Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Parque Santiago Apartments
Ameríska ströndin
TENERIFE
23. - 30. júní
Flug og vinsæl fjölskyldu
íbúðagisting á besta stað
verð frá 78.900kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400
Innifalið: Flug, gisting, innritaður farangur
og handfarangur
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar,
sérfræðings í smitsjúkdómum á
Landspítalanum og prófessors við
Háskóla Íslands, hefur langvarandi
vörn gegn endursýkingu af Covid-19
verið rannsökuð töluvert hér á landi.
Fyrstu niðurstöður rannsóknar voru
birtar í New England Journal of
Medicine í október síðastliðið haust
og er sú rannsókn enn í gangi.
Rannsóknin byggðist á mótefna-
mælingum hjá 30.576 einstaklingum
á Íslandi.
„Þær niðurstöður sýndu að mót-
efnasvarið var al-
mennt séð mjög
gott og virtist
vera meira lang-
varandi en fólk
hafði áhyggjur af
í byrjun. Síðan
mun tíminn leiða
í ljós hversu löng
vörnin er,“ segir
Magnús og bætir
við:
„Það er náttúrlega bara eitt og
hálft ár síðan fyrstu sjúklingarnir
smituðust þannig að það tekur auð-
vitað tíma að átta sig á því hvernig
þetta þróast.“
Kröftugra mótefnasvar
hjá bólusettum
Magnús segir þó að mótefnasv-
arið gegn broddprótíninu virðist
vera kröftugra hjá þeim sem eru
bólusettir heldur en hjá þeim sem
hafi fengið náttúrulega sýkingu.
„Það er ástæðan fyrir því að
menn eru að mæla með svona örv-
unarskammti af bóluefninu eftir að
fólk hefur fengið Covid,“ segir
Magnús og bendir á að í raun og
veru sé það kannski ekki fyllilega
ljóst hver mótefnavörnin verði eftir
lengri tíma.
„Það náttúrlega skiptir líka máli
að við náttúrulega sýkingu myndar
líkaminn mótefni gegn fleiri þáttum
veirunnar, ekki bara gegn brodd-
prótíninu þannig að það verður svo-
kallað samsett mótefnasvar, alls
konar mótefni sem myndast,“ segir
Magnús og bendir á að það sé
kannski ekki alveg hægt að stilla
þessu upp og mæla magn mótefna
gegn broddprótíninu annars vegar
eftir náttúrlega sýkingu og hins veg-
ar eftir bólusetningu. „Þetta er að-
eins flóknara en það.“
Þá segir Magnús að bólusetning
þeirra sem hafi sýkst af Covid sé að
hans mati skynsamleg varrúðarráð-
stöfun og bætir við: „Svo kemur í
ljós hversu miklu það breytir að
gefa fólki aftur bóluefni eftir að það
hefur fengið Covid.“
Bólusett með Janssen og Pfizer
Á vefsíðu embættis landlæknis
segir að komið sé að því að bjóða
þeim sem hafa sögu um Covid eða
mótefni gegn SARS-CoV-2 bólu-
setningu til að efla vörn gegn endur-
sýkingu. Bólusett verður með bólu-
efnunum Janssen og Pfizer.
Þá segir að mælt sé með því, ef
innan við þrír mánuðir eru frá stað-
festri Covid-sýkingu, að beðið verði
með bólusetninguna þar til að þeim
tíma liðnum.
Bólusettir með meira mótefnasvar
- Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir bólusetningu þeirra sem hafa sýkst af Covid-19 skynsamlega
varúðarráðstöfun - Hér á landi verður þeim sem hafa sýkst af Covid-19 boðin bólusetning
Magnús
Gottfreðsson
Logi Sigurðarson
Unnur Freyja Víðisdóttir
Ríkisskattstjóri segir að heildar-
hluthafalisti félaga á vef embættis-
ins verði tekinn út eins fljótt og unnt
er. Persónuvernd ákvarðaði sl.
föstudag að birting hluthafalista á
opnu vefsvæði Skattsins væri ólög-
mæt.
