Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aukakosn-ingar í ein-stökum
einmenningskjör-
dæmum Bretlands
eru ekki alltaf tekn-
ar alvarlega. Þær
falla gjarnan gegn
stjórnarflokknum, en hafa þó
ekki áhrif á stjórn landsins.
Meirihlutinn minnkar, en er
nægur eftir sem áður. Þess
vegna er stundum litið svo á að í
slíkum kosningum, þegar meiri-
hlutinn á þingi er öruggur, hafi
kjósendur svigrúm til að senda
skilaboð sem þeir ella myndu
aldrei gera. Sumir telja að þetta
hafi gerst í aukakosningunni í
Chesham & Amersham í Buck-
ingham-skíri á dögunum, þar
sem öruggur hálfrar aldar
meirihluti Íhaldsflokksins féll
með miklum mun og Frjáls-
lyndir demókratar hrepptu sæt-
ið örugglega. Verkamannaflokk-
urinn komst varla á blað, enda
íhaldsmennirnir í þessu kjör-
dæmi, sem nánast er úthverfi
Lundúna, í það minnsta ekki að
senda þau skilaboð að þeir vilji
Verkamannaflokkinn aftur í
valdastólana.
Boris Johnson forsætisráð-
herra sagði í viðtali eftir ófar-
irnar að aðalatriðið væri að
flokkurinn væri að vinna fyrir
Breta á landsvísu. Í Chesham &
Amersham væru uppi sérmál
sem hefðu ráðið úrslitum. John-
son taldi bersýnilega ekki
ástæðu til að taka þessum skila-
boðum af alvöru. Eða vildi í það
minnsta senda þau skilaboð að
þau bæri ekki að taka of alvar-
lega.
Ýmsir aðrir forystumenn í
flokknum hafa tekið þessu á
annan hátt og sagt að á þau
skilaboð sem þessir kjósendur
hafi sent verði hlustað. Allstór
hópur þingmanna og ráðherra,
að því er fram kom í The Tele-
graph, telur að Íhaldsflokkurinn
verði að huga aftur að hefð-
bundnari gildum. Boris Johnson
hafi leitt flokkinn um of af leið í
baráttunni fyrir því að höggva
skörð í rauða múr Verkamanna-
flokksins, sem honum tókst
vissulega í síðustu almennu
kosningum. Nú óttast þessir að
blái múrinn sunnar í landinu
geti molnað niður og Frjáls-
lyndir demókratar hömruðu á
því eftir kosningarnar, í orðsins
fyllstu merkingu.
Athyglisvert er að það sem
mjög er nefnt til skýringar á
óförum íhaldsmanna í Chesham
& Amersham eru skipulagsmál,
sem snúast um þéttingu byggð-
ar, og háhraðalest, sem mörgum
þykir groddaleg og gamaldags
samgöngulausn. Í öllu falli gríð-
arlega dýr lausn. Íbúarnir þarna
vilji ekki missa meira af græn-
um svæðum undir byggingar,
velji fremur bifreiðar til að kom-
ast á milli staða og séu ekki
spenntir fyrir óhóflegum op-
inberum útgjöldum.
Einhverjum gæti
dottið í hug sam-
svörun við ákafann
vegna þéttingar
byggðar í Reykja-
vík og lagningar
borgarlínunnar, og
sú tenging væri að minnsta kosti
ekki fjarstæðukennd.
