Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 515 1 tímapantan ir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Í grein Stefáns Svavarssonar, Salt- fiskur, vín og skemmdir ávextir, er fjallað um viðskiptasamband Ís- lands og Spánar í 200 ár. Hér er birt brot úr henni. Ísland og Spánn Francos [...] Á meðan á borgarastríðinu stóð var vinstristjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks við völd, Stjórn hinna vinnandi stétta. Jafnvel þótt samúð flokksmanna Alþýðuflokks hafi verið hjá spænska lýðveldinu hafði það engin áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að endur- vekja saltfiskmarkaðina á Spáni fyrr en við lok borgarastyrj- aldarinnar. Íslenskir fulltrú- ar reyndu allt fram á sumar 1936 að ná sam- bandi við spænska embættismenn vegna viðskipta- mála, þótt óróinn á Spáni færi sívaxandi. Opinber fiskifulltrúi Íslands, Helgi P. Briem, sat í Barcelona þar til hon- um var ekki lengur til setunnar boðið og hann flúði yfir landamær- in til Frakklands um leið og styrj- öldin braust út. Helgi fiskifulltrúi var sendur tvisvar aftur til Spánar árið 1938, í hvort sinn til andstæðra fylkinga. Í janúar fór hann til Barcelona, sem enn var undir stjórn lýðveld- isins, til þess að reyna að inn- heimta útistandandi skuldir sem íslenskir fiskútflytjendur áttu á Spáni og kanna söluhorfur. Í skýrslum sem hann sendi til Íslands lýsti hann aðstæðum í borginni sem mátti þola sífelldar árásir sprengjuflugvéla og her- skipa uppreisnarmanna. Baráttu- þrek borgarbúa var að þrotum komið eftir eins og hálfs árs styrj- öld og engin tök voru á að inn- heimta skuldir né selja saltfisk til borgarinnar. Fimm mánuðum síðar fór Helgi til yfirráðasvæðis Fran- cos í sömu erindagjörðum. Fyrst um sinn vildu uppreisnarmenn ekki veita Helga inngöngu í landið nema gegn því að Ísland viður- kenndi Franco sem leiðtoga Spán- ar. Fram að því höfðu aðeins 11 ríki viðurkennt stjórn Francos, ekkert þeirra lýðræðisríki. Ísland hefði getað viðurkennt Spán miðað við þáverandi skipan utanríkismála en landið hafði skuldbundið sig til að fylgja hinum Norðurlöndunum í þessu máli. Samkvæmt skýrslum fiskifulltrúans voru ráðamenn Francos ekki fráhverfir því að eiga í viðskiptum við Ísland á ný, en aðeins með vöruskiptum og gegn því að ríkisstjórn Íslands viður- kenndi stjórn Francos án skilyrða. Önnur Evrópuríki sem ekki höfðu viðurkennt Spán áttu reyndar þeg- ar í viðskiptum við þann hluta Spánar sem Franco réð yfir. Upp- reisnarmenn bentu á að þessi ríki seldu þeim vörur sem þá skorti, en saltfisk mætti flokka sem óþarfa vöru. Ef Íslendingar kærðu sig um að reyna að koma saltfiski til þeirra yrðu þeir að gjöra svo vel að slíta samkomulaginu við Norðurlöndin og viðurkenna Francostjórnina opinberlega. Íslenska ríkisstjórnin gekk ekki að þessum skilyrðum uppreisnar- manna. Í mars 1939 fór Helgi ásamt fulltrúa frá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) aftur til yfirráðasvæðis Francos. Aðeins var tímaspursmál hvenær styrjöldinni lyki með sigri upp- reisnarmanna, sem vildu nú ekki einu sinni veita Íslendingunum áheyrn nema íslenska ríkisstjórnin viðurkenndi stjórn Francos. Þrátt fyrir mikinn þrýsting af hálfu útgerðarmanna og fiskútflytjenda beið ríkisstjórnin með það og gaf út sameiginlega viðurkenningu með hinum Norðurlöndunum. Rétt eins og í bannmálinu 18 árum áður nýttu Spánverjar sér aðstöðumun ríkjanna þegar kom að viðskiptum til að ná sínu fram í utanríkis- málum. Uppreisnarmenn Francos hefðu ekki getað sett stærri ríkj- um eins og Noregi eða Bretlandi þessi skilyrði þar sem þeir fluttu inn vörur sem þörf var á frá þess- um löndum. Spánverjar vissu vel að Íslendingar þurftu meira á við- skiptunum að halda en þeir. Því var borðleggjandi fyrir embættis- menn Francos að þrýsta á Íslend- inga til að reyna að fá formlega viðurkenningu frá evrópsku lýð- ræðisríki. Ríkisstjórnin stóð þó fast á sínu og flýtti sér ekki að veita Francostjórninni viðurkenn- ingu þótt það hefði mögulega liðk- að fyrir viðskiptum. Þegar borgarastríðinu lauk árið 1939 hvarf Spánn fljótt úr hugum manna þar sem bæði ráðamenn og almenningur höfðu um annað að hugsa eftir að síðari heimsstyrj- öldin braust út. