Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.05.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.5. 2021 FERÐALÖG Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Það er svo skemmtileg upplifun að enda kannski heima hjá einhverjum í nýveiddri soðinni ýsu. Hugmyndin kviknaði þegar ég hitti Bandaríkja- mann í Hollandi sem hafði farið fjór- um sinnum til Íslands en aldrei talað við Íslending fyrr en hann hitti mig. Mér fannst það svo mikil synd því Íslendingar eru svo hlýir og góðir innst inni. Þannig að vinkillinn í fyrirtækinu er að tengja fólk sam- an,“ segir Helga Kristín og segist einnig skipuleggja ferðir fyrir hópa til Delft í Hollandi, gamla heima- bæjar hennar. „Ég skipulegg ferðir í báðar áttir fyrir stærri hópa, til dæmis fyrir- tæki sem eru að heimsækja önnur fyrirtæki. Ég skipulagði til dæmis ferð til Delft fyrir þjóðdansahóp að norðan og einnig ferð fyrir íslenskan kór.“ Delft hefur allt „Amsterdam hefur alltaf verið vin- sælasta borgin en hefur verið mett- uð af ferðamönnum. Delft er eins og lítil Amsterdam og í miðbænum er bílaumferð bönnuð. Þarna búa bara hundrað þúsund manns og umhverf- ið er vinalegt, fullt af síkjum og gömlum kirkjum. Það er hægt að labba allt og þarna er rólegt en fullt af veitingastöðum. Það er stutt að ferðast með lest á milli borga þannig að þetta er góð staðsetning fyrir þá sem vilja skoða Holland,“ segir Helga Kristín og segir borgina henta vel fyrir hópa. „Þarna er antíkmarkaður, blóma- markaður og ostamarkaður um helgar. Það er hægt að fara í hjóla- ferðir og bátsferðir með kampavíni og jarðarberjum,“ segir Helga Kristín. „Borgin er þekkt fyrir að vera konungsborg en þarna fara útfarir konungsfólksins fram, en gamla kirkjan þarna er frá árinu þúsund en nýja kirkjan frá árinu 1100. Borgin er líka þekkt fyrir postulín en Delft er ein fallegasta borg Hollands. Hún hefur allt,“ segir Helga Kristín og bendir á Facebook-síðu sína, Töfrar Delft. Einnig er hægt að skoða heimasíðurnar helgastina.com og icelandunwrapped.com. Síkin setja svip sinn á borgina. Þjóðdansfélagið Vefarinn fór í ferð til Delft og mættu allir í þjóðbúningum. Það er fallegt um að litast að kvöldi til í Delft í Hollandi þegar horft er yfir síkin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.