Svo kunna að vera fleiri
undirliggjandi ástæður sem
ekki eru staðbundnar eins og
Johnson virðist telja þessar
vera. Í nýjasta tölublaði viku-
ritsins The Spectator er for-
síðuumfjöllunin um vaxandi
ríkisumsvif og eru Bretland og
Bandaríkin skoðuð sérstaklega í
því sambandi en flest önnur ríki
á Vesturlöndum sögð falla undir
sama hatt. The Spectator bendir
á að fyrir fjórum áratugum hafi
Ronald Reagan, forseti Banda-
ríkjanna, og Margaret Thatch-
er, forsætisráðherra Bretlands,
beitt sér fyrir minni ríkisum-
svifum eftir útþensluna sem hafi
orðið í heimsstyrjöldinni síðari
og í kjölfar hennar. Breytingin
sem Thatcher og Reagan hafi
staðið fyrir hafi stuðst við rök-
ræður um frelsi, en nú standi
forseti og forsætisráðherra
sömu ríkja fyrir útþenslu rík-
isins án nokkurrar sambæri-
legrar umræðu. Og þetta eigi
sér stað um allan heim.
Full ástæða er til að taka
ábendingu The Spectator alvar-
lega. Veruleg hætta er á ferðum
og ef flokkar sem teljast hægra
megin í pólitíska litrófinu
gleyma hlutverki sínu, þá er
eðlilegt að kjósendur sendi í það
minnsta skilaboð í kosningum.
En það er vitaskuld ekki að-
eins vegna kosningaúrslita sem
ástæða er til fyrir þessa flokka
að halda í þá stefnu sem þeir
hafa staðið fyrir, það er nauð-
synlegt eigi ekki að sökkva þess-
um ríkjum í skuldafen sem síðar
mun breytast í skattpíningu.
Um þessar mundir eru skuldir
ódýrar, en svo verður ekki um
alla framtíð. Vextir eru þegar
farnir að hækka eða undir-
búningur hækkunar er hafinn
og það er aðeins spurning
hversu hátt þeir fara. Ríkis-
stjórnir hafa, líkt og á stríðs-
tímum, tekið á sig miklar skuld-
ir í kórónuveirufaraldrinum til
að halda efnahagslífinu gang-
andi. Lágir vextir hjálpuðu mjög
í því sambandi en nú verður að
snúa af þessari braut. Aukin rík-
isútgjöld og sívaxandi rík-
isumsvif og ríkisafskipti mega
ekki verða að vana þó að tíma-
bundinn faraldur hafi kallað á
óvenjulegar aðgerðir.
Hægri flokkar, í Bretlandi
sem annars staðar, verða að
huga að þessu við stefnumörkun
í aðdraganda kosninga. Að öðr-
um kosti er hætt við að kjós-
endur sendi ekki aðeins skilaboð
í léttvægum aukakosningum eða
skoðanakönnunum.
Aukakosningarnar í
Chesham & Amers-
ham gefa tilefni til
að staldra við.
Líka hér á landi}
Pólitísk skilaboð
F
járhæðir styrkja vegna kaupa á
hjálpartækjum hækka umtalsvert
1. júlí með nýrri heildarreglugerð.
Með reglugerðinni eru styrkirnir
færðir upp til verðlags sem ekki
hefur verið gert frá árinu 2008. Þetta er breyt-
ing sem skiptir þau sem þurfa á hjálpartækjum
að halda miklu máli, en um er að ræða hjálpar-
tæki sem auðvelda fólki að takast á við athafnir
daglegs lífs. Áætlað er að framlög til niður-
greiðslu vegna kaupa á hjálpartækjum aukist
með þessu um 214 milljónir króna á árs-
grundvelli.
Réttur til styrkja vegna kaupa á hjálpar-
tækjum tekur til þeirra sem sjúkratryggðir eru
hér á landi. Með hjálpartæki er vísað til bún-
aðar sem ætlaður er til að draga úr fötlun, að-
stoða fólk með fötlun til að takast á við um-
hverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu
eða auðvelda umönnun. Þessi breyting er löngu tímabær
og gerir það að verkum að styrkir vegna kaupa á hjálpar-
tækjum hækka, notendum til hagsbóta.
Í reglugerðinni er einnig kveðið á um þá breytingu að
nú eru styrkir veittir af hálfu Sjúkratrygginga Íslands til
kaupa á tilteknum hjálpartækjum fyrir börn sem búa á
tveimur heimilum. Heimilin verða þannig jafnsett og
börnin eiga hjálpartækin vís á báðum stöðum.