„Við héldum auðvitað að þetta
væri í samræmi við lögin. Nú þegar
Persónuvernd er búin að gefa sitt
álit þá munum við að sjálfsögðu fara
eftir því. Þannig að ég á ekki von á
öðru en að við munum fara í það að
taka þetta út. Persónuvernd gaf
mánuð í það að klára það verkefni.
Ég held að það sé bara fínt. Ef nið-
urstaðan er sú að þetta sé ekki í
samræmi við lagaheimildir þá er
auðvitað eðlilegt að laga það eins
fljótt og hægt er,“ segir Snorri Ol-
sen ríkisskattstjóri.
Lagastoðin ekki nógu sterk
Ákveðið var að birta heildarhlut-
hafalista félaga vegna breytingar á
lögum um birtingu ársreikninga á
opinberu vefsvæði. Ríkisskattstjóri
óskaði eftir áliti Persónuverndar í
febrúar til þess að ganga úr skugga
um að nægilega sterkur lagagrund-
völlur væri fyrir birtingu listans.
Edda Símonardóttir, sviðstjóri hjá
Skattinum, segir það vera atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið sem
þurfi að taka ákvörðun um það
hvort eigi að breyta lögum til þess
að þessi birting verði heimil.
„Við sendum beiðni í febrúar og
þetta var niðurstaðan. Lögin tóku
gildi í janúar svo við þurftum að
birta þennan lista þá. Auðvitað er
það alveg ljóst samkvæmt þessu
áliti að lagastoðin er ekki nægilega
sterk,“ segir Edda.
Hún segir úrskurðinn ekki hafa
komið sér á óvart.
„Auðvitað erum við að biðja um
álit vegna þess að við vildum vera
viss. Þá er auðvitað alltaf einhver
vafi í huga manns og þetta gat þá
farið á báða vegu. En það eru
greinilega gerðar mjög ríkar kröfur
af hálfu Persónuverndar sem er
auðvitað hið besta mál. Ef pólitíkin
hefur áhuga á því að birta þessi
gögn eins og ég held að vilji löggjaf-
ans hafi verið, þá verður að renna
sterkari stoðum undir þessi
ákvæði.“
Ekki nægilega skýrt
Í úrskurði Persónuverndar er
lögð áhersla á að lagagrundvöllurinn
fyrir birtingu á þessum lista sé ekki
nægilega skýr og samrýmist þess
vegna ekki persónuverndarlögum.
Í úrskurði Persónuverndar segir:
„Persónuvernd komst að þeirri nið-
urstöðu að 4. mgr. 109. gr. laga um
ársreikninga væri ekki nægilega
skýrt orðuð til að fela í sér fullnægj-
andi lagastoð fyrir vinnslunni og að
birting upplýsinga um hlutafjáreign
einstaklinga samrýmist þannig ekki
persónuverndarlögum.“
„Við héldum að þetta
væri í samræmi við lögin“
- Skattinum gert að fjarlægja heildarhluthafalista af vefnum
Morgunblaðið/sisi
Lagaumhverfi Skatturinn birti
heildarhluthafalista félaga.
Eins og sést á myndinni hér til
hliðar er bygging Húss íslensk-
unnar við Arngrímsgötu í Reykja-
vík langt á veg komin. Húsið kem-
ur til með að hýsa fjölbreytta
starfsemi Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum og Ís-
lensku- og menningardeild Háskóla
Íslands.
Að sögn Antons Arnar Schmid-
hauser, verkefnastjóra hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, er nú unnið
að því að setja upp glugga og
ganga frá húsinu. Auk þess er
vinna innan dyra komin á fullt.
Þá segir Anton að framkvæmd-
irnar séu samkvæmt upphaflegri
rekstraráætlun en að uppsteypan,
sem lauk um áramótin síðustu, hafi
verið heldur á undan áætlun.
Áætlað er að húsið verði tilbúið
um mitt næsta ár eða í júlí 2022.
Þó segir Anton að Árnastofnun ætli
sér ekki að flytja strax inn í húsið
enda þurfi að nást ákveðið raka-
jafnvægi í húsinu svo það henti
handritunum.
Byggingin
langt á veg
komin
Morgunblaðið/Unnur Karen