Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 21. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.03 Sterlingspund 170.65 Kanadadalur 99.45 Dönsk króna 19.687 Norsk króna 14.232 Sænsk króna 14.31 Svissn. franki 133.81 Japanskt jen 1.1165 SDR 175.67 Evra 146.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.5784 Hrávöruverð Gull 1792.35 ($/únsa) Ál 2427.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.0 ($/fatið) Brent Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche, dótturfélag Volkswagen- samsteypunnar, hefur efnt til sam- starfs við þýska fyrirtækið Custom- cells um framleiðslu á afkastamiklum rafhlöðum fyrir rafmagnsbíla. Að sögn Reuters mun Porsche fjár- festa fyrir marga tugi milljóna evra í nýrri rafhlöðuverksmiðju sem mun geta skaffað rafhlöður í um það bil 1.000 bíla ár hvert. Eiga rafhlöðurnar að hafa meiri orkuþéttni en þær raf- hlöður sem í boði eru í dag sem þýðir bæði að hleðslutími styttist til muna og að minna hráefni þarf til að fram- leiða rafhlöðurnar borið saman við hefðbundnar bílarafhlöður með sömu hleðslugetu. Loks á sú tækni sem Customcells hefur þróað að lækka framleiðslukostnað sem ætti að skila sér í lægra verði á rafbílum. Reuters greinir frá að evrópskir bílaframleið- endur leiti núna allra leiða til að vera minna háðir framboði asískra raf- hlöðuframleiðenda og stefnir Volkswagen að því að byggja nokkrar rafhlöðuverksmiður í Evrópu á kom- andi misserum og árum. Keppast bílarisarnir við að auka hlut rafbíla í framleiðslu sinni til að gerast ekki brotlegir við æ strangari reglur Evr- ópusambandsins sem miða að því að minnka útblástur frá bílaumferð. ai@mbl.is Porsche fjárfestir í rafhlöðuframleiðanda AFP Orka Unnið hörðum höndum í verksmiðju Porsche í Stuttgart. - Evrópskir bílaframleiðendur vilja vera minna háðir rafhlöðum frá Asíu ur faraldurinn bitnað af miklum þunga á þeim löndum sem reiða sig mjög á ferðaþjónustugeirann. Önnur bylgja smita gengur núna yfir Indónesíu en seinni bylgja í Malasíu náði hámarki í byrjun júnímánaðar og virðist núna í rénun. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tony Fernandes, forstjóri lággjalda- flugfélagsins AirAsia, reiknar með að fluggeirinn verði kominn í samt horf á næsta ári samhliða því að fleiri ríki opna landamæri sín á ný til að hleypa ferðamönnum inn. AirAsia er eitt af stærstu lág- gjaldaflugfélögum heims, stofnað í Malasíu árið 1993 og með dótturfélög víðsvegar um SA-Asíu. Flugfélagið hefur verið í örum vexti á undanförn- um árum og er nú þegar með 96 flug- vélar í sinni þjónustu og með meira en 360 nýjar vélar til viðbótar pantaðar. Í viðtali sem malasíska ríkisfrétta- stofan Bernama birti á laugardag kallaði Fernandes eftir því að stjórn- völd vönduðu til verka nú þegar von er á að dregið verði úr smitvörnum og landamæri opnist á ný, svo að takast mætti að halda hvers kyns röskunum í lágmarki þegar flugsamgöngur komast aftur á skrið. Ríkjum SA-Asíu hefur gengið mis- vel að glíma við kórónuveiruna og hef- Taíland leiðir opnanir Í Taílandi róa stjórnvöld að því öll- um árum að hleypa ferðamönnum inn eins fljótt unnt er og verður byrj- að á Phuket í SV-hluta landsins. Frá og með 1. júlí munu fullbólusettir ferðamenn frá vissum löndum geta heimsótt Phuket án þess að sæta sóttkví en aðrir ferðalangar þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli á eigin kostnað fyrstu 14 dagana eftir kom- una til landsins. Þurfa ferðamenn að hafast við á Phuket-eyju í að lág- marki 14 daga áður en þeir ferðast til annarra áfangastaða innan Taílands. Er búið að bólusetja um 60% íbúa Phuket, en á landsvísu