Það er algengt að börn eigi tvö heimili og skiptir þau
miklu að nauðsynleg hjálpartæki, sem ekki er auðveldlega
hægt að flytja á milli heimila, séu á báðum heimilum.
Þannig fækkum við hindrunum í lífi barna sem
þurfa að nota hjálpartæki í daglegu lífi. Það er
því sanngirnis- og réttlætismál að ef barn þarf
á hjálpartækjum að halda, þá eigi það þau vís á
báðum stöðum og að bæði heimilin njóti sam-
bærilegra styrkja við kaup á þeim. Áætlun er
fyrir hendi sem gerir ráð fyrir að á næstu
þremur árum verði innleiddir styrkir til kaupa
á fleiri mikilvægum hjálpartækjum á þessum
forsendum, s.s. baðhjálpartækjum, vinnustól-
um og sessum og einnig lyfturum.
Þessar breytingar eru í góðu samræmi við
tillögur starfshóps sem ég skipaði, og skilaði
tillögum sínum árið 2019. Hópurinn hafði það
hlutverk að skoða fyrirkomulag varðandi
hjálpartæki hér á landi og koma með tillögur
til úrbóta. Meðal tillagna hópsins voru að ein-
falda skipulag við afgreiðslu og úthlutun
hjálpartækja, endurskoða greiðsluþátttöku og draga úr
kostnaði notenda og endurskoða forsendur sem lagðar eru
til grundvallar við mat á þörf fólks fyrir hjálpartæki. Í
vinnu starfshópsins kom einnig fram að miklu skipti að
fólk fengi úthlutuð hjálpartæki í samræmi við raunveru-
legar þarfir og út frá því markmiði að gera notendum
kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu á öllum
sviðum. Þær breytingar sem nú verða á reglugerð um
hjálpartæki eru einmitt til þess fallnar að stíga skref í
þessa átt og það er fagnaðarefni.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Hærri styrkir vegna
kaupa á hjálpartækjum
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Þ
eir fjórir áfangastaðir sem
eru fyrstir til þess að fara í
sérstakt ferli hjá hinu op-
inbera, þar sem ætlunin er
m.a. að vekja athygli á þeim og bæta
stefnumótun um stýringu þeirra, eru
allir á suðurhluta landsins og eru allir
nú þegar fjölsóttir. Lektor við Há-
skólann á Akureyri telur að betra
væri að vekja athygli á lítt þekktari
stöðum og segja þeir einstaklingar
sem Morgunblaðið ræddi við í öðrum
landshlutum en suðurhluta landsins
að heppilegra væri að þeim stöðum
þar sem eiga að verða vörður væri
betur dreift um landið.
Um er að ræða verkefnið
„Varða“, samstarfsverkefni á vegum
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins og umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins. Staðirnir sem valdir
eru til þess að verða vörður verða m.a.
markaðssettir til íslenskra og er-
lendra ferðamanna. Aðaltilgangurinn
er þó ekki að markaðssetja áfanga-
staði heldur að bæta stefnumótun um
stýringu og uppbyggingu á þekktum
og fjölsóttum stöðum, samkvæmt
skriflegu svari frá atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytinu. Í svarinu segir
að fleiri staðir verði valdir til þátttöku
í verkefninu strax á næsta ári.
„Varðandi innviði á þessum stöð-
um sem stefna í átt að Vörðu er rétt
að þeir hafa vissulega styrkst á síðast-
liðnum árum, eins og víða annars
staðar. Enn vantar þó talsvert upp á
að vel sé, einkum á Geysi og Jökuls-
árlóni. Varða hefur einnig það mark-
mið að styrkja þætti sem núverandi
úrræði, einkum Framkvæmdasjóður
ferðamannastaða og Landsáætlun um
uppbyggingu innviða, ná ekki yfir.“
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lekt-
or við viðskiptadeild Háskólans á Ak-
ureyri, segir að áður en bakslag kom í
ferðaþjónustuna, bæði með falli
WOW air og kórónuveirufaraldrinum,
hafi verið komnar upp áhyggjur af því
að stærstu ferðamannastaðirnir væru
orðnir óaðlaðandi vegna átroðnings
og fjölda ferðamanna. Nú, þegar
ferðaþjónustan er að rétta úr kútnum
að nýju, segir Jón að „dauðafæri“ sé á
því að fara ekki beint ofan í sama far-
ið.