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku í apríl 1940 urðu Íslendingar að taka utanrík- ismál í eigin hendur. Íslenska utanríkisráðuneytið ákvað að stofna embætti sendifulltrúa í Madríd, en fram að því hafði aðeins verið stofnað sendiráð í Bandaríkjunum og sendifulltrúi var skipaður í Lundúnum. Spán- verjar svöruðu aftur á móti aldrei beiðni íslensku ríkisstjórnarinnar og sendifulltrúaefni Íslands fékk meira að segja ekki landvistarleyfi á Spáni þegar á reyndi. Við her- nám Breta mánuði síðar féllu þess- ar tilraunir um sig sjálfar. Efna- hagur Íslands vænkaðist hratt á stríðsárunum og spænskur saltfiskmarkaður skipti því mun minna máli en áður. […] En eftir seinni heimsstyrj- öld riftu Bretar hagstæðum við- skiptasamningi við Ísland og digur gjaldeyrisforði landsins tæmdist fljótt. Íslensk stjórnvöld voru einn- ig undir miklum þrýstingi af hálfu íslenskra útgerðarfélaga og fisk- útflytjenda sem kröfðust aðstoðar við að hefja viðskipti við Spán á ný. Fljótlega kom í ljós að Spánverj- ar myndu ekki taka viðskipti við Ísland í mál nema ríkin tækju upp formlegt stjórnmálasamband og Íslendingar skipuðu sendiherra í Madríd einir Evrópuþjóða. Nokkru síðar, þegar Spánverjar áttuðu sig á hversu fast Íslendingar sóttu viðskipta- og stjórnmálasamband, kröfðust þeir einnig þess að Ísland styddi málstað Spánar í atkvæða- greiðslu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna vorið 1949. Íslend- ingar höfðu greitt atkvæði gegn Spáni á allsherjarþinginu aðeins nokkrum mánuðum áður og því voru Spánverjar enn að reyna að hafa áhrif á utanríkisstefnu Íslands með viðskipti að vopni. Íslenska utanríkisþjónustan var afar fáliðuð á þessum tíma og skorti óháða ráðgjöf þegar kom að því að ákveða hvort ganga skyldi á bak fyrri orða og veita Spáni Francos stuðning. Íslenskir ráða- menn fengu aðeins skýrslur um ástand mála á Spáni frá umboðs- mönnum útgerðarfélaga og fisk- útflytjenda sem áttu hagsmuna að gæta við að gera sem mest úr ágæti þess að stofna til viðskipta- samninga við Spán. Margir hátt- settir íslenskir embættis- og ráða- menn á þessum tíma, svo sem Ólafur Thors ráðherra og Thor Thors fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, höfðu auk þess náin tengsl við útgerðina. Því varð niðurstaðan sú að Ísland greiddi atkvæði til stuðn- ings Spánverjum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í maí 1949, fyrst Evrópuþjóða utan Grikklands og Tyrklands og í andstöðu við helstu bandalagsþjóðir. Fengu Spánverjar í raun meiri stuðning en þeir höfðu beðið Íslendinga um í skiptum fyrir óljós loforð um við- skipti. Íslendingar máttu aftur á móti sæta ákúrum frá Bretum og Norðurlöndunum fyrir að ganga úr skaftinu gegn Spáni. Þetta átak Spánverja gagnvart Íslendingum var vissulega hluti af stærri her- ferð. Franco og stjórn hans reyndi á árunum eftir 1945 að breiða yfir stuðning sinn við möndulveldin í seinni heimsstyrjöld. Þrátt fyrir þessi endurskrif sögunnar fyrirleit almenningur í þeim löndum sem Franco vildi vingast við bæði hann og stjórn hans og alltaf kraumaði undir sú krafa að honum yrði kom- ið frá völdum. Ef frá eru talin Sovétríkin töldu stórveldin það þó ekki