er hlutfallið 5%. Til stendur að opna landið allt með svipuðum hætti snemma í októ- ber og þannig lina raunir þeirra landsmanna sem hafa tekjur sínar af ferðamönnum en að sögn Bloomberg myndar ferðaþjónusta um það bil fimmtung af landsframleiðslu Taí- lands. „Við getum ekki dregið það að opna landið þar til allir hafa verið fullbólusettir með tveimur sprautum eða þar til heimurinn er laus við veir- una,“ sagði Prayut Chan-o-cha, for- sætisráðherra Taílands, um ástand- ið. „Við verðum að vera reiðubúin að lifa við vissa áhættu og reyna að halda [áhættunni] við ásættanleg mörk svo að fólk geti byrjað að vinna og eiga í sig og á.“ „Getum ekki dregið það að opna“ AFP Skortur Drengur í fátækrahverfi í Bangkok með matargjöf frá lúxusveit- ingastað. Hrun ferðaþjónustunnar hefur farið illa með taílenska hagkerfið. - Bylgja smita í Indónesíu og Malasíu en Taíland stefnir á að opna landið upp á gátt með haustinu - Stjórnandi AirAsia spáir eðlilegu ástandi á næsta ári Ítölsk stjórnvöld munu hýsa fund atvinnumálaráðherra G20-ríkjanna í næstu viku og hyggjast nota tækifærið til að hvetja til strangari reglna um „gigg“-hagkerfið svo- kallaða. Vísar hugtakið til þess að vaxandi hópur fólks vinnur fyrir sér með ýmiss konar verktöku frekar en sem fastlaunaðir starfs- menn. Verkalýðsfélög hafa haldið því fram að gigg-hagkerfið grafi und- an réttindum launþega og hafi nei- kvæð áhrif á launaþróun. Aðrir hafa bent á að sá sveigjanleiki sem fylgi því að taka að sér ýmis smá- verkefni í verktöku hjálpi launþeg- um að afla sér aukatekna enda sé enginn hörgull á fólki sem vill t.d. gerast sendlar í hjáverkum fyrir þau fjölmörgu heimsendingarforrit sem hafa komið fram á sjónarsvið- ið á undanförnum árum, eða aka farþegum á milli staða fyrir skutl- þjónustur á borð við Uber. Reuters greinir frá því að fyrr á þessu ári hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjað undir- búning nýrra reglna sem ætlað er að auka réttindi fólks í gigg-hag- kerfinu. Sum Evrópulönd hafa þegar tekið af skarið og t.d. úr- skurðaði hæstiréttur Bretlands fyrr á árinu að fólk sem tæki að sér farþegaakstur í verktöku í gegnum Uber ætti rétt á lág- markslaunum, og spænskur dóm- stóll úrskurðaði síðasta haust að sendlar matarheimsendingarfyrir- tækis flokkuðust í reynd sem laun- þegar en ekki verktakar. ai@mbl.is AFP Þjónusta Sendill Deliveroo í París sækir pöntun. Gigg-hagkerfið hefur vaxið hratt og valdið núningi. Vilja koma böndum á „gigg“-hagkerfið - Vaxandi deilur á Vesturlöndum um verktöku í hjáverkum STUTT « Stjórn Festi hf. hefur ákveð- ið að hefja framkvæmd endurkaupa á hlutafé félags- ins. Er þetta gert í samráði við niðurstöðu aðalfundar sem haldinn var í mars þar sem stjórn var veitt heimild til að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af hlutafé og lækka útgefið hlutafé sem því nemur. Í tilkynningu sem send var fjöl- miðlum á sunnudag kemur fram að stjórn Festi hyggist kaupa að há- marki rösklega tvær milljónir eigin hluta eða sem nemur 0,65% af út- gefnu hlutafé. Verður að hámarki 430 milljónum króna varið til endurkaupanna. Kaupin verða framkvæmd í áföng- um og nema að hámarki 250.000 hlutum á dag. Munu endurkaup sam- kvæmt þessari áætlun hefjast í dag, mánudag, og standa yfir til 30. júlí nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunar- innar er í höndum markaðsviðskipta- sviðs Íslenskra fjárfesta hf. Undir starfsemi Festi falla rekstur Bakkans vöruhúss, raftækjaverslunin Elko, matvöruverslanakeðjan Krónan og olíufélagið N1. ai@mbl.is Festi hefur endurkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.