„Til dæmis með því að markaðs-
setja fleiri staði á landinu og ná meiri
dreifingu.“
Þeir staðir sem komnir eru í ferli
til þess að verða vörður eru Þingvalla-
þjóðgarður, Geysir, Gullfoss og Jök-
ulsárlón.
Margrét Björk Björnsdóttir, for-
stöðumaður Markaðsstofu Vest-
urlands, segir að það hafi komið á
óvart þegar kynnt var í vor að um-
ræddir staðir ættu að verða vörður.
„Þetta kom bara beint úr ráðu-
neytinu og maður hefði kannski vænst
þess að það hefði verið meira samráð
úti um allt land,“ segir Margrét.
„Ég get ekki sagt að við höfum
hrópað húrra yfir þessu en ég skildi
líka þau rök sem ráðuneytið lagði
fram, að þetta væru staðir sem væri
mestur ágangur á og þyrfti að leggja
mesta áherslu á núna að koma í sæmi-
legt horf.“
Margrét segir þó að útlit sé fyrir
umbætur en markaðsstofur lands-
hlutanna hafa fengið erindi frá at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt-
inu þar sem beðið er um að þær
tilnefni vörður í sínum landshlutum.
„Verkefnið er flott og ég held að það
geti skapað aðdráttarafl,“ segir Mar-
grét.
Ingvi Örn Þorsteinsson, hjá
Austurbrú, segir að ákjósanlegt sé að
fyrstu vörðurnar verði dreifðar um
landið. „Við myndum vilja sjá að þetta
dreifðist um allt landið,“ segir Ingvi.
Ásthildur Sturludóttir, bæja-
stjóri Akureyrarbæjar, segist fagna
aðferðafræðinni sem lagt er upp með.
„Þetta er mjög flott verkefni en
við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá
verkefni hér á Norðurlandi. Ég geri
fastlega ráð fyrir því að það verði í
næsta áfanga. Við á Norðurlandi er-
um með fullt af áfangastöðum sem
koma til greina.“
Ferðamálaráðherra hefur boðið
öllum landshlutum að hefja þá veg-
ferð að verða vörður. Haldin verður
vinnustofa strax í haust í þeim til-
gangi. Í skriflegu svari frá atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu seg-
ir að staðirnir fjórir hafi verið valdir
til þess að verða vörður „vegna þess
að þeir eru á meðal fjölsóttustu
áfangastaða landsins og þar af leið-
andi í einna mestri þörf fyrir þá
stefnumótun um stýringu og upp-
byggingu sem felst í Vörðu. Einnig
hafði áhrif að þeir eru allir í ríkiseigu
sem einfaldar að ná öllum hags-
munaaðilum saman um verkefnið.“
Kom ekki til greina að dreifa
þessu meira um landið strax til að
byrja með?
„Frá upphafi hefur staðið til að
það verði vörður í öllum lands-
hlutum. Þessir fjórir staðir voru tald-
ir í mestri þörf fyrir verkefnið, vegna
þess hve þeir eru fjölsóttir. Ekki er
þó víst að þeir verði fjórar fyrstu
vörðurnar, því þeir eiga misjafnlega
langt í land.“
Telja heppilegra
að dreifa vörðunum
Morgunblaðið/Eggert
Á ferðalagi um Ísland Ferðamenn á leið í hvalaskoðun á Húsavík. Þess
má vænta að áfangastaðir fleiri landshluta en Suðurlands fái vörður síðar.