þjóna hagsmunum sínum að stjórn Francos færi frá. Umheim- inum stafaði ekki hætta frá Spáni og ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi óttuðust annað borgara- stríð eða upplausn sem gæti leitt til aukinna áhrifa Sovétríkjanna á Spáni. Tíðarandinn snerist að lok- um Franco í vil. Eftir því sem ótti vesturveldanna við uppgang kommúnisma magnaðist, því álit- legri bandamaður varð Franco og einangrun Spánar var því smám saman aflétt. Spánn gerði til að mynda varnarsamning við Banda- ríkin árið 1953 og árið 1955 fékk Spánn aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Hvað Ísland varðaði þá urðu vonir um hagstæð viðskipti við Spán fljótlega að engu. Eini áþreifanlegi árangurinn af stuðn- ingi Íslands við Spán var að hluti af innflutningskvóta á saltfiski sem ætlaður var Norðmönnum var tek- inn af þeim og færður Íslend- ingum. Í viðræðum um viðskipti þjóðanna árið 1949 gerðu Íslend- ingar vöruskiptasamning sem átti eftir að gilda lítið breyttur næsta áratuginn, en samkvæmt honum var enginn saltfiskur fluttur til Spánar án þess að spænskar vörur yrðu fluttar til Íslands á móti. Íslendingum var nú vandi á hönd- um, því óvíst var að þeir hefðu not fyrir þær vörur sem Spánverjar gætu selt þeim á móti. Tveggja manna sendinefnd fór frá Íslandi til Spánar árið 1949 til að kynna sér hvaða vörur voru í boði og töldu tvímenningarnir að helst væri hægt að flytja inn ávexti, kork, skó og vefnaðarvöru. Vör- urnar þóttu dýrari og af lakari gæðum en svipaðar vörur frá öðr- um löndum. Til þess að örva út- flutning á saltfiski hvöttu íslenskir ráðamenn og fiskútflytjendur almenning og heildsala til að kaupa sem mest frá Spáni og lof- uðu gæði spænskra vara jafnvel gegn betri vitund. Á meðan bárust íslenskum blöðum og eftirlitsstofn- unum kvartanir vegna pantana sem bárust seint og illa, skemmdra ávaxta og vefnaðarvöru sem rifnaði milli handanna á fólki. Hagsmunir sjávarútvegs voru að vísu látnir ganga fyrir og á tíma- bili fluttu Íslendingar inn langmest allra þjóða af spænskum vörum miðað við höfðatölu. […] Aftur á móti kunnu Íslendingar vel að meta utanlandsferðir til Spánar sem Ferðaskrifstofa rík- isins efndi til árið 1952 í því skyni að efla viðskipti landanna. Í fyrstu ferðinni var siglt um norðurströnd Spánar og kostaði fargjald á ódýr- asta farrými aðeins sem samsvar- aði rúmu mánaðarkaupi verka- manns á þessum tíma. Ferðin sló í gegn og fleiri skipulagðar ferðir fylgdu í kjölfarið sem vöktu mikla athygli og vel var látið af. Fyrir- lestrar og myndasýningar voru jafnan auglýstar í dagblöðum næstu misserin þar sem ferða- langar sögðu frá ævintýrum sínum á Spáni. Ferðasögur birtust auk þess reglulega í blöðunum. Þegar frumkvöðlar eins og Guðni Þórðar- son í Sunnu og Ingólfur Guð- brandsson hófu að selja Spánar- ferðir í lok 6. og í upphafi 7. áratugarins má segja að hið opin- bera hafi undirbúið markaðinn tryggilega. Ímynd Spánar hafði jafnframt breyst á örfáum árum. Sjaldan var minnst á ófrjálsa alþýðu Spánar undir hælnum á einræðisherranum Franco, heldur dreymdi flesta um að upplifa lífs- ins lystisemdir við Miðjarðarhaf. (Tilvísunum er sleppt.) Saltfiskur, vín og skemmdir ávextir Bókarkafli | Í bókinni Á fjarlægum ströndum, sem Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýra, er safn greina eftir fjórtán höfunda, sem snúast um margvísleg tengsl Íslands og Spánar í tímans rás. Morgunblaðið/Ómar Viðskiptahagsmunir Íslendingar studdu Spán Francos á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í von um gott veður fyrir salfisksölu. Enn er Bacalao Islandia í metum á Spáni eins og sjá má á LaBoqueria-markaðnum í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.