars Lökke en allir voru þeir Rasmussen. Í tæp 19 ár samfellt hét danski forsætisráðherrann því alltaf Rasmussen, þótt sitthvað gengi á við kjör- borðið. En svo öllu sé til skila haldið þá voru þeir ekki skyldir svo vitað sé. Bréfritari á mjög góðar minningar um þá Schlüt- er, Poul Nyrup og Anders Fogh. Samstarfið við þá var ánægjulegt svo ekki féll blettur á. Tók toll Hin langa stjórnarforysta Schlüters og erfið lokaár sem lituðust af Tamil-málunum og dómsmálum sem snertu þau reyndu auðvitað mjög á flokk hans. Stuðningur við flokkinn fór þverrandi í hverjum kosningum af öðrum og eins og þau mál standa nú er ekki líklegt í fyrirsjáanlegri framtíð að þaðan komi forysta í ríkisstjórn. Poul Schlüter hafði löngum þótt leikinn að eiga við fjölmiðla og skjóta fyrirsögnum inn í almenna umræðu, sem komu hon- um og málstað hans vel. Í lok ferils hans skrifuðu nokkrir blaðamenn ævisögu hans, án þess þó að hann vildi sjálfur persónulega eiga nokkra aðkomu að henni. Íslenskur ráðherra, sem hafði náð sér í bókina og spurði Schlüter hvort hann hefði lesið hana og þá hvernig honum þætti, fékk þetta svar: „Modbydelig bog!“ (Viðurstyggileg bók.) Honum var augljóslega ekki skemmt og sama hefur sjálfsagt mátt segja um margt andstreymið á lokasprettinum. Risavaxnar ritskoðunarnefndir Það er stórundarleg þróun sem hefur heltekið hina risavöxnu netmiðla sem hafa heimilisfesti í Banda- ríkjunum. Þeir búa við lagaumhverfi, sem er þeim mjög hagfellt og langt umfram það sem eðlilegt get- ur talist. Þeir búa ekki einu sinni við lágmarks- ábyrgð á því sem er sett fram með þeirra atbeina um víða veröld. Þetta varð enn hlálegra eftir að eig- endur slíkra miðla tóku að stunda ritskoðun í mæli sem menn hafa ekki séð nema í forstokkuðum ein- ræðisríkjum. Þeir hlaupa eftir pólitískum sjónar- miðum og hvers konar ofstæki svo með miklum af- brigðum er. Og jafnframt lifa þeir sig inn í vælu- kjóatilveruna sem orðin er yfirþyrmandi vestra og skaðar ímynd Bandaríkjanna sífellt meir. Sjálfsagt má segja að ekkert sé að því helstu eig- endur og fyrirmenni hinna risavöxnu miðla komi sér undan sköttum um víða veröld, sem öðrum er gert að greiða. Og kannski fá þeir prik fyrir að leyna því lítt að þar fara svarrasósíalistar af gamla skólanum, þótt séu um leið mestu auðmenn veraldar. Fjölmörg umræðuefni banna þeir á sínum víðfeðmu yfirráða- svæðum, eða að minnsta kosti aðra hlið þeirra. Af hverju að banna dellu? Hún deyr fyrst. Þeir banna að fjalla um þau sjónarmið sem margir hafa í Bandaríkjunum, með réttu eða röngu, um að farið hafi verið mjög frjálslega í umgengni við kjör- kassana í síðustu kosningum. Sjónarmiðum í þá átt er eytt. Ekkert skal fullyrt um hvaða sjónarmið í þeim efnum séu helst réttmæt eða hvort megi af- greiða það allt sem ofsóknarbrjálæði, eða að minnsta kosti sem ótækar samsæriskenningar. Það hefur þó því miður verið þekkt að flokkar vestra hafa gengið mjög óvarlega um kosningar og ekki er til að mynda ágreiningur um að dánir menn greiði atkvæði þar vestra í mæli sem varla er þekkt í öðrum lýðræðisríkjum. Háskólastúdentar greiða atkvæði í ríkjunum þar sem þeir nema og fara svo heim í hérað og greiða aftur atkvæði þar. Barist er opinskátt gegn (demó- kratar) því að kjósendur þurfi að sýna persónuskil- ríki á kjörstað. Af hverju í ósköpunum? Slíkt þykir frumskilyrði annars staðar á Vesturlöndum. Demó- kratar halda því fram í opinberri umræðu að slík krafa sé „rasísk aðgerð“ af versta tagi, eins og reyndar svo margt annað nú orðið. Þó er bent á að almennir borgarar komast ekki langt í almennri til- veru neiti þeir að sýna persónuskilríki. Í seinustu kosningum var gengið miklu lengra en nokkru sinni fyrr í því að senda fólki kjörseðla án þess að fylgst væri nægjanlega með því hvort við- komandi væri á kjörskrá eða hvort kosið væri marg- oft fyrir hvern og einn. Öllum gögnum var svo eytt svo ekki var vinnandi vegur að kanna hvernig að hefði verið staðið. Endurtalning var gagnslaus því að atkvæði sem enginn vissi hvernig voru fengin voru talin á ný! Boðið var út hverjir vildu heimta þessi atkvæði og koma þeim á kjörstað á ný! Það er athyglisvert að ekki er nokkur ágreiningur um það, að slík og þvílík meðhöndlun kjörgagna og fram- ganga á kjörstað væri hvergi leyfð í Evrópulandi. Stóru netrisarnir banna reyndar alla umræðu um þessa þætti. Af hverju? Jú af því að þetta eru „sam- særiskenningar“ sem eigendur netsins eru ekki sammála! Það er enginn vafi á því að í umræðum um kosningarnar vestra hafa slíkar kennngar verið út og suður og margar augljóslega ómálefnalegar. En er það virkilega í lagi að nokkrir yfirþyrmandi ríkis- bubbar, sem hafa lykilaðstöðu í allri umræðu í ver- öldinni, og bera þó enga ábyrgð, geti opnað á sjón- armið sem þeim hugnast og bannað önnur svo að heilu þjóðfélögin fái ekki rönd við reist. Umræða fer kollhnís Það er ekki langt síðan netrisarnir bönnuðu umræðu um það hvort hugsanlegt væri að kórónuveiran hefði komið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Um hvað er ekki deilt? Það er ekki deilt um það að veiran kom Nú fara óvæntir menn kollhnís Reykjavíkurbréf28.05.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.